Morgunblaðið - 17.04.1985, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985
jr
Astralía og Kína
stefna að efna-
hagssamstarfi
^ ('anberra, Ástralíu, 16. apríl. AP.
í DAG komust Kína og Ástr-
alía að samkomulagi um að
kanna möguleika á víðtæku
efnahagssamstarfi ríkjanna,
sem gæti orðið fordæmi að
frekara viðskipta- og menning-
arsamstarfi Kína við vestræn
ríki.
í sameiginlegri tilkynningu Hu
Yaobang, aðalritara kínverska
kommúnistaflokksins, og Bob
Hawke forsætisráðherra, sem
gefin var út eftir viðræðurnar,
sagði, að góðar horfur væru á, að
efnahagssamvinna gæti tekist
með ríkjunum, „einkum á sviði
járn- og stálframleiðslu".
Á fundi í blaðamannafélagi
Ástralíu sagði Hu, að sú stefna
Kína að opna dyr landsins væri
varanleg, og ef einhver breyting
yrði þar á, yrði hún í þá átt að
opna dyrnar enn meir.
Hu Yaobáng kom til Canberra
á sunnudag, en þar var fyrsti við-
komustaður flokksritarans á 21
dags ferðalagi hans um Ástralíu,
Nýja-Sjáland, Papua Nýju-
Guineu, Fidji-eyjar og Vestur-
Samoa-eyjar.
Enn fremur sagði, að stefnt
yrði að sameiginlegri fjárfest-
ingu á þessu sviði í Kína og kín-
versk fyrirtæki hvött til að
kaupa hrámálma og hálfunna
málma frá Ástralíu.
ERLENT,
Á leið frá Líbanon
ísraelskir hermenn aka stríðsvögnum sínum burt frá einni af herstöðvum sínum í Líbanon. Flutningar þcssir
voru þáttur í brottflutningi fsraela frá sjö baejum shíta í suðurhluta landsins.
Aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO:
Hættir vegna ágreinings
við framkvæmdastjórann
París, 16. aprfl. AP.
GENGI
m^mmmmmmmmmmm^^mmmmm^mmmmmmmmm^^mmm
GJALDMIÐLA
liondon 16. apríl. AP.
SÚ STAÐREYND að fram-
leiðsluaukning varð minni í
Bandarfkjunum í marsmánuði en
búist var við olli því, að dollarinn
féll í verði í dag gagnvart helstu
gjaldmiðlum öðrum en breska
pundínu.
Samkvæmt töium sem birtar
voru í Washington í dag jókst
iðnaðarframleiðslan í mars um
0,3%. Flestir gjaldeyrissalar
höfðu búist við 0,5% aukningu
eða meira.
Tölur þessar ýttu undir þá
skoðun, að sögn gjaldeyrissala,
að efnahagsbatinn í Bandaríkj-
unum væri á fallandi fæti, en
hann hefur verið meginfor-
senda hins háa dollaragengis
undanfarin ár.
Staða dollars gagnvart öðr-
um gjaldmiðlum var í dag sem
hér segir: Vestur-þýsk mörk
3,0125 (0,0230); svissn. frankar
2,5055 (2,5425); franskir frank-
ar 9,1950 (9,2400); hollensk
gyllini 3,4075 (3,4200); ítalskar
lírur 1,928,25 (1,936,50); kanad.
dollarar 1,3597 (1,3615).
GERARD Bolla, varafram-
kvæmdastjóri UNESCO og op-
inber talsmaður stofnunarinn-
ar, lét af störfum í dag vegna
ágreinings við Amadou Maht-
ar M’Bow, aðalframkvæmda-
stjóra, um ráðningarsamning
sinn og starfshætti stofnunar-
innar.
Bolla, sem er 63 ára að aldri,
hefur starfað fyrir UNESCO,
Menningar- og vísindastofnun
Sameinuðu þjóðanna, í þrjá ára-
tugi og haft forystu um mörg þau
verkefni stofnunarinnar, sem
mestan árangur hafa borið. Hann
hafði óskað eftir að ráðningar-
samningur sinn yrði framlengdur
til ársloka, en M’Bow synjaði
þeirri beiðni.
ónafngreindur heimildarmaður
hjá UNESCO sagði að Bolla hefði
ekki treyst sér til að þiggja ráðn-
ingarsamning til tveggja mánaða,
sem M’Bow bauð honum. Hann
sagði að margir hæst settu
starfsmenn stofnunarinnar væru
aðeins ráðnir til nokkurra mánaða
í senn og vildi M’Bow með því
tryggja að þeir væru honum und-
irgefnir.
í næsta mánuði kemur fram-
kvæmdastjórn UNESCO saman til
mikilvægs fundar í höfuðstöðvun-
um í París þar sem fjárhags- og
starfsáætlun fyrir árið 1986—1987
er á dagskrá. Heimildarmaður AP
sagði að Bolla vildi ekki taka þátt
í undirbúningi þess fundar, nema
að hann hefði tryggingu fyrir því
að hann gæti tekið þátt í fundin-
um og aðalþingi stofnunarinnar,
sem haldið verður í Búlgaríu í
haust.
