Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 24

Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 24
24 MOR(?ÍW6LAOtP; >iP«fL)»8er Frá útför Sir Michaels Redgrave Lafði Redgrave (til hægri á myndinni), ekkja hins látna brezka leikara Sir Michaels Redgrave, horfír á er dóttir þeirra hjóna, leikkonan Vanessa Redgrave, virðir fyrir sér blómsveig við útför Sir Michaels í síðustu viku. Yngri dóttirin, Lynne, fylgist einnig með. Sir Michael lést sl. fímmtudag, 77 ára að aldri. Búlgarar sakaðir um að ofsækja þjóðarbrot Ankara, 't.apríl. AP. TYRKIR sökuðu Búlgara í dag um að fylgja „kynþátta- og þjóðrembings- stefnu" gagnvart minnihluta tyrkneskumælandi manna í Búlgaríu. Talsmaður tyrknesku stjórnar- innar vitnaði í nýlegar yfirlýs- ingar búlgarskra ráðamanna þess efnis að tyrkneskumælandi mönnum yrði ekki leyft að fara úr landi og að vera mætti að þeir yrðu fluttir til nýrra heimkynna í Búlgariu. Ennfremur að bulgarsk- ir ráðamenn bæru til baka að Tyrkir væru neyddir til að skipta um nöfn. Tyrkneski talsmaðurinn sagði að þessar og fleiri yfirlýsingar búlgarskra ráðamanna jafngiltu því að þeir neituðu því að til væri tyrkneskur þjóðarminnihluti í Búlgaríu og að reynt væri að láta líta út fyrir að þeir væru Búlgar- ar. Það væri þetta sem bæri vott um að búlgörsk stjórnvöld fylgdu „kynþátta- og þjóðrembings- stefnu“. Hann talaði einnig um hlægi- legar fullyrðingar um að Tyrkir „skiptu um nöfn af fúsum og frjálsum vilja". Hann sagði það von Búlgara að tyrkneski þjóðar- minnihlutinn gleymdi uppruna sínum og menningu ef þeir skiptu um nöfn og ef þeim yrði bannað að flytjast úr landi. Enn fremur sakaði tyrkneski talsmaðurinn Búlgara um að neita að ganga til viðræðna um hugsan- legan „heimflutning“ tyrkneska þjóðarbrotsins (Tyrkir réðu Búlg- aríu í fimm aldir) og að ástæðan væri sú að Tyrkir væru ódýrt vinnuafl, sem auðvelt væri að arð- ræna. Um ein milljón Tyrkja mun búa í Búlgaríu. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í gærkvöldi að fyrir því væru „órækar sannanir" að Búlgarar væru staðráðnir í því að afmá þjóðereinkenni Tyrkja í Búlgaríu. í sumum tilfellum hefði herlið stutt skriðdrekum umkringt heil þorp og flutt íbúana nauðungar- flutningum til sérstakra um- dæma, þar sem fólkið væri neytt til að taka sér ný nöfn. Einnig hefðu borizt fréttir um að nokkrir sem hefðu veitt viðnám hefðu verið skotnir án dóms og laga. Skv. sumum fréttum hafa 40— 100 Tyrkir verið skotnir. Nicaragua: Stóraukin vopnakaup galu. 3 rjÓRi SANDINISTASTJORNIN í Nicaragua fékk 18.200 tonn af af alls kyns vopnabúnaði frá Sovétríkjunum og bandalagsríkjum þeirra á síðasta ári. Er það 45% aukning frá árinu áður að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins. 17 hermenn frá Nicaragua voru handteknir í Hondúras í gær. Meðal vopnanna, sem sandinist- ar fengu frá kommúnistaríkjun- um, var skriðdrekar, loftvarna- byssur, brynvarðir bílar og 10—13 herþyrlur. Segir frá þessu í nýrri skýrslu bandaríska varnarmála- ráðuneytisins