Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 59 r\ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Utík /J\1 Bókin skemmti- leg af- lestrar Margrét Jónsdóttir, skrifar: Margir stinga niður penna í dálkum þínum til annaðhvort að lýsa sig með eða móti einhverju máli, enda sýnist mér þú óspart skora á fólk að skrifa eða hringja. Ætla ég að svara þeirri áskorun og senda línu til að taka undir sjónarmið Sigríðar Snævarr í ágætri grein hennar í Morgun- blaðinu nýverið um bók Bjargar Einarsdóttur „Úr ævi og starfi ís- lenskra kvenna". Tel ég þá bók ekki einasta fallegustu bókina sem kom á markaðinn fyrir jólin held- ur einhverja þá skemmtilegustu aflestrar. Skrif Sigríðar sýna að útvarps- erindi Bjargar eru ekki eingöngu fyrir roskið fólk að rifja upp endurminningar sínar heldur líka uppörvun ungum konum að sækja fram til fullrar þátttöku í samfé- laginu. Um leið vil ég minna á fyrir- myndarbók sem síðastliðið vor kom frá hendi Bjargar Einars- dóttur. Ritið „Ljósmæður á ís- landi", tvö bindi, er vel úr garði gert og vandvirknislega unnið. Út- gefandi er Ljósmæðrafélag ís- lands, en Björg ritstjóri og auk annars höfundur á annað þúsund æviágripa ljósmæðra. Þarna eru miklar upplýsingar um ljós- mæðrastéttina og sá mesti fjöldi ljósmynda af íslenskum konum sem ég hefi enn séð saman kominn á einni bók. Leiðinleg- ar þessar eins lítra fernur Sigríður skrifar: Ég vil eindregið taka undir þau skrif, sem birst hafa hér í Velvakanda undanfarið varð- andi slæmar mjólkurumbúðir. Ég heyrði í sjónvarpinu fyrir nokkru er yfirmaður hjá Mjólkursamsölunni lýsti því yfir að eins lítra fernurnar yrðu allsráðandi senn hvað líð- ur, vegna þess að fólk vildi ekki annað. Tveggja lítra fernur fást nú yfirleitt ekki orðið í þeim stórmörkuðum sem maður verslar oftast i og er því svo að aukaferðir þarf að gera sér í þær verslanir sem enn selja þær. Það mættu gjarnan fleiri láta frá sér heyra um þetta mál því varla get ég ímyndað mér að fólk almennt kjósi frek- ar þessar dæmalaust leiðinlegu eins lítra beyglur. En hvernig skyldi annars standa á þvi að Mjólkursam- salan getur ekki haft mjólk á boðstólum i eins lítra fernum sömu gerðar og þeim tveggja lítra? Slíkar eins lítra umbúðir eru hjá mörgum mjólkurbúum út um land. Edda segir þáttinn um leynilögregluforingjann Derrick með því eina sem á sé horfandi í sjónvarpi. Um dagskrá sjónvarps Edda skrifar: Mig langar til að spyrja hvort sjónvarpið geti sýnt það sem því þóknast? Nú er ekkert sem hægt er að horfa á nema Derrick og stundum (alls ekki alltaf) er hægt að horfa á föstudags- og laugar- dagsmyndirnar sem mættu þá stundum vera dálítið fyndnari. Jæja, þetta var alls ekki það sem ég ætlaði að minnast á heldur hinn sívinsæla þátt „Dallas". Hvað myndu forráðamenn sjón- varps segja ef þeir væru að lesa bók og væru komnir inn í hana miðja, þá væri henni kippt frá þeim? Ég veit að OLÍS leigir þessa vinsælu þætti á myndböndum, en ekki geta allir keypt myndband (eins og t.d. heima hjá mér yrði fyrst að kaupa litasjónvarp). Af hverju er ekki hægt að halda áfram með Dallas í staðinn fyrir ástarvellur og þá jafnvel að byrja að sýna Dynasty líka? Svo vil ég spyrja hvort það sé rétt að allt kvikmyndaval sjónvarpsins sé í höndum tveggja manna. Bréfritara finnst tónlistin í veitingastaðnum Broadway allt of hátt stillt. Hávaði í Broadway iringdi: Maður hringdi: Mikið væri það nú elskulegt af forráðamönnum veitingastaðarins Broadway ef þeir gætu verið svo vænir að stilla tónlistina lægra, það heyrist varla mannsins mál þar inni fyrir hávaðanum í tón- listinni. Þetta skapar mikil óþæg- indi fyrir gesti hússins auk þess sem að það hlýtur að vera skaðlegt fyrir heyrnina. Og eitt er víst, gæði tónlistarinnar fara algerlega forgörðum við svo mikinn hávaða. Vinsamlegast takið þetta til at- hugunar ef þið viljið ekki verða þess valdandi að fólk fari að leita annað sakir hávaða í Broadway. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Veriö velkomin ópavogsbúáf athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, Olástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opiö fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. MEMOREX Diskettur - Tölvusegulbönd Þeir sem gera kröfur um hámarksöryggi gagna nota einungis MEMOREX. Fyrirliggjandi fyrir flestar gerðir tölva. Allar MEMOREX diskettur og tölvusegulbönd eru gæðaprófuð frá verksmiðju. Biðjið um MEMOREX á næsta smásölustað. Heildsala, smásala Umboðsmenn óskast víða um land. Hafið íamband við sölumenn í síma 27333. acohf Laugavegi 168, S 27333. Legur stigvel frá Austurríki og Danmörku Litur svart Stærð 3'/5-8 Verð 3029 Teg 62550 Vorum að fó mikið úrval af leðurstígvélum með háum og lágum hœlum. Litur svart Stærð 3'/5-8 Verð 2680 Teg 62565 S TJÖRNUSKOBU Laugavegi 96 - Sími 23795
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.