Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 Bifreiðatryggingar ríkisins: Tilboði Sam- vinnutrygg- inga tekiö Innkaupastofnun ríkisins hef- ur ákveðið að taka tilboði Sam- vinnutrygginga í bifreiðatrygg- ingar rfkisins. Að sögn Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Inn- kaupastofnunarinnar, var ákvörð- un þessi tekin eftir nákvæma at- hugun á öllum tilboðum sem bárust, frá 6 tryggingarfélögum, og reyndist tilboð Samvinnu- trygginga hagstæðast. Tilboð Samvinnutrygginga felur í sér grunniðgjald á hverjum tíma, með 65% afslætti og 12% afslætti af þeim hluta sem eftir er. Að auki kemur inn í, að allar ábyrgðar- tryggingar hjá Samvinnutrygg- ingum fyrir ríkið verða felldar undir eina tryggingu, flotatrygg- ingu ríkisins, og verður iðgjöldum og tölum haldið í sér reikningi. Verði tjónareynsla heildarflotans undir 70% af iðgjöldum haldast kjör óbreytt, en verði tjónagreiðsl- ur undir 69% fær ríkið greitt til baka V3 mismunar á lægra hundraðsfalli við endurnýjun næsta tryggingartímabils á eftir, til lækkunar á iðgjaldagreiðslum þess tímabils. Verzlunar- skólakenn- arar styðja framhalds- skólakennara UPPSAGNIR kennara í fram- haldsskólum landsins hafa að und- anfornu verið til umræðu í fjölmiðl- um. Par hefur komið fram, að upp- sagnir hafi ekki borist frá kennurum í Verzlunarskóla Islands. I tilefni af þessum fréttum vill Kennarafélag Verzlunarskólans koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum: Verzlunarskóli fs- lands er sjálfseignarstofnun sem lýtur stjórn Verzlunarráðs ís- lands, en rekstur skólans er að fullu greiddur úr ríkissjóði. Kenn- arar VÍ eru ráðnir af skólanefnd Verzlunarskólans á sömu launa- kjörum og aðrir kennarar í fram- haldsskólum landsins og eru fé- lagar Hins íslenzka kennarafé- lags. Vegna þessarar sérstöðu kenn- ara Verzlunarskólans taldi stjórn HÍK að ekki væri rétt að Verzlun- arskólakennarar segðu upp störf- um. Kennarar Verzlunarskólans lýsa yfir fullri samstöðu með upp- sögnum framhaldsskólakennara og harma að geta ekki sýnt hana í verki. Grágás, Keflavík: Hans Christian- sen sýnir túss- og vatnslitamyndir f DAG opnar Hans Christiansen sýningu á rúmlega 30 vatnslita- og tússmyndum í Grágás í Keflavík. Myndirnar eru gerðar á þessu og síðastliðnu ári. Sýningin er opin í dag og á föstudaginn frá klukkan 17 til 22 og á laugardag og sunnu- dag frá klukkan 14 til 22. Sýning- unni lýkur á sunnudaginn. Nemendur eru kvíðnir vegna uppsagna kennara EF SVO fer sem horfir leggja rúmlega 400 framhaldskennarar í Hinu íslenska kennarafélagi niður störf á morgun, þrátt fyrir fram- lengingu uppsagnarfrests til 1. júní. í gær voru nokkrir nemendur framhaldsskóla á höfuðborgar- svæðinu teknir tali og spurðir um afstöðu þeirra til uppsagnar kenn- Áhyggjufullar, en styðja kennara Þær Margrét Jónsdóttir og Jó- hanna Rútsdóttir, nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð, sögðust hafa áhyggjur af stöðu mála. „Ég veit varla hvað á að taka til bragðs ef skólinn stöðv- ast lengi,“ sagði Margrét, sem ætlar að taka stúdentspróf í vor. „Sumir hafa rætt um að færa sig yfir í aðra skóla, þar sem kennsla fellur ekki jafn almennt niður og hér, t.d. Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ, en það komast nú varla allir þangað. Það er sér- staklega slæmt ef skólahald stöðvast alveg í langan tíma, því það tekur alltaf dálítinn tíma að komast af stað aftur og svo er páskafríið ekki langt undan. Mér hefði þótt betra ef kennarar hefðu hægt á kennslunni, farið í „1. gír“, en ekki ákveðið að ganga alveg út.