Morgunblaðið - 04.04.1985, Page 22

Morgunblaðið - 04.04.1985, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRlL 1985 Hjörtur Pálsson stjórnar hússins - Átti hinsvegar auðvelt með að vinna með færeyskum listamönnum naut aldrei stuðnings og varaforstjóra þess MÁL Hjartar Pálssonar, sem nýlega sagði upp stöðu sinni sem forstjóri Norðurlandahússins í Færeyjum, hefur vakið mikla athygli að undan- förnu. Mörgum hefur fundist erfitt að átta sig á þessu máli, enda e.t.v. lítið um skýringar. Blaðamaður Morgunblaðsins fór til Þórshafnar í Færeyjum til þess að kynna sér orsakir þess að Hjörtur Pálsson sagði upp stöðu sinni eftir aðeins sex mánuði. Ekki er hægt að neita því að þeg- ar farið var að leita skýringa virtist málið mun viðameira en í upphafi var haldið. í raun er hér ekki einungis um að ræða upp- sögn Hjartar, heldur ýmis vandamál, sem virðast hafa ver- ið í Norðurlandahúsinu frá upp- hafi. Hjörtur Pálsson gerði grein fyrir afstöðu sinni á fundi með fréttamönnum 1. apríl sl. í Þórshöfn og svaraði jafnframt ýmsum ásökunum sem komið höfðu fram í fréttatilkynningu stjórnar Norðurlandahússins 27. mars. Samstarfsörðugleikar Svo virðist sem helstu ástæður uppsagnar Hjartar séu þær, að hann átti erfitt með að vinna með varaforstjóranum, Ásu Jústinussen. Það kom m.a. fram í því að hún tók ýmsar ákvarðan- ir án samráðs við hann. Ákvarð- anir sem Hjörtur taldi að hann ætti að hafa eitthvað með að gera sem forstjóri. En í rauninni virðast þessir samstarfsörðug- leikar tengjast samstarfsörðug- leikum milli Hjartar og þeirra þriggja manna í stjórn hússins, sem taka allar ákvarðanir, Jan Stiernstedt stjórnarformanns, Dánjal P. Danielssen varafor- manns og Steen Cold stjórnar- manns og fyrrverandi forstjóra. Þessir menn hafa ekki tekið mark á tillögum Hjartar um ým- islegt sem hann taldi betur mega fara í húsinu. Steen Cold Steen Cold þessi var í bygg- ingarnefnd hússins fyrir hönd danska menntamálaráðuneytis- ins, þar sem hann var fulltrúi. Honum var falið að vera for- stjóri hússins og koma starfsemi þess af stað og var sú staða aldr- ei auglýst. Síðan var staðan auglýst og Hjörtur Pálsson tók við í lok september sl. Þá fór Steen Cold aftur að vinna sem fulltrúi í danska menntamálaráðuneyt- inu, en var þá einnig settur í stjórn hússins Hann hefur eftir þetta sent bréf í nafni hússins, án samráðs við Hjört, bæði til starfsmanna þess og einnig fólks sem óskað hefur eftir að sýna í húsinu. Þetta hefur stjórnin sætt sig við og ekki gert neinar athugasemdir. Hirti finnst hins vegar verið að taka fram fyrir hendurnar á sér með þessu. Geröi grein fyrir ástandinu í nóvember Hjörtur segist hafa orðið var við þessa erfiðleika fljótlega eft- ir að hann tók til starfa. Hann fann að mikill losarabragur var þarna á öllu og vildi koma reglu á hlutina, t.d. skjalasafn o.fl., vegna þess að hann átti erfitt með að fá fullnægjandi svör við ýmsum spurningum sem hann lagði fyrir starfsfólk og stjórn hússins. Svör sem hann taldi að forstjóri stofnunarinnar ætti að eiga auðvelt með að fá. í nóv- ember benti hann stjórninni á þetta, en ekkert var gert í mál- inu. Stjórnin hefur skýrt afstööu sína Nú hlýtur það að teljast óeðli- legt að maður sem hefur þegar sagt upp starfi sínu sé beðinn að fara strax, nema ef viðkomandi hefur framið lögbrot. Blaðamað- ur Mbl. náði tali af Dánjal P. Danielssen varaformanni til