Morgunblaðið - 28.02.1985, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRtJAR 1985
35
„Alþýðubandalagið ber sína
ábyrgð á sundurþykkju
innan samtaka launafólksu
— segir m.a. í svarbréfi Kvennalistans, þar sem
viðræðum viö Alþýðubandalagið er hafnað
ALÞÝÐUBANDALAGINU hefur lítið orðið ágengt í tilraunum sínum um
viðrsður um myndun „nýs landstjórnarafls" og hefur bandalaginu borist
formleg neitun um slíkar viðrsður bsði frá Bandalagi jafnaðarmanna og
Kvennaframboðinu, eins og greint hefur verið frá í fréttum Morgunblaðsins.
Hér á eftir fer bréf Kvennaframboðsins þar sem viðrsðum þessum er
hafnað:
„Með bréfi dagsettu 15. jan.
1985, fer Alþýðubandalagið þess á
leit við Kvennaframboðið í
Reykjavík að það tilnefni nefnd
eða fulltrúa til viðræðna um
myndun „nýs landstjórnarafls".
Að vel athuguðu máli vill
Kvennaframboðið í Reykjavík
vekja athygli Alþýðubandalagsins
á eftirfarandi:
— að Kvennaframboðið í Reykja-
vík varð til vegna þess að hóp-
ur kvenna gerði það endanlega
upp við sig, að þær breytingar,
sem nauðsynlegar eru til að
konur og aðrir geti lifað
mannsæmandi lífi á tslandi,
yrðu ekki fyrir tistilli stjórn-
málaflokkanna, hvorki Al-
þýðubandalagsins né annarra
stjórnar- eða stjórnarand-
stöðuflokka. Kvennaframboðið
í Reykjavík hefur ekki orðið
vart við þær breytingar hjá
flokkunum er gefi tilefni til
aukinnar bjartsýni í þessum
efnum.v
„Hver er staða ljóðsins“
„HVER er staða Ijóósins" er yfir-
skrift dagskrár um Ijóðið sem Fé-
lag bókmenntafræðinema við Há-
skóla íslands stendur fyrir þann
28. þ.m. klukkan 20 í Félagsstofn-
un stúdenta við Hringbraut.
Þar flytja þrír ljóðaáhuga-
menn framsöguerindi. Þeir Ey-
steinn Þorvaldsson lektor við
Kennaraháskóla íslands, Garðar
Baldvinsson bókmenntafræði-
nemi og Sjón ljóðskáld. Á eftir
hverju erindi verður fundar-
mönnum gefinn kostur á fyrir-
spurnum og síðan verða líflegar
umræður. Allir eru að sjálfsögðu
velkomnir.
Auk þessa verður ýmislegt
áhugavert á seyði. Stúdenta-
leikhúsið verður með stutta
uppákomu. Fyrir áhugafólk um
þjóðlega menningu verður bar
Félagsstofnunar opinn og síðast
en ekki síst — bókasýning ein
herleg. Á henni verða til sýnis
(næstum) allar einkaútgáfur síð-
ustu 3ja ára. Fjölskrúðug og
fróðleg sýning það.
Hvetjum alla þá er láta sér
annt um ljóðið til að mæta.
(Frétutilkynning)
— að lausn á vanda íslensku þjóð-
arinnar, sérdeilis vanda ís-
lenskra kvenna, er ekki í því
fólgin, að stjórnarandstöðu-
flokkarnir fjórir „nái nægilega
saman til að krefjast forystu á
sviði landstjórnar". í því sam-
bandi vill Kvennaframboðið í
Reykjavík minna á, að tveir
þessara flokka, þ.e. Alþýðu-
bandalagið og Alþýðuflokkur-
inn, hafa þráfaldlega setið í
ríkisstjórn og hafa verk þeirra
þar hvorki verið til að auka álit
þeirra né hróður að mati
Kvennaframboðsins í Reykja-
vík.
