Morgunblaðið - 17.04.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.04.1985, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 33 poroiui Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavtk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakið. Höfuðríki fátæktarinnar eir sem enn láta sig hafa það á Vesturlöndum að mæla Sovétríkjunum og fá- tæktarkerfi heimskommún- ismans bót reyna oftast að láta líta svo út sem þrátt fyrir allt hafi menn það nú heldur skár undir oki kommúnism- ans en í frelsi auðvaldsins, af því að fyrir austan tjald sjái ríkið mönnum þó fyrir brýn- ustu nauðsynjum, kenni þeim að lesa og hjúkri þeim sem sjúkir eru. Og ekki má gleyma lofsöngnum um það, að ekkert atvinnuleysi sé nú í kommún- istaríkjunum, andstætt því sem gerist þar sem gróðaöflin ráði. í síðustu viku var efnt til svonefndra Sakharov-vitna- leiðslna í London. Þar gerðu þeir sem best vita grein fyrir þróun mála í Sovétríkjunum hin síðari ár. Meðal ræðu- manna var Igor Birman, sov- éskur hagfræðingur, sem hef- ur verið búsettur á Vestur- löndum síðan 1974. Hann sagði, að bilið milli lífskjara almennings í Sovétríkjunum og á Vesturlöndum hefði breikkað mjög á undanförnum árum. Hagur atvinnuleysingja í Bandaríkjunum væri nú betri en venjulegra sovéskra launþega. Meðaltekjur í Sov- étríkjunum væru lægri en fá- tæktarmörk í Bandaríkjun- um. Þetta ætti í sjálfu sér ekki að koma neinum á óvart. Hvarvetna þar sem stjórnað er að sovéskri fyrirmynd hef- ur það leitt til fátæktar, kúg- unar og ófrelsis. Fyrir utan ríki Austur-Evrópu nægir okkur að líta til Kúbu, Víet- nam, Eþíópíu, Norður-Kóreu og nú síðast Nicaragua. Eins og við var að búast hefur Mikhail Gorbachev, hinn nýi flokksleiðtogi Sovét- ríkjanna, lýst því yfir eftir valdatöku sína, að hann ætli að segja spillingu og óþarfa eyðslu stríð á hendur. Það er ekki nýtt að nýir menn í for- ystusveit Sovétríkjanna reyni að slá sig til riddara á þessum forsendum. Láti umtal um sig tengjast einhverjum breyting- um til hins betra, hvort sem þær verða nú eða ekki. Hinn nýi leiðtogi Sovétríkj- anna á erfitt verk fyrir hönd- um sé það markmið hans, að Sovétmenn standi efnahags- lega jafnfætis Bandaríkja- mönnum. Igor Birman taldi að Sovétmenn yrðu 74 ár að ná Bandaríkjamönnum í framleiðslu matvæla, 176 ár í framleiðslu bifreiða, 142 ár í húsagerð, 188 ár í útbreiðslu síma og 298 ár í vegagerð. Þetta eru ótrúlegar tölur en lýsa því vel hvernig fer í ein- ræðisríkjum þar sem hagur hins almenna borgara er lát- inn víkja fyrir hergagnafram- leiðslu og kapphlaupi um geimferðir. Að þessu leyti eru Sovétríkin því risaveldi á brauðfótum. Og í Sakharov- vitnaleiðslunum kom einnig fram, að Sovétríkin eru van- þróað ríki á sviði heilbrigðis- þjónustu. Bandarísk vegagerð ær raddir heyrast alltaf af og til, að það sé nú ekki mikill vandi að koma vega- kerfi íslendinga í gott horf, hið eina sem þurfi sé að fela varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli verkefnið. Á nýaf- stöðnum landsfundi Sjálf- stæðisflokksins var þessu sjónarmiði hafnað. Þeir sem bera vegina fram á hinum bandaríska silfur- bakka reyna að færa mál sitt í þann búning, að vegna varna landsins sé nauðsynlegt