Morgunblaðið - 28.02.1985, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985
Grammy-verdlaununum fagnad
AP/Símamynd
Tina Turner og Lioncl Richie sjást hér með fimm Grammy-verðlaun á milli sín, en þessi verðlaun voru afhent
með viðhöfn í Los Angeles á þriðjudagskvöld. Tina hlaut verðlaun sem bezta poppsöngkona ársins, en einnig
fyrir beztu tveggja laga plötuna („What’s Love Got to Do with It“). I»á fékk hún einnig verðlaun sem bezta
rokk-söngkonan fyrir „Better Be Good to Me“. Lionel Richie hlaut verðlaun fyrir bestu LP-plötu ársins og auk
þess deildi hann verðlaununum sem bezti framleiðandinn með David Foster.
Skæð inflúensa
í Sovétríkjunum
Moskvu. 27. ft hrúar AP
Moskvu, 27. febrúar. AP.
AFAR skæð inflúensa herjar nú á
Sovétmenn og eru öli sjúkrahús í
Moskvu í nokkurs konar sóttkví.
Heimsóknir í sjúkrahús í
Moskvu eru næstum alveg bann-
aðar og hefur verið svo mestan
hluta mánaðarins af ótta við, að
sjúklingar sýktust. Varð veikinnar
fyrst vart í borginni Omsk í Síb-
eríu snemma í janúar og breiddist
hún síðan þaðan í vesturátt og er
nú komin til Eystrasaltslandanna.
Er veikin mjög smitandi og víða
hefur vinna lagst niður í verk-
smiðjum vegna þess, að allir hafa
veikst. Hafa læknar varað fólk við
og sagt, að þessi inflúensufaraldur
virðist sérstaklega hættulegur
ungum börnum. Ekki hefur þó
verið skýrt opinberlega frá
dauðsföllum af hans völdum.
Margaret Thatcher:
Hamingjan góða, hún
er ögn of hörkuleg
London, 27. febrúar. AP.
MARGARET Thatcher forsætisráð-
herra segist vera „ögn of hörkuleg”
á málverki, sem nýlega var gert af
henni. Hefur hún farið fram á það
við listamanninn, að hann mildi svip
hennar svolítið með því að bæta
eyrnalokkum inn í myndina, að því
er frá er greint í Lundúnablaðinu
Ntandard í gær, þriðjudag.
Afganistan:
Sovéskir hermenn drepa
fjölda óbreyttra borgara
Nýjui I)elhí, Washington, 27. febrúar. AP.
SOVÉSKIR hermenn hafa drepið
mörg hundruð óbreyttra borgara í
Afganistan í þessum mánuði í hefnd-
arskyni fyrir ýmis áfoll, sem þeir
hafa orðið fyrir í baráttunni gegn
afgönsku þjóðinni. Bandarískur öld-
ungadeildarþingmaður sagði í gær,
að Afganistan væri á góðri leið með
að verða að „annarri Eþíópíu” vegna
grimmdarverka Sovétmanna, sem
GENGI
GJALDMIÐLA
Bankarnir
stöðvuðu
framskrið
dollarans
Lundúnum, 27. febrúar. AP.
GENGI Bandaríkjadollars
snarlækkaði í dag eftir að allir
helstu seðlabankar Evrópu
höfðu gert sérstakar ráðstafanir
til að tryggja gjaldmiðla sína
fyrir sterkri stöðu dollarans. Var
gengishrapið í dag töluvert, en
það var mál margra sérfræðinga
að það myndi ekki vara lengi,
staða dollarans væri slík, að
hann myndi rífa sig upp á ný.
Sem dæmi um lækkað gengi,
má geta, að breska pundið fór
á 1,0885 dollara, en daginn áð-
ur kostaði það 1,0470 dollara
og var það metlægð. Staðan
gagnvart öðrum helstu gjald-
miðlum var þessi:
V-þýsk mörk 3,3283 (3,4725)
Svissneskir fr. 2,8375 (2,9.310)
Franskir fr. 10,1850 (10,6145)
Hollensk gyllini 3,7650 (3,9390)
Italskar lírur 2.062,50 (2.167,50)
Kanad. dollarar 1,3835(1,4010)
Tölurnar í svigunum er skrán-
ing þriðjudagsins. Gull hækkaði
örlítið, en ekki í takt við lækkun
dollarans og var það vegna
óvissunar um hversu varanlegt
fall dollarans myndi verða.
minntu helst á framferði nasista í
síðari heimsstyrjöld.
