Morgunblaðið - 28.02.1985, Side 52

Morgunblaðið - 28.02.1985, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 fclk í fréttum Krakkarnir fjölmenntu á Wham-hátíð. Morgunblaðið/Bjarni WHAM-HÁTÍÐ f TRAFFIC Stúlkurnar Auður Stefánsdóttir og Sólveig Unnur Bentsdóttir úr Digranesskóla í Kópavogi voru í starfskynningu hérna hjá okkur á Mogganum fyrr í vikunni. Þær fylgdust með starfi blaðamannsins og sögðust aðspurðar vel geta hugsað sér að vinna við það starf. Við birtum hérna í „Fólkinu ' í dag fréttir af Wham-hátíðinni sem var um sl. helgi sem Sólveig og Auður sáu um að vinna úr fyrir lesendur. Fyrir nokkru var haldin Duran Duran-hátíð í Traffic sem vakti feikna athygli „lukku“-aðdá- enda og vegna fjölda áskorana Wham-áhangenda var ákveðið að hafa eina Wham-hátíð með svipuðu sniði á sama stað. Hátíðin var haldin þann 22. og 23. febrúar síðast- liðinn. Á laugardeginum var hátíðin fyrir 16 ára og eldri en á sunnudeginum fyrir 15 ára og yngri. Var þar boðið upp á ýmsan glaðning. Fengu krakkarnir t.d. að líta goðin augum í myndbandi og spreyta sig í spurningakeppni og auk þess var boðið upp á Wham-drykk hússins og tískusýningu frá verslun- inni Quatro. Fimmtándi hver gestur fékk „plaköt" með átrúnaðargoðunum. Aðgöngumiðinn gilti sem lukkumiði og þeir heppnu hrepptu Wham-plötu. Yngra fólkið sótti þessa hátíð betur en þeir eldri og það bendir ef til vill til þess að Wham eigi sér fleiri aðdáendur af yngri kynslóðinni hérlendis. Þess má að lokum geta að Duran Duran-hátíðin var betur sótt en þessi að sögn forráðamanna í Traffic. Finnst þér Wham ekki ædi? Og þá var kátt í Traffic. KIM GROVE CASTALI Semur „ást er ... “ „Það sem alla langar til að segja“ „Ást er“-teikningarnar, sem við sjáum daglega í Morgunblaðinu, sáu fyrst dagsins Ijós þegar nýsjálenska stúlkan Kim Grove hitti Roberto Casali, myndarlegan ítalskan tölvuframleiðanda, í skíðaklúbbi í Suður-Kaliforníu árið 1967. Kim, sem var byrjandi í skíða- íþróttinni, gerði margar skemmtilegar, gamansamar teikn- ingar, sem lýstu framförum henn- ar í skíðaíþróttinni. Þessar teikn- ingar sýndi hún hinum nýja vini sínum, Roberto. Hann var yfir sig hrifinn af þessum myndum og hvatti Kim til þess að halda áfram að teikna. Hún byrjaði nú að rissa upp atvik úr lífi þeirra og skrifaði skýringartexta með, eins og t.d. „Þú ert myndarlegasti ítalinn sem ég hef nokkru sinni séð.“ Orðin „Ást er ... (Love is ...) urðu ekki til fyrr en seinna. „Það tók mig um það bil þrjú ár að detta niður á þau,“ sagði Kim. Teikningarnar og ástarorðin hjálpuðu til að kynda undri ástina hjá Kim og Roberto sem endaði með giftingu árið 1971. Árið eftir fæddist þeim sonur. Dag nokkurn, þegar hún komst að því að Roberto hafði verið að sýna vinum sínum Ást er-teikn- ingarnar hennar mislíkaði henni verulega við hann. Hún var feimin að eðlisfari og var því ekkert hrif- in af því að láta opinbera einka- mál sín og tilfinningar. Auk þess vildi hún ekki láta auglýsa sig sem ástsjúka, væmna konu. Vinir Robertos voru á einu máli með aðdáun sína á teikningunum og bentu á að tilfinningar hennar væru ekki öðruvísi en allra ann- arra, og hún væri í raun og veru að segja það sem alla langaði til að segja. Þetta sannfærði hana! Eftir þetta fóru myndir hennar að birtast í blöðum. Þau hjón eign- uðust annað barn, en svo kom reiðarslagið. Roberto var kominn með ólæknandi krabbamein. Ást er-myndirnar frá þeim tíma voru með harmþrungnum textum: Ást er... Umhyggja fyrir veikum vini... Roberto dó, en ekki fyrr en þau hjónin höfðu ákveðið að varð- veita sæði úr honum í sæðisbanka. ÆBmh íy i Uki g tvíbura... að er ekki ofsögum sagt um dularfull tengsl tvíbura, og þarf ekki að hafa mörg orð um það, slíkt er alkunna. Hér gekk þó fram af mörg- um, en þeir Leslie og Ronald Davies létu það ekkert á sig fá og sérstaklega létu þeir ekki umtal eyðileggja fyrir sér daginn. Eiginkonur þeirra urðu nefnilega léttari á sama deginum, með ör- fárra klukkustunda millibili. Þeir bræður eru þrítugir Manchester-búar. Báðir fengu þeir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.