að hafa sem besta og fullkomn- asta vegi. Helst sé þetta brýnt vegna almannavarna, því að mestu skipti að geta flutt stóra hópa fólks á milli staða á hættutímum. Þessar rök- semdir halda ekki þegar á reynir. í fáum löndum er vegakerf- ið fullkomnara en í Sviss. Þar hefur verið að því unnið að leggja lárétta hraðbraut þvert í gegnum Alpana. Svisslend- ingar sem huga betur en flest- ir aðrir að hervörnum, þótt hlutlausir séu, hafa á hinn bóginn einsett sér að eyði- leggja þessa góðu vegi, ef á land þeirra yrði ráðist, þar með hindruðu þeir afnot óvin- arins af þeim. Almannavarna- kerfi Svisslendinga, sem þykir hið fullkomnasta í heimi, byggist alls ekki á því að flytja tugi þúsunda manna úr einum stað í annan á hættu- tímum, heldur hinu að menn hafi örugg skýli sem næst heimili sínu eða vinnustað. Talsmenn bandarískrar vegagerðar á íslandi verða að nota önnur rök máli sínu til stuðnings en þau er lúta að hervörnum eða almannavörn- um. „Listin er andardráttur þjóöfélagsins“ — eftir Einar Hákonarson Við tslendingar erum fámenn þjóð, en vandamál okkar er ekki smæðin, heldur tilfinningin og hugsunin fyrir smæð okkar, sem setur takmörk. Reyndar undrar margan útlendinginn, sem kynnst hefur þjóðfélagi okkar, hin stór- kostlegu afrek sem þessi þjóð hef- ur unnið í menningarlegu tilliti. Hér eru rekin menningarfyrirtæki á borð við listasöfn, sinfóníu- hljómsveit og skapaðar bók- menntir og listir, sem mun stærri þjóðfélög gætu verið stolt af. Slík þróun hefur ekki komið af sjálfu sér. Sagan sýnir að við höf- um átt eldheita hugsjónarmenn, sem vörðu lífi sínu og kröftum til eflingar íslenskri menningu. Sjálfstæðisbaráttan, sá mikli afl- vaki, sem samhliða uppbyggingu atvinnulífs og þjóðfélags varð sá grunnur er þjóðfélag okkar stend- ur á. Þá stóðu Islendingar, allir sem einn, að baki þeim hugsjónamönn- um, er voru í forustu. Afburða- menn í listum á borð við Kjarval og Ásgrim kenndu okkur að meta fegurð landsins. Ljóðskáld eins og Tómas og Steinn Steinarr kenndu okkur að skynja margbreytileika og fegurð tungunnar. Rithöfundar skil- greindu þjóðfélagið af miklu raunsæi og andagift og ber þar hæst nóbelsskáldið Halídór Lax- ness, sem skýrði hina miklu breyt- ingu íslensks þjóðfélags frá stöðn- uðu miðalda þjóðfélagi bænda- samfélags til tæknivædds borgar- asamfélags. Lengst af höfum við verið bænda- og fiskimannaþjóð og stjórnast af óstýrilátri veðráttu, sem mótað hefur skaph- öfn okkar. Mér er oft farið sem öðrum að líkja Islendingum við veðráttuna hér á landi, umhleypingasamri með stillum og stórveðrum í milli. Þessi séreinkenni koma ótvírætt í ljós á hinum ýmsu sviðum þjóð- lífsins. öll okkar menning ber svipmót þessara aðstæðna og í listum þykjast menn þekkja sérstakt ís- íenzkt andrúmsloft, þó svo að ís- lenskir listamenn séu fylgismenn alþjóðlegra liststefna af ýmsu tagi. Bókmenntirnar eru sá mikli arfur, er þjóðin hefur lengst af byggt á sjálfstæði sitt. Þeir ráðamenn, sem ekki gera sér grein fyrir þýðingu listanna fyrir þjóðarsálina, hafa mikið á samviskunni. Ef höggvið er á þær rætur eina af annarri verður hér andleg auðn meðalmennsku og vilji til átaka í listum og atvinnu troðinn niður. En spyrja má hvort