Morgunblaðið - 31.03.1985, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 31.03.1985, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 B 9 Sovéska stjórnin hefur í mestu kyrrþey gefist upp við ein- hverja mestu fjársjóðsleit vorra tíma, leitina að dýrgripunum í Anber- eða Rafsalnum sem svo er kallaður í Tsarskoe Selo-höllinni skammt frá Leningrad. Friðrik Vilhjálmur I Prússakon- ungur gaf Pétri mikla salinn árið 1717 en árið 1941, í heimsstyrjöld- inni síðari, sá sérstök sveit þýskra hermanna um að rýja hann öllum dýrgripunum, veggskreytingun- um, speglunum og mósaíkmynd- unum, sem síðan voru fluttir til borgarinnar Königsberg í Aust- ur-Prússlandi, sem nú heitir Kal- iningrad. Skömmu fyrir stríðslok, árið 1945, hurfu djásnin með öllu. Erlendir ferðamenn, sem eru leiddir um Tsarskoe Selo eða Puskin-höll eins og hún heitir nú, sjá aðeins bera veggina í Rafsaln- um. Rafmunanna sér hvergi stað og enginn veit hvað um þá hefur orðið. Þrítug kona segist stundum einungis borda einu sinni á dag og aö suma dagana hafi hún ekki annaö aö leggja sér til munns en sykurreyrinn. SJA: Veröld HIMMLER: SS-menn hans ittu að fjarlægja rinsfenginn. ITYNT OG GLATAÐ Sovétmenn af- skrifa afherbergið Vorið 1942 var salurinn settur upp í Kastalasafninu í Königs- berg, munirnir samviskulega skráðir og sýndir almenningi. Fólki gáfust þó aðeins 12 mánuðir til að dást að dýrgripunum, sem metnir eru á rúma tvo milljarða ísl. kr., því að i mars 1943 kom upp eldur í safninu og skemmdist þá rafið nokkuð af reyknum. Alfred Rohde, forstjóri safnsins, lét þá taka allt niður, pakka niður í kassa og flytja á „öruggan stað“. Það er allt, sem vitað er um afdrif rafmunanna. Erich Koch, landstjóri í Aust- ur-Prússlandi, reyndi að koma í veg fyrir, að munirnir væru futtir á brott og hélt því fram, að með því væru Þjóðverjar í raun að við- urkenna yfirvofandi ósigur. Á gamlársdag árið 1944 heimilaði Hitler loks Himmler og SS-mönnum hans að safna saman öllum listaverkum, sem hætta væri á að féllu í hendur Banda- manna, sem sóttu þá fram á öllum vígstöðvum. Hvað varð um dýrgripina? Nokkrir pólskir og rússneskir nauðungarverkamenn báru, að þeir hefðu aldrei verið fluttir úr Königsberg-kastala og þýskur verkfræðingur varð vitni að því þegar sovéskir hermenn sprengdu upp kjallara kastalans i sigurvím- unni eftir uppgjöf Þjóðverja í Königsberg 9. apríl 1945. Um sumarið kom nefnd sovéskra listfræðinga til Königsberg til að leita að listaverkum, sem Erich Koch hafði stolið í Okraínu, en þeir vissu ekkert um Rafsalinn og töluðu því ekki við Alfred Rohde. Þegar loksins var farið að athuga það var það um seinan. Rohde, eini maðurinn, sem vissi hvað um dýrgripina varð, lést úr taugaveiki í desember árið 1945. Pólverjar efndu til réttarhalda yfir Koch árið 1958 og dæmdu hann til dauða en dómnum var aldrei fullnægt og Koch lifir enn. Hann hefur um árin nefnt til marga staði í Austur-Prússlandi sem felustaði dýrgripanna úr Rafsalnum en ekkert hefur fund- ist. Nú nýlega breytti hann þó sögu sinni og sagði sérstakri nefnd í Austur-Þýskalandi, að sam- kvæmt skipun Hitlers hefðu Raf- salurinn og líkkistur Hindenburgs forseta og konu hans verið flutt sjóveg og landveg til Þýskalands í janúar árið 1945 og hefði hann þá sjálfur látið flytja sitt eigið lista- safn um leið. Þessi slóð var rakin til Thúring- en en þar gerðist það 10. febrúar árið 1945, að flutningabíll lenti í árekstri skammt frá Bad Sulza. Einn kassinn á bílnum féll af hon- um og brotnaði og munir úr rafi dreifðust um veginn. Nú nýlega fundu leitarmenn rafbrot á þess- um stað, grafin í jörð og föst í trjánum, en þegar þeir grannskoð- uðu gil og gljúfur, hella og kast- alarústir í Thuringen-skógi kom þó ekkert meira í leitirnar. Líklegt þykir, að flutningabíl- arnir hafi ekið um Thtlringen í einhvern tíma meðan beðið var nýrra