Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 47f-> framleiðslu og fágaða framkomu. Mjög fallega og snyrtilega er lagt á öll borð svo unun er að setjast að borðhaldi. Matseðlar eru skemmtilega útfærðir og allir á frönsku. Almennt eru gestirnir ekki vel að sér í frönsku og þurfa nemendurnir því oft að gera grein fyrir hvað felst í hinum ýmsu rétt- um. Leiðbeinendur eru margir til staðar og aðstoða nemendur ef vanda ber að höndum og gefa þeim heilræði svo lítið ber á. Þessar veitingastofur rúma samtals um 100 gesti og komast færri að en vilja. Panta þarf borð með löngum fyrirvara og er yfirleitt fullbókað tvo til þrjá mánuði fram í tímann. Ein veitingastofanna er hinsvegar skyndibitastaður þar sem nem- endur eru þjálfaðir til starfa á slíkum matstofum, en þess háttar staðir eru fjölmargir á Bretlandi eins og í öðrum löndum. Til athugunar Eigi atvinnuvegur að standa traustum fótum er mikilvægt að kostur sé á starfsfólki, sem hefur sérþekkingu, kunnáttu og hæfni til starfsins. Skólakerfið þarf að stuðla að því að svo sé. Því er mik- ilvægt að skólinn og viðkomandi starfsgrein starfi sameiginlega að mótun námsefnis og menntun ein- staklinganna. Það er ákaflega varasamt að sinna illa nauðsyn- legum hlekkjum í heildarkeðjunni. Markaðsmál eru jafn nauðsynleg hótel- og ferðamálum og öðrum framleiðsluiðnaði. íslenskir skóla- menn hafa þrátt fyrir erfiðar að- stæður skilað góðum árangri við menntun matreiðslu- og fram- reiðslumanna en aðstöðu þeirra þarf að bæta. Til markaðsmála þarf hugmyndaríka og hæfa starfsmenn, sem geta mótað að- laðandi neytendapakka sem hafa góða samkeppnisstöðu erlendis. Ferðamannatímann þarf að lengja, auka nýtingu hótela, kynna íslenska landbúnaðarvöru með því að bjóða góða íslenska rétti. Það þarf að selja snjóinn ekki síður en hálendið á sumrin, Geysi, Gullfoss og Mývatn. Það er athyglisvert að Alandseyingar fá til sín árlega um og yfir eina millj- ón ferðamanna, sem skapa þeim miklar tekjur. Það er nauðsyn að búa vel að þessum iðnaði og hafa í huga að rætur hans teygja sig til margra starfsgreina. Vel rekinn ferðamálaiðnaður gefur ekki að- eins beinar tekjur, hann kynnir einnig framleiðslu landsmanna. í sölum Keflavíkurflugstöðvar mættu t.d. gjarnan vera auglýs- ingar um framleiðslu íslenskra fyrirtækja því á hverju ári fer fjöldi útlendinga þar um. Síeinar Steinsson er skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði. Hann er nú i níms- og kynnisferð til Norð- urlanda og Bretlands. Hvers vegna auglýsa bankar og sparisjóðir? — eftir Þórð Sverrisson Á miðju síðasta ári varð róttæk breyting á starfsgrundvelli banka og sparisjóða á íslandi. Undan- farna áratugi hefur íslenskur fjár- magnsmarkaður einkennst af mið- stýringu ríkisvaldsins og hafa vextirnir, verð fjármagnsins, verið ákvarðaðir af Seðlabanka íslands. Verð vöru og þjónustu er hins vegar einn af aðalsöluráðum hennar og ef fyrirtæki hefur ekk- ert að segja við ákvörðun þess veldur það óhjákvæmilega stöðn- un í vöruþróun og samkeppnis- viðleitni fyrirtækisins. Þegar bankar og sparisjóðir gátu loks farið að ákveða vexti innan vissra marka ýtti það undir þróun nýrra innlánsforma og þjónustutegunda. Slík vöruþróun verður alltaf að taka mið af þörf- um og óskum markaðarins og því varð þessi breyting á tilhögun vaxtaákvarðana til góðs. Fyrst og fremst kom hún sparifjáreigend- um til góða, en þeir höfðu nú fleiri valmöguleika við ávöxtun spari- fjár síns. Þannig hefur aukin sam- keppni banka, sparisjóða, ríkis- sjóðs og verðbréfamarkaðarins skapað fjármagnseigendum tæki- færi á hinum ýmsu sparnaðarleið- fyrirtæki auglýsir oft meira ef illa gengur. Það vill því oft gleymast að aukin sala er fyrst og fremst „afleiðing" auglýsinga en ekki „orsök“! Ef fyrirtæki lendir í ein- hverjum erfiðleikum í rekstrinum er ákaflega varasamt að byrja niðurskurð kostnaðar í auglýs- inga- og kynningarstarfsemi. Sá niðurskurður getur ieitt til enn lakari árangurs í rekstrinum „Breyttar aðstæöur á fjármagnsmarkaðnum seinni hluta árs 1984 kölluðu á nýjar og áður óþekktar aðgerðir banka og sparisjóða. Þessar aðgerðir fólust meðal annars í aukn- ingu auglýsinga í fjöl- miðlum.