Morgunblaðið - 04.04.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.04.1985, Qupperneq 26
^6 JHQEfiUNBlAQIP, FIM^THDAQUR 4.4PRlk 1»5 Okkar hlutverk er að veita þér þjónustu. Hér að neðan kynnistu hvernig við förum að því. Þjónusta. Meðalstór fólksbíll er samansett- ur úr allt að 10.000 hlutum. Það gefur augaleið, að þessir hlutir þurfa mismikið viðhald, t.d. er oftar skipt um kerti en aftursæti. Til þess að fylgjast með eftir- spurn á einstökum varahlutum, notum við tölvu, sem skráir sam- stundis allar breytingar á birgðum, svo sem sölu og innkaup. Tölvan gerir vikulegar pantana- tillögur, sem við förum yfir og samræmum breytilegum þörfum eftir árstíma. Á þennan hátt kapp- kostum við að hafa ávallt fyrir- liggjandi nægilegt magn þeirra varahluta, sem löng reynsla hefur kennt okkur að þörf er fyrir. Ef við eigum ekki varahlutinn, sem þig vantar, pöntum við hann án nokkurs aukakostnaðar fyrir Þ«g- Verð. Við kappkostum að halda vöru- verði í lágmarki án þess að slaka á kröfum um gæði. Til að lækka vöruverð, pöntum við varahluti í miklu magni í einu og flytjum til landsins á sem hag- kvæmastan hátt. Síðan setjum við vörurnar í tollvörugeymslu og af- greiðum þær þaðan með stuttum fyrirvara eftir þörfum hverju sinni. Þannig lækkum við flutnings- kostnað og innkaupsverð vörunnar. Vörugæði. Til að tryggja gæðin, verslum við eingöngu með viðurkenndar vörur með ársábyrgð gagnvart göllum. Afgreiðsla. í varahlutaverslun okkar eru sér- hæfðir afgreiðslumenn ávallt reiðu- búnir til aðstoðar, hvort sem þig vantar varahluti eða upplýsingar viðkomandi viðhaldi bílsins. Landsbyggðin. Ef þú býrð úti á landi, getur þú snúið þér til umboðsmanns okkar í þínu byggðarlagi eða hringt í okkur í síma (91)13450, (91)21240 eða (91)26349 og við sendum vara- hlutina samdægurs. Okkar markmið er: VÖRUGÆDI, ÁBYRGÐ og GÓD ÞJÓNUSTA. Sættir þú þig við minna? Ný lög í Kína: Heimilt að erfa „framleiðslutæki“ Peking, 3. aprfl. AP. KÍNVERJUM leyfíst innan tíðar að erfa einka „framleiðslutæki“ eftir »tt- ingja, sem átt hafa fyrirtæki, að því dag. Aðalritari þingsins, Wang Han- bin, sagði frá því á þingfundi, að í næstu viku yrðu afgreidd lög, sem breyttu reglugerðum, er heimiluðu ríkinu að yfirtaka framleiðslutæki við lát eigenda þeirra. „Eins og er geta kínverskir borgarar erft eignir, en aðeins þær er teljast til „nauðþurfta“,“ sagði Wang. Hann sagði nauðsynlegt hefði reynst að breyta þessu í framhaldi greint var frá á kínverska þinginu í af efnahagsumbótum, sem átt hefðu sér stað í landinu eftir daga Maos formanns; tekjur hefðu auk- ist og einkaeignir þar af leiðandi. „Margt fólk á nú „framleiðslu- tæki“, og það er ekki ætlunin, að ríkið yfirtaki þau að eigendunum látnum," sagði Wang. Lögin munu einnig heimila kínverskum borgurum að taka arf eftir aðila utan Kína eða eftir út- lendinga í Kína. Mikil aðstoð við Afríku samþykkt W axhin^ton, 3.apríl. AP. BÁÐAR deildir Bandaríkjaþings samþykktu í nótt að 800 milljónum dala yrði varið til aðstoðar vegna hungursneyðarinnar í Afríku. Fulltrúadeildin samþykkti frumvarp um aðstoðina með 400 atkvæðum gegn 19 og það var samþykkt mótatkvæðalaust í öld- ungadeildinni. Svipað frumvarp var samþykkt í fulltrúadeildinni 