um hernaðarupp- byggingu Sovétmanna. Að hluta eru þessar upplýsingar ekki nýjar Víetnamar hefja heimflutn- ing herliðs frá Kambódíu Stung Treng, Kambódíu, 3. aprfl. AP. í DAG hófu Víetnamar að flytja nokkur þúsund hermenn frá Stung Treng í Kambódíu til Pleiku í Víet- nam. Öflugur her, þar á meðal fót- göngulið, stórskotalið og tækni- sveitir, fóru frá Stung Treng eftir að sérstök athöfn hafði farið fram Sífellt fleiri hlusta á BBC London, 3. aprfl. AP. EITT hundrað og tuttugu milljónir manna, stærsti hlustendahópur í Pólverjar á næstu Ól-leika? Varsjá, I. aprfl AP. MARIAN Renke, formaður pólsku ólympíunefndarinnar lét hafa eftir sér í dag, að það væri glapræði af Pólverjum að taka þátt í fjölda- hunsun annarra ólympíuleika eins og gert var í fyrra er leikarnir voni haldnir í Los Angeles og Sovétríkin og fylgifískar þeirra mættu ekki til. Renke sagði að búast mætti við þvi að leikarnir sem haldnir verða í Seoul árið 1988 verði „vonandi þeir sterkustu síðan 1976, því allar sterkustu íþrótta- þjóðir heims ættu að vera í hópi keppenda", eins og hann komst að orði. Hann sagði að Pólverjar mættu alls ekki missa af tveimur leikum í röð, ólympíuleikar væru einhver besti friðarmiðill sem til væri og upplagðir til að stuðla að góðvild og trausti þjóða í milli. Það var PAP, pólska ríkisfrétta- stofan, sem lét viðtalið við Renke frá sér fara og eru sérfræðingar að velta fyrir sér hvað þessi orð hans boði. heimi, fylgist reglulega með út- sendingum BBC, breska ríkisút- varpsins á erlendum málum. Var skýrt frá þessu í dag og er þetta nýtt met í sögu stofnunarinnar. BBC lét kanna hlustenda- fjöldann mjög gaumgæfilega á sl. hausti og kom þá í ljós, að hann hafði aukist um 20 millj- ónir manna frá árinu 1981. Segir Austen Kark, framkvæmda- stjóri deildarinnar, sem sér um að útvarpa á erlendum málum, að mest hafi hlustendum fjölgað í Indlandi, Vestur-Afríku og Miðausturlöndum. BBC útvarp- ar á 36 erlendum tungumálum. BBC er aðeins sjötta í röðinni hvað varðar útsendingartíma því að Sovétmenn og önnur Austur-Evrópuríki, Bandaríkja- menn, Kínverjar og Vestur- Þjóðverjar útvarpa lengur, en á enga aðra stöð er hlustað jafn mikið. BBC skilgreinir hlust- anda sem fullorðinn mann, sem hlustar amk. einu sinni í viku á stöðina. í miðborginni. Þúsundir Kambódíumanna fylgdust með og veifuðu kambód- ískum og víetnömskum fánum, er fullhlaðnir flutningabílar, gamlir bandarískir skriðdrekar og troð- fullar rútur af hermönnum siluð- ust af stað eftir rykugum götunum. Hermennirnir sem fóru í dag hafa gegnt herþjónustu í fjórum héruðum í Norðaustur-Kambódíu, Stung Treng, Natarakiri, Mondok- iri og Pret Vihia, frá árinu 1979. Einnig er hafinn brottflutning- ur víetnamsks herliðs frá Suð- austur-Kambódfu. Hafa hersveitir verið fluttar frá héruðunum Svay Rieng, Kandal og Prey Veng til Ho Chi Minh-borgar í Víetnam. Talsmaður Hanoi-stjórnarinnar kvað 15.000 víetnamska hermenn verða flutta á brott frá Kambódíu í aprílmánuði. af nálinni en