“ vegna enn meiri samdráttar í söl- unni. Þannig er ljóst að það er öllum fyrirtækjum mikilvægt að aug- lýsa. Hitt er annað mál að margar af þeim auglýsingum sem bankar, sparisjóðir og ríkissjóður hafa sent frá sér bera vott um ákveðna skammsýni og að þessir aðilar eru að taka sín fyrstu spor í virkri kynningu á starfsemi sinni. Auglýsing í fjölmiðlum er fyrst og fremst til þess að vekja athygli á þeirri vöru og þjónustu sem í boði eru. Frumskilyrðið er að auglýsingin sé sönn, þ.e. hvorki segi, sýni, né gefi í skyn hluti sem ekki eru sannir og réttir. Auglýs- ingin má heldur ekki sleppa úr staðreyndum sem gætu haft áhrif á afstöðu neytenda til vörunnar. Og hér verður mörgum hált á svellinu. Þegar reynsla neytanda w af vöru verður önnur og verri en þær væntingar sem hann hafði til vörunnar við kaup, þá kaupir hann ekki aftur viðkomandi vöru. ^ Breyttar aðstæður á fjár- magnsmarkaðnum seinni hluta ársins 1984 kölluðu á nýjar og áð- ur óþekktar aðgerðir banka og sparisjóða. Þessar aðgerðir fólust meðal annars í aukningu auglýs- inga í fjölmiðlum. Auglýsingarnar hafa valdið miklu umtali og jafn- vel verið talað um „auglýsinga- stríð" og „peningaaustur í auglýs- ingar“. Með þessu greinarkorni hef ég reynt að gera grein fyrir eðli og hlutverki auglýsinga og kynningar fyrir peningastofnanir jafnt sem önnur fyrirtæki. Það er líklegt að magn auglýsinga minnki eitthvað þegar fram líða stundir og meiri ró skapast á fjármark-^ aðnum, en það breytir ekki þeirri staðreynd að kynning á vöru og þjonustu er hverjum banka og sparisjóði nauðsynleg í samkeppn- inni á markaðnum. Þórður Srerrisson er rekstarhag- fræðingur og deildarstjóri hjá > \ erzlunarbankanum. En vaxandi samkeppni og meiri áhersla á vöruþróun gerir pen- ingastofnunum nauðsynlegt að koma á framfæri vitneskju um til- vist og eiginleika vörunnar út á markaðinn. Það er tilgangslaust að leggja í tímafrekar og kostnað- arsamar kannanir á þörfum markaðarins, þróa síðan vöru og þjónustu, ef ekki tekst að „selja“ hana vegna ónógrar þekkingar neytenda á henni. í ljósi þessara staðreynda er alls ekki óeðlilegt að auglýsingar banka og sparisjóða hafi aukist á undanförnum mán- uðum. Auglýsing hefur fyrst og fremst upplýsingagildi, því m.a. á grundvelli upplýsinga um vöruna tekur neytandi ákvörðun um kaup/ekki kaup. Þannig auðvelda auglýsingar fjármagnseigendum mat á valkostum og gera þá með- vitaðri um markaðinn. { umræðum um auglýsingar heyrist því oft fleygt að fyrirtæki „hafi efni á því að auglýsa". Merg- ur málsins er hins vegar sá að Leikritið Gísl sýnt í 80. skipti í KVÖLD verður leikritið Gísl sýnd í 80. skipti og fer sýningum nú fækkandi. Gisl gerist í Dyflinni, í hrörlegum húshjalli þar sem búa þjófar, gleðikonur og írskir ættjarðarvinir. Átök á N-írlandi eru bakgrunnur verksins, áhorfandi skynjar í senn írska ættjarðarást og brjálæði styrjaldar sem geisað hefur á trlandi. Með helstu hlutverk fara Gísli Halldórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðbjörg Thor- oddsen og Hanna María Karlsdóttir. Jónas Árnason þýddi leikritið, Grétar Reynisson gerði leikmynd, en leikstjóri er Stefán Baldursson. Þórir S. (>röndal skrifar frá Flórída af öðrum og valdið því, að oft hefir verð á kanadískum fiski verið smánarlega lágt. Það hefir verið ein af ástæðunum fyrir því, hve kanadíski þorskurinn hefir einlægt verið seldur á lægra verði en sá íslenski. Mörg kanadísku fyrirtækin hafa orðið gjaldþrota en önnur rambað á barminum. Frammá- menn iðnaðarins hafa löngum litið öfundaraugum til íslenzku sölusamtakanna og dáðst að þvi, hvernig þeim hefir tekist að sameina framleiðendur heima fyrir og staðla gæði fisksins. Síð- an að byggja upp markaðsstarf- semina í Bandaríkjunum og skila hærra verði til framleið- enda á íslandi en tíðkast í Kana- da. Hafa þeir bent á, að þorskur- inn sem syndir í sjónum við Ný- fundnaland ætti að vera jafn verðmikill og frændi hans, sem