28. febrúar, en öldungadeildin samþykkti tillögur um breytingar á því. Frumvarp Dýr fiðla Lundúnum, 3. apríl. AP. ÓNEFND bandarísk samtök buðu í dag 348.920 dollara í stradivarius fíðlu af vandaöri gerð á uppboði hjá Sothby’s í Lundúnum. Fiðluna keyptu hinir banda- rísku handa landflótta sovéskum fiðlusnillingi, Viktoriu Mullovu, 25 ára gamalli, sem flýði frá Sovét- ríkjunum fyrir tveimur árum og fékk pólitískt hæli í Bandaríkjun- um. Fiðlan er um ræðir var hönn- uð og smíðuð árið 1725 og náði ekki áætluðu verði á uppboðinu sem nam 366.000 dollurum. Evrópskar auglýsingar í Kínaútvarp Lúxemborg, 3. aprfl. AP. Útvarpsstöðin RTL í Lúxemborg hef- ur gert samkomulag við Kínverja um sölu evrópskra auglýsinga í kín- verskt útvarp og sjónvarp. Einnig munu RTL og kínverska útvarpið skiptast á tónlistarþáttum. RTL er eign belgískra og franskra aðila. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær fyrstu evr- ópsku auglýsingarnar birtast í kínversku útvarpi og sjónvarpi, né í hversu miklum mæli auglýsingar verða birtar. það, sem nú er orðið að lögum og verður sent Ronald Reagan for- seta til staðfestingar, var mála- miðlunarlausn.* Jafnframt undirritaði Reagan í gær lög, sem heimila að 175 millj- ónum dala verði varið til annarrar aðstoðar en matvælaaðstoðar vegna baráttunnar gegn neyðar- ástandi því sem ríkir í Afríku vegna hungursneyðarinnar. Upphæðinni verður valið til kaupa á fræi, áburði, skordýra- eitri, landbúnaðartækjum, bólu- efni, ábreiðum, fatnaði og skýlum. Gengi gjaldmiðla Dollar lækkar London, 3. apríl. AP. Bandaríkjadalur lækkaði f verði á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu. Viðskipti voru fremur lítil vegna páskahelgarinnar. Engin ein skýring er gefín á verðlækkun dollars. Verð á gulli hélzt nánast óbreytt. Gengi brezka pundsins hækkaði og kostaði það 1,2167 dollara miðað við 1,2102 í gær. Gengi dollars var að öðru leyti þannig, að fyrir einn doll- ar fengust 3,1180 vestur-þýzk mörk (3,1510), 2,6405 svinnesk- ir frankar (2,6545), 9,5000 franskir frankar (9,5950), 3,5160 hollenzk gyllini (3,5565), 1.990,50 ítalskar lírur (2.007,(10) og 1,3710 kanadiskir dollarar (1,3740). í kvöld kostaði únsa gulls 319,00 dollara, eða sama og í gær. I Zúrich hækkaði únsan um tvo dollara, úr 318,50 í 320,50. Tveir nota lista- mannsnafnið Erro GUÐMUNDUR Guðmundsson, sem notar listamannsnafnið Erro, er ekki einn um það heiti því að í Bandaríkjunum ber Ijósmyndari sama nafn. Heitir hann Gerald Erro Gutshall, fæddur árið 1949, og er orðinn kunnur vestra undir Erro-nafninu. Erro hinn bandaríski er aðal- lega þekktur fyrir landslags- og sjávarmyndir í súrrealískum stíl, og hefur hann haldið fjöl- margar sýningar, bæði einn og með öðrum. Hann hefur t.d. sýnt myndir sínar í húsakynnum beggja deilda bandaríska þings- ins og um þessar mundir er verið að sýna þær í 100 sendiráðum Bandaríkjanna víða um heim. Guðmundur Guðmundsson notaði í fyrstu listamannsnafnið Ferro en varð að stytta það um effið þegar í ljós kom, að annar maður hét því nafni. Nú er hins vegar ljóst, að þeir eru tveir um Erro-nafnið listamennirnir og mun líklega koma í ljós hvort einhver rekistefna verður út af því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.