Morgunblaðið - 04.04.1985, Síða 34

Morgunblaðið - 04.04.1985, Síða 34
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON íslenzki vmnumarkaðurinn: Tuttugu og sjö af hundraði í þjónustustörfum - Tekjulægsta svæðið skortir mánaðarkaup þess bezt setta - Kaup karla mun hærra en kvenna - Fleiri ungir og aldnir vinna hér en annars staðar • Alls vóru unnin 113.574 dagsverk í íslenzkum þjóóarbúskap árió 1983, ef marka má launamiða og launaframtöl fyrir það ár, sem er 2.344 ársverka og 2,1 % aukning frá 1982. • Tæplega 131.000 manns skiluðu meir en 13 vikna starfi á árinu, sem er 1,9% aukning frá árinu áður. • Atvinnuþátttaka miðað við fólk á vinnualdri var 78,7%, sem er 0,2% aukning frá árinu áður. • Meðallaun á ársverk vóru kr. 265.000 (kr. 172.000 árið 1982), sem er 54,1% hjekkun frá fyrra ári. Meðallaun karla vóru tæplega 52% hærri en kvenna, en hlutastörf eru mun algengari meðal kvenna en karla. • Atvinnutekjur alls 1983 vóru 30.079 m.kr., sem er 57,3% hækkun frá árinu áður. Þessar tölur koma fram, ásamt fjölda annarra forvitnilegra talna, í „Vinnumarkaðinum 1983“, heim- ildarriti sem Framkvæmdastofn- un ríkisins, áætlanadeild, hefur gefið út og flokkast undir samheiti heimildarrita frá deildinni: „Mannafli, meðallaun og atvinnu- þátttaka". Framangreindar tölur er unnar úr launamiðum og launaframtöl- um, svo líklega eru heildarvinnu- tekjur landsmanna hærri, ef sann- ar eru lausafregnir um að all- nokkrar krónur fari fram hjá skattakerfinu. Hér verður gluggað í nokkrar tölur og staðreyndir úr þessu þarfa og fróðlega upplýsinga- og heimildarriti áætlanadeildar. Fjöldi ársverka eftir atvinnugreinum Eins og að framan segir fjölgaði ársverkum milli áranna 1982 og 1983 um 2.344, ef miðað er við framtaldar vinnuvikur. Ef horft er til frumvinnslu- og úrvinnslu- greina fjölgaði ársverkum nánast ekki neitt milli ára, eða aðeins um fjórtán ársverk, eða 0,6%. Minna mátti það ekki vera. Þetta þýðir að nær öll aukningin, eða 2.220 árs- verk, varð í þjónustugreinum. Ársverkum I landbúnaði fækk- aði um 324, eða 3,5%, milli áranna 1982 og 1983. Þó segir I ritinu að „margt bendi til þess að árs- verkafjöldi í landbúnaði sé oftal- inn“. Arsverkum í almennum iðn- aði fækkaði um 193, eða 1,2%. Ársverk í fiskveiðum stóðu nánast í stað, fjölgaði um 0,9%, en fisk- vinnslan bætti við sig 500 störfum, eða 5,2%. Störfum, sem flokkuð eru sem „ýmis þjónusta", fjölgaði mest, eða um 1.749 eða 6% milli ára, verzlun, veitinga- og hótelrekstur bættu við sig 555 störfum eða 3,7% og bankar, tryggingar og þjónusta við atvinnurekstur 187 störfum eða 2,9%. Meðallaun eftir landshlutum Meðallaun 1983, án landbúnað- ar, eftir landshlutum, vóru hæst í skattumdæmi Reykjaness, eða kr. 287.000. Síðan koma skatt- umdæmin í þessari röð, eftir með- altekjum: 2) Vesturland 283 þús- und, 3) Vestfirðir 281 þúsund, 4) Suðurland 277 þúsund, 5) Austur- land 274 þúsund, 6) Norðurland eystra 268 þúsund og 7) Norður- land vestra 257.000. Norðurlandsumdæmin reka lestina. Meðallaun á Norðurlandi vestra 1983 vóru 6,9% undir lands- meðaltali og 30.000 krónum lægri en á Reykjanesi. Þetta samsvarar því að I lægsta skattumdæminu vantar hvern framteljanda rúm mánaðarlaun 1983, miðað við beztu útkomuna. Hækkun meðallauna milli ár- anna 1982 og 1983 var mest á Suð- Vinnan og verðmætin Fjölmiðlar tíunda gjarna átök á vinnumarkaði um skiptingu þjóðartekna. Baksviðið, hvern veg verðmætin verða til, hvern veg í skiprúm er skipað, hvað einstakar starfsstéttir eða landshlutar leggja í þjóðarbúið eða bera úr býtum o.s.frv. skiptir þá minna máli, að því er virðist. Vinnumarkaðurinn 1983 heitir heimilidarrit, sem áætlanadeild Framkvæmdastofnunar hefur gefið ÚL Þingbréf gluggar lítillega í tölfræðilegar upplýsingar þess í dag. Myndin hér að ofan sýnir ýmsa