Haft er eftir afgönskum flótta-
mönnum og vestrænum sendi-
mönnum, að 480 óbreyttir borgar-
ar hafi verið drepnir fyrr í mánuð-
inum í bænum Chahardara í
Kunduz-héraði, sem liggur að
landamærum Sovétríkjanna og er
getum að því leitt, að það hafi ver-
ið gert til að hefna árása skæru-
liða á Sovétmenn á þessum slóð-
um. Sagt er einnig frá 10 daga
herferð Sovétmanna um Pagnan,
vestur af höfuðborginni Kabúl,
sem skildi hundruð óbreyttra
borgara eftir í valnum. Eftir öðr-
um heimildum er haft, að vegna
liðhlaups úr stjórnarhernum sé nú
farið skipulega í fangelsin í Kabúl
og öðrum borgum og ungir fangar
neyddir í herinn.
Gordon Humphrey, öldunga-
deildarþingmaður í Bandaríkjun-
um, sagði í gær á fundi þingnefnd-
ar, að grimmdarverk Sovétmanna
í Afganistan væru að gera landið
að „annarri Eþíópíu". „I Afganist-
an horfum við upp á þjóðarmorð,
hryðjuverk, sem komast aðeins í
samjöfnuð við hroðaverk nasista.
Vegna framferðis Sovétmanna er
nú hungursneyð á næsta leiti og
við megum ekki sitja með hendur í
skauti og hafast ekki að. Við verð-
um að koma í veg fyrir það,“ sagði
Humphrey. Kvað hann Sovétmenn
beita þeirri baráttuaðferð gegn af-
gönsku þjóðinni, sem kölluð væri
„sviðin jörð“ og gengur út á að
beita napalmsprengjum gegn fólk-
inu, eyðileggja áveitukerfi, eitra
vatnsból, brenna akra og drepa
allan búfénað.
Dimm þoka olli
keðjuárekstr-
um bifreiða
Svíþjóð:
Æ fleiri
hljóta opin-
bera aÖStoð Persaflói:
Antwerpen og DUren, 27. febrúar. AP.
DIMM þoka í Rínarhéruðum Vest-
ur-l'ýskalands og í Belgíu olli alvar-
legum umferðarslysum í dag. A.m.k.
sjö létu lífið og tugir manna slösuð-
ust.
Slysið í Belgíu varð á hraðbraut
skammt fyrir utan Antwerpien. Þar
rákust 175 bifreiðir saman og lést
einn og 50 slösuðust. Slysin í
Vestur-Þýskalandi urðu annars
vegar á hraðbrautinni milli Kölnar
og Aachen, en þar létu fimm lífið og
um 65 slösuðust er um 150 bifreiðir
Stokkhólmi, 27. febrúar. Krá fréttaritara
MorgunhlaAnins.
Æ FLEIRI Svíar fá nú aðstoð frá því
opinbera sér til framfæris. Nýjustu
tölur sýna að 17. hver Svíi varð að-
njótandi slíkra framlaga á árinu
1983.
Samanlagt greiddu stjórnvöld á
því ári 2.300 millj. s.kr. (yfir 10
milljarða ísl, kr.) í framlög til
475.000 manna. Þessi fjárhæð er
29% hærri en árið þar á undan og
fjöldi þeirra, sem tóku við slíkri
aðstoð, var 9% meiri.
Rúmlega helmingur þeirra, sem
fjárhagsaðstoð fengu, hlaut þessa
aðstoð aðeins í skamman tíma —
lengst þrjá mánuði — en aðeins
5% fengu hana samfellt allt árið.
Orrustuþotur réð-
ust á grískt skip
Msnama, Kahrain, 27. febrúar. AP.