svamlar við Islandsstrendur. Þess vegna hafa stjórnvöld Kanada nú skorist í leikinn og þvingað stærstu félögin til sam- einingar og vona þeir, að út úr þessu tvennu komi þrenn sterk sölusamtök, sem byggt geti starfsemi sína upp á svipaðan hátt og íslendingar hafa gert. Á eftir að sjá, hvernig þeim tekst að ráða fram úr þeim málum. í skipulagðri markaðsstarf- semi er ein meginreglan að keppa ekki við sjálfan sig. Það veldur ringulreið og lægra verði. Hvernig myndi það t.d. ganga fyrir sig, ef þýzkur eða japansk- ur bílaframleiðandi myndi ákveða að hætta að selja í gegn- um einn umboðsmann á íslandi og borga honum umboðslaun af hverjum bíl? Ef hann myndi ákveða að selja gegnum marga smærri innflytjendur eða ef til vill beint til einstaklinga? Þótt fsland sé ekki stór bílamarkað- ur, veit ég ekki til, að neinn bíla- framleiðandi hafi gert slfka til- raun þar. Sölusamtökin eru oft gagn- rýnd fyrir það að gefa lítinn gaum að þróun nýrra afurða og má vera vera að nokkuð sé til í því. Mikið er ritað og rætt um japanska gerviskelfiskinn surimi eða kamaboko. íslensku sölu- samtökin hafa fylgst með þess- um málum í nokkur ár og einnig hefir Rannsóknastofnun sjáv- arútvegsins gert tilraunir með þessa vöru. Nú hafa leikmenn lesið um þetta japanska undur í Time og Newsweek og hefir það komið þeim til að spyrja á opin- berum vettvangi hvers vegna SH og Sambandið hafi ekki fylgst betur með og komið gervikrabba inn á Bandaríkjamarkaðinn í samkeppni við Japani. Japanir eru búnir að fram- leiða surimi i margar aldir og er hætt við að það sé all erfitt fyrir ókunnuga að fara að keppa við þá með góðum árangri án nokk- urrar reynslu. Vel má vera, að japanskir hefðu áhuga því að setja á stofn surimi-vinnslu á ís- landi, en yfirleitt eru þeir ekki sólgnir í að fjárfesta of mikið í löndum, þar sem þeir geta ekki átt meirihluta í fyrirtækjunum og ráðið öllum ráðum. íslendingar hafa á sl. 40 árum haft forgöngu með margar nýj- ungar í framleiðslu frysts fisks fyrir markaði Evrópu og sér- staklega Ameríku. Þeir verða að halda áfram að leggja áherzlu á að þróa nýjar tegundir og endur- bæta flokkun, skurð og pökkun eldri tegunda. Nóg pláss er fyrir unga og gamla athafna- og upp- finningamenn innan sölusam- takanna. Þau eru ekki lokaðir einokunarhringir, heldur samtök framleiðendanna sjálfra. Það getur verið mjög vafasamt að fara að eyða miklum fjárfúlgum og tíma í að reyna að ná i skottið á Japönum og þeirra gerviskel- fiski. Þeir hafa margra ára for- skot á markaðnum og marga alda forskot í framleiðslunni. Ánaegjulegt er að fylgjast með því að lslandsmenn skuli nú vera búnir að taka við sér i laxarækt- inni. Brautryðjendastarf Norð- manna hefir vakið heimsathygli og aðdáun margra. Er því skilj- anlegt, að margar aðrar þjóðir skuli nú hafa stokkið til og vilji allar Lilju kveðið hafa, ef svo má að orði komast. Þeir, sem með þessum málum fylgjast, ættu samt að gera sér grein fyrir þeim möguleika, að verð á laxi geti Iækkað eitthvað í heiminum, þegar afurðir hinna nýju þátttakenda koma á mark- aðinn. Sjálfir eru Norðmenn að stórauka sína framleiðslu og er áætlað, að þeir muni framleiða 70.000—80.000 smálestir árið 1990. í fyrra fluttu þeir út 22.000 tonn af laxi og var það 30% aukning frá árinu á undan. Llka verður að hafa i huga, að fram að þessu hafa frændur okkar verið einir um hituna, og gætt þess að stjórna framboðinu til þess að fá sem allra hæst verð. Hætt er við, að slíkan aga verði ekki hægt að hafa, þegar margar þjóðir fara að demba laxi á markaðinn. Það eru takmök fyrir því hve mikinn lax er hægt að borða. Sagt var í eina tíð, að þegar vinnufólk hefði verið ráðið á mikla laxajörð í Borgarfirði, hefði orðið að lofa þvi, að það þyrfti ekki að éta lax nema þrisvar í viku. En nú er öldin önnur og allt er breytingum háð. Ef til vill er þetta óþarfa svart- sýni. Fólkið hérna í henni Amer- iku virðist sólgið i laxinn og svo sannarlega vona ég, að það éti • meira og meira af honum um ókomin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.