Morgunblaðið - 17.04.1985, Page 48
'■* 48____________MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 17. APRlL 1985_
íhaldsstefnan endurskírð
— eftir Stefán
Karlsson
Undanfarin ár hefur mikið verið
rætt og ritað um hugtakið frjáls-
hyggja (liberalism). Þetta hugtak
hefur verið misnotað í pólitískum
tilgangi. Sú afskiptaleysisstefna
(laisser-faire) sem kennd er við
Hayek og Friedman hefur verið
skírð því aðlaðandi nafni frjáls-
hyggja. Að mínu áliti er þessi
nafngift söguleg fölsun. Fyrir
henni stendur hópur ungra manna
í Sjálfstæðisflokknum vart komn-
ir af barnsaldri. Mig hefur oft
undrað að undantekningalítið hef-
ur þessi fölsun verið tekin góð og
gild þannig að nafngiftin er að öð-
last hefð í íslensku máli. Til að
varpa Ijósi á að um rangfærslu sé
að ræða ætla ég að rekja stuttlega
sögu og þróun þeirrar stefnu sem
nefnd hefur verið frjálshyggja. Ef
til vill er sú tilraun ekki ómaksins
verð. Aldrei er að vita nema skað-
inn sé skeður. í nýju ensk-íslensku
orðabókinni er hugtakið liberal-
ism þýtt með því óþjála orði
frjálslyndisstefna. Hugtakið lib-
ertarianism er hins vegar m.a.
þýtt sem frjálshyggja. Eftir því
^ sem ég kemst næst rekja sjálf-
stæðismennirnir ungu hugtakið
frjálshyggja í sínum skilningi til
orðsins liberalism. Um hugtakið
libertarianism getur varla verið
að ræða þar sem það merkir ein-
faldlega frjáls hugsuður eða er
notað um þá sem hafa frjálslynda
afstöðu til trúar-
bragða í anda George Brandes.
Sígilda frjálshyggjan kom fyrst
fram í árdaga iðnbyltingarinnar.
Hún var fylgifiskur og jafnframt
málsvari hins iðnvædda sam-
keppnisþjóðfélags. Megineinkenni
hennar voru áherslan á náttúru-
réttinn (að maðurinn hefði frum-
burðarrétt sem ekki mætti brjóta
gegn) eignarréttinn og takmarkað
vald ríkisstjórna. Aherslan á
frelsi einstaklinganna gagnvart
stjórnvöldum var eðlileg á þessum
tímum þar sem litið var á ríkis-
valdið sem líklegasta kúgunarafl-
ið. Sígilda frjálshyggjan þróaðist
sem viðnám gegn einveldisstjórn
gamla þjóðfélagsins sem spornaði
gegn athafnafrelsi hinnar rísandi
borgarastéttar iðnaðarþjóðfélags-
ins. í stað einveldisins skyldi
koma pólitískt lýðræði sem byggð-
ist á meirihlutareglu, takmörkuðu
■"i0 valdi ríkisstjórna og frum-
burðarrétti mannsins.
Með tímanum styrktist nýja
þjóðfélagið í sessi. Markaðskerfi í
anda afskiptaleysisstefnunnar
varð að veruleika. En raunveru-
leikinn varð ekki eins glæsilegur
og draumur sígildu frjálshyggj-
unnar hafði staðið til. Andstæður
jukust í þjóðfélaginu. Mikil fátækt
skapaðist samfara gífurlegum
auðæfum. Jafnframt fóru þeir
auðugu að tryggja hagsmuni sína
með einokun. Slík einokun gaf
iðnjöfrum möguleika á að hafa
ríkisstjórnir í vasa sínum. Fólkið
sem áður hafði orðið að lúta ger-
ræðislegum ríkisstjórnum varð nú
ofurselt efnahagslegum öflum.
í ljósi þessarar þróunar fóru
ýmsir frjálshyggjumenn að endur-
skoða afstöðu sina til ríkisvalds-
ins. Ríkisvaldið var ekki lengur
helsti óvinur frelsisins heldur ein-
okunarfyrirtækin. Jafnvel væri
hægt að nota stjórnvöld til að
stemma stigu við einokun með
reglugerðum. Ef að þróun iðn-
aðarþjóðfélagsins hafði leitt til
þess að fólk hafði orðið ofurselt
efnahagslegum öflum, hví skyldi
það þá ekki nota ítök sín í lýðræð-
islega kjörinni stjórn til að skipu-
leggja efnahagslífið og vernda sig
gegn öflum sem það var annars
hjálparvana gagnvart?
