Morgunblaðið - 28.02.1985, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985
AIDS — nýjar vísbendingar
um uppruna og eðli veirunnar
Aids er hræðilegur sjúkdómur. Nú þegar hefur helmingur þeirra
sem sýkst hafa látið lífíð. Fjöldi skráðra tilfella hefur tvöfaldast
á hverju sex mánaða tímabili. Aids-sjúkdómurinn er ekki ein-
göngu bundinn við samkynhneigða, eiturlyfjaneytendur og Ha-
itibúa. Enginn er óhultur og enn hefur engin lækning fundist.
A síðasta ári fækkaði dauðsföllum nokkuð í Bandaríkjunum, en
sú fækkun kann að eiga sér tölfræðilegar skýringar. Aids er enn
fremur sjaldgæfur sjúkdómur. Innan við 8000 tilfelli hafa verið
skráð í Bandaríkjunum og um 600 í Evrópu.
Viðbrögð vísindamanna hafa
verið stórkostleg. Á aðeins þremur
árum hefur þeim tekist að greina
veiruna, sem veldur sjúkdómnum,
gerð hennar og hvernig hún hagar
sér. Þetta gefur von um að veita
megi þeim sem sýkst hafa ein-
hverja meðferð og að á endanum
verði unnt að framleiða bóluefni
gegn sjúkdómnum.
Aids var fyrst greindur árið
1981 en rannsóknir sýna að fyrir
þann tíma höfðu komið fram til-
felli, sem ekki voru greind sem
Aids. Á íslensku er sjúkdómurinn
nefndur áunnin ónæmisbæklun.
Aids-sjúkdómurinn sjálfur veldur
ekki dauða, en hann brýtur niður
mótstöðuafl líkamans gegn sýk-
ingum. Hann lamar starfsemi
T-fruma sem gegna lykilhlutverki
í ónæmiskerfinu og verja líkam-
ann gegn sýkingum. Hin eiginlega
dánarorsök er oft lungnabólga eða
sérstök tegund krabbameins sem
nefnist Kaposi sarkmein.
í fyrstu töldu vísindamenn að
ónæmiskerfið lamaðist vegna
utanaðkomandi sýkla. Rannsóknir
leiddu hins vegar í ljós að Aids er
smitsjúkdómur og gaf það til
kynna að lömun ónæmiskerfisins
orsakaðist af veiru, svepp eða
bakteríu.
Vísindamennirnir höfðu heppn-
ina með sér. Árið 1976 tókst að
einangra eggjahvítuefni sem
stuðlar að myndun T-fruma. Þetta
efni sem nefnist interIeukin-2
gerði vísindamönnum kleift að
rækta T-frumur í rannsóknastof-
um. Þar með gafst tækifæri til að
rannsaka sjúkdóma sem hafa
áhrif á frumur þessar. Fyrst rann-
sökuðu vísindamennirnir eitt af-
brigði hvítblæðis, sem virtist
orsakast af sérstakri veiru, sem á
fræðimáli kallast „retrovirus“.
Fram að þeim tíma hafði veira
þessi aðeins fundist í dýrum.
Tilvist þessarar veiru, sem kall-
ast HTLV (human T-cell
leukamia/lymphoma virus) var
ekki almennt viðurkennd af vís-
indamönnum fyrr en árið 1980.
Skömmu síðar tók Aids-sjúkdóm-
urinn að gera vart við sig. Þar sem
HTLV-veiran skaðaði T-frumurn-
ar tóku menn að hallast að því að
hún orsakaði sjúkdóminn. Það
reyndist rétt. Árið 1982 fannst
veira, sem lamar ónæmiskerfi
katta á svipaðan hátt og Aids. Ári
síðar leiddu tveir hópar vísinda-
manna, sem störfuðu óháðir hvor
öðrum, í ljós að slíkar veirur
(retrovirusa) væri einnig að finna
í Aids-sjúklingum. Hópur við
Pasteur-stofnunina í París, undir
stjórn Luc Montagnier, nefndi
veiruna LAV. Sú veira reyndist
vera hin sama og Dr. Richard
Gallo, sem starfar við krabba-
meinsstofnunina í Bethesda i
Maryland-fylki í Bandaríkjunum,
fann og nefndi HTLV-3.
