Morgunblaðið - 28.02.1985, Page 46

Morgunblaðið - 28.02.1985, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRtJAR 1985 t ELÍNBORG JÓNASDÓTTIR, Hagamel 40, er látin. Jaröarförin hefur fariö fram. Guölaug Ottósdóttir, Birgir Ottósson, Guömundur K. Ottósson, Karl Jóhann Ottósson. t Litla dóttir okkar, HELENA SJÖFN SVANSDÓTTIR, Melhaga 8, lést 25. febrúar. Útförin fer fram frá Nýju kapellunni, föstudaginn 1. mars kl. 16.30. Svanur M. Kristvinsson, Valgeröur Garöarsdóttir. + Faðir okkar. GUÐMANN ÍSLEIFSSON bóndi. Jórvik I Álftaveri, veröur jarösunginn frá Þykkvabæjarklausturskirkju laugardaginn 2. mars kl. 14.00. Börnín. t Móöir okkar. tengdamóöir, fósturmóöir, amma og langamma, KRISTRÚN GUDNADÓTTIR, Háageröi 16. veröur jarösunginfráBústaöakirkjuföstudaginn l.marskl. 13.30. Gunnar Kr. Guömundsson, Kristin Lúöviksdóttir, Guómundur Ingi Guómundsson.Elfsabet Jónsdóttir, Páll Axel Guömundsson, Soffia Jónsdóttir, Ester Lfsa Guönadóttir, Kristinn Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓN GUOLEIFUR ÓLAFSSON. Illugagötu 15B, Vestmannaeyjum, veröur jarösunginn frá Landakirkju i Vestmannaeyjum laugar- dagínn 2. mars kl. 14.00. Þeim sem vílja minnast hans er bent á sjúkrahússjóö kvenfélagsins Liknar eöa Krabbameinsfélagiö. Anna Þorsteinsdóttir og börnin. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, MARTEINN M. SKAFTFELLS, kennari, Hamrahliö 5, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. mars kl. 10.30. Astrid Vik Skaftfells, Hákon M. Skaftfells, Brynja Pálsdóttir, Venný Keith, William Keith og barnabörn. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, PÁLL MAGNÚSSON frá Vallanesi, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. mars kl. 1.30 e.h. Sigrfóur Pétursdóttir, Pétur Pélsson, Ingibjörg Pélsdóttir, Magnús Pálsson. t Sonur minn, faöir og sambýlismaður, SVERRIR HARALDSSON, listmélarl, Brekkutanga 28, Mosfellssveit, veröurjarösunginnfráDómkirkjunniföstudaginn 1 marskl. 15.00. Anna Kristjénsdóttir, Haraldur Sverrisson, Guörún Sverrisdóttir. Minning: Lárus Daníelsson, Fremri-Brekku Fæddur 20. igúst 1901 Dáinn 16. febrúar 1985 Foreldrar Lárusar voru hjónin Guðrún Lárusdóttir og Daníel Guðmundsson, er þá voru í hús- mennsku á Hróðnýjarstöðum í Laxárdalshreppi, en fluttu þaðan þremur árum síðar að Ormsstöð- um í Klofningshreppi og bjuggu þar i nokkur ár og síðan í Langeyj- arnesi og víðar þar í sveitinni. Það var ekki auðvelt fyrir efnalítið fólk á þeim árum að fá gott jarð- næði til frambúðar. Þegar Lárus var 7 ára gamall missti hann föður sinn. Hann var að mestu hjá móður sinni fram yfir fermingu, en þá fór hann til móðurbróður síns, Guðmundar, er bjó á Bakka í Arnarfirði. Þar vestra var hann í rúm fjögur ár og stundaði þá sjóinn, en vann ann- ars öll heimilisstörf eftir þörfum. Aftur lá leið Lárusar í Dali og þá að Langeyjarnesi, þar sem hann hóf búskap og bjó þar í nokkur ár ásamt móður sinni. Lárus þótti snemma kraftmikill og vandist hann ungur að árum á að vinna og bjarga sér, því móðir hans hafði fyrir fleiri börnum