Morgunblaðið - 17.04.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985
37
Byggðastefnan og
gjaldeyrisverslunin
eftir Kristin
Pétursson
Byggðastefnan er nú til umfjöll-
unar. Skemmst er að minnast
framlags Baldurs Hermannssonar
í útvarpi og blöðum. Við túlkun
eðlisfræðingsins á málefninu dett-
ur manni helst í hug að breyta
þurfi máltækinu „bókvitið verður
ekki í askana látið", og segja nú;
„mannvitið verður ekki í bækurn-
ar látið".
Annars má ýmislegt segja um
þessa blessaða byggðastefnu.
Túlkun stefnunnar má segja að sé
sú að við okkur, sem erum svo vit-
laus að eiga heima úti á landi,
skuli nú gert vel. En af hverju
þessa stefnu? Er ekki skýringin á
byggðastefnunni sú að stjórn-
málamennirnir séu að friða sam-
viskuna, þar sem undirvitund
þeirra hefur sagt þeim að bæta
okkur skaðann?
Hvaða skaða?
Já hvaða skaða? Skaðann af því
að skrá gengið ekki í samræmi við
framleiðslukostnað á gjaldeyri á
hverjum tíma. Sú byggðastefna
sem birst hefur er því miður ansi
létt í vasa upp í skaðann. Gengið
hefur verið vitlaust skráð um
3—6% að jafnaði þau 10 ár sem ég
hef fylgst með þessum málum.
Þannig hafa fyrirtæki í undir-
stöðuframleiðslunni, þaðan sem
fjármagn er aðallega ættað á ís-
landi, úr sjávarútveginum, tapað
og tapað. Hver minnist annars en
taps í þennan tíma. Eiginfjárstað-
an hefur rýrnað hrikalega. Of-
fjárfesting er einhver en það er
aukaatriði. Auðvitað á gengis-
skráning að miðast við meðal-
framleiðslukostnað á gjaldeyri.
Fyrir utan taprekstur á þessum
tíma má líka nefna afleidda tjón-
ið, best er að reyna ekki að giska á
hve það er mikið.
Þegar það kostar 45 ísl. kr. að
framleiða vörueiningu fyrir einn
bandaríkjadal þá þarf lágmark að
fá fyrir hann 47 kr. (4—5% hagn-
að) en ekki 42,55%.
Svo einfalt er það. Sjávarútveg-
ur, undirstaða velmegunar á ís-
landi, nýtur ekki þeirrar virðingar
sem skyidi hjá hinu opinbera.
Verkin sýna merkin. Af ávöxtun-
um skulum við þekkja þá.
Hvað er til lausnar?
Mikið er búið að velta þessu
fyrir sér. Tímabært er, þótt fyrr
hefði verið, að hefjast handa um
raunhæfar aðgerðir í málinu.
Frjálsa gjaldeyrisverslun. Þá
verður gjaldeyririnn aðeins til
sölu á réttu verði. Rétt verð er það
sem seljandi vill selja á og kaup-
andi kaupa. Enginn þvingaður til
neins. Frelsið leysir vandann. Er
ekki búið að sýna fram á, að frelsi
í innflutningi og samkeppni leiði
til hagkvæmari innkaupa og lægra
vöruverðs? Því skyldi ekki það
sama eiga við um frjálsa gjaldeyr-
isverslun, að hún leiði til hag-
kvæmari rekstrar til hagsbóta
fyrir alla. Það er ekki hægt að
reka fyrirtæki með tapi endalaust
án þess að skaðast. Tapreksturinn
er stórkostlega skaðlegur, ekki bara
fyrir fyrirtækið, heldur fyrir all-
flesta landsmenn, nema kannski þá
sem skipta við útsölumarkað hins
íslenska stjórnmála/embætt-
ismannakerfis, gjaldeyrisútsölu-
markaðinn.
Af hverju er t.d. einbýlishús úti
á landi jafnvirði tveggja her-
bergja íbúðar á höfuðborgarsvæð-
inu? Það er vegna þess að dæmi-
gert framleiðslufyrirtæki úti á
landi er rekið með tapi, getur ekki
greitt almennileg laun og tekist á í
samkeppninni um hæfustu starfs-
kraftana, sem leita í þjónustugeir-
ann.
Kaupgeta almennings sem hið
dæmigerða framleiðslufyrirtæki í
sjávarútvegi veitir, er því mark-
aðslega þannig að það getur borg-
að sama verð fyrir einbýlishús og
almenningur á þjónustugeira-
svæðinu kringum Reykjavík getur
borgað fyrir tveggja herbergja
íbúð.
Hvers vegna er þetta svona?
