Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 Mánudagur r Igamla daga voru um tíma svo- kallaðar „mánudagsmyndir" í Háskólabíói. Þessar myndir voru venjulega dálítið úr alfaraleið, enda mikið sóttar af pípureykj- andi menntaskólastrákum og vinstúlkum þeirra er ekki voru komnar á pelsastigið, heldur reik- uðu um í hléinu hriktandi magrar innaní floskugrænum íslenskum gæruúlpunum, ýmist tottandi pípusterta eða súpandi appelsín, til styrktar íslenskum iðnaði. Það vakti stundum ugg í brjósti fylgdarsveinanna — sem voru kannski að bjóða stelpu í fyrsta sinn á bíó — hversu fjarrænar þessar tálguðu gyðjur voru á stundum. En alltaf bjargaðist nú málið á síðustu stundu, því vart varð þverfótað í mánudagsanddyri Háskólabíós fyrir menningarvit- um með Ché Gúvarahatta og bylt- ingarsöngva á vörum og þá var hægt að kafa oni myndina útfrá stéttarlegum og díalektískum for- sendum, þannig að gyðjurnar gátu áfram horft með fjarrænu brosi yfir sviðið. Nú og ekki minnkaði fjörið ef einstaka íhaldsmaður í stressbuxum og í sæmilega hreinni skyrtu og strokinn yfir eyrun, álpaðist inní gáfumanna- hópinn, þá fyrst komu „stétta- andstæðurnar" í ljós og eldglær- ingar flugu milli manna, en gyðj- urnar stóðu óhaggaðar á sínum stað og horfðu inní fyrirheitna landið. Gyðjurnar á mánudögum Nú eru gyðjurnar flestar hverj- ar orðnar of digrar fyrir íslensku gæruúlpurnar og geta ekki stillt sig um að kíkja í glugga hjá Pels- inum i sunnudagsbíltúrnum: Skyldi vera hægt að fá þennan með afborgunum? Ihaldsmennirn- ir eru að vísu enn íhaldsmenn, en fylgdarsveinar gyðjanna sitja nú pípulausir í húsbyggjendabílunum og velta fyrir sér hvort og hvenær þeir eigi að kaupa sér stresstösku, og svo finnst þeim bara verulega hugguleg jakkafötin hjá P&Ó. Og á mánudögum þjást sumir þeirra af margfaldri mánudags- veiki. Já það er af sem áður var þegar maður gat bara vakað allan sólarhringinn. „Og nú er ekki lengur sötrað mánudagsmynda- appelsin uppí Háskólabíói, heldur safnað i lífbelti miöjunnar með skafis og öllu því er freistar bragðlaukanna i glimrandi sjón- varpsauglýsingunum. „En maður lifir nú samt enn menningarlifi eða horfum við ekki alltaf á mánu- dagsmyndina í sjónvarpinu? Þetta minnir bara á gömlu góðu dagana uppí Háskólabíói, manstu? Og ístrusafnarinn lítur yfir emmess- súkkulaðibitann á gyðjuna sína, sem horfir til fyrirheitna landsins í gegnum fasteignasiður Moggans. Goðin á mánudögum Æ þetta er víst lífsins gangur, hugsar eilífðarhippinn og hallar sér enn dýpra oní sjónvarpsstól- inn, fullur eftirsjár eftir þeim tíma er hann átti varla fyrir pulsu og kók. En brátt víkja draumarnir fyrir raunveruleika brauðstrit- sins. Leiðin til Accra upphefst, á frummálinu nefnist hún: Kukur- antumi. Ekta mánudagsmynd í gamla góða stílnum hugsar eilífð- arhippinn og fullur eldmóðs hringir hann eftir myndina til gamals skólabróður, sem á sínum tíma var efni í stórskáld: „Æ ég sofnaði nú yfir þessu.“ Eilífðar- hippinn leggur á símtólið. Honum er Ijóst að hann er staddur í framtíðarlandinu — miðju. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Úr kvennabúrinu ■ Andrea Jóns- 00 dóttir verður með þátt sinn Úr kvennabúrinu á rás 2 í dag kl. 17. Sú mýbreytni verður á í þættinum að Andrea fær gesti í heimsókn til sín. Þeir eru Björk Guð- mundsdóttir, söngkona í hljómsveitinni Kukl, og Hanna Steina Hjálmtýs- dóttir, söngkona í hljóm- sveitinni Dá. Þær munu báðar koma fram á skemmtun sem haldin verður í Safarí á morgun, fimmtudag. Hanna Steina með sinni hljómsveit og Björk með trommuleikar- anum úr Kukli. Andrea mun spjalla við söngkonurnar og leika tónlist með Kukl því enn hefur Dá ekki gefið út neina plötu. Auk þessa verður And- rea með hefðbundna kynningu á einhverri hljómlist sem flutt er og/eða samin af konum. Ur ævi og starfi íslenskra kvenna ■ Þáttur Bjargar 15 Einarsdóttur, — Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, er að venju á dagskrá útvarps í dag kl. 11.15. Að þessu sinni verður þátturinn helgaður Margréti Th. Bjarnardóttur Rasmus. Margrét fæddist árið 1877 á Reykhólum í A-Barðastrandarsýslu. Hún nam málleysingja- kennslu í Danmörku skömmu fyrir síðustu aldamót. Margrét kenndi daufdumbum í 45 ár, þar af var hún skólastjóri Málleysingjaskólans í Reykjavík í 36 ár, eða til 1944, þegar hún sagði því starfi lausu. Skólinn var heimavistarskóli og auk hennar og málleysingja dvöldust þar einnig oft vangefin börn, því þá var enginn sérskóli eða stofn- un til ætluð þeim. Margrét fór nokkrum sinnum utan til Danmerk- ur og Þýskalands til að kynna sér nýjungar á sínu sviði, m.a. varalestrar- aðferð. Hún fylgdi nem- endum sínum eftir út á Margrét Th. Bjarnardóttir Rasmus. lífið, stuðlaði að því að þeir kæmust í þau störf sem hugur þeirra stóð til og þeim hentaði. Margrét tók mikinn þátt í félags- störfum, hún var einn af stofnendum Blindravina- félags íslands og Heyrn- arhjálpar og í forystusveit þessara samtaka. Hún var virk í Thorvaldsensfélag- inu, átti sæti í stjórn Barnauppeldissjóðs þess félags og var stofnfélagi i klúbbi Sanktakvenna og fleiri félagasamtaka. Margrét lést í Reykjavík 1958. Baldur Jónsson, formaður íslenskrar málnefndar, við kennslustörf. Málræktarþáttur í umsjá Baldurs Jónssonar ■I Síðastliðinn 45 miðvikudag hóf — göngu sína í út- varpi nýr þáttur í umsjá Baldurs Jónssonar, for- manns íslenskrar mál- nefndar. Nefnist þáttur þessi Málræktarþáttur og eins og nafnið gefur til kynna fjallar hann um is- lenska málrækt. I þáttunum verður ís- lensk málnefnd kynnt en hún var stofnuð 1964 og eiga nú fimm manns sæti i henni. Baldur mun skýra frá hlutverki nefndarinn- ar, verkefnum hennar og starfsemi sem tengist henni á einhvern hátt, s.s. starfsemi orðanefnda. í næstu þáttum segir Baldur frá fyrstu reglun- um sem um málnefndina voru settar og svo aftur nýju lögunum sem sam- þykkt voru á Alþingi sl. vor og gengu í gildi nú um áramótin. Þegar kynningu á nefndinni lýkur mun Baldur víkja að einhverju sem annaðhvort er verið að fást við í nefndinni eða er á dagskrá hjá henni. Hugsanlega verður um- ræða um einstök orð sem sérstaklega eru á döfinni og eitthvað af því sem til umræðu hefur verið í fréttabréfi nefndarinnar. Þá hefur, að sögn Baldurs, komið til tals að fá í þætt- ina gesti t.d. úr orða- nefndunum til að segja frá því sem þar er að ger- ast. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 20. mars 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Siguröar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Niels Arni Lund talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „ Agnarögn" eftir Pál H. Jónsson. Flytjendur: Páll H. Jónsson, Heimir Pálsson og Hildur Heimisdóttir (11). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 11j45 Islenskt mál. Endurtekinn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 Barnagaman. Umsjón Sólveig Pálsdóttir. 13.30 Leikið af nýutkomnum hljómplötum. Grover Wash- ington, Arthur Blythe o.fl. leika og syngja. 14.00 „Blessuö skepnan" eftir James Herriot. Bryndls Vlg- lundsdóttir lýkur lestri þýð- ingar sinnar (30). 14J0 Miðdegistónleikar. Konsert ( G-diir fyrir selló, kontrabassa og hljómsveit eftir Giovanni Bottesini; Jörg Baumann og Klaus Stoll leika með Sinfónluhljómsveit Berlínarútvarpsins; Jesus López-Cobos stjórnar. 14.45 Popphólfið — Bryndls Jónsdóttir. 15J0 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Islensk tónlist. a. Prelúdla og tvöföld fúga um nafnið BACH eftir Þórar- in Jónsson. Guðný Guö- 19.25 Aftanstund. Barriaþáttur með innlendu og erlendu efni: Söguhornið — önugi Pétur. Sðgumaður Lovlsa Einarsdóttir. Myndir gerði Hólmfrlöur Benedikts- dóttir. Kanlnan með köflóttu eyrun, Högni Hinriks og Mar- It Ntla. (Nordvision — Norska sjón- varpið.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Lifandi heimur. 3. Norðlægir skógar. mundsdóttir leikur á fiðlu. b. Sðngvar úr Ljóöaljóðum eftir Pál Isólfsson. Sieglinde Kahmann syngur meö Sin- fónluhljómsveit Islands. Paul Zukofsky stjórnar. c. Konsert fyrir hljómsveit eftir Jón Nordal. Sinfónlu- hljómsveit Islands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Baldur Jónsson formaður Islenskrar málnefndar flytur. 19.50 Horft I strauminn með MIÐVIKUDAGUR 20. mars Breskur heimildamynda- flokkur I tólf þáttur. Umsjón- armaður David Attenbor- ough. Barrskógar og lauf- skógar á noröurhveli jarðar eru efniviður þessa þáttar ásamt þvl fjölskrúöuga dýra- og fuglallfi sem dafnar I skjóli trjánna. Þýðandi og þulur Öskar Ingi- marsson. 21.50 Herstjórinn. Sjötti þáttur. Bandarlskur framhalds- myndaflokkur I tólf þáttur gerður eftir metsölubókinni Auði Guðjónsdóttur. (RUVAK). 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans“ eftir Jules Verne. Ragnheiöur Arnardóttir les þýðingu Inga Sigurössonar (11). 20.20 Hvað viltu verða? Starfskynningarþáttur I um- sjá Ernu Arnardóttur og Sig- rúnar Halldórsdóttur. 21.00 Frá alþjóðlegu orgelvik- unni I Núrnberg sl. sumar. Eberhard Lauer, sem hlaut 1. verðlaun I „Pachelbel"- keppninni, leikur Orgelsón- ötu I c-moll eftir Julius Reubke. 21.30 Að tafli. Guðmundur „Shoguh" eftir James Cla- vell. Leikstjóri: Jerry London. Að- alhlutverk: Richard Cham- berlain, Toshiro Mifune og Yoko Shimada. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Ur safni Sjónvarpsins. Kona er nefnd Marla Mark- an. Sjónvarpsþáttur frá árinu 1972. Pétur Pétursson ræðir vlð Mariu Markan, óperusöng- konu. 23.25 Fréttir I dagskrárlok. Arnlaugsson flytur skákþátt. 22.00 Lestur Passlusálma (39). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Tfmamót. Þáttur l tali og tónum. Um- sjón: Arni Gunnarsson. 23.15 Nútlmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftirtvö Létt dægurlðg. Stjórnandi: Jón Axel Olafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Július Einarsson. 17.00—18.00 Ur kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. SJÓNVARP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.