— að „sundurþykkja og skortur á
afdráttarlausri stefnumörkun
innan samtaka launafólks",
þ.e. máttleysi íslenskrar verka-
lýðshreyfingar er tilkomið ekki
síst vegna íhlutunar og hrossa-
kaupa gömlu stjórnmálaflokk-
anna í forystu þessara sam-
taka. Alþýðubandalagið hefur
ekki látið sitt eftir liggja í
þessum pólitísku hrossakaup-
um og ber á þeim sína ábyrgð.
í ljósi ofanritaðs telur Kvenna-
framboðið í Reykjavík ekki væn-
legt til árangurs — þess árangurs,
er við sækjumst eftir að taka þátt
I því samstarfi sem hér er boðið
upp á.
Með mikilli vinsemd, f.h.
Kvennaframboðsins í Reykjavík."
Undir bréfið rita fjórir félagar í
Kvennaframboðinu, þær Helga
Thorberg, Guðrún Ólafsdóttir,
Hjördís Hjartardóttir og Magda-
lena Schram.
Undirbúningsnefnd að stofnun Samtaka um kjarnorkuvopnalaust ísland — Friðlýst land.
Frá vinstri, aftari röð: Helga Jóhannsdóttir, Sólveig Georgsdóttir, María Jóhanna Lárusdóttir, Brynjólfur Eyjólfsson
og Arni Hjartarson. Sitjandi: Sigurður Örn Brynjólfsson, Hólmfríður R. Árnadóttir og Oddur Benediktsson.
Nýstofnuð samtök:
Kjarnorkuvopnalaust
ísland — Friðlýst land
STOFNFUNDUR samtaka um kjarnorkuvopnalaust Ísland verður haldinn
sunnudaginn 3. marz kl. 14.00 á Hótel Borg.
Á fundinum munu fiytja framsöguerindi, Sólveig Georgsdóttir, Erlendur
Patursson, Anker Jörgensen, fulltrúi frá Grænlandi og Sr. Gunnar Krist-
jánsson. Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur á píanó og Elísabet F. Eiríksdótt-
ir syngur einsöng. Fundarstjórar verða Imrhildur Þorleifsdóttir og Ásgeir
Haraldsson.
Talsmenn undirbúningsnefndar
samtakanna sögðust leggja á það
ríka áherslu að samtökin væru
ekki pólitísk, heldur kæmi hver og
einn fram sem einstaklingur og
gerði það upp við sig hvaða af-
stöðu hann vildi taka i þessu máli.
Þau sögðust sannfærð um að fjöldi
fólks vildi láta skoðun sína á mál-
inu í ljós án þess að verða bendl-
aður við pólitísk samtök. Læknar,
eðlisfræðingar, listamenn og
kennarar hefðu þegar stofnað
samtök til baráttu gegn kjarn-
orkuvopnum, en þar ættu ekki all-
ir heima. „Stofnun samtaka er það
raunhæfasta sem friðarhreyfingin
getur gert“, sagði Árni Hjartar-
son, sem er forystumaður í
Samtökum herstöðvaandstæðinga.
„Reynslan hefur sýnt að með því
móti er hægt að stemma stigu við
yfirgangi kjarnorkuveldanna."
Hugmyndin um kjarnorku-
vopnalaust svæði á Norðurlöndum
á miklu fylgi að fagna og hefur
verið í sókn á síðustu misserum.
Þjóðþing Færeyja og Grænlands
hafa þegar samþykkt tillögur um
friðlýsingu landa sinna. Stærstu
flokkar Noregs og Danmerkur
berjast fyrir myndun svæðis og í
Svíþjóð og Finnlandi er það ríkis-
stjórnarstefna.
