Morgunblaðið - 31.03.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNÚDAGUR ft. MARZ 1985
B 13
Skrafaö og akeggraatt á námskeiði Ijósmaaöra
líka lítið til af þeim hjálpartækjum
sem létta heimilisstörfin í dag.
Að meðaltali tók ég á móti 8—14
börnum á ári, flest voru þau 14 eitt
árið. Ég hef verið sérstaklega hepp-
in og alltaf allt gengið vel hjá mér,
þetta er skemmtilegt starf og veitir
mikla ánægju.
Eftirminnilegasta fæðingin er
fyrsta barnið sem ég tók á móti.
Konan var að fæða sitt fyrsta barn
og læknir var viðstaddur, og í ljós
kom aö þetta var sitjandi fæðing,
þetta var nokkurs konar eldskírn
fyrir mig. önnur fæðing er mér
einnig minnisstæð, það var kona
sem var komin að því að eiga barn
efst uppi í hreppi, hún virtist ekki
geta fætt og læknirinn vilda fara
með hana á sjúkrahús. Það var
fengin flugvél til að koma konunni
á milli og þegar vélin var að setjast
fæddi konan barnið. Og fyrir tveim
árum var óvænt fæðing í næsta
húsi við mig, það var kona sem var
gestkomandi sem tók upp á þvf að
fæða barn sitt þar.
Það er margt minnisstætt úr
þetta langri starfsævi."
LIUA
SKARPHÉÐINSDÓTTIR
HÚSAVÍK
„Finnst ég
eiga eitthvað
í börnunum"
Lilja Skarphéðinsdóttir
er Húsvíkingur og vinn-
ur á sjúkrahúsinu þar.
„Ég hef alltaf búið á
Húsavík, nema þann tíma sem
ég var í námi í Reykjavík, og
lauk námi ’79. Við erum þrjár
ljósmæður á spítalanum, skipt-
um á milli okkar tveim stöðum."
— Hvað fæðast að jafnaði
mörg börn hjá ykkur á ári?
„Það er svolítið misjafnt,
svona 60 til 95. Starf okkar er
um margt ólíkt því sem ljós-
mæður í Reykjavík eiga að venj-
ast. Við erum með mæðraskoð-
un, hjúkrun og sængurlegu,
hugsum um konurnar frá upp-
hafi til enda. Við erum tiltölu-
lega vel búin tækjum, okkur
vantar frekar lækna, en við
framkvæmum flestar aðgerðir á
spítalanum svo sem keisara-
skurði o.fl. Við erum í meiri
tengslum við mæðurnar og börn-
in á svona stað, fylgjumst með
konunum allan meðgöngutim-
ann, og fylgjumst með börnun-
um er þau vaxa úr grasi. Og það
er ekki laust við að okkur finnist
við eiga talsvert í þeim börnum
sem við höfum aðstoðað við að
koma i heiminn!
— Er þetta skemmtilegt
starf?
„Já, það er mjög skemmtilegt,
ég væri ekki í þvi annars, en
jafnframt mjög krefjandi."
— Hefur ekki margt eftir-
minnilegt komið fyrir þig í
starfi?
„Jú, sérstaklega er mér minn-
isstæð fæðing fyrsta barnsins
sem ég tók á móti eftir að námi
lauk. Þetta var kona úr Mý-
vatnsveitinni, hún hafði misst
legvatnið og ég fór að sækja
hana. Það munaði minnstu að
hún fæddi á leiðinni, ég rétt
komst með hana inn á spítala og
í venjulegt sjúkrarúm og þar
fæddi hún barnið örfáum minút-
um eftir að við komum inn.
Þetta hefur nokkrum sinnum
komið fyrir síðar, ég hef séð á
koll á leiðinni á sjúkrahúsið, en
þó alltaf getað komið þeim inn á
spítalann."
— Hvað er stærsta og
minnsta barnið sem þú hefur
tekið á móti?
„Stærsta barnið var tæpar 20
merkur og það minnsta um 9.“
— Taka væntanlegir feður á
móti börnum sínum á Húsavík?
Jlá já, við erum ekkert dreif-
býlisleg hvað þetta snertir.
Pabbarnir taka þátt í þessu og
eru venjulega viðstaddir fæðing-
una og standa sig yfirleitt mjög
vel.“
Stórkostleg sýning
á gallerímyndum og plakötum. Frá-
bært úrval góöra fermingargjafa.
Opiö laugardag kl. 10—17,
sunnudaga kl. 13—17.
Myndin °?lsh'aHu„nj13
s Simi 54171
Skólar í Englandi
Skólavist á bestu ensku skólunum — áöur á
vegum Mímis. Vandiö valiö. Sími 25149 kl.
12.00—14.00 daglega.
Skólamiðlunin,
Sólvallagötu 28.
Lítiö í gluggann um helgina
Valhúsgögn hf.
Ármúla 4, sími 82275.
KÍNAFERÐIR
Á þessu ári eru í boöi tvær feröir til KÍNA. Hin fyrri
veröur 19 dagar og hefst um mánaöamótin júní-júlí.
Komiö veröur viö í Beijing, Tianin, Shenyang, Anshan,
Dailen og Shanghai. i Kína veröur feröast með járn-
brautalestum, farþegaskipi og flugvélum.
Fararstjóri:
Ragnar Baldursson, sem átti heima í Kína í fjögur ár.
v.,87.000 b,
Seinni ferðin er fyrsta ferö íslendinga til TÍBET. 19 daga
ferö um miöjan október. í þeirri ferö veröur auk Lhasa
og Xigaze í Tíbet fariö um Beijing (Peking), Xian og
Chengdu. islendingar hafa aöeins leyfi fyrir 12 farþega til
TÍBET i ár.
125.000 to.
Innifalið í veröi:
Allar feröir, skoöunarferöir, gisting í tveggjamanna her
bergi og fullt fæöi.
SKRIFSTOFA
STÚDENTA
Hringbraut, sími 16850
og Kínversk-íslenska
menningarfélagiö.
* Miöast viö gengi 25. mars 1985.
Góóon daginn!