þjóðin hafi ekki sífellt verið að ganga á þennan arf, líkt og við höfum gengið á náttúruauðlindir þessa lands og þá á ég einnig við í siðferðilegu tilliti. Það skal segjast að gildismat hlutanna er sífellt að breytast, en hið mannlega eðli, sem hefur þörf til sköpunar, breytist ekki. Nútímamaðurinn hefur þessa þörf ekki síður en áður og kannski meiri þörf, vegna þeirra mörgu tækifæra er bjóðast til alls konar afþreyingar, en listin er ekki af- þreying, listin er endurnýjun mannsandans. Með listinni reynum við að verj- ast upplausn og eyðingu. Það er ekki nóg að vilja og hugsa vel, heldur er það listaverkið sjálft, hið lifandi samband milli lista- mannsins og áhorfandans, þörf listamannsins til að túlka og skilja umhverfi sitt sem skiptir máli. Það er fyrir milligöngu þess- ara hluta, að listin öðlast gildi, á því augnabliki, sem áhorfandinn finnur sinni eigin þörf til túlkunar fullnægt. Listin er andardráttur þjóðfé- lagsins og mikil lægð I listum er merki um andlega hnignun þjóða. Menningarstig og þróun þjóða endurspeglast í þeim menningar- verðmætum, sem kynslóðirnar skilja eftir sig. í róti þeirra menningarstrauma, er sveiflast um heiminn, er kannski ekki nema von, að lítið eyríki norður við Dumbshaf verði ráðvillt. Fjölmiðlar nútímans koma til skila upplýsingum og áróðri með ógnarhraða. Það sem var gott og gilt í dag er orðið úrelt að morgni. Eina leið smáríkis til þess að halda í séreinkenni sín er að leita í eigin menningararfi að stöðug- leika, reyna að skilja hismið frá kjarnanum í þeim utanaðkomandi holskeflum, er ganga yfir. Sagt hefur verið að listamenn séu sam- viska þjóðar. Það fylgir því mikil ábyrgð að starfa sem listamaður. Og dæmin sanna að þeim þjóðum, sem ekki hlusta á listamenn sfna eða reyna að hefta þá í fjötra, farnast illa. Við íslendingar höfum borið gæfu til að meta okkar bestu lista- Einar Hákonarson „Bókmenntirnar eru sá mikli arfur sem þjóðin hefur lengst af byggt á sjálfstæði sitt. Þeir ráðamenn, sem ekki gera sér grein fyrir þýð- ingu listanna fyrir þjóð- arsálina, hafa mikið á samvizkunni ... “ menn, en nú á seinni árum höfum við aðhyllst um of efnishyggju og látið andann sitja á hakanum. Það hefur verið sagt að erfitt sé að búa í okkar harðbýla landi og sjálfsagt með réttu. En landið er nánast ónumið á mörgum sviðum og fallegt er það. Okkur vantar ámóta hugsjónir og gömlu aldamótamennirnir höfðu, sem trúðu á mátt sinn og landið. Hreyfingu manna sem hlusta ekki á barlóm, heldur taka á allir sem einn. Tækni nútímans og lofsöngur- inn i kringum hana hafa komið á eins konar afturhvarfi til fortíðar- innar. Fólk sækist eftir að komast í snertingu við hið upprunalega í sjálfu sér og í náttúrunni. Tækni kemur aldrei í staðinn fyrir mannlega hugsun og tilfinn- ingar. Hið beina samband mannlegrar hugsunar yfir í efnið eða ritað mál má ekki skerðast af tækninni. Tækni er aðeins hjálparmeðal í þjónustu mannsins, en ekki herra. Það er jú mannleg hugsun sem kemur öllu af stað, innblásin krafti náttúrunnar. Þessu vilja menn oft rugla sam- an, málmkenndur, holur rómur rafmagnsheilans getur ekki keppt við lifandi söng. Þess vegna verð- um við að vera vel á verði og byggja okkur upp af