Morgunblaðið - 31.03.1985, Page 4

Morgunblaðið - 31.03.1985, Page 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 Þeginn bjór hjá Sigurþóri Hreggviðssyni hafnarstjóra Hafið þið taiað við hafnarstjórann, strákar? Farið og tal- ið við Sissa, hann get- ur sagt ykkur allt sem ykkur fýsir að vita og meira til. Þið finnið hann á fréttastof- unni. Þeir voru ófáir Eskfirðingarnir æm við tókum tali, sem gáfu okkur þetta heilræði. „Blaðamenn frá Morgunblaðinu að leita frétta. Þeir verða að tala við Sissa.“ Þetta var fyrsta hugsunin hjá mörgum. Auðvitað heilsuðum við upp á Sissa, eða Sigurþór Hreggviðsson, eins og hann heitir fullu nafni. Og fréttastofan, hún reyndist vera í viktarskúmum, þar sem Sigurþór hefur aðstöðu. „Ég vikta allt sem vikta þarf, það er eitt af mínum verkum," sagði Sigurþór glaðhlakkalega og bauð okkur velkomna inn í hreiðr- ið sitt. „Má ekki bjóða ykkur bjór?“ Maður slær aldrei hendinni á móti góðum bjór, og Sigurþór teygði sig undir dívaninn og náði í nokkrar dósir. — Áttu alltaf bjór á lager, ger- umst við svo djarfir að spyrja. „Oft á ég það. Enda ekkert und- arlegt þótt það detti á mann bjór og bjór það er óhemju mikið af skipum sem fer hér um. Svo ég nefni nýlegt dæmi, eitt skip á dag að meðaltali frá áramótum/ — Þú ert kallaður Reuter hér um slóðir Sigurþór, sagður vita meira en aðrir um það sem er að gerast hverju sinni. „Maður fylgist vel með. Það kemur af sjálfu sér, höfnin er líf- æð staðarins og þar er ég meira f)g minna allan sólarhringinn. Hér er „traffíkín“, svo það er von að mað- ur sé fljótur að fá fréttirnar." — Allan sólarhringinn, segirðu. Er þetta mikil vinna? / „Já þeta er mikil vinna og ekki bundin við ákveðinn tíma dagsins. Skipin leggjast ekki aðeins við bryggju frá níu til fimm. Annars vinna allir mikið á stöðum eins og þessum, og þykir ekkert tiltökum- ál.“ —Er höfnin ykkar góð? „Hún er ágæt, enda er aðdýpi hér mikið. En það vantar sárlega bryggjupláss. Ef loðnuskipið Jón Kjartansson liggur einhvers stað- ar tekur það allan kæjann. Gríðarlega stórt skip. Okkur vant- ar viðlegukant, ég fer ekki ofan af því.“ " tfea Á hákarlaveiðum Sumum mönnum tallur aldrei verk úr hendi, og þeir Arnar og Viktor létu ekki nærveru Ijósmyndarans trufla sig viö ióju sína, að hnýta hankabðnd. Á veggnum er mynd af Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Þeir voru á hákarlaveiðum út af Skrúð, Ingvar Guðmundsson og Viktor Stefánsson, en höfðu ekki heppnina með sér í þetta skiptið, hákarlinn lét ekki á sér kræla. Túrinn var þó ekki með öllu árangurslaus, Jón Stefánsson fyrrverandi útgeróarmaóur. þeir renndu færi á stíminu heim og tóku nokkra væna. „Það er allt morandi af fiski í firðinum, það vantar ekki,“ segir bátseigandinn Ingv- ar og horfði íbygginn á togaraþyrpinguna í höfninni. Gott að vera sinn eigin herra þeg- ar verkföll lama atvinnulífið, mátti lesa úr svip hans. „Nei, hákarlinn sýndi sig ekki í þetta skiptið, það gengur svona í sjómennskunni, stundum vel, stundum illa. Ekkert við því að segja. Við höfum þó fengið sex frá áramót- um,“ sagði Ingvar. — Þið verkið hann sjálfir? „Við verkum hann og hengjum, já, já.“ — Er gott upp úr þessu að hafa? „Það getur verið það, já, ef eitthvað fæst. Það er gott verð fyrir hann, það vantar ekki.“ Þeir eru þrír í félagi, Ingvar, Viktor og iandmaðurinn Arnar Kristjánsson, sem beitir fyrir þá. í oeitingaskúrnum hangir mynd af Vigdísi Finnbogadóttur forseta, en þeir félagar eru allir miklir aðdáendur hennar. Og víst er erfitt að finna þjóðlegri stað fyrir slíka mynd. Þeir hafa allir stund- ið sjómennsku eða fiskvinnslustörf í iandi ím árabil og una sínum hag býsna vel. Og þó, það eru breyttir tímar: „Maður er búinn að eiga við sjómennsk- una lengi og hefur haft gaman af. En þetta fer nú að verða ansi brösótt með öllum þess- um boðum og bönnum. Maður ræður sér ekki eins núorðið." I þessum svifum gengur i skúrinn góðvin- ur þeirra, Jón Stefánsson, fyrrverandi út- gerðarmaður á næstu bryggju, „en orðinn allt of gamall til að skaka á trillu," eins og hann segir sjálfur, „þótt auðvitað geti verið þreytandi að skaka í frystihúsinu líka!