Morgunblaðið - 17.04.1985, Page 29

Morgunblaðið - 17.04.1985, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 29 Perú: Hætt við seinni hluta kosninganna? Lima, Perú, 16. aprfl. AP. ALAN Garcia, frambjóðandi jafnað- armanna, hrósaði glæstum sigri í for- setakosningunum á sunnudag. Voru viðræður sagðar í gangi síðla á mánu- dag um þann möguleika að sleppa síðari hluta kosninganna, þar sem forsetaefni marxista verður einnig í framboði. Fráfarandi forseti, Fernando Belaunde Terry, sagði á frétta- mannafundi á mánudagskvöld, að Bandaríkin: 11 rauðhærðar konur myrtar á vegum úti hann áliti júníkosningarnar óþarf- ar, þar sem úrslitin væru þegar ráðin. „Þjóðin er búin að kveða upp dóm sinn,“ sagði hann. Opinber úrslit kosninganna munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur, en á mánudag sýndu allar kosningaspár, svo að ekki var um að villast, að Garcia mundi fá yfir 45% atkvæða. Sá sem næstur kom samkvæmt kosningaspánum var Alfonso Barr- antes, borgarstjóri í Lima og fram- bjóðandi marxista, með um 22% atkvæða. Yfir 7 milljónir kjósenda greiddu atkvæði í kosningunum á sunnudag og virtu þar með að vettugi hótanir skæruliða um hermdarverk. Á kjörskrá voru 8,3 milljónir. Danadrottning 45 ára AP/Símamynd Margrét Þórhildur Danadrottning, maður hennar Amalienborgarhöllina. Um 15 þúsund manns voru þar Henrik prins og synir þeirra, Friðrik krónprins og samankomin til að hylla drottningu á afmælisdegi Jóakim, veifa til viðstaddra á torginu fyrir framan hennar, en hún varð 45 ára í gær, þriðjudag. Knoxville, Tennessee, 16. aprfl. AP. Á LAUGARDAG fannst ellefta fóm- ardýrið í furðulegu og óupplýstu morðmáli, þar sem rauðhærðar konur hafa verið myrtar við þjóðvegi í sex ríkjum Bandaríkjanna. „Það sem gerir málið sérlega erf- itt viðureignar er að flestar kvenn- anna eru flækingar eða vændiskon- ur,“ sagði David Davenport lög- regluforingi í Tennessee, „og því leitar þeirra enginn og enginn spyrst fyrir um þær.“ Frá 26. september í haust hafa 11 rauðhærðar konur fundist myrtar við þjóðvegi í Pennsylvaníu, Ark- ansas, Texas, Mississippi og Tenn- essee. Davenport kvað lögreglumenn úr þessum fylkjum ætla að hittast á fundi bráðlega til að ráðgast um, hvernig bregðast skuli við í málinu. „í fæstum tilfellunum vitum við, hverjar þessar konur eru,“ sagði Davenport, „og þess vegna getum við t.d. ekki snúið okkur beint til ákveðinna aðila til að fá upplýst, með hverjum þær hafi verið síðast." Austur-Þýzkaland: Breytt orðalag í blöðum um herlið Soyétríkianna Berlín. 16. avrfl. AP. Berlín, 16. aprfl. AP. BLÖÐIN í Austur-Þýzkalandi, sem gefin eru út af ríkinu, hafa breytt um orðalag, er þau nefna herlið Sovétmanna í landinu á nafn. Telja vestrænir stjórnmálafréttamenn, að þetta kunni að vera vísbending um, að Sovétmenn hyggist loka eftirlitsstöðvum sínum í landinu. Breyting þessi er einnig rakin taki sig eins og þegar Arthur til til nýlegs fundar Glenn Otis, yfirmanns Bandaríkjahers í Evr- ópu, og sovézka hershöfðingjans Mikhails Zaytsevs, en fundur þeirra fór fram í Potsdam i Austur-Þýzkalandi á föstudag. Markmiðið með þessum fundi var að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir, að slíkir atburðir endur- sig etns og Nicholson major var skotin til bana 24. marz sl. í Austur-Þýzka- landi. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins, Bernard Kalb, staðfesti það í dag í Washington, að hershöfðingjarnir tveir hefðu hitzt á föstudag. Hann vildi þó ekki skýra frá efni viðræðna þeirra. Til þessa hafa blöð og tímarit i Austur-Þýzkalandi skírskotað til sovézka herliðsins þar sem „sveita sovézkra hermanna í Þýzkalandi". Það var ekki fyrr en fyrir mjög stuttu síðan, að farið var að segja „sveitir sovézkra hermanna í Þýzka alþýðulýðveldinu". Talið er, að þetta kunni að fela í sér, að Sovétríkin hyggist falla frá þeirri kröfu, að þau beri ábyrgð sem sig- urvegarar alls Þýzkalands en haldi sér við þau landsvæði, sem Sovétríkin héldu hernumdu eftir stríðið og nú mynda Austur- Þýzkaland. Þá er jafnframt talið, að þessi breyting á orðalagi kunni að þýða það, að Sovétríkin stefni nú að því að láta leggja niður hernaðar- sendinefndir