einlægni og með sjálfskoðun í huga. Ég sagði áðan að landið væri nánast ónumið á mörgum sviðum. Hér eru stórkostlegir möguleikar fyrir duglegt fólk með hugsjónir. Hætta verður þeirri minnimátt- arkennd að halda að útlendingar geti allt betur en við. Oft hefur verið sagt að við ís- lendingar ættum mikla orku í jarðvarma og vatnsföllum, sem væru ónýtt, en ég vil meina að við eigum einnig ónýtta orku í hugviti til framleiðslu á ýmsum sviðum. Ég á bágt með að trúa því að við getum ekki framleitt listiðnaðar- vörur og skapað okkar séreinkenni í líkingu við hin Norðurlöndin. Á sviði listiðnaðar er svo til um óplægðan akur að ræða, form- hönnuðir og listamenn verða að vera kröfuharðari við sjálfa sig svo fólk fái trú á íslenskri menn- ingu, sem er jú undirstaða þess að við nefnum okkur sjálfstæða þjóð. Við verðum allir sem einn að þekkja okkar vitjunartíma, að í fleiru felast verðmæti en í fiski og sauðfé. Nú er svo komið, ef um efnilegt fólk er að ræða, að það fer til annarra landa með hugmyndir sínar, vegna sinnuleysis heima fyrir. Ég vil þó segja hér sögu af ung- um listiðnaðarhjónum, sem komu til landsins fyrir fáum árum frá námi erlendis. Þau leituðu lengi að heppilegu húsnæði til þess að koma upp glerverkstæði. Fjárráð höfðu þau lítil, en að lokum fundu þau gamalt fjárhús á Kjalarnesi. Aðkoman var víst æði ósjáleg, metraþykkur taðhaugur, sem þurfti að stinga út. En þau sáu möguleika í húsnæði þessu og hóf- ust þegar handa um að koma hús- inu í það horf að það þjónaði áætl- uðum tilgangi, sem og tókst með góðri hjálp sveitarfélagsins. Eftir að þau höfðu byggt allt upp kom ég þar, það var blik í augum þessa unga fólks og stolt, og frúin unga hélt því fram að þau væru komin með eitt besta glerverkstæði, sem hún hefði séð, þótt víða væri leit- að. Þessi saga sýnir að dugnaður og vilji geta áorkað miklu. Fjármagn til menntunar á sviði listiðnaðar skilar sér margfalt til baka fyrir þjóðarheill. Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fyrir löngu skilið þetta, enda er listiðnaður þeirra þekktur víða um veröld. Það er ánægjulegt að mennta- málaráðherra hefur nú nýverið lagt fram frumvarp á Alþingi um myndlistarháskóla og mun það frumvarp, ef samþykkt verður, efla menntun á þessum sviðum. Sú grein lista sem hvað mest gróska hefur verið í á undanförn- um árum er án efa kvikmynda- listin, talað hefur verið um vorið í íslenskri kvikmyndagerð. Þetta er sú listgrein, sem hefur á síðustu árum ræktað tengslin við menn- ingararfinn hvað beinast. Nokkrar af þessum kvikmyndum hafa nú þegar borið hróður höfunda sinna og lands víða. Við gleðjumst yfir slíku, en það kostar mikið fé að gera kvikmyndir, mun meira fé en þeir skammtar, er kvikmyndasjóð- ur úthlutar. Það er alvarlegt mál þegar ráðherrar standa ekki við lög um sjóðinn. í drögum að ályktunum lands- fundar er grein í kaflanum um menningarmál, sem hljóðar svo: Áhugi Islendinga á menningar- starfsemi hverskonar hefur verið og er einstakur. Virkja þarf þenn- an áhuga enn frekar m.a. með því að fyrirtækjum, félögum og ein- staklingum sé gefinn kostur á að framlög til menningarmála njóti skattfrelsis. Hér er um að ræða tillögu, sem myndi umbylta ríkj- andi ástandi