Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 48
48 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 Minning: Ásgeir H. Jónsson fv. bóndi og hreppstjóri Fæddur 25. aprfl 1896 Dáinn 21. febrúar 1985 í dag, fimmtudag, verður til moldar borinn frá Bústaðakirkju Ásgeir Halldór Jónsson, fyrrver- andi bóndi og hreppstjóri frá Valshamri á Skagaströnd. Hann andaðist á öldrunardeild Landspftalans, Hátúni lOb, 21. febrúar sl. 88 ára að aldri. Með honum er genginn til feðra sinna mikill sóma- og dugnaðar- maður. Ásgeir var fæddur á Valshamri á Skagaströnd. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Daníelsdóttir og Jón Jónsson, hreppstjóri og bóndi þar. Ásgeir ólst upp hjá for- eldrum sinum, þar sem hann hlaut venjulega barnafræðslu þess tíma. Ásgeir var einn af þrem bræðrum og er hann sá síðasti, sem nú kveð- ur þennan heim. Snemma fór Ás- geir að vinna við búið hjá foreldr- um sínum eins og var siður í þá daga og starfaði hann að búskap alla tið af mikilli samviskusemi og einnig önnur störf sem honum voru falin fyrir sveit sína en hann var hreppstjóri í 48 ár. Hann giftist föðursystur minni, Áslaugu Guðmundsdóttir, og byrj- uðu þau búskap á Valshamri og bjuggu þar myndarbúi þar til árið 1979 er þau bregða búi og selja jörðina og flytjast til Reykjavíkur þar sem heilsa þeirra var farin að bila. Ásgeir og Áslaug eignuðust fjögur börn, sem eru: Erla, gift Björgvin Björnssyni, Ása, gift Ingvari Kristinssyni, Jón, giftur Valgerði Gunnarsdóttur, og Gylfi, giftur Sveinlaugu Júlíusdóttur. Ég, sem þessar línur skrifa, átti þvi lani að fagna að fá að dvelja hjá þeim á sumrin síðustu árin og alltaf voru móttökurnar jafn höfð- inglegar. Ásgeir hafði gaman af að lesa góðar bækur og ljóð og var gaman að ræða við hann. Hann var oft hnyttinn í svörum og átti fott með að koma fyrir sig orði. Ig vil með þessum fáu orðum þakka honum samfylgdina og þá tryggð, sem hann hefur sýnt fjöl- skyldu minni í gegnum árin. Blessuð sé minning hans. Innileg- ar samúðarkveðjur til eiginkonu, barna, tengdabarna og barna- barna. „Far þú í friði, fríður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allL" Arnar Axelsson í dag er kvaddur Edwin Árna- son forstjóri, en hann lést í Lands- pítalanum þann 20. febrúar sl. lið- lega hálfnaður með 76. aldursárið. Fyrir tveimur árum bar að skyndilega illkynjaðan sjúkdóm, fyrirboða þess sem nú hefur verið til lykta leitt með dauða hans. Þessi tvö ár var hreinn baráttu- tími, sem um skeið virtist ætla að enda með sigri Edwins. ósigur var þó augljóslega fyrirsjáanlegur um sl. sumarmál, en ekkert lát varð samt á glímu Edwins, sem var keikur á heljarþröm allt til enda. Síðustu vikurnar var hann á lungnaskurðlækningadeild Lands- pítalans og þar hjúkrað af slíkri snilld að þeir sem á hann horfðu og um hann þótti vænt sáu hann aðeins líða burt, hægt og hægt, án þess að líða eða æðrast. Jón Edwin hét hann og fæddist 15. júlí 1909 sonur hjónanna Jó- hönnu Jónsdóttur og Árna Árna- sonar togarasjómanns. Edwin var borinn og barnfæddur Reykvík- ingur og ól allan sinn aldur utan síðustu þrjú árin á föðurleifð í dag er við kveðjum afa okkar í hinsta sinn, þyrlast upp minn- ingar liðinna tíma. Við barna- börnin vorum svo heppin að vera alltaf velkomin að Valshamri hvert