“ Viktor, Ingvar og Amar á bryggjunni traman við boitarskúrinn. „Mikið helv. er þetta góður stútungur sem þið hafið fengið," segir Jón, „eða^ eruð þið kannski með þann staérsta ofaná?“ , MANNLÍF A ESKIFIRÐI Tignarlegt fjall Hólma- tindur. Hátt og mikið brosir það yfir Reyð- arfjörðinn til skjólstæð- inga sinna, heilsar þeim að morgni og býður góða nótt að kvöldi, traust og vinalegt, eins og það vildi segja, hér er ég hið mikla fjall, ykkar einkavinur í gleði og sorg. Engin furða þótt Eskfirðing- um þyki vænt um fjallið sitt. Það er eins og skapað fyrir þá. „Við þurfum ekki málverk á austurveggina, bara nógu stóra glugga,“ segir stórútgerðarmaður- inn Aðalsteinn Jónsson og for- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar. „Hvergi líður mér eins vel og hér við stofugluggann: togararnir að koma inn eftir vel heppnaðan túr, itvinnulífið við höfnina 'í fullum ;angi, og Hólmatindur í baksýn," segir Aðalsteinn, en bætir því við að 'jallið njóti sín nú ekki alltaf jafn vel og þennan heiðskíra vetr- ardag sem við Árni Sæberg ljós- myndari vorum þarna á ferð I miðju sjómannaverkfalli. „Þið er- uð heppnir að vera á ferðinni núna strákar," segir hann, „það hefur ekkert verið hægt að bræða und- anfarið og það færi víst lítið fyrir útsýninu ef bræðslan væri í gangi í þessari stillu." — Ekkert brætt? „Nei, ekkert brætt. Það er allt baneitrað í þrónni. Menn áttu von á því að fá ferska loðnu í bræðslu, svo þessi sem til er, var eitruð til tveggja mánaða. En svo kom verk- fallið." Eins og að líkum lætur snýst atvinnulífið á Eskifirði fyrst og fremst um blessaðan fiskinn. Þeir sem ekki stunda sjóinn vinna þá við fiskverkun ýmiss konar, í frystihúsinu, við saltfiskverkun, síldarsöltun eða loðnubræðslu, í netaverkstæðinu, vélaverkstæðinu og guð veit hvað. Það er alltaf nóg að gera. „Sjávarpláss er sjávarpláss, svo þið skuluð ekki vera hissa á því þótt hér sé ekkert nema slor,“ sagði einn viðmælenda okkar. Annar var ekki alveg á sama máli, og benti á að þótt fiskurinn væri vissulega undirstaða atvinnulífs- ins, þá vantaði andskotann ekkert nema bjórkrá til að Eskifjörður stæðist samanburð við menning- una á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð til í því. Tómstunda- og félagslíf stendur með miklum blóma á Eskifirði. Krakkarnir hafa sína æskulýðsmiðstöð í gamla skólanum, í félagsheimilinu eru reglulega bíósýningar, böll, fundir og bridgespilamennska, svo nokkuð sé nefnt. Golfvöllur er í grendinni og góð skíðalönd, og hestamennska er mikið stunduð. Þjóhustan er líka með ágætum, þarna eru verkstæði og verslanir af ýmsu tagi, m.a. bókabúð og tískuverslun, hótel, tvær mynd- bandaleigur, og síðast en ekki síst er rás tvö farin að heyrast á þess- um slóðum, yngri kynslóðinni til mikillar ánægju. Það er ekki hægt að segja að þetta rösklega 1100 manna samfélag sé þjakað af deyfð og menningarleysi. Sigurþór situr viö vigtina. Hann tók sig til og batrumbastti vigtina, þannig aó nú mælir hún fimm tonnum meira en framleiöendurnir höföu gert ráö fyrir. „Boröið“ undir sjónvarpió á bak við Sissa vekur athygli, þaö sr annaö sjónvarp, „það gamla,“ segir Sigurþór, „ég nota hljóöió úr því og myndina af hinu.“ „Fréttastofan“ var | í vigtarskúrnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.