Morgunblaðið - 17.04.1985, Side 27

Morgunblaðið - 17.04.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 27 Harður skóli að eign- ast þak yfir höfuðið — eftir Sigurbjörn Þorkelsson Helsta umræðuefni manna á meðal þessa dagana er hversu illa gengur hjá fólki að eignast þak yfir höfuðið. Er helsta ástæðan háir vextir og verðtryggð lán. Fyrir um ári síðan hóf ég leit að íbúð. Ég yfirfór fasteignaauglýs- ingarnar hér á síðum Morgun- blaðsins, setti mig síðan í sam- band við fjölda fasteignasala og skoðaði fjölda ibúða. Eftir þó nokkra leit og gerð tilboða var til- boði mínu tekið i eign eina sem ég gat vel hugsað mér. Kominn var á bindandi kaupsamningur og nú hófst lífið fyrir alvöru. Lífið hafði verið hreinn barnaleikur fram að þessum tíma, ef miðað er við íbúð- arkaupin og allt sem þeim hefur fylgt. Þetta hefur verið miskunn- arlaus skóli. Hlutur seljanda Oft hefur maður heyrt talað um að seljendur íbúða hafi þurft að standa í lögfræðiströggli vegna þess að kaupandi íbúðarinnar stendur ekki í skilum. f þessu til- felli var málinu háttað á annan veg. Ekki nóg með að þurfa að taka við eigninni óþrifinni og þurfa að byrja á að henda ýmsu drasli sem fyrri eigandi hafði ekki áhuga á að hirða, heldur þurftum við að standa í leiðindamáli vegna þess að seljandi aflétti ekki áhvíl- andi skuldum, sem fylgdu ekki kaupunum. Það var tekið fram í kaupsamningi að umrædd skuld væri óviðkomandi kaupanda og tiltekin var sá dagur er afléttingin átti að fara fram. (Þ.e.a.s. loka- dagur.) Seljandi kenndi fasteigna- sala um rangar upplýsingar og rengi ég hann ekki um það, þar sem fasteignasalarnir virka að- eins sem sölumenn sem hirða sina prósentu með sem auðveldustum hætti. Fasteignasalarnir veita litla sem enga ráðgjöf, hvorki selj- anda né kaupanda, að minnsta kosti ekki eftir að kaupin hafa átt sér stað. Húsnæðisstofnun ríkis- ins veitir ekki ráðgjöf áður en kaup fara fram, aðeins eftir að kaupin hafa verið gerð og allt að fara til kaldra kola. Þvi er hvergi hægt að fá ráðgjöf um íbúðarkaup á réttum tíma þ.e.a.s. áður en kaupin fara fram eða rétt eftir að kaupsamningur hefur verið gerð- ur. Varhugavert aö yfirtaka handhafabréf Þegar yfirteknar eru skuldir, sem hvilt hafa á eigninni, er mik- ilvægt að fá sem bestar upplýs- ingar um skuldirnar. Ég lenti i því að yfirtaka handahafabréf, sem ég vissi lítið um. Þetta eru tiu bréf, Sigurbjörn Þorkelsson „Öfugþróun að þeir sem kaupa sér íbúd í eldra húsnæði fái helmingi lægra lán frá Húsnæð- isstofnun ríkisins en þeir sem byggja.“ öll eins og hefðu þvi getað legið á eins mörgum stöðum og bréfin eru. Þegar kom að fyrsta gjald- daga, sem er einu sinni á ári, vissi ég ekki hvernig ég átti að snúa mér. Ég fékk enga tilkynningu frá eigendum bréfanna og þeir gerðu ekki tilraun til að gefa sig fram á annan hátt. Ef ég hefði ekki dep- onerað fyrir skuldinni í banka, veit ég ekki hvernig hefði farið. Bréfin eru á hæstu lögleyfðu vöxt- um. Segjum að eigendur bréfanna hefðu sent vanskilin til lögfræð- ings einum til tveimur mánuðum eftir gjalddaga þá hefðu verið komnir svo