Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 25 umræður framhjá okkur fara, en haldið ræktunarstarfi okkar áfram og í vaxandi mæli með hverju ári sem líður. Þrátt fyrir að nú hafi undanfarið verið köldustu ár á öldinni, hefur laxveiði í þess- um ám lítið látið sig og enginn eigandi orðið fyrir tjóni sökum laxleysis. Á sama tíma hefur lax- agengd dregist svo saman í ám hér í kringum okkur, og það i heilum landshlutum, að til stórtjóns og vandræða er orðið. Ég geri mér ljóst að sjálfsagt hafa sumar seiðasleppingar okkar verið mis- heppnaðar, en aðrar hafa ábyggi- lega tekist vel. Nú nýverið höfum við fengið til liðs við okkur fiskifræðinginn Tuma Tómasson, en hann hefur hafið rannsóknir á téðum ám. Hyggjum við gott til að í sam- vinnu við hann verði seiðaslepp- ingar hjá okkur markvissari með hverju árinu sem gengur. Þegar við tölum um ræktun á íslensku ánum og hafbeitaráform- um, ber stóran skugga þar á, en það eru þessar alkunnu ránveiðar á laxinum í hafinu. Ber þar hæst veiðar Færeyinga og veiðar við Grænland. í því máli megum við ekki sofna á verðinum. Við getum verið vissir um að þeir sjómenn, sem þessar veiðar stunda, munu ekki ótilneyddir tíunda merkta laxa, því þeir vita að þá eru þeir að beina reiði eigenda beint að sér. Mun því merktur lax illa skila sér. Miklu fremur kjósa þeir að eig- endur laxastofnanna vaði í villu um hvaða lax þeir veiði. Ekki síst ef þeir eyða tímanum til að karpa um hvaðan þessi lax sé. Gætum við ekki hugsað okkur að hætta öllum stælum um hvort laxinn sem þeir veiða sé íslenskur, norskur, skoskur o.s.frv.? Væri ekki nær að þær þjóðir, sem hags- muna eiga að gæta, sameinuðu krafta sína í að vinna á móti þess- um veiðum, burtséð frá því hvaðan laxinn er hverju sinni, sem getur verið breytilegt frá ári til árs? Það sem er sorglegast við þessar veið- ar, er að laxinn er í stórum stíl drepinn áður en hann hefur náð stærð til að vera nýtanlegur. Er því hér um að ræða stórfellda eyðileggingu verðmæta. Þeir, sem kosið hafa að afsaka þessar veiðar, bera fyrir sig hin furðulegustu rök. Svo dæmi sé tekið kom fram tilgáta um, að lax- inn hrygndi í hafinu í einhverjum mæli. Nú er það vitað að þar sem hrognataka á laxi fer fram á sjó- kvíum, ber vel að gæta að sjór slettist ekki á hrognin, því þau hrogn sem komast í snertingu við hið saltmengaða vatn deyja þegar i stað, svo viðkvæm eru þau fyrir salti. Þvi verður erfitt að fá okkur, sem vinnum að laxeldi, til að trúa á laxastofna er klekist út í hafi. Það er því miður ekki hægt að loka augunum fyrir því, að fyrir- finnst ólögleg veiði hérlendra að- ila í sjó, við strendur og i nálægð árósa. Þessar veiðar eru stundað- ar oft undir því yfirskini að annan fisk sé verið að veiða, og önnur viðlíka brögð notuð. Sennilega eru hvatir til þessara veiða meira vegna veiðiástríðu heldur en að þær geti fjárhagslega staðið undir sér. Þetta vandamál mun trúlega láta meir að sér kveða, ef til koma stórar hafbeitarstöðvar með mik- illi laxagengd. Hér voru uppi þó nokkuð hávær- ar raddir um að beita vannýttum fiskveiðiflota okkar til veiða á ís- lenska laxinum. Þessar tillögur náðu sem betur fer ekki miklu fylgi, enda mjög slæm og vanhugs- uð hugmynd að keyra rándýr skip á haf út til móts við lax, lax sem er á leiðinni heim. Nú eru margir sem telja það óheppilegt að erlendir aðilar eru að koma hér inn í íslenska fiski- rækt. Á það verður ekki lagður dómur hér, en ég vil benda á að það er aðeins afleiðing þess, að hér á landi var sofið „þyrnirósarsv- efni“ í þessum málum á annan áratug. Og þegar menn eru nú loks vaknaðir þá liggur þeim mikið á. Stjórnmálamenn og þeir aðrir sem réðu þróun íslenskra atvinnu- mála undanfarin ár höfðu ein- faldlega ekki trú á fiskirækt. Það hafði litla þýðingu, að ræða við téða aðila um fiskirækt sakir efa þeirra og vantrúar á þessari grein atvinnumála. Það