ÞRJÁR orrustuþotur gerðu í dag
skotárás á grískt flutningaskip í
Persaflóa, að því er haft er eftir
heimildum hjá Lloyds-tryggingarfé-
laginu.
Skipiö, sem nefnist Capt. John G.
P. Livanos, var á siglingu á
grunnsævi við Shah Olam, sem er
um 112 km fyrir norðaustan Qatar,
en á því svæði hafa orrustuvélar
írana gert margar árásir á flutn-
ingaskip á undanförnum mánuðum.
Ekki er vitað til þess að neinn
hafi sakað um borð í gríska skipinu,
og ekki er heldur talið að það sé
alvarlega skemmt. Er skipið nú á
leið til Dubai í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum, þar sem skemmd-
irnar verða kannaðar.
Talsmaður á skrifstofu forsæt-
isráðherrans í Downingstræti 10
staðfesti að listamaðurinn, John
Anthony, sem þekktur er fyrir
málverk sín af frægu fólki, mundi
„koma og gera fáeinar breyt-
ingar“.
Gestir, sem viðstaddir voru af-
hjúpun myndarinnar, sögðu
Standard, að Thatcher hefði hróp-
að upp yfir sig er hún sá mál-
verkið: „Hamingjan góða, hún er
ögn of hörkuleg. Heldurðu að þú
getir ekki mildað svipinn svolítið?
Hvernig væri að setja á hana
eyrnalokka?"
Anthony svaraði blaöinu: „Ég
hélt, að skapfesta fyrirmyndar-
innar hefði skilað sér í mál-
verkinu, en það situr síst á mér að
vera að deila um það við forsæt-
isráðherrann."
Málarinn var sagður hafa tjáð
Thatcher, að það væri ekkert
vandamál að bæta eyrnalokkunum
inn á. „Og þar að auki mundi ekki
saka að mýkja varirnar aðeins
með rauðum lit,“ sagði hann.
Það var borgarráðið í West-
minster, sem lét gera málverkið
eftir ljósmyndum og gaf forsætis-
ráðherranum.
rákust saman, og hins vegar á
hraðbraut skammt fyrir utan
Neuss, útborg Dússeldorf. Þar lést
einn ökumaður og átta slösuðust al-
varlega er um 60 bifreiðir rákust
saman.
Ekki er óalgengt að „keðju-
verkandi" árekstrar verði á hrað-
brautum í Vestur-Þýskalandi, enda
eru þar engar hraðatakmarkanir og
algengt mun vera að bifreiðir aki á
ofsahraða þétt hver á eftir annarri,
jafnvel þótt skyggni sé slæmt.
Veður
víða um heim
Lægst Hæst
Akureyri 3 skýjaó
Amsterdam +1 8 skýjað
Aþena 10 14 skýjað
Barcelona 14 lóttsk.
Berlín 0 4 skýjað
Brtissel 3 13 skýjað
Chicago +1 5 skýjað
Dublin 4 11 rigning
Feneyjar 8 skýjað
Frankfurt 7 skýjað
Genf -6 7 skýjað
Holsinki -3 -5-3 skýjaö
Hong Kong 14 17 skýjað
Jerúsalem 0 6 heiðskírt
Kaupm.höfn +1 0 skýjað
Las Palmas 20 heiðskírt
Lissabon 10 16 skýjað
London 7 12 skýjað
Los Angeles 10 24 heiðskírt
Lúxemborg 8 skýjað
Malaga 16 alskýjað
Mallorka 16 lóttsk.
Miami 22 25 skýjað
Montreal +8 +3 skýjað
Moskva +15 +9 heiöskirt
New York 5 6 heíöskírt
Osló +■1 0 skýjað
París 3 6 heiðskírt
Peking +5 0 snjók.
Reykjavík 5 rigning
Rio de Janeiro 20 32 skýjað
Rómaborg 6 14 skýjað
Stokkhólmur +8 +1 skýjað
Sydney 18 24 skýjað
Tókýó 3 9 skýjað
Vínarborg 1 1 rigning
Þórshöfn 9 skýjað