Vegna þess að innflutningur og
þjónustugreinarnar búa við frelsi
í aðalatriðum. Frelsi skapar góð
lífskjör og kaupgetan er í sam-
ræmi við það.
Ríkiskúgunin í sjávarútvegin-
um, einkum gjaldeyrisverslunar-
höftin, skapar verri lífskjör þar
sem sú framleiðsla fer fram og
auðvitað kemur það fram í mark-
aðsverði fasteigna á sama svæði.
Frelsi skapar góð lífskjör, en kúg-
un og ríkisforsjá, öðru nafni sósí-
alismi, skapa vond lífskjör og
bölvað basl.
Yrði gjaldeyrisverslunin gefin
frjáls myndu þessi málefni lagast
af sjálfu sér. Auðvitað ekki átaka-
laust og gallalaust. Gallarnir við
frelsið eru aukaatriði. Kostirnir
eru aðalatriði.
Þannig ætti að koma á opinber-
um gjaldeyris- og verðbréfamark-
aði þar sem gengið yrði skráð
daglega. Réttar ákvarðanir stjórn-
valda myndu hafa jákvæð áhrif á
markaðinn en vitlausar ákvarðan-
ir hafa neikvæð áhrif. Því er vel
skiljanlegt að sósialistar séu á
móti slíku.
Hinn frjálsi markaður hefði
þannig daglegt aðhald fyrir
stjórnmálamenn og embættis-
menn og er það auðvitað kostur.
Jafnframt þessu yrði að setja því
mörk hvernig erlend lán ættu að
greiðast niður, sem þurfa tví-
mælalaust að fara niður i 30% af
útflutningstekjum á 5—7 árum.
Ríkisvaldinu þarf að setja skorður
við erlendum lántökum. Atkvæða-
seðill er ekki veðleyfi. Þótt ég
kjósi Sjálfstæðisflokkinn og Al-
bert Guðmundsson sé fjármála-
ráðherra lít ég ekki svo á að hann
hafi leyfi til þess að veðsetja mig
og fjölskylduna upp fyrir haus
með erlendum skuldum.
Frelsið og einstakl-
ingarnir
Gengisskráning er eitt dæmi af
mörgum, þar sem frjálsir ein-
staklingar eiga að ákveða verð-
Kristinn Pétursson
„Þegar einstaklingur-
inn fær frelsi leysist úr
læðingi orka sem kölluð
hefur verið „ósýnilega
höndin“. Þá þarf ekki
nema takmarkaða
byggðastefnu og fáa út-
hlutara á vegum ríkis-
ins. Megi forsjónin
leiða okkur íslendinga
inn á þessa braut.“
gildið. Þessi aðferð færir lands-
mönnum mesta arðsemi, því
ábyrgir einstaklingar eru miklu
hæfari til þess að ákveða verðgildi
gjaldeyris heldur en ábyrgðar-
lausir kerfiskarlar. Dómur reynsl-
unnar verður ekki vefengdur. Hins
vegar er furðulegt hve tregðu-
lögmálið er valdamikið þegar
breyta þarf einhveru. Kerfiskarlar
og sumir stjórnmálamenn vilja
ekki sleppa áhrifum sínum. Þeir
halda að þeir hafi fæðst í heiminn
til þess að hugsa fyrir okkur hina.
Einstaklingana á að hefja til
ábyrgðar í þessum efnum. Þá get-
ur raunveruleg byggðastefna haf-
ist sem hefði tiltölulega lítið
starfssvið því ekki þyrfti lengur að
vera með örlætisgerning til að
friða vonda samvisku.
„Á eignarhald á stjórnmála-
mönnum að ráða búsetu fólks?"
auglýsti Bandalag jafnaðarmanna
um daginn.
lyfjaprófið. Ég veit ekki til þess að
Jón Páll hafi neina sérstöðu meðal
íslenskra íþróttamanna. Ég var
einn þeirra sem boðaður var í
títtnefnt lyfjapróf. Fyrir mér og
örugglega hinum einnig var þetta
sjálfsagt mál, enda liður í mikil-
vægu starfi gegn þeim illa vágesti,
sem ólögleg lyfjanotkun er. Hefð-
um við haft slæma samvisku átt-
um við þá að fá „lepp“ til að setja
á stofn hin og þessi sambönd, —
langhlauparasamband íslands f
mínu tilviki? Ekki þarf fleiri orð
til að svna fram á lítilvægi rök-
semda Ólafs.