Eftir öðrum heimildum hjá UN-
ESCO hefur AP að verulegur
ágreiningur hafi verið til staðar
milli Bolla og M’Bow um starfs- og
fjárhagsáætlunina 1986—1987 og
varaframkvæmdastjórinn kosið
að láta af störfum til að verða ekki
bendlaður við hana.
M’Bow skipaði Bolla aðstoðar-
framkvæmdastjóra UNESCO árið
1982 og fól honum að finna leiðir
til að bæta starf og skipulag stofn-
unarinnar áður en Bandaríkja-
stjórn tæki endanlega ákvörðun
um að hætta þátttöku í starfsem-
inni.
Hugheilar þakkir flyt ég öllum þeim sem
sýndu mér vinsemd og viröingu í tilefni af
50 ára klausturafmæli mínu 17. mars sl.
Systir Hildegard.
Nýr leiðtogi og gamall. Kahman Swareddahab hershöfðingi (t.v.) og Gaafar
Nimeiri (Lh.). Nimeiri var leiðtogi í Súdan þar til um páskana að herinn, með
Swareddahab í broddi fylkingar, steypti honum af stóli. Myndin var tekin nú
nýlega, eða aðeins nokkrum vikum fyrir valdatökuna.
Suður-Súdan:
AUGLYSING
íbúö fræöimanns i húsi Jóns Sigurössonar i Kaup-
mannahöfn er laus til afnota timabiliö 1. september 1985
til 21. ágúst 1986. Listamenn eöa visindamenn, sem
byggjast stunda rannsóknir eöa vinna að verkefnum i
Kaupmannahöfn, geta sótt um afnotarétt af íbúöinni. í
íbúöinni eru fimm herbergi og fylgir þeim allur nauö-
synlegasti heimilisbúnaöur. Hún er látin í té endurgjalds-
laust. Dvalartimi i íbúöinni skal eigi vera skemmri en 3
mánuðir en lengstur 12 mánuöir, en venjulega hefur
henni veriö ráöstafaö til þriggja mánaöa i senn.
Umsóknir um íbúöina skulu hafa borist stjórn Húss Jóns
Sigurössonar, Islands Ambassade, Dantes Plads3,1556
Köbenhavn V, eigi siöar en 20. mai nk.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi meö dvöl
sinni i Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum.
Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi óskaö er eftir
íbúðinni, svo og fjölskyldustærð umsækjenda. Tekiö
skal fram aö hússtjórn ætlast til aö dvalargestir nýti út-
hlutaðan tíma sinn að fullu viö störf í Kaupmannahöfn.
Sérstök umsóknareyöublöð er hægt að fá á skrifstofu
Alþingis i Alþingishúsinu i Reykjavík og i sendiráöinu í
Kaupmannahöfn.
Stjórn Húss Jóns Sigurössonar.
Þrýstimælar
Allar stæröir og gerðir
SflíyiíflaíyigjiOB3
Vesturgötu 16, sími 13281)
Leiðtogar vilja öðl-
ast sjálfsforræði
Khartoum, 16. uprfl. AP.
LEIÐTOCAR þriggja héraða í suðurhhita Súdan hafa krafízt þess af nýju vald-
hofunum að héruðin verði á ný sameinuð í eitt svæði með sjálfsforrteði, sem verði
i ríkjasambandi við norðurhéruðin.
Árangur þessa er sá, að í nýrri
stjórn Súdan verða þrír ráðherrar,
sem sinna munu sérstaklega málefn-
um suðurhlutans. f þeim hópi verður
að öllum líkindum John Garang,
fyrrum ofursti i her Súdan, sem er
forsprakki hreyfingar, sem hóf ófrið
gegn Nimeiri á miðju ári 1983, eftir
að Nimeiri skipti suðurhluta Súdan
upp í þrjú stjórnsvæði. Átökin
hörðnuðu til muna er Nimeiri ákvað
í september sl. að Sharia, lög Islams,
skyldu ná til landsmanna allra.
Samuel Aru Bol, leiðtogi stjórn-
málasambands Suður-Súdan, sem
stofnað var aðeins 6 stundum eftir
byltinguna 6. apríl, sagði að suður-
héruðin gætu sætt sig við að búa við
lagabókstaf múhameðstrúarmanna,
Sharia, þótt flestir íbúanna væru
ekki múhameðstrúar. „En það er siö-
leysi að höggva af mönnum útlimi og
húðstrýkja. Við getum sætt okkur
við að lúta Sharia, meðan það tak-
markast við bænina,“ sagði Bol.
Bol, sem er 56 ára, segir leiðtoga í
suðurhlutanum áfram um að stöðva
bardaga þar, stofna stjórnmála-
flokka og koma þar á röð og reglu.
Leiðtogar í suðurhlutanum hafa
lengi haldið fram að leiðtogar í
Khartoum hafi skilið suðurhlutann
útundan. Árið 1972 var gert sam-
komulag, sem undirritað var í Addis
Ababa í Eþíópíu, þar sem suðurhlut-
anum var m.a. lofað sjálfsforræði.
Með samkomulaginu var endi bund-
inn á 17 ára borgarastríð í Súdan, en
ófriður hófst á ný á miðju ári 1983,
eins og fyrr segir.