liggur í augum uppi, að ráðstöfunarfé þjóðarinn- ar liggur fast í þeim atvinnugrein- um sem landsmenn hafa veðjað á undanfarin ár, og þessar atvinnu- greinar verða ekki yfirgefnar í einu vetfangi. Og þar sem íslensk- ir peningar eru af skornum skammti í dag í þennan atvinnu- rekstur, getur enginn komið í veg fyrir þá þróun að til komi erlendir peningar f fiskiræktina. Að síðustu, ég held við getum verið bjartsýn á íslenska fiski- rækt, en við megum vera viss um að hún fær sínar fæðingarhríðir í byrjun sem og aðrar nýjar grein- ar, er þurfa að brjótast gegnum ótroðnar slóðir. Laxamýri, 14. febrúar. Björn G. Jónsson er bóndi á Laxa- mýri. Ekkja Sellers vill lög- bann á síðustu mynd hans Lundúnum, 25. febrúar. AP. EKKJA leikarans Peters Sellers, leikkonan Lynne Frederick, hefur loks fengið fyrir dómstóla lögbannskröfu gegn kvikmynd- inni „The Trail of The Pink Panther,“ sem er síðasta kvikmynd sem eiginmaður hennar lék í, en hann var einkum frægur síðari árin fyrir hlutverk sitt sem „Clouseau“ lögregluforingi í „Pink Panther“-myndunum. Óvíst er þó með framvindu mála fyrir dómstólunum. Peter Sellers var við upptökur á kvikmyndinrti er hann lést og luku framleiðendurnir henni með filmubútum og stubbum úr eldri myndum. Sellers er sagður hafa verið orðinn andvígur því að ljúka myndinni, hann hefði ekki verið ánægður með hana. Lynn Frederick segir myndina hræðilega og eiginmaður sinn sálugi hefði fyrir alla muni vilj- að stöðva vinnslu hennar, en hún var frumsýnd í október 1982. „Kvikmyndin svertir minningu Peters," sagði Lynne í samtali við fréttamenn. Lögfræðingur hennar, Colin Ross Munroe, seg- ir „fégræðgi framleiðenda hafa verið leiðarljósið“. Framleiðand- inn, Blake Edwards, segir á móti, að ekkert í samningum hafi bannað framleiðslu kvik- myndarinnar og fyrirtæki sitt eigi eitt sýningarréttinn. Alþjóðlegur bænadagur kvenna BLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Samstarfsnefnd alþjóðlegs bænadags kvenna á íslandi: Fyrsti föstudagur í mars hefur um margra ára skeið verið alþjóð- legur bænadagur kvenna. Að þessu sinni ber hann upp á 1. mars og þann dag verður efnt til kvöld- samveru í Dómkirkjunni, sem hefst kl. 20.30, og eru allir hjart- anlega velkomnir til þeirrar sam- komu, jafnt karlar sem konur. Dagskrá bænadagsins kemur út árlega, eins um allan heim, en að þessu sinni eru það kristnar konur í Indlandi sem senda hana. Til Indlands mun kristin trú hafa borist ' snemma, þegar á fyrstu öld, með Tómasi postula, en þó eru aðeins 2%% íbúanna kristnir nú á tímum, en fólksfjölg- un ör. Indland er auðugt land að náttúrugæðum en lítill hluti íbú- anna nýtur þó góðs af því. Einkum er þó staða indverskra kvenna örðug, og veldur þar bæði um fá- tækt og þjóðarsiðir. Nú mælast kristnar konur í Indlandi til þess, að trúsystur þeirra um allan heim sameinist með þeim í bæn um frið, því að þær setja von sína á Krist og hafa fundið þar frið. Sérstaklega sé beðið fyrir því, að þjóðir Indlands eignist frið Drottins. Yfirskrift bænadagsins er: Jesús er vor friður. Hér á landi samein- ast konur úr öllum kristnum söfn- uðum við undirbúning og fram- kvæmd þessa bænadags. í Reykja- vík verður eins og undanfarin ár „bænadagskvöld” í Dómkirkjunni. Víðs vegar um landið boða konur til svipaðra samverustunda þenn- an dag í kirkjum eða samkomu- húsum. En þessi bænadagssamvera fer hring um hnöttinn. Frá sólarupp- rás, þar sem föstudagurinn 1. mars hefst við daglínu og þar til honum lýkur 24 stundum síðar við sama hádegisbaug, munu konur allra landa mynda bænahring, sem umlykur alla jarðarkringluna með bæn um frið Jesú Krists yfir þennan hrjáða heim og í hvert ein- asta hjarta, sem slær. Samstarfsnefnd Alþjóðlegs bænadags kvenna á íslandi. FALKINN FALKINN Suöurlandsbmut 8. S. 84670. Laugavegi 24. S. 18670.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.