þess að athuga hvort hann gæti e.t.v. skýrt málið nánar. Svörin sem fengust voru á þá leið að stjórnin hefði ekki meira að segja við blöðin. Hún hefði gert grein fyrir málum sínum í fréttatilkynningunni 27.3. Blm. fór þá í Norðurlandahús- ið til þess að hitta Ásu Jústín- ussen og spyrja hana hvort hún vildi eitthvað um málið segja. Hún sagðist ekkert vilja tjá sig um málið, enda væri hún aðeins starfsmaður þarna. Hún var þá spurð hvort hún væri ekki for- stjóri hússins, nú þegar Hjörtur væri hættur. Hún svaraði því til að það væri aðeins um stundar- sakir. Næsta morgun hringdi Ása í blm. og sagði að hún hefði séð, að sín hafi verið getið í Morgun- blaðinu þann 29. mars. Þess vegna vildi hún aðeins segja það, að þeim I Norðurlandahúsinu þætti mjög leiðinlegt hvernig þetta hefði farið. Hún var spurð hvort hún teldi að ef betra and- rúmsloft hefði verið ( húsinu hefði Hjörtur getað komið ein- Hjörtur Pálsson og kona hans Steinunn Bjarman á heimili sínu í Þórs- höfn í Færeyjum. hverju góðu til leiðar. Þá svaraði hún því til, að andrúmsloftið hefði verið gott áður en hann kom. Um þetta eru ekki allir sammála. Listamenn ánægðir með Hjört Samtök færeyskra lista- manna, LISA, gaf út yfirlýsingu þann 25. mars, tveimur dögum áður en Hjörtur var beðinn að fara. Þar kemur m.a. fram að samtökin telja að ef Hjörtur hefði fengið að starfa sem for- stjóri hefði hann getað komið á góðu samstarfi milli hússins og færeyskra listamanna. LISA harmar að samstarfserfiðleikar hafi orðið til þess að Hjörtur þurfti að segja upp, en segjast jafnframt skilja að hann hafi ekki getað sætt sig við þessar kringumstæður. LISA heitir á stjórnina að kanna aðstæður svo forstjórinnn geti fengið vinnufrið. Að lokum heita samtökin á ráðherranefnd Norðurlandaráðs og Landstjórn Færeyja að krefjast þess af stjórninni að hún bíði með að auglýsa starfið þangað til feng- ist hafa fullnægjandi skýringar á ástæðum fyrir uppsögninni. Þá biðja þau einnig um að málið verði tekið upp á fundi norrænna menntamálaráðherra og fær- eyska landstjórnarmannsins í menntamálum sem haldinn verður í Kaupmannahöfn í apríl. Tveir listamenn sem blm. tal- aði við, þau Gulla öregaard, formaður bandalangs leikfélaga, og Bárður Jákupssen, formaður myndlistarfélagsins, staðfestu það í samtali að mjög gott sam- starf hafi verið milli listafólks- ins og Hjartar. Gulla sagði m.a. að hann hefði verið skilningsríkur á færeyska list og að hann hefði stutt starf listamanna. „Ég get aðeins sagt allt gott um Hjört," sagði hún, „og ég er viss um að ef hann hefði fengið að starfa áfram hefði hann gert færeyskri menningu mikið gagn“. Bárður hafði svipað að segja um samstarfið við Hjört og sagði hann að þetta mál væri allt mjög sorglegt og væri hann mjög leið- ur vegna þess. Hann hélt að flestir Færeyingar væru sama sinnis. Málið kemur upp á lögþinginu Erlendur Patursson og Jó- hannes Dalsgaard lögþingsmenn lögðu fram fyrirspurn til lands- tjórnarmannsins í menntamál- um, Lassa Klein, um að hann svaraði því hverjir þeir sam- starfserfiðleikar væru sem hefðu verið orsökin fyrir því að Hjört- ur sagði upp. Þingið felldi tillögu um að þessari fyrirspurn yrði svarað. Jógvan Sundstein er einn þeirra sem ekki vildi að fyrir- spurninni yrði svarað. Hann var spurður hvers vegna svo væri. „Ég tel að þessi fyrirspurn eigi ekki heima á lögþinginu og um það eru fleiri