Morgunblaðið - 20.03.1985, Side 6

Morgunblaðið - 20.03.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 Mánudagur r Igamla daga voru um tíma svo- kallaðar „mánudagsmyndir" í Háskólabíói. Þessar myndir voru venjulega dálítið úr alfaraleið, enda mikið sóttar af pípureykj- andi menntaskólastrákum og vinstúlkum þeirra er ekki voru komnar á pelsastigið, heldur reik- uðu um í hléinu hriktandi magrar innaní floskugrænum íslenskum gæruúlpunum, ýmist tottandi pípusterta eða súpandi appelsín, til styrktar íslenskum iðnaði. Það vakti stundum ugg í brjósti fylgdarsveinanna — sem voru kannski að bjóða stelpu í fyrsta sinn á bíó — hversu fjarrænar þessar tálguðu gyðjur voru á stundum. En alltaf bjargaðist nú málið á síðustu stundu, því vart varð þverfótað í mánudagsanddyri Háskólabíós fyrir menningarvit- um með Ché Gúvarahatta og bylt- ingarsöngva á vörum og þá var hægt að kafa oni myndina útfrá stéttarlegum og díalektískum for- sendum, þannig að gyðjurnar gátu áfram horft með fjarrænu brosi yfir sviðið. Nú og ekki minnkaði fjörið ef einstaka íhaldsmaður í stressbuxum og í sæmilega hreinni skyrtu og strokinn yfir eyrun, álpaðist inní gáfumanna- hópinn, þá fyrst komu „stétta- andstæðurnar" í ljós og eldglær- ingar flugu milli manna, en gyðj- urnar stóðu óhaggaðar á sínum stað og horfðu inní fyrirheitna landið. Gyðjurnar á mánudögum Nú eru gyðjurnar flestar hverj- ar orðnar of digrar fyrir íslensku gæruúlpurnar og geta ekki stillt sig um að kíkja í glugga hjá Pels- inum i sunnudagsbíltúrnum: Skyldi vera hægt að fá þennan með afborgunum? Ihaldsmennirn- ir eru að vísu enn íhaldsmenn, en fylgdarsveinar gyðjanna sitja nú pípulausir í húsbyggjendabílunum og velta fyrir sér hvort og hvenær þeir eigi að kaupa sér stresstösku, og svo finnst þeim bara verulega hugguleg jakkafötin hjá P&Ó. Og á mánudögum þjást sumir þeirra af margfaldri mánudags- veiki. Já það er af sem áður var þegar maður gat bara vakað allan sólarhringinn. „Og nú er ekki lengur sötrað mánudagsmynda- appelsin uppí Háskólabíói, heldur safnað i lífbelti miöjunnar með skafis og öllu því er freistar bragðlaukanna i glimrandi sjón- varpsauglýsingunum. „En maður lifir nú samt enn menningarlifi eða horfum við ekki alltaf á mánu- dagsmyndina í sjónvarpinu? Þetta minnir bara á gömlu góðu dagana uppí Háskólabíói, manstu? Og ístrusafnarinn lítur yfir emmess- súkkulaðibitann á gyðjuna sína, sem horfir til fyrirheitna landsins í gegnum fasteignasiður Moggans. Goðin á mánudögum Æ þetta er víst lífsins gangur, hugsar eilífðarhippinn og hallar sér enn dýpra oní sjónvarpsstól- inn, fullur eftirsjár eftir þeim tíma er hann átti varla fyrir pulsu og kók. En brátt víkja draumarnir fyrir raunveruleika brauðstrit- sins. Leiðin til Accra upphefst, á frummálinu nefnist hún: Kukur- antumi. Ekta mánudagsmynd í gamla góða stílnum hugsar eilífð- arhippinn og fullur eldmóðs hringir hann eftir myndina til gamals skólabróður, sem á sínum tíma var efni í stórskáld: „Æ ég sofnaði nú yfir þessu.“ Eilífðar- hippinn leggur á símtólið. Honum er Ijóst að hann er staddur í framtíðarlandinu — miðju. