Morgunblaðið - 17.04.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRlL 1985
5
Munið íslandsmótið í vaxtar-
rækt í Broadway 28. apríl nk.
Sakadómsúrskurðurinn
kærður til Hæstaréttar
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðiö
að kæra til Uæstaréttar úrskurð Saka-
Ráðgjafi íslendinga
í Rockali-málinu:
Réttur íslend-
inga meiri en
annarra
„ÞAÐ ER tvímælalaust meginnið-
urstaða dr. Talwanis, ráðgjafa
okkar í þessu máli, að réttur ís-
lendinga til Rockall-svæðisins sé
meiri en annarra þjóða,“ sagði
Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingis-
maður, í samtali við blm. Morgun-
blaðsins um nýlegan fund Dana,
íslendinga og Færeyinga um svo-
kallað Hatton-Rockall-svæði.
„Málið hefur verið rætt í utan-
ríkismálanefnd og ríkisstjórn
eftir þennan fund og verið er að
undirbúa næstu skref í því,“
sagði Eyjólfur. „Sjálfur er ég
þeirrar skoðunar, að við eigum
hiklaust að helga okkur svæðið
ásamt Færeyingum og helst að
það verði allt í sameign okkar."
Hann sagði almennt viður-
kcnnt, að írar ættu ekki tilkall
til svæðisins og mjög vafasamt
væri að krafa Breta til þess gæti
talist réttmæt.
dóms Reykjavíkur frá því á laugar-
dag, þar sem synjað var kröfu Rann-
sóknarlögreglu ríkisins um gæslu-
varðhald yfir 19 ára pilti, sem rak
annan yngri á hol með hníf við
Hlemm aðfaranótt laugardagsins.
Árásarmaðurinn var látinn laus seint
á laugardagskvöldið eftir að úrskurð-
ur sakadóms var genginn. Sá sem
varð fyrir hnífsstungunni er alvarlega
særður en talinn úr lífshættu.
Þórður Björnsson ríkissaksókn-
ari sagðist í gær vilja láta reyna á
það fyrir Hæstarétti, hvort úr-
skurður sakadóms fengist staðist og
myndi hann í dag, miðvikudag,
senda Hæstarétti greinargerð sína
um málið.
Ríkissaksóknari tilkynnti saka-
dómi um ákvörðun sína í gær og
jafnframt að hann myndi gera
kröfu um að árásarmaðurinn yrði
látinn sæta geðrannsókn.
Þegar synjunarúrskurður saka-
dóms hafði fallið á laugardaginn
gerði Rannsóknarlögregla ríkisins
nýja kröfu um að árásarmaðurinn
yrði settur í farbann og gert að til-
kynna sig til RLR. Við þeirri kröfu
var orðið þannig að piltinum er nú
óheimilt að fara út af höfuðborg-
arsvæðinu fram til 12. maí næst-
komandi og verður hann að mæta
til Rannsóknarlögreglu ríkisins
tvisvar í viku.
Hæstiréttur mun væntanlega
hraða meðferð málsins eftir að
formleg kæra hefur borist frá ríkis-
saksóknara siðar í dag.
Jón Sólnes á bæjarstjórnarfundi á Akureyri:
Tryggiö ykkur borö tímanlega á skrif-
stofu Broadway í síma 77500.
Missið ekki af þessari einstæöu
skemmtun þar sem RÍÓ fer á kostum
meö stórhljómsveit Gunnars Þóröar-
sonar.
ÞIVÍJUIKhÚI&H) \
ORÆJNA'
tyfTAN
Irumsýn. 23. april
2. sýn 25. april.
MKapamMr I ora 77SOO
WAY
Eyþór Einarsson
116 á atvinnuleysisskrá
en enginn fæst til vinnu
Akureyri, 16. apríl. ^
Eyþór Einars-
son kjörinn
formaður Nátt-
úruverndar-
nefndar
Evrópuráðsins
EYÞÓR Einarsson, grasafræðingur
og formaður Náttúruverndarráðs,
hefur verið kjörinn formaður Nátt-
úruverndarnefndar Evrópuráðsins.
Er Eyþór fyrsti Norðurlandabúinn
sem kjörinn er formaður nefndar-
innar.