skipana og að aðrir öku- menn hafi síðan tekið við og flutt fjársjóðinn lengra vestur á bóg- inn, hugsanlega til saltnámanna í Volpriehausen. Námurnar voru notaðar sem skotfærageymslur en þar hafði líka verið komið fyrir bókasafni háskólans í Göttingen og ótal mörgum listaverkum. Vit- að er, að bæði Þjóðverjar og Bandamenn létu greipar sópa um það, sem þarna var geymt, en 29. september árið 1945 sprungu í loft upp 25.000 tonn af skotfærum og námurnar fylltust vatni. Var Rafsalurinn ! námunum eða hafði verið farið með djásnin sunnar í landið? Leitin hefur stað- ið í 40 ár og nú virðast Sovétmenn vera búnir að gefast upp. Þótt svona hafi farið með leitina að Rafsalnum á það ekki við um öll listaverk, sem nasistar stálu. Mörg hafa þau fundist aftur eins og t.d. málverkin 1500 í listasafn- inu í Dresden. Það er kaldhæðni örlaganna að að þeim finnst hins vegar enginn eigandi. - EVA WILSON ERITREA Konurnar öðluðust jafnréttið á vígvellinum Oft voru átökin hörð og blóðug," sagði Rahwa Bahta, „handsprengjukast og barist í návígi." Rétt fyrir neð- an virkisvegginn báru skinin bein eþíópsku hermannanna orðum hennar vitni. Rahwa, 27 ára gömul og mjög alúðleg stúlka, stjórnar flokki eritreskra hermanna, sem verja veginn til Nafka, höfuð- staðar Sahil-héraðs, og hafa komið sér fyrir í fjallsklifi öðr- um megin í þröngum og djúp- um dal. Hinum megin dalsins eru eþíópisku hermennirnir. Tíðindalítið hefur verið á víg- línunni við Nafka að undan- förnu en allt til loka ársins 1983 voru þar einhverjir blóðugustu bardagarnir í þessari mestu styrjöld, sem háð er í Afríku. Tuttugu og þrjú ár eru nú lið- in frá því Eritreumenn gerðu uppreisn gegn stjórn Haile Sel- assies keisara, sem hafði upp- rætt síðustu leifar þjóðlegs sjálfstæðis, sem landsmönnum bar þó samkvæmt samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Umheim- urinn hefur löngum látið sig litlu skipta baráttu Eritreu- manna en þrátt fyrir það hefur hún stöðugt farið vaxanedi og sérstaklega eftir að Mengistu og herstjórn hans tóku völdin í Eþiópiu. „Svo mjög draga þeir dám hver af öönim, að oft er erfítt að greina á milli kynjanna.“ Rahwa og vopnasystur henn- ar eru besta dæmið um þessa baráttu og þá þjóðfélagsbylt- ingu, sem hún hefur valdið. I þessu samfélagi þar sem karl- mennirnir voru áður alls ráð- andi hefur konunum tekist að rétta svo hlut sinn, að nú eru þær um 30% hermanna EPLF- hreyfingarinnar og berjast alls staðar við hlið karlmanna eða, eins og Rahwa, stjórna jafnvel herflokkum. Konur og karlar dvelja sam- an í niðurgröfnum byrgjunum en þess er krafist, að samskipt- in séu aðeins eins og með góð- um félögum og vopnabræðrum. óviðeigandi ástleitni eða togstreita milli skæruliðanna þekkist ekki og svo mjög draga þeir dám hver af öðrum, að oft er erfitt að greina á milli kynj- anna. Flestar stúlknanna í skæru- liðahernum eru kristinnar trú- ar en þjóðfrelsisbaráttan og áköf þjóðernishyggja hafa heldur ekki ltið þá ósnerta, sem játa múhameðstrú, um helming þjóðarinnar og að jafnaði miklu ihaldssamari i þjóðfé- lagsmálum. Saadiyat Ibrahim roðnaði og leit undan áður en hún féllst á að segja sögu sína frammi fyrir herflokknum. Hún gekk til liðs við EPFL árið 1976 án þess að segja foreldrum sínum frá þvi, en nú, eftir svo mörg og mikil glæpaverk Eþíópiumanna, eru þeir ánægðir með að hún skyldi gera það. Einu sinni var hún i fjóra mánuði á sjúkrahúsi vegna sprengjubrots, sem hún fékk í höfuðið, en hún hikaði ekki við að fara strax aftur á vigvöllinn og ætlar að vera þar svo lengi sem hennar er þörf. Ungar konur stjórna skrið- drekum og þungum fallbyssum og að baki viglinunnar, á svæði fyrir þá, sem særst hafa í stríð- inu, haltra örkumla konur út úr kofum sinum að næturlagi til að fylla á bensinbrúsa úr dæl- um, sem faldar eru í runnun- um. Kynsystur þeirra, sem bet- ur eru á sig