sumar og er það ómetanlegt hverju barni að vera þess aðnjót- andi að komast í snertingu við náttúruna, dýrin og ekki síst að komast af malbikinu. Afi var dul- ur maður, en góðum gáfum gædd- ur. Virtist hann best njóta sín í fámenni og einmitt þegar hann var með okkur krökkunum var hann ótæmandi að uppfræða okkur og miðla af sinni reynslu og þekkingu, einnig gat hann slegið á létta strengi þegar sá gállinn var á honum. Eitt var það sem afi hafði fyrir fastan sið og það var að kalla okkur á sinn fund þegar við kvöddum að hausti og gera upp við okkur eins og hann kallaði það. Því hann vildi sýna okkur að við hefðum ekki verið einskis nýt. Á Valshamri, sem og annars staðar á Skógarströnd, er einstök náttúrufegurð og í næsta nágrenni við Valshamar er staður sem heit- ir Paradís og má segja að við höfð- um verið þess aðnjótandi að eyða okkar bernskusumrum hjá afa og ömmu í paradís. Megi hann hvíla í friði. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Barnabörnin í dag, 28. febrúar, verður til moldar borinn tengdafaðir minn og heiðursmaðurinn Ásgeir Hall- dór Jónsson. Hann andaðist 21. febrúar á 89. aldursári. Ásgeir fæddist á Valshamri 25. apríl 1896, sonur hjónanna Jóns Jóns- sonar bónda og hreppstjóra og Kristínar Daníelsdóttir. Ásgeir ólst upp á Valshamri og gerðist bóndi þar 1923 til 1979 er hann brá búi og fluttist til Reykjavíkur. í Ásgeiri fóru saman flestir þeir mannkostir, sem prýtt geta góðan dreng. Hann var greindur, ein- staklega tryggur og áreiðanlegur. Samviskusemi, heiðarleiki og vinnusemi voru hans einkunnar- orð. Hann var hjálpsamur og vildi sinni, Lindargötu 6, sem síðar var breytt í 25. Hann var einkasonur foreldra sinna og varð einhvern- veginn krónprins alla sína ævi. Prinsessunnar fékk hann þegar hann kvæntist 17. júní 1933 Elín- borgu Kristjánsdóttur Ásgeirs- sonar verslunarstjóra frá Flateyri og konu hans Þorbjargar Guð- mundsdóttur frá Haukadal í Dýrafirði. Edwin og Elínborg eignuðust einn son, Árna, fæddan 23. desember 1933. Hjónaband þeirra var þeim sem sáu samleik- ur æðstu gráðu. Elínborg andaðist 1. desember 1978 Starfsvettvangur Edwins varð verslun eftir fullnaðarpróf frá Verslunarskóla íslands. Framan af voru það afgreiðslu-og sölu- mannsstörf í Málaranum og Máln- ingarverksmiðjunni Hörpu, en frá heimstyrjaldarárunum síðari haslaði hann sér sjálfstæðan völl, fyrst með rekstri heildsölu en síð- ustu 32 árin vann hann í fyrirtæki sínu og Árna sonar síns, Sólar- gluggatjöldum. Hagur þess hefur öllum vel, því kynntust sveitungar hans. Hann gegndi fjölda trúnað- arstarfa fyrir sveit sína. Meðal þeirra starfa var hann hreppstjóri í 48 ár, formaður Búnaðarfélags Skógarstrandarhrepps i 42 ár, 10 ár í skólanefnd, þar af 6 ár for- maður. Ennfremur fleiri nefnda- og formannsstörf. öll sín störf In memoriam: átt sígandi góðgengi að fagna und- ir stjórn Edwins og haldið vel sjó síðan í álinn syrti fyrir honum í styrkum höndum Árna sonar og hægri handar í fyrirtækinu lengst af. Árni er ivæntur Vildísi, vann hann af einstakri alúð á sinn hljóðláta og farsæla hátt. Ásgeir var hlédrægur maður og seinn til kynna. Hann var iðju- maður, en ekki áhlaupamaður við störf sín. Vann hvert verk af trúmennsku hvort sem það var í eigin þágu eða annarra. En hann notaði