Morgunblaðið - 31.03.1985, Page 21
B 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985
Háskólabíó:
Frumsýning á Vígvöll-
um (Killing fíelds)
Ágóði af frumsýningu rennur til Rauða krossins
HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir á morgun
kl. 21 kvikmyndina Vígvellir (The
Killing Fields). Þessi mynd hefur
hlotið mikið lof gagnrýnenda. Hún
var tilnefnd til sjö Oskarsverðlauna
og fékk þrenn verðlaun — besta
kvikmyndataka, besti leikari í auka-
hlutverki og besta hljóðupptaka.
Breska kvikmyndaakademían veitti
myndinni fjölmörg verðlaun, þ. á m.
titilinn besta kvikmynd ársins 1984.
Kvikmyndin er sannsöguleg og
byggir á atburðum sem áttu sér
stað i Vietnam, Kambódíu og
Thailandi um það leyti er syrta
tók i álinn hjá herjum Suður-
Víetnams og Bandaríkjanna, en
uppgangur Rauðu khmeranna var
að hefjast í Kambódíu. Rakin er
saga Dith Prah sem vegna styrj-
aldarinnar verður að afneita upp-
runa sínum, yfirgefa heimili sitt
og fara huldu höfði, en kemst að
lokum í flóttamannabúðir í Thai-
landi við landamæri Kambódíu.
Rauði krossinn reisti flótta-
mannabúðir við landamærin og
þangað streymdu hundruð þús-
unda flóttamanna. Rauði kross Is-
lands tók virkan þátt í þessu starfi
og hafa 16 íslendingar verið þar
við störf frá upphafi.
Hver miði á frumsýninguna
kostar 200 krónur, sem er hærra
verð en á almennum sýningum, —
en allur ágóði af frumsýningunni
rennur óskiptur til hjálparstarfs 1
Rauða krossins. Forsala aðgöngu-
miða hefst kl. 14 í dag og kl. 16 á
morgun.
Fólk er eindregið hvatt til að
mæta og styrkja gott málefni.
(Ffttatilkjruiaf)
mmm
Drekkum mjólk á hverjum degi
★ Mjólk: nýmjólk, léttmjólk, undanrenna eða mysa
■ ★
Allt frá því að tennurnar
byrja að vaxa þurfa þær
daglegan kalkskammt,
fyrst til uppbyggingar og
síðan til viðhalds.
Rannsóknir benda til að
vissa tannsjúkdóma og
tannmissi á efri árum
megi að hluta til rekja til
langvarandi kalkskorts.
Með daglegri mjólkur-
ntyslu. a.m.k. tveimur
glös ,.ii é dctg, er
líkamanum tryjgður
lágmarks kalkskammtur og
þannig unnið gegn hinum
alvarlegu afleiðingum
kalkskorts. Tennurnar fá
þannig á hverjum degi þau
byggingarefni sem þær
þarfnast og verða sterkar og
fallegar fram eftir öllum aldri.
Gleymum bara ekki að bursta
þær reglulega.
Helstu henmldir Bækfngunm Kak og beínþynning eftrdr. Jón Óttar Ragnarsson og
Nutribon and Physical Rtness, 11. úlg., eftir Briggs og Caloway, Holt Reinhardt and
Winston, 1964.
MJÓLKURDAGSNEFND
Aldurshópur Ráðlagður dag- skammtur af kalki 1 mg Samsvarandi kalk- skammtur i mjólkur glösum (2,5 dl glösf Lágmarks- skammtur I mjólkurglösum (2,5 dl glös)*
Börn 1-10ára 800 3 2
Unglingar11-18ára 1200 4 3
Ungt fólk og fullorðið 800 ★★★ 3 2
Ófrlskar konur og 1200 ★★★★ 4 3
* Hér er geri ráð fyrir að allur dagskammturinn af kalki komi úr mjólk.
★ * Að sjálfsögðu er mögulegt að fá alft kalk sem líkaminn þarf úr öðrum matvælum en mjólkurmat mjólk,
en sllkt krefst nákvæmrar þekkingar á næringarfræði Hér er miðaö við nðysluvenjur eins og þær tíökast
I dag hér á landi.
♦ ** Margir sérfræðingar telja nú að kalkþörf kvenna eftir tlðahvörf sé mun meiri eða 1200-1500 mg á dag
**** Nýjustu staðlar fyrir RDS I Bandaríkjunum gera ráð fyrir 1200 til 1600 mg á dag fyrir þennan hóp.
Mjólk inniheldur meira kalk en nær allar aðrar fæðutegundir og
auk þess B-vítamín, A-vítamín, kalíum, magnlum, zink og fleiri
efni.
Um 99% af kalkinu notar Ifkaminn til vaxtar og viðhalds beina
og tanna. Tæplega 1 % er uppleyst I líkamsvökvum, holdvefjum
og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun,
vöðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið
hluti af ýmsum efnaskiptahvötum.
Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamín, sem
hann fær m.a. með sólböðum og úr ýmsum fæðutegundum t.d.
lýsi. Neysla annarra fæðutegunda en mjólkurmatar gefur
sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir
ráðlögðum dagskammti. Ur mjólkurmat fæst miklu meira kalk,
t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjólk.
(MICROMA)
> ■ SWISS OuAOTZ-*
| er framtíðarúrið þitt §
| - því getur þú treyst. j
| Þetta er aðeins hluti
af úrvalinu.
VISA
EUROCARD
I FRANCH MICHELSEN |
URSMÍOAMEiSTARI
LAUGAVEGl 39 SÍMI 28355