Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 19 upptök sjúkdómsins í Zaire? Margt bendir til að fyrstu tilfellin hafi komið fram þar árið 1976 og á Haiti árið 1978, en þau tilfelli voru ekki greind sem Aids. En Kaposi sarkmein (krabbameinið sem oft dregur Aids-sjúklinga til dauða) hefur alltaf verið óvenju algengt í Mið-Afríku. Ef til vill hefur Aids- sjúkdómurinn lengi herjað á Af- ríkubúa, en hefur nú fyrst verið greindur sem slíkur. Þá kann einnig að vera að veiran hafi á síðustu árum orðið illskeyttari. HTLV-l-veiran, sem veldur hvítblæði, er mjðg algeng í Mið- Afríku og i suðurhluta Japan. Þá er hún einnig algeng meðal þel- dökkra íbúa í löndum í Karabíska hafinu og í Bandaríkjunum. Dr. Gallo, sem fann HTLV-3-veiruna, hefur varpað fram þeirri hug- mynd að veiran hafi borist til Bandaríkjanna með þrælum. Líklegasta útskýringin á til- komu Aids er eftirfarandi: HTLV-3-veiran kom fram i Mið- Afríku og var þá óvirkt afbrigði af HTLV-l-veirunni. Hún varð hins vegar virk þegar fólk tók að búa í borgum og sjúkdómar herjuðu á það. Á áttunda áratugnum sneru margir verkamenn frá Haiti heim eftir að hafa unnið í Zaire. Þeir báru veiruna með sér og þaðan komst hún til New York með sam- kynhneigðum karlmönnum sem farið höfðu til Haiti. Hins vegar er ferli sjúkdómsins misjafnt eftir heimshlutum. í Bandaríkjunum og Evrópu sækir sjúkdómurinn einkum á sam- kynhneigða karlmenn, maka þeirra, eiturlyfjasjúklinga og þá sem háðir eru blóðgjöfum. í Zaire er sjúkdómurinn aftur á móti næstum eins algengur á meðal kvenna og karla. Eitt atriði sem hugsanlea kann að skýra hvers vegna fólki i Zaire er hættara við að fá Aids er sú staðreynd að þar í landi eru til staðar aðrir sjúkdómar sem ber- ast með blóði. Fólki sem þjáist af svefnsýki stafar meiri hætta af Aids, en svefnsýki berst með tsetse-flugum og þaðan inn í blóð- ið. Getur verið að skordýr beri sjúkdóminn með sér? * Leitin að lækningu Eru einhverjar líkur á að lækn- um takist að hindra útbreiðslu sjúkdómsins og finni að lokum lækningu við honum? Það er eink- um fernt sem læknar vildu geta gert. í fyrsta lagi þyrfti að finna upp aðferð sem gerir kleift að greina sýkt blóð frá heilbrigðu. Þar með væri unnt að koma í veg fyrir að menn sýktust vegna blóð- gjafa (sjá annars staðar á síð- unni). í öðru lagi vildu læknar geta gefið fólki ráðleggingar um hvernig forðast má sjúkdóminn. Þá vildu þeir geta veitt einhverja meðferð við sjúkdómnum og kom- ið í veg fyrir fleiri dauðsföll af völdum hans. Loks væri að sjálf- sögðu æskilegast að unnt væri að bólusetja menn gegn sjúkdómn- um. brunns að bera í leikritinu, sem með meiri ögun nyti sín langt- um betur. Hildur Friðriksdóttir fer með hlutverk djönkarans Barböru og gerði henni ívið ofsafengin skil, en inn á milli átti hún góða spretti. Áberandi beztan og þjálfaðastan talanda hafði Björg Vilhjálmsdóttir, þótt hlutverkið væri nokkuð óljóst. Jón Ingi Jónsson var hlýr og notalegur Sverrir og Þorkell Þorkelsson hafði óþvingað fas og var sá eini leik- enda sem mér fannst ekki of- gera raddböndunum. Leikmynd var ágætlega