frammámenn í verkalýðshreyfingu heilsa upp á Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra. urlandi eða 58,3%, næstmest á Austurlandi 55,7%, en lægst á Vestfjörðum 50,3% og næstlægst á Vesturlandi 52,2%. Meðallaun á landinu öllu vóru 276 þúsund 1983 og hækkuðu um 54,2% frá árinu áður. Hækkun heildarlauna var 58,2% á sama tíma. Meðallaun eftir kyni og atvinnugreinum Meðallaun karla vóru verulega hærri en kvenna 1983. Meðallaun karla vóru 16,2% hærri en lands- meðaltal, ef landbúnaði er sleppt úr dæminu, en meðallaun kvenna 24,5% lægri. Hæstu meðallaun vóru hjá körlum við fiskveiðar, 468 þúsund, sem er 76,6% hærra en landsmeðaltal. Meðallaun kvenna 1983 vóru hæst í fiskveið- um og samgöngum eða um 220.000, þ.e. um 17% undir landsmeðaltali. Öll karlastörf nema í landbúnaði skila launum yfir landsmeðaltali en 011 kvennastörf lægri launum en landsmeðaltalið þetta ár. Með- allaun karla vóru 51,9% hærri en meðallaun kvenna, en konur vinna verulega styttri vinnudag. Fiskveiðar skila hæstum laun- um 1983, samkvæmt heimildariti Framkvæmdastofnunar, eða 72,8% yfir landsmeðaltali. Fisk- vinnslan skilar hinsvegar launum undir landsmeðaltali sem svarar 4,9%. Landbúnaður skilar lang- lægstum launum, 46,8% undir landsmeðaltali. Um 56% þeirra, sem skiluðu fleiri vinnuvikum en 13, vóru karl- ar en 43,1% konur. Á hinn bóginn unnu karlar um 61% heildarárs- verka en konur aðeins 39%. Þetta sýnir hve hlutastörf eru algengari hjá konum en körlum. Þróun starfa eftir atvinnugreinum • Ársverkum fækkaði um 324 í landbúnaði 1983. Hækkun launa i landbúnaði varð minni milli ár- anna 1982 og 1983 en í öðrum at- vinnugreinum eða 41% og vóru síðara árið aðeins 53,2% af meðal- launum í landinu. • í fiskveiðum fjölgaði starfs- mönnum um 0,9% 1982—1983 á heildina litið. Þeim fækkaði hins- vegar á Reykjanesi og Norður- landi. Þeim fjölgaði um 9% bæði á Vestfjörðum og Austurlandi. Fisk- veiðar skiluðu hæstum meðallaun- um 1983, kr. 427.000. Hæst urðu þau á Vestfjörðum kr. 503.000. Hækkun meðallauna í fiskveiðum 1983 nam 60,7%. • Ársverkum í fiskvinnslu fjölg- aði um 500 1983, eða 5,2%. Störf- um fjölgaði hvarvetna í fisk- vinnslu nema á Reykjanesi; þar fækkaði starfsmönnum um 2% og ársverkum um 3,8%. Hlutfallsleg fjölgun starfa í fiskvinnslu var mest á Vestfjörðum, 9,9%, og Austurlandi 9,5%. Meðallaun í fiskvinnslu vóru 4,9% undir lands- meðaltali 1983 en hækkuðu um 53% frá fyrra ári. • 1 heild fækkaði starfsmönnum í iðnaði um 231 og ársverkum um 190 milli áranna 1982 og 1983. Mest varð fækkunin í ál- og járn- blendiiðnaði. Laun f iðnaði eru mjög mismunandi en meðallaun í iðnaði vóru rétt ofan við lands- meðaltal. Lægst vóru þau í vefjar- iðnaði, 17,4% undir landsmeðal- tali, en hæst í áli og járnblendi, 46% hærri en landsmeðaltal. • í byggingum og mannvirkjagerð fækkaði starfsmönnum 1982-1983 um 1,6% eftir 10,7% Ræðukeppni innan JC-félaga KÆÐUKEPPNI milli JC Ness og JC Árbæjar fer fram laugardaginn 6. aprfl nk. í sal Tónlistarskóla Seltjarnarness og hefst klukkan 14.00. Keppnin er undanúrslit og mun það ræðulið sem sigrar keppa til úrslita við JC Kópavog á landsþingi JC-hreyfingarinn- ar, sem haldið verður á Egils- stöðum dagana 23. til 26. maí. Umræðuefnið er borið fram af JC Árbæ og leggur félagið til að ungt fólk á aldrinum 16 til 22 ára verði gert skylt að vinna í fisk- vinnu í átta mánuði. Börn flytja páskaguð- spjallið í Neskirkju á páskadag BÖRN og unglingar sýna helgileik- inn „PáskaguAspjallió“ í Nes- kirkju á páskadag klukkan 14.00. Undirleik annast Jónas Þórir Þórisson. Kolbrún á Heygum syngur einsöng og John Young leikur á fiðlu. Séra Frank M. Halldórsson flytur páskahug- vekju. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Reynis Jónassonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.