að sjá. Það var ekki um annað að ræða en að duga eða drepast, eins og hann orðaði það eitt sinn við mig. Sumarið 1927 kom í kaupavinnu til foreldra minna að Asgarði, ungur piltur, þrekvaxinn, ljós- hærður, kímileitur og fjörmikill. Þessi maður var Lárus Daníelsson þá kenndur við Kvennhól í Klofn- ingshreppi. Túnaslætti var nýlok- ið og heyskapur á fjalli að byrja. Engjarnar voru blautir brokflóar. Við fjallaheyskap voru að jafnaði 8 manns. Það var föst venja að heyja á viku hverri 260 kapla og koma heyjum heim á tún jafnóð- um, hvernig sem viðraði. Lárus lenti í þessum fjallaheyskap, sem hann var alls óvanur og var hann látinn binda heyið. Það verk var ekki létt, því eigi mátti heyið úr böndum fara á heimleiðinni. Hon- um tókst starfið vel og gat sér orð- stír góðan. Þetta sumar kynntist ég Lárusi fyrst og síðan hefur fundum okkar borið saman annað slagið. Lárus var eftirsóttur til starfa bæði á sjó og landi, því hann hafði á sér orð fyrir dugnað og verkhyggni. Það var á þessum árum, sem hann fór í „verið" til Vestmannaeyja nokkr- um sinnum. Þá kynntist hann sinni ágætu konu, Guðnýju Nikól- ínu Einarsdóttur frá Búðarhóli í Landeyjum. Hún var væn kona, myndarleg, einörð og greind vel. Þau voru dugmikil og samhent hjónin og búnaðist alls staðar vel. Börn þeirra eru: Guðmundur skipasmiður í Hafnarfirði, kvænt- ur Birnu Óskarsdóttur; Guðrún nú búsett í Reykjavík; Valgerður á Fremri-Brekku. Hún tók við búi foreldra sinna 1979. Lárus og Guðný hófu búskap á Kvennhóli í Klofningshreppi og bjuggu þar fyrstu árin, en tóku árið 1932 til leigu Akureyjar í Gilsfirði og bjuggu þau þar í 13 ár. Á þessum árum komu þau fjár- hagslega fyrir sig fótum. í eyjun- um er dúntekja, selveiðar og ýmis önnur hlunnindi, sem vel var hugsað um og þau nýtt eftir bestu getu. Lárus var farsæll sjómaður og oft til hans leitað, enda greið- vikinn og úrræðagóður. Hann kunni að sigia í gegnum brim og boða og haga seglum eftir vindi. Hann fór víða um Breiðafjörðinn á þessum árum og kynntist mörg- um mönnum og eignaðist vini og kunningja. Hann var ötull ferða- maður, bæði á sjó og landi. Bú- skapur í eyjum heimtar fólk og fleira fólk, en þörf er fyrir við venjulegan búskap á landjörðum. Það varð því margur nauðugur viljugur að hætta við eyjabúskap, þegar fólki fækkaði og atvinna annars staðar fór vaxandi. Lárus og fjölskylda hans hafði því hug á að breyta til, ef sæmi- legar landjarðir losnuðu úr ábúð. Þegar þau hættu búskap, Ragn- heiður og Magnús, sem lengi höfðu búið góðu búi á Fremri-Brekku í Saurbæ, keypti Lárus af þeim jörðina árið 1945 — og bjó hann þar til 1978, er Guðný kona hans lést. Á Fremri-Brekku ræktaði Lárus mikið og byggði upp og stækkaði allan húsakost jarðarinnar. Hann hugsaði alltaf fyrir því er fram- kvæma þurfti og sinnti öllu vel er að búskap laut. Heyforði var jafn- an mikill og fénaður vel fóðraður og afkoma búsins góð. Vélar og tækni kunni hann með að fara og hafði af þeim mikil not. Búskapur- inn bar þess vott að þar væri snyrtimennska og umgengni góð. Hann var