aldrei stöðu sína til að hreykja sér hátt, eða afla sér tekna af þeim störfum sem honum voru falin. Vinna á þeim verkefn- um sem hann sendi frá sér voru annáluð fyrir frágang, ásamt þeirri fögru rithönd sem hann hafði. Stærstu gæfuspor lífs síns steig Ásgeir 27. mars 1927, þegar hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Áslaugu Guðmundsdóttur. Reynd- ist hún honum eins góður lífsföru- nautur og best verður á kosið enda kjarkmikil og dugleg kona, svo orð var haft á. Ásgeir og Áslaug voru samtaka með að byggja vel upp á jörð sinni. öll hús voru byggð upp að nýju, fjárhús, fjós, hlaða og ibúðarhús, auk þess sem hann vann mikið að ræktun á jörð sinni. Valshamar liggur vel við þjóðvegi, fallegt heim að líta. Landið liggur að sjó og langt til fjalls. í landinu er líka töluvert skógarkjarr. Það var ein- Kristmanns Guðmundssonar rit- höfundar, og eiga þau þrjá mann- vænlega sonu, Kristmann, Edwin yngri og Árna Geir. Elínborg heitin var móðursystir mín og því eðlilegt, að Edwin yrði harla áberandi í tilveru minni og systkina minna strax í frum- bernsku, því svo kært var með þeim systrum, móður okkar, Helgu, og EUu. Ég á myndbrot í hugarheimi minninganna um Edwin, fjölmörg og ánægjuleg. Eitt það fyrsta var við stautæfingar í barnabókinni „Bernskan" þar sem staldrað var við mynd af ljóshærðum hrokkin- kolli í sögu um „drenginn sem týndist" sem móðir mín upplýsti, að væri af honum Edwin hennar Ellu systur. Síðan heimsókn til þeirra í stóra húsið á Lindargöt- unni, upp í sumarbústað við Éll- iðavatn, ótal bíltúrar, fá að syngja ásamt hinum krökkunum við und- irleik hans á píanóið og margt, margt fleira ryðst fram á svið bernskuminninganna fyrir meira en 40 árum. Á þessum grunni þróaðist ævi- löng vinátta okkar og gagnkvæmt traust. Nú eru leiðarlok — þakka ég þeirri forsjón sem svo hefur stýrt. Fari hann í friði. Við systkini mín og fleiri verm- um okkur við minningarnar. Sigurður Þ. Guðmundsson mitt í skjóli skógarkjarrs sem þau hjónin tóku undan sölu jarðarinn- ar xk hektara lands ef einhver nákominn vildi koma sér upp sumarbústað þar síðar. Ásgeir og Aslaug eignuðust fiögur börn. Þau eru Kristín Erla, Ása Þórdís, Jón Valberg og Gylfi Hinrik. Börn þeirra eru öll búsett í Reykjavík nema Jón Valberg sem búsettur er í Stykkishólmi. Auk þess ólst upp frá barnsaldri á heimili þeirra Ingveldur Jóns- dóttir, nú búsett Skeggjastöðum, Garði. Þegar þau hættu búskap fluttu þau til Kópavogs. Tæpu ári síðar keyptu þau sér íbúð að Vest- urbergi 144, Reykjavík, eftir að þau hefðu selt jörðina. Síðustu ár- in sem Ásgeir bjó 1 Reykjavík, kynntist ég honum best, þar sem svo stutt var á milli heimila okkar, enda voru samskipti okkar bæði mikil og góð. Enda þótt ég sæi hvernig dró smám saman af Ásgeiri síðustu vikurnar kvartaði hann aldrei. Á þessari kveðju- stund kveð ég hann með mikilli virðingu og þakklæti. Ég þakka allar samverustundirnar og vin- áttu í rúm 30 ár, og óska honum Guðs blessunar. Þér, Áslaug mín, og öðrum vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð. Björgvin í Reykjavík. Á þeim tíma var fá- titt að almenningur fengi sér leigubíl og það gerði Bergstein að góðum heimildarmanni um ýmsa þjóðkunna menn og málefni. Sá ungur maður sem kynntist honum naut útskýringa og