nú er í fyrsta sinn greint nákvæmlega frá hvers kon- ar vopn sandinistum bárust. í skýrslunni segir, að nú séu í Nicaragua 3000 kúbanskir hernað- arráðgjafar og 3000 Kúbumenn aðrir en Sovétmenn, Austur- Þjóðverjar, Líbýumenn, Norður- Kóreumenn og PLO, frelsisfylking Palestínumanna, hafa þar 40—50 hernaðarráðgjafa hverjir. í tilkynningu hersins í Hondúr- as i gær sagði að 17 hermenn frá Nicaragua á sjö herbílum hefðu farið inn í Hondúras og verið handteknir þar. Fréttir um þenn- an atburð stangast raunar nokkuð á því að það er haft eftir heimild- um í Managua, höfuðborg Nicar- agua, að hermennirnir hafi flúið inn í Hondúras. Risavaxin vindmylla Æ meira rafmagn er nú fengið úr vindorku í heiminum. Á skozku eynni Orkney er nú unnið að því að reisa eina stærstu vindmyllu ( heimi, og á hún að geta séð 18.000 manns fyrir rafmagni. Vindmyllan verður tekin í notk- un á næsta ári og á hún að geta framleitt 3000 kflóvött á dag. Mynd þessi sýnir útlitsteikningu af vindmyllunni. Lengdin á milli spaðsoddanna verður 60 metrar. Flugrán í Líbanon Jidda, Saudi Arablu, 2. aprfl. AP. MAÐUR, sem var einn síns rændi Boeing 707-þotu líbanska flugfélagsins Middle East Airlines í gærkvöldi skömmu eftir flugtak í Beirút og neyddi flugstjórann til að lenda í Saudi Arabíu. Ræninginn krafðist 100 millj- óna dollara af saudi-aröbum til styrktar baráttu félaga sinna í suðurhluta Líbanon. sem átt hafa í útistöðum við ísraela. Gafst flugræninginn upp skömmu eftir lendingu í Jidda. Farþeganna 66 og 10 manna áhöfn sakaði ekki. Var hann starfsmaður MEA-flug- félagsins. Ræninginn var með skamm- byssu í fórum sínum og hand- sprengju. Tékkneskir forstjórar sakaðir um hugleysi ERLENT Praj, 2. aprfl. AP. MÁLGAGN Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu gagnrýnir forstöðu- menn fyrirtækja harðlega í dag fyrir að verðlauna ekki verkamenn sem skara fram úr. Segir blaðið forstjór- ana skorta hugrekki til hvetjandi ráðstafana. Stjórn Tékkóslóvakíu ákvað 1983 að greiða mætti bónus hönn- uðum og „fyrirtaks verkamönn- um“ sem ættu heiður af aukinni framleiðni og tæknivæðingu. Mætti greiða þeim jafnvirði allt að 625 dollara á mánuði. Gripið var til þessarar ráðstöf- unar í því markmiði að örva tæknivæðingu og framfarir 1 iðn- aði. Forstjórar hafa hingað til ekki haft nein áhrif á kaup og kjör, sem ákveðin hafa verið sam- kvæmt forskrift stjórnvalda. Rude Pravo segir að forstjórar hafi hins vegar ekki notfært sér þetta. Annað hvort sé um að ræða kæruleysi eða hugleysi, að for- stjórana skorti hugrekki til að draga einstaka verkamenn í dilk eftir frammistöðu. Veggspjald á 3,1 m.kr. London, 2. aprfl. AP. Veggspjald um listsýningu í Vín- arborg síðan árið 1902 var selt á uppboði Christie’s í London fyrir 62 þúsund sterlingspund í gær- kvöldi, eða fyrir jafnvirði 3,1 millj- ónar íslenzkra króna. Nöfnum seljanda og kaupanda var haldið leyndum af uppboðs- haldarahum. ______1______________________

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.