Náttúruverndarnefnd Evrópu-
ráðsins hefur starfað allt frá ár-
inu 1963 og var Evrópuráðið eitt
af fyrstu alþjóðastofnunum til að
taka náttúruverndarmál sérstak-
lega inn á sína dagskrá. Eyþór
hefur verið fulltrúi íslands í
nefndinni allt frá upphafi. Fráfar-
andi formaður var frá Frakklandi
og lét hann af störfum á aðalfundi
nefndarinnar sem haldinn var í
Strassburg 19. til 22. mars sl., en á
þeim fundi var Eyþór kjörinn
formaður.
Akureyri, 16. aprfl.
Á FUNDI bæjarstjórnar Akureyrar í
dag gerði Jón G. Sólnes bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins að umtalsefni
skýrslu vinnumiðlunarskrifstofunnar
varðandi atvinnuleysi á Akureyri, en í
skýrslunni segir að 29. mars sl. hafi
116 manns verið skráðir atvinnulaus-
ir í bænum. Jón kvaðst hafa það eftir
verkstjórum Útgerðarfélags Akureyr-
inga og niðusuðuverksmiðju K.
Jónssonar að bæði þau fyrirtæki sár-
vanti fólk í vinnu og að leitað hafi
verið til vinnumiðlunarskrifstofunnar
án árangurs. Fannst bæjarfulltrúan-
um undarlegt að enginn fengist til
vinnu þar sem bráðvantaði fólk þrátt
fyrir að 116 manns væru á atvinnu-
leysisskrá.
í umræðum, sem spunnust á
INNLENT
Vísitala fram-
færslukostnaðar
l,68%hærri en
í marsbyrjun
KAUPLAGSNEFND hefur reikn-
að vísitölu framfærslukostnaðar
miðaö við verðlag I aprflbyrjun
1985. Reyndist hún vera 132,09
stig (febrúar 1984, 100), eða 1,68%
hærri en í marsbyrjun 1985.
Af þessari hækkun vísitölunn-
ar stafa 0,7% af hækkun mat-
vöruverðs, þar af 0,2% vegna
hækkunar á verði búvöru, 0,1%
vegna hækkunar húsnæðisliðs
vísitölunnar og 0,9% vegna
ýmissa annarra verðhækkana.
Hækkun vísitölunnar um
1,68% frá mars til apríl svarar
til um 22,1% árshækkunar.
Hækkunin undangengna þrjá
mánuði er 8,02% og svarar til
36,1% árshækkunar en hækkun-
in undanfarna tólf mánuði er
28,8%.
Ríkissaksóknari um hnífsstungumálið við Hlemm:
fundinum, sagði Helgi Bergs bæj-
arstjóri meðal annars, að hann
teldi að þessir 116 einstaklingar
væru ekki raunverulega að leita sér
að atvinnu heldur væri þarna um
að ræða fólk, sem væri „á milli
starfa“. Hann kvaðst einnig telja
að í þessum hópi væri og gamalt
fólk, sem ætti að fara á eftiriaun
innan tíðar en nýjar reglur um at-
vinnuleysisbætur gæfu því kost á
að hætta vinnu fyrr en ella og njóta
þess í stað atvinnuleysisbóta. Bæj-
arstjóri sagði að lög um atvinnu-
leysisbætur, sem samþykkt voru
fyrir tveimur árum, hefðu rýmkað
reglur um bætur það mikið að ýms-
ir nytu nú atvinnuleysisbóta án
þess að vera atvinnulausir í raun
og veru.
Undir þessa skoðun tóku aðrir
bæjarfulltrúar á fundinum. Jafn-
framt kom fram hjá Jóni Sigurð-
arsyni, formanni atvinnumála-
nefndar Akureyrarbæjar, að vax-
andi bjartsýni gætti nú um að Ak-
ureýri væri að komast út úr at-
vinnuleysisvanda undanfarinna
mánaða. Hann sagði að tölur um
aðflutta til bæjarins fyrstu þrjá
mánuði þessa árs bentu til þess að
•bæjarbúum færi nú aftur fjölgandi.
- G.Berg.
e\
^ rs\I
Næsta skemmtun föstudagskvöld, upp-
selt í mat laugardagskvöld. RÍÓ hefur
svo sannarlega slegiö í gegn meö
skemmtunum sínum í Broadway og er
þaö mál manna aö þetta sé meö allra
bestu skemmtunum sem sviösettar
hafa verið á landi voru, enda hafa tug-
þúsundir manna farið frá Broadway
meö bros á vör.