gerð. Ásdís Skúladóttir hefði að ósekju mátt sýna meira aðhald í leikstjórn, ekki sízt með það í huga sem ég hef fyrr vikið að, en framtak af þessu tagi er jákvætt og ástæða til að ætla að því verði sýndur verðskuld- aður áhugi. Það virðist ólíklegt að takast muni að lækna sjúkdóminn með lyfjum. Lyf gegn veirum eru fá og áhrifalítil. Fyrir skömmu birti hópur vísindamanna við krabba- meinsstofnun Bandaríkjanna niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna að HTLV-3-veiran valdi heilasjúkdómi, sem er algengur meðal Aids-sjúklinga. Því er einn- ig haldið fram að HTLV-3-veiran sé náskyld annarri veiru sem veld- ur annars konar sjúkdómi í sauðfé (sjá viðtal við Halldór Þormar). Þetta bendir til þess að veiran komist að taugafrumum í heilan- um þar sem lyf ná ekki til hennar. Vísindamenn telja að reyna mætti að framleiða lyf sem hindr- aði þróun sýkingarinnar ef til hennar næðist nógu snemma. Lyf gegn veirum eins og t.d. ribavirin hafa reynst getað hamlað gegn HTLV-3-veirunni. Nýlega hefur komið í Ijós að lyfið Suramin, sem notað hefur verið gegn svefnsýki, kemur einnig að notum. Rannsóknir við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum sýna að T-frum- ur í líkömum Aids-sjúklinga gefa ekki frá sér efnið gamma-interfer- on, en það efni hamlar gegn sýk- ingum. Hugsanleg meðferð gæti því falist í að gefa sjúklingum gamma-interferon. Enn sem kom- ið er liggja ekki nægilegar upplýs- ingar fyrir. Að minnsta kosti nokkur ár munu líða þar til vísindamönnum tekst að framleiða bóluefni gegn Aids. Bóluefni er annaðhvort veira sem svipar mjög til þeirrar sem sýkingunni veldur, eða skaðlaust tilbrigði af þeirri veiru. Bóluefni er gefið í þeim tilgangi að styrkja varnir líkamans. Hvorug aðferðin dugir gegn Aids. Ekki er til nein veira sem svipar til HTLV-3 og veiran er allt of hættuleg svo að nota megi afbrigði af henni. Hins vegar hefur nýlega verið framleitt bóluefni gegn veiru sem lamar ónæmiskerfi katta. Vísindamenn binda einkum vonir sínar við erfðaverkfræði. Þeir telja að ef unnt væri að endurmynda litninga einhverra þeirra eggjahvítuefna sem hýsa litninga veirunnar, þá væri hugs- anlegt að búa til bóluefni gegn því eggjahvítuefni. Á þessu eru tveir vankantar. Ekki hefur fengist nægileg reynsla af þessari aðferð. í öðru lagi breytist HTLV-3-veir- an rétt eins og inflúensu-veira og því yrði bóluefnið brátt úrelt. Þar til lækning finnst eru menn hvatt- ir til að gæta hófs í kynferðismál- Heimild: The Economist. AIDS-veiran náskyld visnuveirunni í sauðfé AIDS-veiran og visnuveira í sauðfé eru sláandi líkar. Rætt við dr. Halldór Þormar Eins og fram hefur komið benda rannsóknir til þess að AIDS-veiran geti valdið heilasjúkdómi I mönnum. Hún er talin náskyld annarri veiru, sem veldur heila- sjúkdómi í sauðfé og nefnist sá sjúkdómur „Visna“. I kringum 1940—1950 olii sjúkdómur þessi miklum skaða hér á landi og var nánast um faraldur að ræða líkt og þegar mæðiveikin geisaði. Rann- sóknir á visnuveikinni fóru fram á Keldum og einn þeirra sem að þeim vann var dr. Halldór Þormar, sem nú er prófessor við Háskóla @ íslands. Dr. Halldór var tekinn tali m og fyrst spurður um rannsóknirnar á visnuveikinni. „Ég hef lítið fengist við þessar rannsóknir að undanförnu, en það má segja að ég hafi fengist við þær með hléum síðustu 25 árin. Ég starfaði með dr. Birni heitnum Sigurðssyni á Keldum, en hann varð fyrstur manna til að lýsa sjúkdómnum. Visnan lýs- ir sér þannig að fyrst verður skepnan óstyrk, síðan lamast hún og á endanum dregur sjúk- dómurinn hana til dauða. Það tókst að einangra veiruna og rannsóknir leiddu í Ijós að visnuveiran og mæðiveikiveiran er sama veiran en þær setjast að annars vegar í heila skepnunnar en hins vegar í lungum hennar. Áður hafði dr. Björn sett fram kenningu sína um hæggenga smitsjúkdóma. Samkvæmt kenn- ingunni er meðgöngutimi sjúk- dómsins langur þ.e.a.s. skepnan gengur um með sýkinguna mán- uðum og jafnvel árum saman áð- ur en sýkingin gerir vart við sig og drepur hana. Þessi kenning Björns er nú almennt viður- kennd meðal vísindamanna." — Þessi langi meðgöngutími minnir um margt á AIDS, ekki satt? „Jú einmitt. Það eru tæp tvö ár síðan að menn tók að gruna að svona veira, sem kallast retroveira, orsakaði sjúkdóminn AIDS. Síðan tókst bæði frönsk- um og bandarískum vísinda- mönnum að einangra veiruna. Bandaríkjamennirnir nefndu hana HTLV-3 en Frakkarnir nefndu hana LAV, en bæði eru þessi nöfn skammstafanir. LAV var einangruð úr eitlum en stækkun á eitlum er eitt forstig AIDS. Síðan hafa komið fram fleiri röksemdir fyrir því að veira þessi sé bölvaldurinn. í rauninni eru AIDS-veiran og visnuveiran sláandi líkar. Aids er dæmigerður hæggengur smit- sjúkdómur samkvæmt kenningu dr. Björns. Meðgöngutími AIDS er allt að 3—5 ár. Það geta einn- ig liðið nokkur ár frá því að sýk- ingin gerir vart við sig þar til hún dregur sjúklinginn til dauða. AIDS-veiran leggst á eitla og ónæmiskerfið. Visna- veiruna er oft að finna í eitlum. Hún er sú veira sem er náskyld- ust AIDS-veirunni. Nýjar rann- sóknir sýna 30% skyldleika þess- ara tveggja veira." — Hvað er að segja um heila- sjúkdóminn, sem AIDS veldur? „Veiran hefur fundist í heila- frumum þessara sjúklinga og svipar þannig aftur til visnu- veikinnar. Mér skilst að sjúk- dómurinn lýsi sér þannig að sjúklingarnir fái krampa og önn- ur taugaeinkenni. Það sem gerir lækningu ill- mögulega er sú staðreynd að erfðaefni veirunnar sameinast erfðaefni frumunnar og þyrfti því að uppræta allar sýktu frum- urnar til að stöðva sjúkdóminn. Hins vegar veikjast ekki allir sem fá AIDS-veiruna. Ef unnt væri að komast að hvað það er sem fær veiruna til að valda AIDS mætti hugsanlega halda veirunni niðri og þá koma í veg fyrir sjúkdóminn með bólusetn- ingum,“ sagði dr. Halldór Þorm- ar að lokum. k£Iv. NISSEN ■ DANMARKI Notið viðinn við öll tækifæri í þrjá áratugi hefur handverksmaöurinn Nissen veriö í fremstu röö viö gerö hagnýtra búsáhalda. Ýmsar geröir áhalda, t.d. hnífar, brauöbretti, skál- ar og margt fleira. Komið og sjáið hina listfengu muni sem auk gagnlegrar notkunar eru mikil prýði hverju heimili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.