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Úr kvennabúrinu ■ Andrea Jóns- 00 dóttir verður með þátt sinn Úr kvennabúrinu á rás 2 í dag kl. 17. Sú mýbreytni verður á í þættinum að Andrea fær gesti í heimsókn til sín. Þeir eru Björk Guð- mundsdóttir, söngkona í hljómsveitinni Kukl, og Hanna Steina Hjálmtýs- dóttir, söngkona í hljóm- sveitinni Dá. Þær munu báðar koma fram á skemmtun sem haldin verður í Safarí á morgun, fimmtudag. Hanna Steina með sinni hljómsveit og Björk með trommuleikar- anum úr Kukli. Andrea mun spjalla við söngkonurnar og leika tónlist með Kukl því enn hefur Dá ekki gefið út neina plötu. Auk þessa verður And- rea með hefðbundna kynningu á einhverri hljómlist sem flutt er og/eða samin af konum. Ur ævi og starfi íslenskra kvenna ■ Þáttur Bjargar 15 Einarsdóttur, — Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, er að venju á dagskrá útvarps í dag kl. 11.15. Að þessu sinni verður þátturinn helgaður Margréti Th. Bjarnardóttur Rasmus. Margrét fæddist árið 1877 á Reykhólum í A-Barðastrandarsýslu. Hún nam málleysingja- kennslu í Danmörku skömmu fyrir síðustu aldamót. Margrét kenndi daufdumbum í 45 ár, þar af var hún skólastjóri Málleysingjaskólans í Reykjavík í 36 ár, eða til 1944, þegar hún sagði því starfi lausu. Skólinn var heimavistarskóli og auk hennar og málleysingja dvöldust þar einnig oft vangefin börn, því þá var enginn sérskóli eða stofn- un til ætluð þeim. Margrét fór nokkrum sinnum utan til Danmerk- ur og Þýskalands til að kynna sér nýjungar á sínu sviði, m.a. varalestrar- aðferð. Hún fylgdi nem- endum sínum eftir út á Margrét Th. Bjarnardóttir Rasmus. lífið, stuðlaði að því að þeir kæmust í þau störf sem hugur þeirra stóð til og þeim hentaði. Margrét tók mikinn þátt í félags- störfum, hún var einn af stofnendum Blindravina- félags íslands og Heyrn- arhjálpar og í forystusveit þessara samtaka. Hún var virk í Thorvaldsensfélag- inu, átti sæti í stjórn Barnauppeldissjóðs þess félags og var stofnfélagi i klúbbi Sanktakvenna og fleiri félagasamtaka. Margrét lést í Reykjavík 1958. Baldur Jónsson, formaður íslenskrar málnefndar, við kennslustörf. Málræktarþáttur í umsjá Baldurs Jónssonar ■I Síðastliðinn 45 miðvikudag hóf — göngu sína í út- varpi nýr þáttur í umsjá Baldurs Jónssonar, for- manns íslenskrar mál- nefndar. Nefnist þáttur þessi Málræktarþáttur og eins og nafnið gefur til kynna fjallar hann um is- lenska málrækt. I þáttunum verður ís- lensk málnefnd kynnt en hún var stofnuð 1964 og eiga nú fimm manns sæti i henni. Baldur mun skýra frá hlutverki nefndarinn- ar, verkefnum hennar og starfsemi sem tengist henni á einhvern hátt, s.s. starfsemi orðanefnda. í næstu þáttum segir Baldur frá fyrstu reglun- um sem um málnefndina voru settar og svo aftur nýju lögunum sem sam- þykkt voru á Alþingi sl. vor og gengu í gildi nú um áramótin. Þegar kynningu á nefndinni lýkur mun Baldur víkja að einhverju sem annaðhvort er verið að fást við í nefndinni eða er á dagskrá hjá henni. Hugsanlega verður um- ræða um einstök orð sem sérstaklega eru á döfinni og eitthvað af því sem til umræðu hefur verið í fréttabréfi nefndarinnar. Þá hefur, að sögn Baldurs, komið til tals að fá í þætt- ina gesti t.d. úr orða- nefndunum til að segja frá því sem þar er að ger- ast. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 20. mars 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Siguröar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Niels Arni Lund talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „ Agnarögn" eftir Pál H. Jónsson. Flytjendur: Páll H. Jónsson, Heimir Pálsson og Hildur Heimisdóttir (11). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 11j45 Islenskt mál. Endurtekinn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 Barnagaman. Umsjón Sólveig Pálsdóttir. 13.30 Leikið af nýutkomnum hljómplötum. Grover Wash- ington, Arthur Blythe o.fl. leika og syngja. 14.00 „Blessuö skepnan" eftir James Herriot. Bryndls Vlg- lundsdóttir lýkur lestri þýð- ingar sinnar (30). 14J0 Miðdegistónleikar. Konsert ( G-diir fyrir selló, kontrabassa og hljómsveit eftir Giovanni Bottesini; Jörg Baumann og Klaus Stoll leika með Sinfónluhljómsveit Berlínarútvarpsins; Jesus López-Cobos stjórnar. 14.45 Popphólfið — Bryndls Jónsdóttir. 15J0 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Islensk tónlist. a. Prelúdla og tvöföld fúga um nafnið BACH eftir Þórar- in Jónsson. Guðný Guö- 19.25 Aftanstund. Barriaþáttur með innlendu og erlendu efni: Söguhornið — önugi Pétur. Sðgumaður Lovlsa Einarsdóttir. Myndir gerði Hólmfrlöur Benedikts- dóttir. Kanlnan með köflóttu eyrun, Högni Hinriks og Mar- It Ntla. (Nordvision — Norska sjón- varpið.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Lifandi heimur. 3. Norðlægir skógar. mundsdóttir leikur á fiðlu. b. Sðngvar úr Ljóöaljóðum eftir Pál Isólfsson. Sieglinde Kahmann syngur meö Sin- fónluhljómsveit Islands. Paul Zukofsky stjórnar. c. Konsert fyrir hljómsveit eftir Jón Nordal. Sinfónlu- hljómsveit Islands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Baldur Jónsson formaður Islenskrar málnefndar flytur. 19.50 Horft I strauminn með MIÐVIKUDAGUR 20. mars Breskur heimildamynda- flokkur I tólf þáttur. Umsjón- armaður David Attenbor- ough. Barrskógar og lauf- skógar á noröurhveli jarðar eru efniviður þessa þáttar ásamt þvl fjölskrúöuga dýra- og fuglallfi sem dafnar I skjóli trjánna. Þýðandi og þulur Öskar Ingi- marsson. 21.50 Herstjórinn. Sjötti þáttur. Bandarlskur framhalds- myndaflokkur I tólf þáttur gerður eftir metsölubókinni Auði Guðjónsdóttur. (RUVAK). 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans“ eftir Jules Verne. Ragnheiöur Arnardóttir les þýðingu Inga Sigurössonar (11). 20.20 Hvað viltu verða? Starfskynningarþáttur I um- sjá Ernu Arnardóttur og Sig- rúnar Halldórsdóttur. 21.00 Frá alþjóðlegu orgelvik- unni I Núrnberg sl. sumar. Eberhard Lauer, sem hlaut 1. verðlaun I „Pachelbel"- keppninni, leikur Orgelsón- ötu I c-moll eftir Julius Reubke. 21.30 Að tafli. Guðmundur „Shoguh" eftir James Cla- vell. Leikstjóri: Jerry London. Að- alhlutverk: Richard Cham- berlain, Toshiro Mifune og Yoko Shimada. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Ur safni Sjónvarpsins. Kona er nefnd Marla Mark- an. Sjónvarpsþáttur frá árinu 1972. Pétur Pétursson ræðir vlð Mariu Markan, óperusöng- konu. 23.25 Fréttir I dagskrárlok. Arnlaugsson flytur skákþátt. 22.00 Lestur Passlusálma (39). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Tfmamót. Þáttur l tali og tónum. Um- sjón: Arni Gunnarsson. 23.15 Nútlmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftirtvö Létt dægurlðg. Stjórnandi: Jón Axel Olafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Július Einarsson. 17.00—18.00 Ur kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.