miklir vextir á upp- hæðina að það hefði orðið minn bani. Upphæðin hefði að sjálfs- ögðu verið komin langt umfram greiðslugetu. Ég er ekki að full- yrða að eigendur bréfanna hafi haft þetta í hyggju, en ef svo er, þá er þetta afar vafasöm og óheiðarl- eg aðferð, þ.e.a.s. að gefa sig ekki fram fyrr en upphæðin á bréfun- um er komin i þá tölu með drátt- arvöxtum að eigendur telji sig hafa not af upphæðinni. Það er engin afsökun að hafa ekki vitað um eigandaskipti af eigninni. Eðlilegt fólk sendir út tilkynn- ingar í gegn um banka eða með einhverjum öðrum hætti. Og veðið fylgir íbúðinni en ekki seljandan- um sem lét veðsetja íbúðina. Helsti vandi íbúðar- kaupenda er: 1. Hvergi hægt að fá ráðgjöf um kaupin. 2. Of hár hluti af íbúðarverðinu, svokölluð útborgun greidd selj- anda á fyrsta árinu eða um 80%. Oft er restin svo yfirtekin áhvíl- andi skuld á íbúðinni, sem þarf að byrja að greiða af strax á fyrsta árinu. Seljandinn þarf yfirleitt að eignast annað þak yfir höfuð sitt. Hann notar því greiðslurnar sem hann fær af sinni fyrri íbúð til að geta eignast þá næstu. Þannig er þetta keðjuverkandi og breytti því litlu þó greiðslurnar komi á lengri tíma. Það helsta sem gæti breyst, væri að vanskil sem oft eru keðju- verkandi yrðu minni. 3. Verðtryggð lán og okurvexti verður að afnema og það strax ef fleiri eiga ekki að bíða stórtjón af þessu fráleita fyrirbæri. Taka verður upp RAUN-VEXTI. 4. Lækka verður skatta á meðan aðalgreiðslubyrðin er. 5. Öfugþróun að þeir sem kaupa sér íbúð í eldra húsnæði fái helm- ingi lægra lán frá Húsnæðisstofn- un ríkisins en þeir sem byggja. (Það er ekki hægt að byggja enda- laust tveggja og þriggja herbergja íbúðir, því verður að láta þá sem kaupa íbúðir i eldra húsnæði sitja við sama borð og þá sem byggja. Ekki síst vegna þess að sá sem byggir t.d. í byggingarsamvinnu- félagi getur oft ráðið hve stíft hann greiðir, eftir því í hvaða áfanga hann er. En íbúðarkaup- andinn verður að greiða 80% af íbúðarverðinu á fyrsta árinu plús afborganir á yfirteknum skuldum. 6. Stærsta atriðið að mínu áliti er það að Húsnæðisstofnun ríkisins segi satt og rétt frá hvenær Hús- næðisstjórnarlán komi til af- greiðslu. Áður en sótt var um lán til Húsnæðisstofnunar Rikisins fékk maður þær upplýsingar að lán væru afgreidd 6 — 7 mánuðum eftir að sótt væri um. En hinsveg- ar eftir að sótt hafði verið um lán- ið og spurt hvenær það kæmi til afgreiðslu var svar Húsnæðis- stofnunar 10—12 mánuðir. Þar með var öll greiðsluáætlun komin úr skorðum. Slík sviksemi ríkis- valdsins gengur ekki. Þegar lánið loksins kemur til afgreiðslu hrekkur það varla fyrir vöxtum af skammtímalánum, ef fólk er þá svo heppið að fá einhver skamm- timalán. Ríkisvaldið getur ekki búist við heiðarlegum þegnum ef þeir sem fara með fjármál ríkisns standa ekki i skilum og búa til vanskilamenn vísvitandi. Sigvrbjörn ÞOrkelsaon i sæti í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæóismanna í Reykjarík og starfar rið innflutning á jirni hji heildrerslun Guðmundar Arasonar. Skarphéðinn brýnir þingmenn SelfoHHÍ, 15. aprfl. Á 