Nú hefur verið staðfest að
HTLV-3-veiruna er að finna í
blóði Aids-sjúklinga (98% þeirra
hafa einnig mótefni í blóðinu, sem
reyna að eyða veirunni).
Enn sem komið er hefur einn af
hverjum tíu, sem sýkst hafa af
HTLV-3-veirunni, fengið Aids.
Sjúkdómurinn kom fram fyrir að-
eins fjórum árum og ekki er vitað
hversu margir þeirra sem ganga
SÝKT
BLÓÐ
Sífellt fjölgar AIDS tilfellum
sem rekja má til sýktra blóðgjafa.
Að sjálfsögðu hefur þetta orsakað
mikinn ótta meðal dreyrasjúklinga
og annarra sem þurfa á blóðgjöf-
um að halda. Nú er hins vegar von
á tækjum á markaðinn sem greint
geta sýkt blóð frá heilbrigðu.
í mörgum löndum hafa yfir-
völd gripið til róttækra aðgerða
til að koma í veg fyrir að sýkt
blóð berist inn í blóðbankana. í
Queensland-fylki í Ástralíu hafa
verið sett lög sem skylda sam-
kynhneigða til að segja til sín ef
þeir ætla að gefa blóð.
Blóðbankana skortir tilfinn-
anlega búnað sem gerir kleift að
greina sýkt blóð frá heilbrigðu.
Vísindamenn hafa hugsað upp
aðferðir sem beita má við þetta
og hafa þær reynst árangursrík-
ar. Nú geta þeir fundið mótefni
við lifrarbólgu af B-stofni í blóð-
inu, en sá sjúkdómur herjar á
marga þeirra sem sýkst hafa af
AIDS.
Einnig hefur verið fundin að-
ferð sem kemur dreyrasjúkling-
um til góða. Þá skortir eggja-
hvítuefni, sem stuðlar að storkn-
um blóðsins. í stað blóðgjafa
hefur þeim verið gefið hreinsað
eggjahvituefni, faktor B. Komið
hefur i ljós að ef faktor B er
hitað er öllum AIDS-veirum eytt
og efnið þar með skaðlaust.
Nú á næstunni er bon á búnaði
á markaðinn sem gera mun
kleift að finna AIDS-sýkingar í
blóði. Þegar Dr. Gallo fann
HTLV-3 veiruna ákváðu yfirvðld
i Bandaríkjunum að stuðla að
framleiðslu búnaðar sem gæti
sinnt þessu hlutverki með þvi að
leita uppi mótefni gegn veirunni
i blóðinu.
í maí 1984 voru einkaleyfi boð-
in út. Tuttugu fyrirtæki gáfu sig
fram en talið er að markaðurinn
fyrir slíkan búnað í Bandaríkj-
unum einum sé svo mikill að
hann gæti gefið af sér 80 millj-
ónir bandaríkjadala. Fjölda
þekktra fyrirtækja var úthlutað
leyfum og má þar nefna Baxter,
Travenol, Du Pont og Biotech
Labs. Nú bendir allt til þess að
búnaður þessi komi á markaðinn
a næstunni.
Nýi búnaðurinn er ekki full-
kominn en þegar hefur verið
hafist handa við að þróa aðra
aðferð, sem nota má samhliða
hinni fyrri og gerir mögulegt að
greina bæði veiruna og mótefni
gegn henni í blóðinu.
Prófanir fara nú fram og benda
niðurstöður þeirra til þess að
HTLV-3 veiran sé mjög algeng í
blóði dreyrasjúklinga og í blóði
kvenna, sem átt hafa mök við
karlmenn, sem sýkst hafa af
AIDS.
Heimild: The Economist, 19—25. »an 1985
Áhættuhópar
Fórnarlömb* AIDS í Bandaríkjunum, 7. jan. I985
| KONUR samlals 501 |
----Eiturlyfjaneytendur
55,1%
---------Vinkonur
tvikynhneigðra
10,6%
1 .1 I----Haitibuar
Wl 8,4%
'P' Blóðþegar
8*%
I--------Aðrir 17,7%
BÖRN
samtals 94
*Sjúklingar eru (tokkaöjr
skv liktegustu sykmgartetð
Heimtld: The Economist. 19—25. jan 1985
um með veiruna muni að lokum
sýkjast af Aids.