til betri vegar. Eðli okkar flestra er að sjá með eigin augum árangurinn af því sem við gerum, taka eigin áhættu, leggja í eitthvað sem hver og einn trúir á. Stjórnvöld eiga að vera til þess að örva fólk til dáða, gera ráðstaf- anir til að menningin og atvinnu- lífið geti blómstrað á sem frjáls- legastan hátt. Ég tel að frjálslynd stefna þar sem forræði ríkisvalds- ins er minnkað stuðli best að betra atvinnulífi og þá um leið betra menningarlífi fólks, í þessu landi tækifæranna. Það er ósk mín og von að flokk- ur okkar beri gæfu til þess, nú um leið og mikil kynslóðaskipti eiga sér stað á ýmsum sviðum þjóðlífs- ins. Á allra síðustu árum hafa horf- ið af sviðinu afreksmenn í sögu okkar, menn sem mótað hafa menningu og þjóðmálasögu lið- inna áratuga. Nú er komið að okkur að standa saman allir sem einn vörð um sjálfstæði og menningu þjóðarinn- ar, bæta við hana og auka svo hér megi verða gott og hamingjurikt líf. Hiifundur er myndlisUrmaður í Reykjarík og fhitíi þetta erindi i landsfundi Sjilfstæðisflokksins. Jarðhitaskóli Háskóla SÞ settur: Ellefu nemendur frá þróunarlöndunum Morgunblaftift/ Bjarni Frá setningu Jarðhitaskóla Hiskóla Sameinuðu þjóðanna f gær. Við skólann ncma menn frá Eþíópíu, Kenýa, Kína, Thailandi og Tyrklandi. JARÐHITASKÓLI Háskóla Sameinudu þjóðanna var settur á mánudag í sjöunda sinn. Á þessu ári verda ellefu nemendur við sérhæfða starfsþjálfun í skólanum, þrír frá Eþíópíu, þrír frá Kenýa, þrír frá Kína, einn frá Thai- landi og einn frá Tyrklandi. Frá því Jarðhitaskólinn tók til starfa árið 1979 hafa að þessum nemendum meðtöld- um alls verið 47 nemendur frá þróunarlöndum við 6 mánaða nám, en 19 hafa komið í skemmri námsferðir. Nemendurnir hafa komið frá 15 þróunarlöndum, en auk þess hafa komið fjórir ein- staklingar frá V-Evrópulönd- um á eigin kostnað. Nemend- ur þurfa að hafa lokið há- skólaprófi í raungreinum og hafa a.m.k. eins árs starfs- reynslu við jarðhita í heima- löndum sínum. Margir fyrri nemendur Jarðhitaskólans eru í leiðandi stöðum í jarð- hitamálum í heimalöndum sínum. Flestir nemendanna hafa verið styrkþegar Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en nokkrir hafa verið á náms- og dvalarstyrkjum frá Þróun- arstofnun Sameinuðu þjóð- anna. Kostnaður við rekstur Jarðhitaskólans skiptist á milli íslands og Sameinuðu þjóðanna. íslenska fjárveit- ingin til skólans árið 1985 er 4,9 milljónir kr., og er litið á þá upphæð sem hluta af framlagi íslands til þróun- araðstoðar. Skólinn er rekinn innan Orkustofnunar og eru kennararnir flestir sérfræð- ingar við Jarðhitadeild stofn- unarinnar. Forstöðumaður skólans er dr. Ingvar Birgir Friðleifsson, jarðfræðingur. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Tvö sovézk herskip á siglingu um Tsushima-sund: eldflnugabeitiskip af Sverdlov-gerð (efri myndin), 16.000 lestir, og eldflaugatundurspillir af Krivak-gerð, 2.300 lestir (neðri myndin). Skipin sigldu í suður frá Vladivostok og talið var að þau væni á leið til Víetnam. Flotastöð Rússa í Cam Ranh-flóa RÚSSAR hafa tekið i sínar hendur stjórn flotastöðvarinnar, sem Banda- ríkjamenn reistu við Cam Ranh-flóa í Víetnamstríðinu. Tíu árum eftir að stríðinu lauk er hún orðin