bóndi ágætur og bjó í 54 ár alls. Lárus naut lengst af barna sinna og barnabarna við búskap- inn. Valgerður dóttir hans hefur að mestu verið heima. Guðrún dóttir hans og Guðjón Rögnvalds- son maður hennar byggðu yfir sig á Fremri-Brekku og voru þau þar í rúm 20 ár, ásamt börnum sínum. Þau fluttu til Reykavíkur og slitu þá samvistir. Barnabörnin og mörg önnur börn voru á Brekku um lengri eða skemmri tíma og nutu umhyggju og forsjálni góðra húsbænda. Vina- og kunningja- hópurinn var stór. Móðir Láruar var á heimili hans til dauðadags 1947. Daníel bróðir hans var þar lengi og svo var um marga er þar vistuðust. Lárus var um skeið í hrepps- nefnd Skarðshrepps og í stjórn Kaupfélags Saurbæinga og lengi gjaldkeri Sjúkrasamlags Saurbæ- inga. Hann var ákveðinn í skoðun- um og þeir sem minna máttu sín í lífsbaráttunni áttu „hauk í horni“ þar sem hann var. Síðustu 6 árin átti Lárus við mikil veikindi að stríða. Því tók hann með karl- mennsku og hlífði sér hvergi. Hann dvaldi oft á sjúkrahúsum og gekkst þá undir uppskurð en náði sér á milli. Hann fékk sér góðan bíl og heimsótti kunningja og skoðaði landið, sem lítill timi var til áður. Lárus hafði yndi af að umgang- ast börn og vænt þótti honum um sín 18 barnabörn og barnabarna- börn. Oft dvaldi hann á Fremri- Brekku á meðan heilsan leyfði, en síðari árin ýmist hjá Guðrúnu dóttur sinni í Reykjavík, eða á heimili Guðmundar sonar síns og Birnu konu hans. Þar dvaldi hann síðustu mánuðina, áður en hann fór á sjúkrahús og naut þar ást- ríkrar þjónustu. Lárus lést á St. Jósefsspítalan- um í Hafnarfirði þann 16. febrúar sl. Jarðarförin fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. febrúar að viðstöddu fjöl- menni. Þeir voru margir sem mundu hressilegu breiðfirsku hetjuna. Áð leiðarlokum þakka ég kynnin og vinsemd alla og votta aðstand- endum samúð mína og konu minn- ar. Blessuð sé minning Lárusar Daníelssonar. Ásgeir Bjarnason t GUNNAR ÓLAFSSON, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaóanns, Álftamýri 57, veröur jarösunginnfráDómkirkjunniföstudaginn l.marskl. 10.30. Unnur Marla Figved, Valdis Helgadóttír, Anna Theodóra Gunnarsdóttir, Skúli Gunnarsson, Valdis Gunnarsdóttir, Ólafur Péll Gunnarsson. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, INGIRÍDUR FINNSDÓTTIR, Grettisgötu 82, veröur jarösunginfráFossvogskirkjuföstudagínn l.marskl. 13.30. Stella E. Kristjénsdóttir, Hreinn Pélsson, Elisabet Erla Kristjénsdóttir, Reynir Brynjólfsson, barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og systur, HELGU SIGURÐARDÓTTUR, Fornósi 10, Sauóérkróki. Sérstakar þakkir til Marteíns Friörikssonar, framkvæmdastjóra. og starfsfólks Fiskiöju Sauöárkróks. Sigurbjörg Jónsdóttir, Bergsveinn Auóunsson, Sigrióur Guönadóttir, Siguróur Jónsson og barnabörn. Tómas Þ. Sígurðsson, Eysteinn Sigurósson. Lokað Rannsóknastofnun landbúnaöarins veröur lokuö á morgun, föstudaginn 1. mars, vegna jaröarfarar GUNNARS ÓLAFSSONAR forstjóra. Rannsóknastofnun , landbúnaðarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.