sjónarmiða al- þýðumanns. Það var þó sjaldnast að rnanni þætti hann lifa í fortíð- inni eins og sanngjarnt mætti halda um mann sem sestur er í helgan stein. Bergsteinn kvæntist árið 1923, Sigþóru Björgu Ásbjörnsdóttur frá Hellissandi á Snæfellsnesi sem reyndist honum tryggur lífsföru- nautur. Hún var dóttir hjónanna Ásbjörns Gilssonar frá öndverð- arnesi og Hólmfríðar Guðmunds- dóttur úr Purrkey á Breiðafirði. Sigþóra lést í júní 1978. Þau áttu einn son, Ásbjörn Bergsteinsson, vélstjóra, sem lést fyrir aldur fram 1981. Bergsteinn bar gæfu til að eiga á ævikvöldi umhyggjusama tengdadóttur og barnabörn sem voru honum kærkominn félags- skapur og aðstoð, þó vanastur væri að fara eigin leiðir. Bernskustöðvar hans, Hraunin, en svo nefndi hann óttarstaði, voru ávallt sem hluti af honum sjálfum. Um áratuga skeið sótti hann rauðamöl í fornar eldstöðvar I landi Óttarstaða og ók í margan húsgrunninn á höfuðborgarsvæð- inu. Er aldur færðist yfir naut hann þess að heimsækja Hraunin og bróður sinn, Guðmund báta- smið, sem þar starfar enn. Þar þekkti hann hverja þúfu og gjótu og var vel fróður um örnefni þar sem annarstaðar. Hafnarfjörð hafði hann séð breytast úr því að vera fábrotin húsaþyrping í það að verða reisulegur bær með fjöl- breyttu atvinnulífi sem hann átti sinn þátt í. Bergsteinn var þess- vegna ágætur leiðsögumaður um bæinn. Blessuð veri minning hans. Dagur Edwin Árnason forstjóri - Minning Bergsteinn Sigurðs- son bifreiðarstjóri Fæddur 11. maí 1901 Dáinn 21. september 1984 I september á síðasta ári lést Bergsteinn Sigurðsson, bifreiða- stjóri. Bergsteinn eða Berti eins og hann var kallaður af kunnug- um var fæddur og uppalinn að óttarstöðum sunnan við Straums- vík á Reykjanesi, sonur hjónanna Sigurðar Kristins Sigurðssonar, útvegsbónda þar, frá Björk í Grímsnesi og Guðrúnar Berg- steinsdóttur frá Óttarstaðagerði. Ævisaga aldamótabarns hljóm- ar sem óslitið ævintýr þeim sem þekkir aðeins nútímann. Berg- steinn hafði gott minni og skýra hugsun til hinstu stundar og kunni vel að segja frá hinu dag- lega lífi fyrr á öldinni, jafnt sem markverðum atburðum sem setja mestan svip á íslandssöguna eins og hún birtist í sögubókum. Við- horf hans sem samtímamanns og þátttakanda í 20. öldinni voru f senn lýsandi og framandi þeim sem ekki þekktu söguna nema úr menntaskóla. Berti lagði aldrei stund á lestur bóka að neinu marki en las dagblöðin, hlustaði á útvarp og lagði kapp á að fylgjast vel með allri umræðu um þjóðmál og hafði margt til málanna að leggja í samræðum. Hann hafði gott auga fyrir kjarna málsins, nokkuð sem verður æ fátíðara í þjóðmálaumræðu. Hann gerði sér snemma grein fyrir mikilvægi hvers konar tækni til framfara þeirri þjóð sem ný- verið hafði bæði soltið og frosið í vondum húsakynnum. Sá sem al- ist hefur upp snemma á öldinni og man glöggt og hlutlaust tvær heimsstyrjaldir, skömmtun, kreppur og Spænsku veikina, hlýt- ur að líta nútímann öðrum augum en sá sem þekkir ekki annað. Ungur lærði hann að aka og viðhalda bifreið og var handhafi ökuskírteinis nr. 82 frá 1920 og ók fólki og vörum á milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Seinna varð hann leigubílstjóri og stofn- aði ásamt öðrum Litlu Bílastöðina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.