Smitberarnir eru því níu sinn-
um fleiri en þeir sem sýkst hafa. í
nýlegri rannsókn kom fram að
87% þeirra sem í mestri hættu eru
(þ.e. samkynhneigðir og eitur-
lyfjaneytendur) í New York og
San Francisco hafa mótefni við
veirunni í blóðinu. Þetta skýrir
hvers vegna sjúkdómurinn breið-
ist svo hratt út og hvers vegna
sýkt blóð hefur komist inn í blóð-
bankana.
Sýkingin virðist komast inn í
blóðið með þrennum hætti:
Blóðið sjálft ber með sér sýk-
ingu. Þetta setur dreyrasjúklinga
og heróínneytendur sem nota
gamlar nálar í mesta hættu.
Sæði ber veiruna með sér. Sam-
kynhneigðir eru ekki einungis í
hættu. í Zaire í Afriku hafa sýk-
ingar verið raktar á milli karla og
kvenna.
Munnvatn getur einnig borið
með sér veiruna. Vitað er um eitt
afbrigði sjúkdómsins í öpum og
berst sýkingin með biti.
Upprunninn í Afríku?
Aids er einkum algengur í New
York, Zaire í Afríku og á Haiti. Á
vissum svæðum í Zaire er mótefni
gegn HTLV-3-veirunni að finna í
blóði tuttugasta hvers manns. Eru
í sálarkreppum
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Leikfélag Kvennaskólans í
Reykjavík sýnir á Fríkirkjuvegi
11 Sjö stelpur eftir Erik Tor-
stensson. Leikmynd og búningar:
Hópvinna Leikfél. Kvennaskól-
ans. Ljósameistari: Einar Berg-
mundsson. Leikstjóri: Ásdís
Skúladóttir.
Sjö stelpur samankomnar á
upptökuheimili. Þær eru mis-
jafniega á vegi staddar en
glíma allar við sín vandamál af
ýmsum toga. Gæzlumennirnir
irír og síðan fjórir virftast hafa
furðu lítinn vilja til að hjálpa
þeim, að nýja Sveini frátöldum.
Stelpurnar sjö hafa allar orðið
fyrir miklu sálarlegu hnjaski
og í leiknum er leitast við að
draga upp mynd af erfiðleikum
þeirra, en ekki verða þeir leyst-
ir að sinni. Höfundur leggur þó
ekki jafna rækt við að skissa
upp persónurnar, áherzlu-
punktar einkum á tveimur.
Þetta verk var sýnt í Þjóðleik-
húsinu fyrir nokkrum árum.
Mig minnir við góðan orðstír en
ekki sá ég þá sýningu. Stelp-
urnar sjö eru hver með sínu
snit.ti, en eiga allar sameigin-
iegan óttann og öryggisleysið
og höfundur gerir bví ekki íógu
ítarieg skil af iiverju sá ótti og
Úr uppaetningu .æikfélags Kvennaskólans á Sjö steipnm.
þetta öryggisleysi stafar. Þó
tekst einni leikkonunni, Ágústu
Skúladóttur, sem fer með hlut-
verk Ásu, að koma sínum þætti
til skila, án þess að áhorfendum
hafi verið ýkja mikið sagt.
Þetta var einlægur leikur og
myndrænn. Að vísu lá henni
full hátt rómur en það átti við
um fleiri leikara sýningarinn-
ar. Halla Stefánsdóttir, sem lék
Maju, hefði mátt dempa sig
verulega niður og hlýtur að
hafa verið í verkahring leik-
stjóra að vekja athygli leikar-
anna á þessu. I svo miklu
átakaleikverki, þótt mér fynd-
ist það svona í yfirborðskennd-
ara tagi, er auðvitað mikils um
vert að áhrif texta verði ekki
hrópuð í kaf, einkum þegar í
hlut <úga ungir leikarar með
misjafnlega skýra framsögn.
En því iiefni eg Höllu Stefáns-
dóttur ;ið hún hefur ýmislegt til