í drögum að stefnuskrá samtak-
anna kemur fram, að markmið
þeirra er að berjast fyrir því, að
Alþingi gefi bindandi yfirlýsingar
um að ísland muni aldrei taka við
eða leyfa öðrum rikjum að koma
fyrir kjarnorkuvopnum á landinu
eða fara með slík vopn um ís-
lenska lögsögu. Einnig hyggjast
samtökin beita sér fyrir því að
ákvæði um kjarnorkufriðlýsingu
landsins verði sett inn í stjórn-
arskrá lýðveldisins.
Sjö manna framkvæmdanefnd
samtakanna verður skipuð á fund-
inum til bráðabirgða. Hlutverk
hennar er að vinna að landsfundi
samtakanna, sem skal haldinn eigi
síðar en í maílok.
Charles L. Black, prófessor
Bandarískur
gestafyrir-
lesari í
lögfræði
HINN kunni prófessor og ís-
landsvinur Charles L. Black, Jr.,
sem gegnt hefur prófessorsemb-
ætti við lagadeild Yale-háskólans í
Bandaríkjunum um langt árabil,
heldur tvo fyrirlestra á vegum
lagadeildar Háskóla íslands og
Lögfræðingafélags íslands. Sam-
heiti fyrirlestranna er The Ice-
landic Lectures on the American
Constitution.
Fyrri fundurinn verður haldinn
í kvöld, fimmtudag 28. febrúar, í
stofu 103 í Lögbergi og hefst kl.
20:30.
(FréUatilkynninR.)
Finnsk bók-
menntakynn-
ing í Norræna
húsinu
FINNSK bókmenntakynning verð-
ur haldinn í Norræna húsinu laug-
ardaginn 2. mars. Þar mun finnski
sendikennarinn á Íslandi Helena
Porkola kynna finnskar bækur og
finnski rithöfundurinn Claes And-
ersson les úr verkum sínum.
Claes Andersson er meðal þekkt-
ustu Ijóðskálda sænskumælandi
Finna. Hann fæddist 1937 og hefur
siðan 1962 gefið út fjölda bóka, nú
síðast í ár ljóðabókina Under, sem
tilnefnd hefur verið af Finna hálfu
til bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs 1985. Claes Andersson
hefur einnig ritað skáldsögur og
samið revíur og leikrit. Þekktast
leikrita hans er Fjölskyldan sem
Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi
1974 og síðan hefur verið sett upp
víða um land. Claes Andersson er
mjög fjölhæfur listamaður, víð-
kunnur sem knattspyrnumaður og
jasspíanisti áður en hann tók að
leggja höfuðáherslu á ljóðagerð.
Aðgangur er öilum heimill.
Lýst eftir vitn-
um að átökum
UM KLUKKAN 3.30 aðfaranótt laug-
ardagins urðu átök mílli leigubílstjóra
og fólks, sem var á leið út úr veitinga-
húsinu Skiphóli í llafnarfiröi. Leigu-
bflstjórinn hefur kært líkamsárás og
skemmdir á bifreiö sinni. Lögreglan í
Ilafnarfirði biöur þá, sem kunna að
hafa orðið vitni að átökunum, vin-
samlega að gefa sig fram.
Opnum í dag
stórglæsilega snyrtiverslun
og snyrtistofu
í miðbæ Garðabæjar.
Snyrtifræðingar leið-
beina viðskiptavinum
óg sýna það allra nýj-
asta frá snyrtivöru-
merkjum heims. SNYTGTHÖIITN
Garðatorgi 3, Garðabce.
S. 52212.
Opna í dag
snyrtistofu í miðbæ Garðabæjar
★ Margskonar andlitsböð
★ Húðhreinsun
★ Sérstakir kúrar fyrir Acne-húð.
★ Fót og handsnyrting
★ Plokkun og litun
★ Vaxmeðferð
★ Meðferð fyrir bauga og poka undir augum
★ Dag- og kvöldförðun
Opið daglega frá
kl. 10.00—18.00
Opið Laugardaga
frá kl. 10.00—16.00.
Snyrtistofan
CORAL
Snyrtihötlinni. S. 52212.