“ Jóhanna tók í sama streng og sagði flesta nemendur vera svartsýna varðandi skólamálin. „Kennarar eru heldur ekki jafn harðir nú og þeir voru fyrir um tveimur vikum,“ sagði Jóhanna. „Þeir eru nú orðnir áhyggjufull- ir, t.d. varðandi hugsanlega lög- sókn á hendur þeim fyrir að leggja niður kennslu." Þær Jóhanna og Margrét sögð- ust sammála kennurum i því að laun þeirra væru allt of lág, en að allar áætlanir nemenda færu úr skorðum ef skólahald lægi lengi niðri. „Ef svo fer að þessi önn fellur niður, þá bitnar það ekki eingöngu á núverandi nem- endum framhaldsskólanna, held- ur gæti það einnig tafið fyrir námi þeirra sem eru að ljúka 9. bekk í vor,“ sögðu þær. „Það er varla hægt að taka við þeim fjölda í skólunum ef hluti nem- enda núna situr áfram." Hæfír kennarar skipta öliu máli Eggert Gunnarsson, nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti, sagði skiptar skoðanir meðal nemenda um uppsagnir kennara. „Sjálfur styð ég kenn- arana fram í rauðan dauðann, enda eru laun þeirra nú fáránleg miðað við menntun þeirra," sagði hann. „Það skiptir öllu máli að fá hæfa kennara og þeir fást ekki ef ekki eru greidd mannsæmandi laun. Auðvitað kemur það sér illa fyrir mig eins og aðra ef kennsla fellur niður í langan tíma, en ég er vongóður um að sá tími verði alls ekki lengri en 3 vikur. Verst er þó Margrét Jónsdóttir og Jóhanna Rútsdóttir. MorKunblaðið/Júlíus Eggert Gunnarsson Gunnar Jensen Sigurður Jensen ástandið hjá stúdentsefnum, en sjálfur ætla ég að ljúka námi að ári.“ Eggert sagði, að það væri skiljanlegt að kennarar hefðu valið þessa leið til að reyna að ná leiðréttingu á kjörum sínum. „Hvort kröfur þeirra eru raun- hæfar er svo annað mál. Þeir höfðu vissulega þessi laun, sem þeir eru að krefjast núna, fyrir nokkrum árum, en mér finnst óraunhæft að ætlast til að fá leiðréttingu í eitt skipti fyrir öll, jafnvel þótt þeir séu vel að því komnir. Frammistaða stjórn- valda hefur hins vegar verið fyrir neðan allar hellur. Fram- lenging uppsagnarfrests kom til dæmis allt of seint og samninga- fundir hófust ekki fyrr en enn síðar.“ Háskólanámið gæti tafíst Gunnar Jensen er nemandi í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hann stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla ís- lands, en lærir bókfærslu í kvöldskóianum. „Ég hóf nám í viðskiptafræði síðasta haust, en tek nokkra áfanga í bókfærsl- unni hér til að auðvelda námið," sagði Gunnar. „Ef kennsla fellur niður í bókfærslunni þá þýðir það að ég yrði að fresta því prófi í viðskiptafræðinni og jafnvel eyða sumrinu til að lesa og taka síðan prófið næsta haust. Kenn- arana styð ég hins vegar, enda eru laun þeirra fáránleg. Sjálf- um finnst mér 35 þúsund króna byrjunarlaun, eins og þeir fara fram á, lágmarkslaun." Þrjósku stjórnvalda að kenna Sigurður Jensen er á 7. önn í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Hann sagði að ef kennsla félli niður í langan tíma gæti það eyðilagt mikið fyrir sér í námi. „Ég er hundóánægður með stöðu mála, en mér finnst þessar aðgerðir kennaranna eiga rétt á sér,“ sagði Sigurður. „Ég er hins vegar reiður út í stjórnvöld, því þrjóska þeirra hefur komið mál- um í þennan hnút. Kjör kennara hafa verið að versna undanfarin ár og aðstæður nú eru algjörlega á ábyrgð stjórnvalda. Kennarar voru beinlínis reknir út í þessar aðgerðir. Ég styð þá þess vegna og kæri mig ekkert um að fá ein- hverja aðra kennara í staðinn." „Vona að kennarar nýti það svigrúm sem skap- ast hefur til samninga“ — segir Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra „MÉR VIRÐAST málin þokast í