Sú röksemd ólafs að lyftinga-
menn hafi oft staðist lyfjapróf í
keppnum erlendis er ekki mæli-
kvarði á hreinleika þeirra, m.a.
vegna þess að þeir vita þá að
hverju þeir ganga og þeir svikulu
hafa möguleika á að „hreinsa" sig
í tæka tíð. Fyrirvaralaus lyfjapróf
eins og lyfjanefnd ÍSÍ hefur nú
hafið eru þeim svikulu hins vegar
öllu erfiðari raun.
Furöuleg staðhæfing
Af skrifum Ólafs Sigurgeirsson-
ar má ljóst vera að hann hefur
engan áhuga á að fjalla um eða
takast á við aðalatriðið þ.e. lyfja-
misnotkunina sjálfa. Hann af-
greiðir það mál með eftirfarandi
staðhæfingu: „Aldrei hefur neinn
íþróttamaður, er æfir íþrótt sína
hérlendis, verið staðinn að lyfja-
neyslu, og ég og aðrir þeir forystu-
menn íslenskra íþróttamála, sem
erum í tengslum við íþróttamenn-
ina sjálfa, vitum mæta vel, að eng-
in lyf eru notuð hérlendis í íþrótt-
um“ (Mbl. 20.3. ’85). Hvernig getur
maður sem þekkir jafn vel til og
ólafur borið slíkt á borð og hvaða
En ég spyr? Á ríkiskúgun og út-
sölumarkaður á gjaldeyri að ráða
búsetu fólks? Ég geri ráð fyrir að
draga mætti úr misvægi atkvæða
ef gjaldeyrisverslunin yrði gefin
frjáls. Þá má allavega ræða málið.
En frelsið fyrst! Forfeður okkar
voru frjálsir einstaklingar sem
réðu því hvar þeir settust að á
landinu. Þá var engin byggða-
stefna. Forfeður okkar flúðu ríkis-
kúgun í Noregi ef ég man rétt.
Þeir flúðu í frelsið. íslendingar
eiga stórkostleg tækifæri. Þau
tækifæri verða að engu gerð ef
ríkisgeirinn verður ekki snarlega
minnkaður og ábyrgir einstakl-
ingar taki við. Éinstaklingar með
eigin fyrirtæki gæta meiri spar- ..
semi, hagkvæmni og arðsemi í
rekstri heldur en rikishítin. Þann-
ig verður meira til skiptanna,
skattar lægri og lífskjör betri.
Þetta er ósköp einfalt. Einstakl-
ingar sem framleiða á erlenda
markaði ráðstafa gjaldeyrinum á
hagkvæmasta hátt I samkeppni
hver við annan.
Það væri stórkostlegur hagur af
því aö selja ríkisbankana alla ein-
staklingi nú á eina krónu, því arð-
semin byrjar strax að aukast þeg-
ar pólitískum afskiptum linnir af
slíkri starfsemi, því ríkisafskiptin
virka eins og krabbamein á slíka
starfsemi, en sem betur fer ekki
ólæknandi.
Ég mótmæli harðlega þeim
hugsunarhætti, að einstaklingur-
inn sé svo illa innrættur að honum
sé ekki treystandi. Slíkur boðskap-
ur lýsir best innrætinu í boðand-
anum og ráðlegg ég mönnum að
vara sig á slíkum boðberum. Hér á
landi hafa stjórnmálamenn með
ríkisforsjárhyggju valdið ómæld-
um skaða.
Þegar einstaklingurinn fær
frelsi þá leysist úr læðingi orka
sem kölluð hefur verið „ósýnilega
höndin". Þá þarf ekki nema tak-
markaða byggðastefnu og fáa út-
hlutara á vegum ríkisins. Megi
forsjónin leiða okkur íslendinga
inn á þessa braut. Persónulega er
ég orðinn dauðuppgefinn á þessu
ríkiskúgaða kerfi.
Skyldi það ekki vera svo um
fleiri? í guðanna bænum, landi
góður, komdu til aðstoðar og
hjálpaðu til við að reka ríkisfor-
sjána út í hafsauga.
Kristinn Pétursson er fram-
kvæmdastjóri Hskverkunar i
Bakkafírdi.
tilgangi þjónar það? Lyfjanefnd
ÍSI væri varla starfandi nema full
ástæða sé til þess. Ólafur á
kannski eftir að fræða okkur um
það að hormónalyfin sem fundust
í einu millilandaskipanna á dög-
unum hafi verið ætluð gamal-
mennum á elliheimilum?
Lokaorð
Það keppnisfólk sem notar
ólögleg lyf sér til framdráttar í
keppni á ekki rétt á því að kallast
íþróttafólk. Iþróttahugsjónin
byggir á allt öðru en lágu siðferði.