sammála mér eins og kom í ljós. Þessari spurningu á ráðherranefnd Norðurlanda- ráðs að svara,“ sagði hann. Erlendur Patursson er mjög harðorður vegna þessa máls. Hann sagði m.a. í samtali við blm. að hann liti þannig á að þama hafi verið framið dóms- morð. „Hjörtur er alveg saklaus, en þeir seku eru að dæma þann saklausa. Þessir þrír stjórnar- forstjóra. Þessir þrír menn sem eru í stjórn hússins hafa stjórn- að því á bak við forstjórann. Er- lendur sagði að þegar kom í ljós að Hjörtur vildi ekki beygja sig fyrir þeim, heldur stóð á sínum rétti, þá var hann neyddur til að segja upp. „Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ég ætla ekki að gefast upp í þessu máli,“ sagði hann. „Ég sé ekki aðra leið en að stokka spilin upp á nýtt og fá alveg nýja átta manna stjórn." Jóhannes Dalsgaard lögþings- maður sagði í samtali við blm. að hann þekkti ekki Hjört persónu- lega. Hann sagðist þó vita að hann hefði ekki fengið tækifæri til að vinna eins og hann vildi og að stjórn hússins hefði komið 1 veg fyrir það. Jóhannes sagði að færeyskir listamenn væru ánægðir með Hjört og það væri skömm að því að hann hefði ekki geta unnið þarna áfram, sér- staklega vegna þess að hann var opinn og átti auðvelt með að vinna með listafólkinu. Hann hefði áhuga á norrænu sam- starfi og færeyskri menningu, en það væri ekki hægt að segja um Steen Cold eða stjórnina. Af þessum samtölum má ráða að sitt sýnist hverjum. Þó virðist sem Hjörtur hafi átt vinsældum að fagna sem forstjóri Norður- landahússins í Færeyjum hjá flestum, nema e.t.v hjá þre- menningunum í stjórn hússins og varaforstjóra þess. Mörgum spurn- ingum ósvaraö Enn á eftir að sjá hverju framvindur í Norðurlandahús- inu. Þar hefur margt gerst sem vert væri að fá skýringar við t.d. hvort uppgjör hafi verið gert í sambandi við byggingu hússins. Greiðslur til Ole Steen arkitekts og byggingarmeistara hússins voru t.d. stöðvaðar daginn eftir opnun hússins og átti þá eftir að ganga frá ýmsu í byggingunni. Tuttugu og tveimur vikum eftir að húsið var opnað átti að opna grafískt verkstæði í húsinu og til þess var fenginn maður að nafni Ivan Edeling. Hann hefur oft komið til Færeyja á kostnað hússins til þess að setja upp verkstæðið, en ekkert orðið ágengt. Fleiri spurningar koma upp í hugann. Hvers vegna fékk Nor- ræna félagið í Færeyjum ekki að hafa aðstöðu í húsinu? Og svona mætti lengi telja. Texti: Ásdís Haraldsdóttir. Norðurlandahúsið í Færeyjum er sérkennileg og fögur bygging. menn eru litlir karlar fullir af metorðagirnd, sem vilja láta til sín taka. Að mínu viti er Hjörtur hámenntaður maður sem nýtur virðingar á íslandi og menn hafa ekkert út á hann að setja. Hjört- ur hefur t.d. lært færeysku á þessum stutta tíma og stendur þar með ekki utan við þjóðfélag- ið.“ Erlendur taldi að það væri til fyrirmyndar hvernig hann hefði rekið Norðurlandahúsið og væri hann þess vegna orðinn virtur og vinsæll meðal listamanna. Erlendur sagðist ekki þola hvernig farið hefði verið með Hjört. Hann sagðist vera búinn að lesa reglugerð hússins og að þar kæmi fram að þessi stjórn hefði enga heimild til að skipta sér af daglegum rekstri hússins. Sá rekstur á allur að vera í höndum forstjórans. í reglugerð- inni er ekki minnst einu orði á að heimilt sé að ráða aðstoðar- Morgunblaðið/Ásdís Norðurlandahúsið f Færeyjum:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.