Morgunblaðið - 17.04.1985, Page 35

Morgunblaðið - 17.04.1985, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRlL 1985 35 Askriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar: Karlos Trikoldis stjórnar — einleikari Viktoria Mullova NÆSTU áskriftartónleikar SÍ verða í Háskólabíói á morgun, fimmtudag, og hefjast að venju kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna verður sem hér segir: Mendelssohn: Fingalshellir, for- leikur. Paganini: Fiðlukonsert nr. 1. Beethoven: Sinfónía nr. 5. Stjórnandi tónleikanna er grísk-austurríski hljómsveitar- stjórinn Karolos Trikolidis en hann stjórnaði hér einum tónleik- um fyrr í vetur. Hann stjórnar nú í forföllum aðalhljómsveitarstjóra hljómsveitarinnar, Jean-Pierre Jacquillat. Karolos Trikolidis er fæddur í Austurríki 1947. Hann stundaði nám m.a. við Mozarteum í Salzburg og við tónlistarháskól- ann í Vín, lagði sig eftir fiðluleik og tónsmíðum og lék auk þess á ásláttarhlj óðfæri. Meðal kennara hans í hljóm- sveitarstjórn voru Hans Swar- owsky og Bruno Maderna, en einn- ig hefur hann starfað með Sir Adrian Boult, Herbert von Karaj- an og Leonard Bernstein. Hann er nú fastur stjórnandi við ýmis óperuhús í Þýskalandi og enn- fremur við Ríkisóperuna í Aþenu og við grísku útvarpshljómsveit- ina. Einleikari á tónleikunum er rússneski fiðluleikarinn Viktoria Mullova. Kennarar hennar voru V. Bronin og í Konservatoríinu í Moskvu, Leonid Kogan. Hún gat sér fyrst alþjóðlegan orðstír árið 1975, þá 15 ára gömul, er hún vann 1. verðlaun í Wieniawski-sam- keppninni í Varsjá. Árið 1981 vann hún Sibeliusar-keppnina í Helsinki og árið eftir fékk hún 1. verðlaun í Tchaikovsky-keppninni í Moskvu. í júlí 1983, er hún var á tónleikaferðalagi í Finnlandi,, bað hún um pólitískt hæli í Svíþj«Sð, en hefur síðan búið í New York. Alls staðar hefur þessi ungi fiðluleikari vakið mikla athygli og er talin í fremstu röð fiðluleikara af yngri kynslóðinni. (Úr fréttatilkynningu) Tónleikar í Langholtskirkju Kór Menntaskólans við Sund heldur tónleika í Langholtskirkju á morg- un, fimmtudaginn 18. aprfl, kl. 20:30. Á efnisskrá eru ýmis innlend og erlend lög. Stjórnandi kórsins er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Hreyfing á sáttaviðræð- um vestra SÁTTAFUNDI í kjaradeilu Sjómanna- félags ísfirðinga og Útvegsmannafé- lags Vestfjaröa var slitið um klukkan 22.00 í gærkvöldi. Annar fundur deilu- aðila var boðaður klukkan 10.00 í dag. f gær var einnig fundur fulltrúa útvegsmanna og fuiltrúa Alþýðu- sambands Vestfjarða, sem fer með umboð sjómanna á öðrum stöðum á Vestfjörðum og var annar fundur með deiluaðilum boðaður í dag. Að sögn deiluaðila mun einhver hreyf- ing vera komin á viðræðurnar, en menn vörðust þó allra frétta og töldu sig ekki geta sagt neitt nánar um gang mála á þessu stigi. Verðlaun Jóns Sigurðssonar: Vóru ekki veitt 1984 Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, kvað bókmenntaverðlaun Jóns Sig- urðssonar ekki hafa komið til úthlutunar 1984, enda hafi enn ekki verið gengið frá úthlutun- arreglum þar um, þ.e. um vinnu- lag við val verðlaunaverks. Hún kvað að því unnið í forsætisráðu- neyti, hvern veg þessum málum yrði fyrir komið, væntanlega í tengslum við „Gjöf Jóns Sig- urðssonar“, sem væri eldri sjóð- ur sem veitti verðlaun fyrir vís- inda- og heimildarit. Þegar regl- ur um þetta efni væru formlega frágengnar yrði fjármagn einnig tiltækt til að veita verðlaunin. Kristín Halldórsdóttir (Kvl), sem beint hafði spurn- ingum til ráðherrans um þetta efni, var ekki sátt við þann drátt, sem orðinn væri á af- hendingu verðlaunanna, sem forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hafi kunn- gjört um á Hrafnseyri 1983. Leiðrétting PRENTVILLA slæddist inn í fréttatilkynningu frá Ferðafélagi íslands, sem birt var í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 16. apríl sl. þar sem orðið gleymska varð að „gæsla“. Var þar rætt um að ferðamenn virðast oft gleyma að greiða gistigjöld I sæluhúsum fé- lagsins þar sem ekki er gæsla. Slð- an kemur setning sem er rétt svona: „Þessi gleymska veldur því að minna fjármagn verður til að sinna viðhaldi og þar með bættri gistiaðstöðu fyrir ferðamenn." Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar. MEÐ færðu SKODA fyrir kr. 110.800 Áríðandi orðsending! •Eins og alltaf býður SKODA bestu kaupin, einnig fyrir þá sem hafa fengið tollaeftirgjöf. Handhafar slíkra leyfa geta fengið harðsnúinn og sparneytinn SKODA á hreint frábæru verði: SKODA 105 S SKODA 120 L SKODA 120 LS SKODA 130 L SKODA RAPID kr. 110.800,- kr. 121.600,- kr. 135.400.- kr. 146.800,- kr. 161.200,- Fyrsta flokks þjónusta Allir vilja geta treyst bílnum sínum. Vilja að hann sé sterkur og vel smíðaður og varahluta- og viðgeröarþjónustan sé í lagi ef eitthvað kemur fyrir. í könnun Verðlagsstofnunar fyrir skömmu kom fram að SKODA gat boðið alla varahluti sem um var spurt á mjög góðu verði. Þjónusta sem þú getur treyst. LÉJ LJ JOFUR HF NYBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SIMI 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.