Því miður er alltaf til fólk sem fer
rangt að og sáir eitri í kringum
sig. íþróttaforystunni í landinu er
lögð sú ábyrgð á hendur að standa
vörð um heilbrigði íþróttaæskunn-
ar. Það hefur sýnt sig að aðhald er
nauðsynlegt og ættu sérsambönd-
in að taka höndum saman við
lyfjanefnd ÍSÍ og vinna markvisst
að því að réttlæti og heiðarleiki
verði öðrum hvötum yfirsterkari í
íþróttastarfinu um ókomna fram-
tíð.
Um mál Jóns Páls vil ég að lok-
um segja eftirfarandi: Lausnin er
einföld þ.e. hann getur farið hið
fyrsta í lyfjapróf. Ef hann er
hreinn þá á þetta ekki að vera
mikið mál, fyrir utan það að vænt-
anlegt keppnisbann myndi þá
falla niður. Fari Jón Páll ekki i
lyfjaprófið gefur hann öðrum ríka
ástæðu til að álykta að ekki sé allt
með felldu. Jón Páll er hraustur
og skemmtilegur íþróttamaður.
Það er því algjör óþarfi fyrir hann
að fela sig á bak við götótt virki.
Sigurdur P. Sigmundsson er hag-
fnedingur og Islandsmethafi í
maraþonhlaupi.
Er Jón Páll yfir aðra
íþróttamenn hafinn?
— eftir Sigurð P.
Sigmundsson
Á íþróttaþingi 1984 var sam-
þykkt að herða lyfjaeftirlit hér-
lendis. Að þeirri samþykkt stóðu
fulltrúar sérsambandanna innan
ÍSÍ. Lyfjanefnd ÍSÍ er gert að sjá
um framkvæmd eftirlitsins og
fyrirbyggjandi aðgerðir. Hefur
hún þ.a.l. fullt umboð til að grípa
til þeirra aðgerða er hún telur
þörf á hverju sinni. í því felst m.a.
að öllum íslenskum íþrótta-
mönnum er skylt að gangast undir
lyfjapróf ef þess er óskað. Þessi
ákvæði eru skýr og ættu ekki að
vefjast fyrir neinum innan
íþróttahreyfingarinnar.
Lyfjanefndin hefir I nokkur
skipti tekið úrtak íþróttamanna
til lyfjaprófs. Svo var það einnig
20. febrúar sl. að boðaðir voru 13
íþróttamenn til lyfjaprófs. Sér-
samböndum var gert að boða sitt
fóla. Allir mættu nema einn — er
var erlendis. Ekkert var við það að
athuga, en sá „ágæti" maður hefur
hins vegar ekki ennþá fengist til
að fara í prófið og er það í fyrsta
sinn sem slíkt hendir lyfjanefnd
ÍSÍ. Um þetta mál hafa orðið
nokkur blaðaskrif.
Sigurður P. Sigmundsson
„Það hefur sýnt sig að
aðhald er nauðsynlegt
og ættu sérsamböndin
að taka höndum saman
við lyfjanefnd ÍSÍ og
vinna markvisst að því
að réttlæti og heiðar-
leiki verði öðrum hvöt-
um yfirsterkari í íþrótta-
starfinu um ókomna
framtíð.“
Undarlegur
málflutningur
Ólafur Sigurgeirsson, lyftinga-
maður, hefur undanfarið reynt að
réttlæta gjörðir sínar og Jóns Páls
i blaðagreinum. Það hefur óneit-
anlega vakið athygli að málflutn-
ingur Ólafs hefir öðru fremur
byggst á útúrsnúningum og skæt-
ingi út í Alfreð Þorsteinsson,
formann lyfjanefndar ÍSÍ. Þeir
sem bregða fyrir sig slíkum mál-
flutningi eru gjarnan taldir hafa
veikan málstað að verja.
Að því slepptu er einkum tvennt
sem Ólafur hengir sig á. I fyrsta
lagi að ekki hafi verið rétt staðið
að boðun Jóns Páls og i öðru lagi
að hið nýstofnaða kraftlyftinga-
samband heyri ekki undir ÍSÍ. Að
mínum dómi og þessa íþróttafólks
sem ég umgengst eru þessar rök-
semdir aðeins tilraun til þess að
klóra í bakkann. Hvort Jón Páll
fékk að vita um lyfjaprófið degin-
um fyrr eða seinna skiptir ekki
máli. Hafi hann ætlað að fara í
það þá hefði hann gert það refja-
laust. Stofnun kraftlyftingasam-
bandsins á þessum tíma virðist
einnig gerð til að slá ryki í augu
fólks og búa til ódýra afsökun.
Hvort Jón Páll telst nú innan eða
utan lögsögu ISl er e.t.v. ekki að-
alatriðið. Éftir sem áður er það
siðferðileg skylda hans að mæta í