þær, sem Banda- ríkjamenn, Bretar og Frakkar hafa haft í Potsdam. Hafa þær ávallt verið Rússum þyrnir í aug- um, enda þótt þeir hafi sætt sig við þær frá árinu 1947. Átak til að breyta afstöðu Grænlendinga til hafarnarins — Um eitt hundraö arnarpör á Grænlandi Frá Nils Jörgen Bniun, frétUriUra Morgunblaösins. Á Grænlandi er að finna um eitt hundrað arnarpör. Fiest paranna halda sig allra syðst á vesturströnd landsins. Síðast var stofninn talinn árin 1972—74 og leiddi það til frið- unar arnarins á Grænlandi 1973. Á þeim tíma létu grænlenzkir fjár- bændur reiði sína gagnvart erninum heldur betur í Ijósi og skutu hann óspart. Sættu þeir sig ekki við að horfa á ernina steypa sér niður á fjárhópinn, læsa klónum í nýfædd lömbin og fljúga með þau á brott. Frá því örninn var friðaður hef- ur honum fjölgað á Grænlandi. Ástæða er þó til að vera á varð- bergi, því hætta á útrýmingu er alltaf fyrir hendi, og Grænlands- örninn einangraður stofn, sem ekki verður skipt á með erni úr öðrum heimshlutum. Alþjóða dýraverndunarsjóður- inn (World Wildlife Fund) hyggst nú koma grænlenzka haferninum til hjálpar. Samtökin eru að hleypa af stokkunum áætlun, sem hefur það að markmiði að tryggja framtíð danskra ránfugla. Hefur flugfélagið SAS gefið eina milljón danskra króna I þessu skyni, og verður hluta fjárins varið til Nagtoralik-verkefnisins á Græn- landi. Nagtoralik er grænlenzka heitið á haferni. í fyrstu verða hafernir á Grænlandi taldir og heimkynni þeirra kortlögð, og skerfur lagður til verndunar fugls- ins. Verkinu stjórnar Frank Wille, Um eitt hundrað arnarpör er að finna á Grænlandi. Stofninn er einangraður og ekki úr útrýmingarhættu. Um 90% af fæðu arnarins er fiskmeti. Á meðfylgjandi mynd færir fullorðinn örn unga marhnút. Grænlandsörninn hefur verið friðaður frá 1973. Hann er óvinsæll hjá græn- lenzkum fjárbændum. sem allt frá 1972 hefur ferðazt um suðurströnd Grænlands til að telja örninn og fylgjast með hátt- erni hans. Að sögn Wille er græn- lenzka heimastjórnin mjög áhuga- söm um að heimkynni hafarnarins verði kortlögð og könnuð arnar- svæði ofar á vesturströndinni, sem hingað til hafa ekki verið rannsök- uð. Stjórnin hefur sérstakan áhuga á verkefninu vegna áætlana um að hefja sauðfjárbúskap á nýj- um svæðum. Wille býst við að varp muni heppnast vel í ár þar sem vetur hefur verið óvenju mildur á Græn- landi. Næstu tveir vetur á undan voru þeir hörðustu á öldinni og kom það illa við stofninn. Ungar komu hjá aðeins fimmta hverju pari, og stór hluti unganna komst aldrei á legg. Tilgangurinn með arnartalning- unni í sumar er m.a. sá að leið- rétta ranghugmyndir íbúanna um arnarfjöldann og þann skaða, sem ernirnir eru sagðir valda. Frank Wille segist hafa komizt að þeirri niðurstöðu að 90% fæðu arnarins sé fiskur, sem hann veiðir. Þá megi reikna með að hver öm veiði milli 10 og 20 refayrðlinga, sem ella yrðu dýrbítar. — En það er rétt að örninn sækir sér við og við lamb, það hef ég sjálfur séð. Ástæðulaust er hins vegar að gera það að stórmáli, að hans sögn. Hann er vongóður um að verkefni Alþjóða dýraverndunarsjóðsins verði til þess að afstaða Græn- lendinga til hafarnarins, sem ver- ið hefur neikvæð, breytist. Tak- markið er að þeir sýni erninum a.m.k. umburðarlyndi. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 4 rigning Amsterdam 5 13 skýjaö Aþena 12 22 skýjaó Barcelona 18 lóttsk. Berlín 2 10 rigning BrUssel 2 15 skýjaö Chicago 8 19 heiöskírt Dublín 8 16 skýjaö Feneyjar 1 vantar Franklurt 4 12 rigning Genf 3 10 skýjaö Helsinki 0 3 skýjaó Hong Kong 18 23 skýjað Jerúsalem 12 22 heiöskírt Kaupm.höfn 3 8 heióskírt Las Palmss vantar Lissabon 9 23 heiöskírt London 9 19 skýjaö Los Angeles 15 24 skýjaö Luxemborg vantar Malaga 18 heióskírt Mallorca 19 léttsk. Miami 21 26 heióskírt Montreal 9 15 rigning Moskva 6 16 rígning New York 8 14 heiöskirt Osló 2 10 heióskirt París 11 16 heiöskirt Peking 8 20 heiðskírt Reykjavík 5 rigning Rio de Janeiro 19 35 skýjað Rómaborg vantar Stokkhólmur 1 3 skýjaó Sydney 15 24 skýjaö Tókýó 10 14 skýjaö Vínarborg 4 14 skýjaö Þórshöfn 10 skýjaö

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.