helzta höfn þeirra utan Sovétríkjanna. Flotastöð Rússa í Víetnam gerir þeim kleift að storka veldi Bandaríkjamanna á Kyrra- hafi og ógna mikilvægum sigl- ingaleiðum. Rússar geta lokað leiðum skipa, sem flytja olíu til Japans og Suður-Kóreu, og ógnað þeim löndum og aðilum Samtaka Suðaustur-Asíuríkja (ASEAN). Hvergi utan Sovétríkjanna hafa Rússar eins mörg herskip og í Cam Ranh-flóa. Síðan þeir komu sér þar fyrir fyrir sex ár- um hafa umsvif þeirra aukizt mjög. Nú hafa verið sendar þangað orrustu- og sprengju- flugvélar og við það eflast loft- varnir stöðvarinnar. Þessi viðbúnaður er liður í víð- tækri eflingu sovézkra hernað- aráhrifa í fjarlægari Austur- löndum. Rússar reyna að vega upp á móti yfirburðum Banda- ríkjamanna, auka hæfni sína til að senda herlið fljótt til Ind- landshafs og Persaflóa og auka áhrif sín á mikilvægum siglinga- leiðum. Flotajafnvægið í Austurlönd- um fjær hefur raskazt síðan 1975, þegar Bandaríkjamenn hörfuðu frá Víetnam og Rússar fóru að efla Kyrrahafsflota sinn, sem var upphaflega strand- gæzlufloti. Nú er sovézki Kyrrahafsflot- inn stærstur fjögurra flota Rússa og þriðjungur sovézka sjó- hersins. Efling hans hófst með því að reist var flotastöð í Petro- pavlosk á Kamtsjatka og hún bættist við stóra flotastöð í Vladivostok. Síðan 1975 hafa Rússar fjölg- að herskipum sínum á Kyrrahafi úr 65 skipum í 820 (lestafjöldinn hefur aukizt úr 400.000 lestum í 1,62 milljónir). Kyrrahafsflotinn var einnig efldur 1979 með flug- vélamóðurskipinu Minsk (43.000 lestir) og fullkomnum eldflauga- beitiskipum og kafbátum. Flestir kafbátar Kyrrahafs- flotans hafa bækistöð á Kamtsj- atka. Árásarbátarnir fengju það hlutverk í ófriði að sökkva skip- um Bandarikjamanna og sam- herja þeirra og eyða herskipum og kafbátum bandaríska sjó- hersins. Eldflaugabátarnir gætu hæft bandarísk skotmörk úr sov- ézkri landhelgi eða frá fjarlæg- um stöðum á Kyrrahafi. Vladivostok er bækistöð herskipaflotans, sem heldur sig oftast umhverfis Japan og við Kamtsjatka. Stundum siglir hann til og frá Indlandshafi og kemur við í Cam Ranh-flóa. Rússar fengu afnot af flota- stöðinni í Cam Ranh eftir landa- mærastríð Kínverja og Víet- nama 1979, þegar Víetnamar þurftu mikinn hernaðarstuðning og aðra aðstoð frá Rússum. Flugvellir í Cam Ranh og Da Nang eru líklega hinir stærstu í þessum heimshluta og mann- virkin í Cam Ranh geysistór. Sjö sovézk skip voru í Da Nang 1980. Einu flugvélar Rússa þar voru tvær könnunarflugvélar af gerðinni Tu-95 „Bear“. Rússar fóru til Cam Ranh 1981 og hafa ekki notað Da Nang síðan. Þá var sovézku skipunum fjölgað í 10. í nóv. 1983 voru níu sprengju- flugvélar af gerðinni Tu-16 „Badger“ sendar til Cam Ranh. Flugþol þeirra er um 4.850 km. Þá voru einnig í Cam Ranh Tu-95-flugvélarnar, sem höfðu verið fluttar frá Da Nang, og tvær Tu-142 könnunarflugvélar. Bæði „Badger“ og „Bear“-flug- vélarnar geta borið stýriflaugar og kjarnaodda. í desember í fyrra var sagt að sveit fullkominna orrustuflug- véla af gerðinni MiG-23 „Flogg- er“ væri komin til Cam Ranh. Síðan Rússar fengu aðstöðu í Cam Ranh hefur sovézkum skip- um, sem sigla um Japanshaf og Austur-Kínahaf, fjölgað að mun. Japanskar þotur þurfa að hafa afskipti