jákvæða átt núna og fannst koma fram mjög eindreginn vilji hjá samninganefnd ríkisins í fyrradag til að sinna kröfum kennara sér- staklega,** sagði Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, þegar hún var innt álits á stöðu mála í deilu kennara og ríkisvalds- ins. Ragnhildur sagði, að nefnd sú, sem undanfarið hefur unnið að endurmati á störfum kennara, hefði nú lokið störfum og von- andi leiddu niðurstöður hennar til þess að samningsaðilar gætu farið að taka málin fastari tök- um. „Nefnd þessi hefur unnið mjög mikið verk að undanförnu og nú hafa menn vonandi enn skýrari rök í höndum, sem leitt fætu til jákvæðrar niðurstöðu. Ig hef ekki trú á öðru en að kennarar geri sér grein fyrir því að það er þeirra hagur að þeir nýti sér það svigrúm, sem skap- Ragnhildur Helgadóttir ast hefur til þess að ná sem hag- stæðustum samningum núna. Þetta svigrúm felst annars vegai* í því hversu snemma og á hvern veg Kjaradómur var og hins veg- ar í því, að uppsagnarfrestur kennaranna hefur verið fram- „Neita að trúa því að þessu verði ekki bjargaðu — segir Guðni Guðmundsson, rektor MR „í Menntaskólanum í Reykjavík hafa rúmlega 40% kennara sagt upp störfum og auðvitað er ekki hægt að reka skólann af neinu viti þegar við erum svo fáliðuð. Við verðum að vona málin verði leyst sem fyrst,“ sagði Guðni Guð- mundsson, rektor MR, í samtali við Morgunblaðið. Guðni sagðist reikna með að kennslu yrði haldið áfram fyrst um sinn, en síðan yrði hún endurskipulögð ef kennarar yrðu lengi fjarverandi. „Ég neita að trúa því að þessu verði ekki bjargað einhvern veginn, svo ég hef ekki farið að skipuleggja neitt og hef ekki einu sinni rætt við þá kennara sem eftir verða um breytingu á stundaskrá þeirra," sagði Guðni. „Ef kenn- arar ganga út þá missa sumir bekkir alla kennslu, en aðrir í raun ekki neitt. Það verður ekki hægt að gera neinar ráðstafanir fyrr en eftir helgina, þegar ljóst er orðið hvort af þessum aðgerð- um kennaranna verður." Menntaskólinn í Reykjavik út- skrifar um 180—200 stúdenta ár- lega og sagði Guðni að nú yrðu þeir um 200. lengdur. Þeir geta að sjálfsögðu dregið uppsagnir sínar til baka hvenær sem er á þeim fresti," sagði Ragnhildur. Menntamálaráðherra sagðist byggja allar áætlanir sínar á því að kennarar bæru þá umhyggju fyrir nemendum sínum að þeir stefndu ekki skólahaldi í óefni núna, sem yrði þá í annað sinn á þessum vetri. „Auk þess vil ég trúa því að kennarar sjái að það er ekki skynsamleg aðferð í samningum að hlaupast brott frá þeim í miðju kafi þegar já- kvæðar horfur eru,“ sagði Ragn- hildur. „Ennfremur hefur það mikil áhrif á viðhorf almennings til kennarastéttarinnar og þar með á stöðu skólahalds í landinu hvaða aðferðum kennarar beita við þessar aðstæður sem nú blasa við.“ Er Ragnhildur var innt eftir því hvort einhverjum aðgerðum yrði beitt gegn kennurum sem legðu niður störf á morgun svar- aði hún að hingað til hefði verið lögð áhersla á að vinna með kennurunum en ekki gegn þeim. „Ef kennarar ganga út þvert ofan í þau lagaúrræði sem við höfum til að tryggja skólahald í landinu, þá snúa þeir vopnum sínum gegn okkur,“ sagði hún. „Menn verða að gera það upp við samvisku sína hvað þeim finnst rétt, skynsamlegt og sanngjarnt og meta síðan stöðu og virðingu stéttar sinnar í ljósi þess. Laga- ákvæðið um framlengingu upp- sagnarfrestsins var notað af um- hyggju fyrir nemendum og ég trúi ekki öðru en að kennarar beri slíka umhyggju í brjósti, svo málin megi leysast á farsælan hátt,“ sagði menntamála- ráðherra að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.