Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.03.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985 B 45 Þakklæti fyrir velvildina Þann 12. mars sl. skrifar Bryn- hildur Bjarnadóttir í Velvakanda þar sem hún beinir orðum sínum til hans eða hennar sem tðk ófrjálsri hendi peninga frá gam- alli konu á Elliheimilinu Minni- Grund. Skrifin virðast hafa runnið ýmsum til rifja því nokkrum dög- um eftir að þau birtust í blaðinu bárust tvær peningagjafir til gömlu konunnar, önnur frá tveim- ur ónafngreindum Reykvíkingum og hin frá íslenskum manni bú- settum erlendis. Velvakandi vill hér með koma á framfæri kæru þakklæti frá gömlu konunni til þessara góðu manna sem þannig létu fé af hendi rakna til þess að bæta henni það sem frá henni var tekið. Hörður segir að enn sé óráðið hvar orgelið verði staðsett í Hallgríms- kirkju. Þessir hringdu . . . Heimsmál Snorra ión Hnefill Aðalsteinsson hringdi: Það sem mig langar til að koma á framfæri er örlítið þakklæti til hans Árna Johnsen vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsþætti um daginn þar sem hann sagði að íslenskan væri heimsmál í bókmenntum og vitnaði í Snorra Sturluson. Vil ég þakka honum fyrir þessa ábendingu og undirstrika það að verk Snorra eru lesin við alla háskóla í Vestur-Evrópu og um alla Ameríku, og í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eru rannsóknir á verkum Snorra á frummálinu með miklum blóma um þessar mundir. Prýðisgóð hugmynd Kona hringdi: Ég varð svo himinlifandi yfir hugmyndinni sem kom fram í dálkum Velvakanda um daginn þess eðlis að Korpúifsstöðum yrði breytt í dvalarheimili aldr- aðra. Þetta er kjörinn staður, fagurt umhverfi og ekki of langt úr bænum fyrir böm og barnabörn að koma í heimsókn. Það held ég að nóg sé til af skemmti- og veit- ingastöðum og því tilvalið að leyfa gamla fólkinu að njóta þess að dvelja á Korpúlfsstöðum í ell- inni. Egg ekki kælivara? Húsmóðir í Kópavogi hringdi: Ég bar fram fyrirspurn i Vel- vakanda fyrir allnokkru síðan en þar sem engin svör bárust vil ég nú ítreka spurninguna: Eru egg ekki kælivara? Ég hef fengið svo léleg egg að undan- förnu og tel ég ástæðuna vera þá að þau eru ekki geymd í kæli í versluninni. Vonandi sér einhver sér fært að svara þessu. Þá langar mig til að beina því til forráðamanna sjónvarpsins hvort ekki sé hægt að sýna Steinaldarmennina sem voru svo vinsælir hér á árum áð- ur. Óráðið hvar orgelið verður Hörður Áskelsson, organisti í Hallgrímskirkju hringdi: Fyrir skömmu birtist í Vel- vakanda fyrirspurn frá I.A. um það hvar orgelið ætti að vera staðsett i Hallgrímskirkju. Langar mig að það komi hér fram að enn er það óráðið hvar orgelið verður staðsett í kirkj- unni en lengi hefur staðið yfir söfnun á öllum mögulegum upp- lýsingum um það hvar sé réttast að staðsetja svo stórt kirkjuorg- el. Langar mig jafnframt til að benda I.A. og öðrum sem áhuga hafa á þessu máli, að grein birt- ist í Mbl. nú um helgina þar sem spjallað er við einn fremsta orgelsmið í heiminum. Hann kom sérstaklega hingað til landsins fyrir stuttu til þess að kanna málið og í viðtalinu fjall- ar hann um kosti og galla mis- munandi staðsetningar stórs orgels. Matreiðslubók væntanleg Margrét Þorvaldsdóttir, umxjon- armaður þittarins „Réttur dags- ins“ í Morgunblaðinu, hringdi: Fyrir skömmu birtist fyrir- spurn í Velvakanda um það hvort ég hefði gefið út einhverja matreiðslubók. Því er til að svara að svo er ekki, en mat- reiðslubók eftir mig er þó í und- irbúningi og er væntanleg á markaðinn á árinu. Margir fara ekki á fætur Útvarpshlustandi skrifar: Ég lá um tíma í sjúkrahúsi. Beið oft eftir að morgnaði, eftir morg- unútvarpinu, klukkuslættinum góða, sem boðar nýjan dag og vek- ur nýjar vonir. Næturvaktin góða hvarf til hvíldar. Aðrar og fleiri líknandi hendur birtast. Svo kom þulurinn: Útvarp Reykjavík, Út- varp Reykjavík. Ríkisútvarpið býður yður góðan dag, og verið velkomin á fætur. Er það virkilega í nafni alls Ríkisútvarpsins, hvorki meira né minna, að sumir þulirnir heilsa öllum landslýð með þessum ávarpsorðum? Vita viðkomandi þulir ekki, að hvern einasta dag fer mikill fjöldi manns alls ekki á fætur, sumir hverjir aldri meir? Ég sé þessa þuli fyrir sjónum mér valhoppa inn i sjúkrastofnurnar og segja eitthvað á þessa leið: „Elskurnar, mikið eigið þið gott að fá að fara á fætur, og verið nú þakklát greyin mín.“ „Aðgát skal höfð í nærveru sál- ar.“ Einar Ben. átti stórt og hlýtt hjarta. Og áreiðanlega hafa þessi gullvægu orð hans vakið margan manninn til umhugsunar. En Ríkisútvarpið virðist ekkert þurfa á slíkri aðgát að halda. Þessi skrif mín breyta áreiðanlega engu hér um. Sumir vita alltaf allt best, og eru þráir í ofanálag. Haldið bara áfram að bjóða sjúka og særða velkomna á fætur! Condor trommusett sem nýtt til sölu Uppl. í síma 44808 í dag og á morgun milli kl. 17 og 21. HANDPRJÓNAFÓLK ÓSKAST Handprjónafólk óskast til ákveöinna verkefna (hespulopi). Vinsamlega hafiö samband viö peysumóttök- una aö Vesturgötu 2, sem er opin alla virka daga frá 9—12 og 13—15. Sími 22091. á /llafoss hf. Vorlaukarnir eru komnir í þúsundatali 10% afsláttur í dag VIÐ MIKIATORG -BI.( )M £AY1 XIIH Hafnartlrmti 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.