af sovézkum flugvélum 900 sinnum á ári. Venjulega eru 20—28 herskip og kafbátar i Cam Ranh-flóa. Stöðin gegnir svipuðu hlutverki og Kúba. Rússar geta notað að- stöðu sína í Víetnam til að ógna löndum í þessum heimshluta og treysta ítök sín í Laos og Kamb- ódíu. Flotastöðin gerir þeim kleift að skáka herliði Banda- ríkjamanna í heimshlutanum og ógna Kínverjum. Viðbúnaður Rússa í Víetnam vegur upp á móti dvöl Banda- ríkjamanna í flotastöðinni við Subicflóa og í Clark-flugstöðinni á Filippseyjum. Clark-flugstöðin er aðalbækistöð orrustu- og sprengjuflugvéla Bandaríkja- manna í heimshlutanum og er mikilvæg fjarskipta- og njósna- miðstöð. Bandaríkjamenn hafa 830 flugvélar og 7. bandaríski flotinn hefur 65 skip, (670.000 lestir), í Austurlöndum fjær. Cam Ranh gerir Rússum kleift að ráðast á skotmörk I Suð- austur-Kína. Rússar hafa líka eflt herlið sitt meðfram kín- versku landamærunum og víðar í Síberíu. Herliðið er skipað ^i.m.k. 40 herfylkjum (370.000 mönnum), sem er fjórðungur alls landhers Rússa. Um 10.000 her- menn eru auk þess á smáeyjum norður af Japan, sem Rússar tóku í stríðslok. Rússar hafa einnig fjölgað flugvélum sínum og eldflaugum í Austur-Síberíu. Þeir hafa m.a. sent þangað 50—60 Backfire- sprengj uf lugvélar, sem hafa 8.100 km flugþol, og komið fyrir 100-150 hreyfanlegum SS-20-eldflaugum, sem geta hæft skotmörk í Japan, Kína og Kóreu. Rússar hafa alls 2.100 flugvélar í Austurlöndum fjær, þar af 440 sprengjuflugvélar og 1.510 orrustuflugvélar. Rússar geta nú ógnað Kína frá flug- og flotastöðvum í norðri og suðri. Sovézki heraflinn getur einnig ráðizt í vestur til Malakkasunds og á olíuskip, sem sigla um það til Japans. Vietnamar geta reynzt Rúss- um mikilvægir bandamenn. Her þeirra er skipaður einni milljón manna og er fjölmennari en her- ir allra aðildarlanda ASEAN. Hernaðarumsvif Rússa valda aðildarríkjum ASEAN áhyggj- um. Þeim er nauðsynlegt að ráða siglingum um Malakkasund. Vegna Cam Ranh eiga Rússar eins auðvelt með og Bandaríkja- menn að senda liðsafla til Ind- landshafs oe hafa í S-A-Asíu Japanir eru áhyggjufullir vegna dvalar sovézka herliðsins á smáeyjunum í norðri. Síðla árs 1982 sendu Rússar þangað MiG- 21-flugvélar, sem komu í stað af MiG-17-flugvéla. Eyjarnar eru mikilvægar Rússum til að tryggja herskipasiglingar frá Okhotskahafi til Kyrrahafs. Aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum hafa stundum valdið hættuástandi. Bezta dæmið er mál suður-kóresku farþegaflugvélarinnar, sem villt- ist inn í sovézka lofthelgi í sept- ember 1983 og Rússar skutu niður. Fyrir ári rakst sovézkur kjarnorkukafbátur á bandariska flugvélamóðurskipið Kitty Hawk á Japanshafi. Skömmu sfðar skaut sovézka flugvélamóður- skipið Minsk af óskiljanlegum ástæðum á bandarísku freigát- una H. E. Holt á 3-Kínahafi. Kínverjar segja að Rússar séu að koma fyrir kjarnorkuvopnum í Cam Ranh. Uggur vegna fyrir- ætlana Rússa á Kyrrahafi hefur verið umræðuefni bandarískra og kínverskra ráðamanna. Jam- es A. Kelly, aðstoðarlandvarna- ráðherra Bandaríkjanna, segir: „Gífurleg efling árásarmáttar Rússa í Asíu og á Kyrrahafi er víðtækasta hernaðarþróun síðari ára.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.