Morgunblaðið - 28.02.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985
7
Sex embættis-
menn og tveir
frá Heklu
RANGHERMT var í blaðinu í
gær, að tíu embættismenn hefðu
þá um morguninn haldið til
Þýskalands í boði Heklu hf. til að
skoða bílaverksmiðjur Volkswag-
en. Hið rétta er, að embættis-
mennirnir voru sex — tveir frá
dómsmálaráðuneytinu, þrír frá
lögreglunni í Reykjavík og einn
frá Rannsóknarlögreglu ríkisins
— og auk þeirra fóru í ferðina
tveir fulltrúar frá Heklu hf. í
Reykjavík. í hópnum er enginn
fulltrúi Innkaupastofnunar ríkis-
ins. Beðist er velvirðingar á þess-
um mistökum.
Sauðárkrókur:
Uppsagnir í
frystihúsunum
Saudárkróki, 27. febrúar.
TOGARAR Útgerðarfélags Skagfirð-
inga eru að sjálfsögðu bundnir hér
við bryggju vegna sjómannaverk-
fallsins. Vinna er enn í frystihúsun-
um tveim, en hráefni þrýtur á
fimmtudag eða lostudag.
Starfsfólki frystihúsanna hefur
verið sagt upp kauptryggingu frá
næstkomandi föstudegi og má
gera ráð fyrir að þá fari 80 til 90
manns á atvinnuleysisskrá. Jón
Karlsson, formaður verkamanna-
félagsins Fram, sagði að atvinnu-
ástand í vetur hefði verið áþekkt
og undanfarin ár. Mætti segja, að
um 50 til 60 manns hefði verið við-
varandi á atvinnuleysisskrá og
miðaði hann þá við félagssvæði
Fram, sem nær yfir Sauðárkrók
og Skagafjarðarsýslu utan Hofs-
óss. Væri fiskverkunarfólk hér
ekki meðtalið.
Allra vonir standa til, að sjó-
mannaverkfallið leysist sem fyrst,
en þó svo færi liði nokkur tími þar
til vinna hefst aftur í frystihúsun-
um því nokkurn tíma tekur, að
búa skipin til veiða og veiðiferðin
er varla skemmri en 8 til 10 dagar.
- Kári
Leikarar í „Draumsónötu" eftir August Strindberg, sem Menntaskólinn við Sund sýnir.
Nemendur Menntaskólans við Sund sýna:
„Draumsónötua
eftir August Strindberg
Leiklistarfélag Menntaskólans við Sund, hefur æft „Draumsónötu“
eftir August Strindberg undanfarna
leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir.
„Draumsónatan", er eitt af
þeim leikritum Strindbergs, sem
kennd hafa verið við „draum-
leiki", en það voru leikrit gjörólík
fyrri leikritum hans bæði að upp-
byggingu og innihaldi," sagði
Hlín. „I verkinu brýtur höfundur-
inn hefðbundið leikgerðarform og
hefur hann verið langt á undan
sinni samtíð í þeim efnum, en
leikritið er skrifað 1907. Megin
einkenni verksins eru fjarstæðu-
kenndar persónur. Húsmóðirin er
til dæmis múmía inni í skáp og
eldabuskan nærist á krafti frá
öðru heimilisfólki. Það má því
segja að Strindberg hafi rutt
brautina fyrir ýmsa nútímahöf-
unda, sem kenndir eru við fárán-
manuðu. Þyðandi er Einar Bragi, en
leikaleikhús."
Ýmsir hafa gagnrýnt okkur
fyrir að leggja á áhugafólk og
byrjendur svona erfitt verkefni
eins og leikrit eftir Strindberg er,
en eftir að hafa lesið fjöldann all-
an af verkum komum við okkur
saman um að reyna við Strind-
berg,“ sagði Hlín. „Ég er líka sjálf
þeirrar skoðunar að það sé mik-
ilvægt að kynna ungu fólki sí-
gilda höfunda, en ekki bara ein-
hvern. Með þessu móti finna þau
að gerðar eru kröfur til þeirra,
auk þess sem margar spurningar
vakna um lífið og tilveruna sem
þau vilja fá svör við.“
Leikarar eru um tuttugu í leik-
ritinu auk þess sem félagar úr
Leikarar æfa persónugerð fyrir sýningu. Frá vinstri Svanhildur Gunn-
arsdóttir, Elín Sigurgeirsdóttir og Björn Jónsson.
skólakór MS syngja undir stjórn
Þóru Fríðu Sæmundsdóttur.
Ljósamenn eru Egill Árnason og
Helgi Arnalds. Leikmynd og bún-
ingahönnun sáu félagar í Talíu,
leiklistarfélag MS, um. Yfirum-
sjón með verkinu hefur Helgi
Arnalds. Tónlistin er eftir Egil
Gunnarsson, félaga í Talíu, en
Linda Hængsdóttir leikur undir á
píanó.
„Draumsónatan", verður frum-
sýnd fimmtudaginn 28. febrúar
og verður sýnd öll kvöld fram til
10. mars, að undanskildum laug-
ardeginum 2. marz, þá féllur sýn-
ing niður. Sýnt er í húsnæði
Menntaskólans við Sund, í gamla
Vogaskólanum, gengið inn frá
Ferjuvogi.
Úrvalsfcröir tll Mallorca hafa veriö geysilega vinsælar á undanförnum árum.
Mallorca er líka stórkostlegur staöur þar sem allir finna dægradvöl og fólagsskap viö
sitt hæfi. Úrval leggur alla áherslu á aö bjóöa aöeins bestu gistiaöstööu, ekki síst meö
þarfir Imrnafólks í huga.
Á Alcudia ströndinni bjóöum viö gistingu á Ciudad Rlanca. sem hlotiö hefur frábærar
viötökur farþega Úrvals og hinu glænýja Alcudia Park.
Á stuöströndinni Magaluf bjóöum viö hiö sívinsæla Royal Magaluf.
Sérstakar fjölskylduferöir: Frítt fyrir 1 barn aö 16 ára aldri í 4ra manna fjölskyldum
ogstærri, brottfarir 3/4, 17/4, 8/5, téékT'fuppselt). 2/10.
Scrstakar feröir fyrir roskna og ráösetta: 8/5, 2/10.
Páskaferö: 2 vikur. brotlför 3/4. Athugiö fjölskyldutllboðlð.
Almennar brottfarir: 17/4, 8/5, 29/5, 19/6,JM~(uppsell). 31/7, 21/8, 11/9, 2/10.
Verö frá kr. 26.500,-
Mallorca er sannkölluö fjölskyldui)aradís.
FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL