Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 Séð yfir hluta fundarmanna. Davíð Oddsson borgarstjóri í ræðustóli, en næst honum situr Reynir Karlsson fundarstjóri og þá Benedikt Bogason fundarritari. Seinasti hverfafundur borgarstjóra: Hátt á fjórða hundrað fundargestir SJÖUNDI og síðasti hverfafundur Davíðs Oddssonar borgarstjóra að þessu sinni, fór fram í veitingahúsinu Ártúni við Vagnhöfða og voru fundargestir hátt á fjórða hundrað, bæði núverandi og tilvonandi íbúar Grafarvogs. Á fundinum voru sýndar litskyggnur, líkön og skipulagsuppdrættir. Fundar- stjóri- var Reynir Karlsson lögfræðingur og fundarritari Benedikt Bogason menntaskólanemi. Grafarvogsskóli í notkun í haust í framsöguræðu borgarstjóra, þar sem hann fjallaði um málefni Reykjavíkur í heild, kom meðal annars fram, að í haust er gert ráð fyrir að taka í notkun fyrsta áfanga Grafarvogsskóla, sem er 1765 fm að stærð. Annar áfangi verður 1722 fm., þriðji áfangi 2152 fm. Fjórði og seinasti hluti bygg- ingarinnar er íþróttahús en stærð þess hefur ekki verið endanlega ákveðin. í skólanum verður einnig félagsmiðstöð fyrir Grafarvoginn, auk þess sem Borgarbókasafnið mun hafa þar útibú. Þá er einnig ráðgert að skóladagheimili verði þar til húsa. Vegna þessa leggur borgarsjóður hlutfallslega meira til byggingarinnar en ella á móti ríki. Davið Oddsson tók það að lokum fram að tekist hefðu samningar milli borgarinnar og ríkisins, þannig að við hönnun og skipu- lagningu skólans verður auðvelt að koma fyrir samfelldum skóla- degi. Ragnhildur Pálsdóttir lagði tvær spurningar fyrir borgar- stjóra. Annars vegar um dagvist- un barna í Grafarvogi og hins veg- ar um það hvenær byrjað yrði að kenna 7. 8. og 9. bekk í Grafar- vogsskóla. í svari Davíös Oddsson- ar við fyrri spurningunni kom fram að dagheimili, leikskólar og gæsluvellir verða í báðum hverf- unum. Sem svar við seinni spurn- ingunni sagði hann að ekki væri ráðgert að hefja kennslu þessara aldurshópa í skólanum i haust, þar sem enn er of fámennt í þeim. Hugsanlegt er að taka hana upp haustið 1986. Um 60 börn á grunnskólaaldri eru búsett í Graf- arvogi. ÁburAarverksmiðjan í Gufunesi Aðspurður um Áburðarverk- smiðjuna í Gufunesi og um það hvort ráðgert væri að leggja hana niður eða flytja, sagði Davíð Oddsson að engar umræður um það hefðu átt sér stað. Hins vegar hefur verið hert á öryggiskröfum og áburður er ekki geymdur eins lengi í verksmiðjunni og áður, en það minnkar verulega sprengju- hættuna. Þó er hún enn til staðar en íbúum Grafarvogs er ekki meiri hætta búin af Áburðarverksmiðj- unni, en t.d. íbúum Kleppsholts. Anna Guðmundsdóttir innti borgarstjóra eftir því hvort skóla- sundlaug verði við skólann, en fékk nei við. Sundlaug verður á íþróttasvæði, um 200 metrum frá. Strætisvagnaferðir Bergþóra Skúladóttir spurðist fyrir um strætisvagnasamgöngur. f svari borgarstjóra kom fram að enn sem komið er eru þær all frumstæðar, en það er forgangs- verkefni fyrir yfirstjórn SVR að auka tengsl við Gullinbrú og Höfðabakkabrú, jafnframt því að bæta þjónustuna á öðrum sviðum. Ginar Gunnarsson var ekki ánægður með svar borgarstjóra og innti hann eftir hvort ekki væri hægt að láta vagnana ganga leng- ur á kvöldin og undir þetta tók Bergþóra. Davíð Oddsson sagðist forðast að lofa upp í ermina á sér, slíkt yki aðeins á vonbrigði. Þess- ari spurningu er ekki hægt að svara á þessu stigi málsins en óskum íbúa Grafarvogs yrði kom- ið á framfæri við forráðamenn SVR. Ómar Friðþjófsson spurðist fyrir um brú yfir Elliðavoginn. Ólafur Jónsson vildi láta fjarlægja eyjurnar á Miklubrautinni. Bergþóra Skúladóttir spurðist fyrir um strætisvagnasamgöngur við Grafarvoginn. Sigurður Guðmundsson lagði marg- ar fyrirspurnir fyrir borgarstjóra. Einar Sigurbergsson vildi vita hvort tengja ætti Vesturlandsveg og Suðurlandsveg og fékk hann þau svör að það yrði vonandi gert á næsta ári, en Vegagerð ríkisins annast þær framkvæmdir. Sigurður Guðmundsson hafði margs að spyrja. í fyrsta lagi hvort fyrirhugað væri að leggja hjólreiðabrautir í hverfinu, en töluvert verður um stíga og gangbrautir. t annan stað um merkingar gatna og sagði Davíð Oddsson að hann myndi athuga þær strax. I þriðja lagi spurðist Sigurður fyrir um hvort ráðgert sé að gera göngubraut yfir Gullinbrú og svaraði Davíð Oddsson því ját- andi og verður hún gerð á þessu ári. Að lokum gerði sami fyrirspyrj- andi að umtalsefni símamál hverf- isins, eins og fleiri á fundinum, en óánægju gætti með þau og nefndi einn fundargesta að hann hefði þurft að bíða eftir að fá tengdan síma í hálft ár. I svari Davíðs Oddssonar kom fram að verið er að tengja nýja sjálfvirka símstöð í Árbæ — Hraunbæ og því ætti að vera hægt að leysa þessi mál í Grafarvogi. Sagðist hann myndi kom kvörtunum til yfirmanna Pósts og síma í Reykjavík og ræða þessi mál við þá. Þvínæst var Davíð Oddsson spurður um Rannsóknarstöðina í Keldnaholti og hvort einhver hætta kynni að stafa frá henni og kvað hann nei við. Benti Davíð á að við rannsóknarstöðina störfuðu færir vísindamenn og treysti hann þeim fullkomlega, en hins vegar hafa engar rannsóknir vegna þessa farið fram. Gunnar Sveinsson gerði að um- talsefni mikinn umferðarhraða á Fjallkonuvegi og innti hann borg- arstjóra hvort ekki kæmi til greina að setja þar upp hraða- hindranir til að draga úr hraða ökutækja og forða slysum. Davíð Oddsson sagði að ef mönnum þætti umferðarhraði of mikill yrði að grípa til þess ráðs að setja upp hindranir, en það verður ekki gert ágreiningslaust. En ákveðið er að leggja göngubraut við skólann. Omar Friðþjófsson spurði borg- arstjóra að því hvort fyrirhugað sé að byggja brú yfir Elliðavoginn á þessu ári, en fékk nei við. Ólafur Jónsson tók næstur til máls og vildi láta fjarlægja eyj- urnar á Miklubraut frá Hringtorgi og að Miklatorgi, þar sem þær væru slysagildrur auk þess að vera til ósóma. Davíð Öddsson sagðist vera Ólafi sammála að eyj- urnar væru ekkert augnayndi, en á sínum tíma var talið rétt að gera þær af öryggisástæðum, sérstak- lega fyrir gangandi vegfarendur. Sami fyrirspyrjandi spurði borgarstjóra hvort ekki kæmi til greina að afnema skiptimiða ( strætisvagna, eins og vagnstjórar hefðu mælt með. í svari Davíðs Oddssonar kom fram að nokkur brögð eru að því að skiptimiðar séu misnotaðir, en ef fella ætti þá niður yrði að gjörbreyta leiðakerfi SVR til að koma á móts við þá sem niðurfellinging kæmi niður á. Þá gat Davíð þess að borgarsjóður greiðir 80 til 90 milljónir á ári með rekstri strætisvagnanna. Borgin standi við sínar skuldbindingar Þá var Davíð Oddsson inntur eftir því hvort leikvellir yrðu sett- ir upp í sumar og svaraði hann því til að það væri ekki á dagskrá. Hanna Sigurðardóttir spurði þá Davíð hvort ekki kæmi til greina að setja upp einhver leiktæki s.s. mörk til bráðabirgða í sumar. Borgarstjóri sagðist ætla að sjá til þess að það yrði gert. í lokaorðum sagðist borgar- stjóri bera vissa ábyrgð á Graf- arvogshverfinu og til hennar fyndi hann. Lagði Davíð áherslu á að borgin stæði við sínar skuld- bindingar gagnvart íbúum þess, sem legðu mikið á sig að koma þaki yfir höfuðið. Eins og áður segir var þetta síð- asti hverfafundur borgarstjóra að þessu sinni, en þeir voru 7 talsins og lætur nærri að milli 1.400 og 1.500 íbúar Reykjavíkur hafi sótt þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.