63. héraðsþingi Hér- aössambandsins Skarph- éöins í febr. sl. samþykktu fundarmenn brýningu til handa þingmönnum kjör- dæmisins um brúargerö og framkvæmdir viö Markarfljót. Leiðrétting í frásögn í Morgunblaðinu í gær af vígslu Biskupsstofu í nýjum húsakynnum í Suðurgötu 22 var þess getið að dr. Guðmundur Finnbogason hefði látið reisa hús- ið, en rétt er að fram komi að þau létu byggja það saman hann og Anna Ásmundsdóttir, kaupkona. Áskorunin á þingmennina er svohljóðandi: „63. héraðsþing Skarphéðins haldið að Heimalandi 23. og 24. febr. 1985 skorar hér með á alla þingmenn Suðurlandskjör- dæmis að þeir sameini krafta sína og beiti sér af alefli fyrir því að framkvæmd verði var- anleg styrking á varnargörðum Markarfljóts. Héraðsþing minnir á þá staðreynd að vatnsveita Vestmannaeyja á Landeyjasandi er í bráðri hættu vegna ágangs fljótsins vestur á sandinum. Það er ljóst að framkvæmdir við Markarfljót á Landeyja- sandi fram til sjávar er verk- efni sem ekki verður hjá kom- ist. Héraðsþingið leggur til að hið fyrsta verði hafist handi við byggingu nýrrar brúar á Markarfljóti ásamt fyrirhug- aðri vegagerð vegna brýnnar nauðsynjar." siq. jóps. Hugleiðslu- og jóganámskeið „Hugleiðsla-vitundarbreyting" nefnist þriggja kvölda námskeið í hugleiðslu og jóga sem Samtök Prátista standa fyrir. Námskeiðið er ætlað byrjendum og er mark- miðið að þátttakendur nái valdi á einfaldri hugleiðslutækni og kynnist grunnhugtökum Jóga- heimspekinnar. Námskeiðið er haldið í Aðal- stræti 16 og hefst annað kvöld. kKpping fyrirþig PAL SECAM Klipptu og settu saman efni á VHS-kassettun- um þínum aö eigin vild. Hreinsaöu stubba af mörgum kassettum yfir á eina, settu saman eig- in dagskrá úr efni sem þú hefur tekiö upp. Fjöl- faldaðu efni sem þú vilt gefa kunningjunum. Leigjum út fullkomnustu klippi- og yfirfærslu- tæki sem til eru á markaönum fyrir VHS-kass- ettur. Viö klippum fyrir þig eöa þú getur klippt sjálfur, meö eöa án leiöbeinanda — ef þú óskar þess frekar, klippum viö eftir þinni uppskrift án þess þú þurfir aö vera viöstaddur. Upplýsingar í síma: 28810 eöa 45387. Viðskiptafræðingar — Hagfræðingar Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræöinga verður hald- inn að Hótel Holti fimmtudaginn 18. apríl kl. 16.00. Aö aðalfundarstörfum loknum verður fjallaö um útflutn- ingsmál. Viðskiptaráðherra Matthías Á. Mathiesen flytur erindi sem hann nefnir „Aðgeröir stjórnvalda til aö auka útflutning“. Þá mun Steinar Berg Björnsson forstjóri Lýsis og stjórnarformaður Útflutningsmiöstöövar iönaö- arins flytja erindi sem hann nefnir „Efling útflutnings". Fundarstjóri er Gylfi Þ. Gíslason prófessor. Félag viöskíptafræöinga og hagfræöinga. SnitlPlHHVf i iÐfiii lJUP i-JVJ wLM Wáá | Kartöfluskrúfur 3 tegundir: venjulegar með papriku með salti og pipar LEN £ Salernispappír 8 rúllur í pk h LEN £ Eldhúsrúllur 4 rúllur í pk Róm R Búðingar 4 tegundir: með vanillu með karamellu með rommi með súkkulaði j> Hrísgrjón 1 Ibs og 2 Ibs jSitlgct iF\ Niðursoðin jarðarber 850 gr ...vöruverð í lágmarki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.