komnar, hamra járn á steðja, smyrja vélbúnað- inn, gera við útvörp, byggja og grafa. Menntunarmálin hafa einnig tekið miklum breytingum. Fram til 1977 voru mjög fáir skólar utan bæjanna en nú virðast allir, allt frá börnum tíl kvenna á miðjum aldri, fá ein- hverja kennslu. Það er jafnvel sérstakur skóli fyrir vændis- konurnar 175, sem eþíópski herinn skildi eftir þegar hann var að hrökklast frá bænum Tessenei. — DAVID HIRSTT IFOSTURE YÐING AR Skilyrði Bandaríkjamanna vekja reiði Kínverja Fjölskylduáætlanir i Kína og barátta hægrisinnaðra Bandaríkjamanna gegn fóstureyð- ingum fara illa saman. Nú hafa stjórnvöld í Peking kvartað sáran yfir þeirri ákvörðun Bandarikja- manna i janúar sl. að leggja ekki sem samsvarar um milljarð króna í sjóð hjá Sameinuðu þjóðunum sem vinnur að takmörkun barn- eigna. Vilja Bandaríkjamenn halda að sér höndum þar til þeir fá afdráttarlaus svör um að fé þetta verði ekki látið renna til að kosta fóstureyðingar í Kina. Hér er um að ræða viðkvæmt mál fyrir Kínverja. Fyrir skömmu báru stjórnvöld í Peking sig upp undan því að í bandarískum blöð- um hefði birst hver greinin á fæt- ur annarri um, að kínverskar kon- ur væru þvingaðar til fóðstureyð- inga og að meybörn væru borin út. Nú hefur kínverska fjölskyldu- áætlunarráðið lýst yfir að ekkert bandarískt fé hafi runnið til fóst- ureyðinga í Kina á vegum Samein- uðu þjóðanna. Þar er jafnframt bent á að Kínverjar hljóti að ráða því sjálfir með hvaða hætti þeir dragi úr fólksfjölgun. En stjórn- völdum þama eystra er greinilega mjög illa við aðdróttanir útlend- inga um að konur séu þvingaðar til að gangast undir fóstureyð- ingu. í Kína eru fóstureyðingar því aðeins framkvæmdar að konur óski þess sérstaklega, „vegna þess að getnaðarvarnir hafi brugðizt — eða vegna heilbrigðisástæðna", segir i tilkynningu frá ráðinu. Því er svo bætt við að konur hafi full- an rétt á að óska eftir fóstureyð- ingu i slíkum tilfellum. Frá árinu 1979 hafa Kínverjar lagt allt kapp á að draga úr fólks- fjölgun. Takmarkið er að þjóðinni fækki um þrjú hundruð milljónir á einni öld til þess að koma í veg fyrir hungursneyð. í yfirlýsingu sinni tekur Fjöl- skylduáætlunarráðið fram að það hafi nýlega heitið þvi að fé frá Sameinuðu þjóðunum verði ekki varið til að kosta fóstureyðingar. Samskonar yfirlýsing var gefin á ráðstefnu um mannfjölgun í heim- inum sem haldin var í Mexíkó á sl. hausti. Nefndin minnti ennfremur Bandaríkjamenn á aö þeir hefðu gefið hátíðlegt loforð um að styrkja ráðstafanir sem miðuðu að því að draga úr fólksfjölgun í heiminum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að mánuði áður en ráðstefnan í Mexíkó hófust, höfðu Bandarikja- menn hótað þvi að leggja ekki fram fé til ríkisstjórna eða sam- taka sem berðust fyrir fóstureyð- ingum. Talið var að þessi hótun væri runnin undan rifjum banda- rísks þrýstihóps sem berst ákaft gegn fóstureyðingum og nýtur trausts Reagan-stjórnarinnar. Háttsettur kínverskur embætt- ismaður hefur opinberlega and- mælt því að Kínverjar noti fóstur- eyðingar í stað getnaðarvarna. Hann fullyrti að til þeirra væri því aðeins gripið að getnaðarvarn- ir brygðust. Maðurinn viður- kenndi þó að þess væru dæmi að konur hefðu verið þvingaðar til fóstureyðinga. Það er enda ekkert launungarmál að árið 1982 skýrði dagblað í Hong Kong frá atburð- um af þessu tagi i Guangdong. Þar urðu heimildarmenn blaðsins vitni að því þegar opinberir út- sendarar smöluðu saman þúsund- um kvenna sem höfðu orðið van- færar „í heimildarleysi“ og þving- uðu þær til að gangast undir fóst- ureyðingu. í Shanxi-héraði hafa birzt við- varanir til kvenna sem eiga von á sér án tilskilinna leyfa. Þar er þeim boðað að þær eigi yfir höfði sér þungar refsingar, ef þær láti ekki gera „viðeigandi ráðstafanir“ í tæka tíð. — JONATHAN MIRSKV

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.