Um þetta leyti kom hin svo-
nefnda nytsemisstefna fram á
sjónarsviðið. Helstu talsmenn
hennar voru m.a. Jeremy Bent-
ham, John Stuart Mills, Thomas
Hill Green, John Dewey o.fl. Kjör-
orð þessarar stefnu var „mest
hamingja fyrir sem flesta". Mæli-
kvarði á gæði ríkisstjórna væri
því ekki afskiptaleysi heldur
hversu mikla hamingju hún veitti
sem flestum þjóðfélagsþegnum. Ef
það er hlutverk ríkisstjórna að
auka hamingju sem flestra er alls
endis óvíst að afskiptaleysið
(frjálst markaðskerfi) tryggi það
markmið best. Ríkisstjórnin á
þvert á móti að hefjast handa um
að hámarka hamingju þjóðfélags-
þegnanna með því að beita sér
fyrir félagslegum umbótum eins
og opinberri þjónustu, bættri
vinnulöggjöf, ókeypis menntun,
heilbrigðisþjónustu o.fl. Eins og
sést á þessu gjörbreyttist frjáls-
hyggjan með tilkomu nytsemis-
hyggjunnar. Upphafsmaður þeirr-
ar stefnu, Jeremy Bentham, er því
af flestum fræðimönnum jafn-
framt talinn vera upphafsmaður
nútíma frjálshyggju (liberalism) í
samræmi við þá hefð sem hefur
skapast um það hugtak. Sú frjáls-
hyggja birtist m.a. í stefnu ýmissa
frjálslyndra stjórnmálaflokka i
Vestur-Evrópu og Ameríku eins
og t.d. Frjálslynda flokksins í
Vestur-Þýskalandi, Bretlandi,
Kanada og frjálslyndra demó-
krata í Bandaríkjunum. Stefna
þessara flokka á ekkert skylt við
þá markaðshyggju sem hér á landi
hefur ranglega verið kölluð frjáls-
hyggja og er af flestum fræði-
mönnum flokkuð með nútíma
íhaldsstefnu í samræmi við hefð-
bundna hugtakanotkun.
En lítum nú á hvernig sú hefð
hefur skapast. Samfara þróun
frjálshyggjunnar með tilkomu
nytsemishyggjunnar rann af-
skiptaleysisstefnan saman við
íhaldsstefnuna sem Edmund
Burke hafði boðað. Gamla aðals-
þjóðfélagið sem íhaldsstefna
Burkes var málsvari fyrir var liðið
undir lok og iðnaðarþjóðfélagið
orðið fast í sessi. Nú var það orðið
íhaldssöm afstaða að vilja varð-
veita þau verðmæti sem iðnaðar-
þjóðfélagið skóp eins og frjálsa
samkeppni, afskiptaleysi ríkis-
valdsins af málefnum atvinnu-
lífsins o.s.frv. Þeir sem höfðu
hagnast á frjálsu samkeppninni
og komið sér vel fyrir í þjóðfélag-
inu töldu að afskipti í anda nyt-
semishyggjunnar ógnuðu hags-
munum sinum. Þeir leituðu að
rökum í kenningu Burkes og fundu
ýmislegt nytsamlegt sem hægt
væri að fella að gömlu afskipta-
leysisstefnunni. Afskiptaleysi
skyldi viðhaldið í efnahagsmálum
en ríkisvaldinu bæri að beita sér á
þeim sviðum sem stuðlaði að við-
haldi ríkjandi þjóðfélags og stofn-
ana þess svo sem fjölskyldunnar,
trúarbragða o.s.frv. Jafnframt var
því mótmælt að ríkisstjórnin ætti
að beita sér fyrir félagslegum um-
bótum í anda nytsemishyggjunn-
ar, þar sem það drægi úr sjálfs-
bjargarviðleitni manna. Afskipta-
leysisstefnan var orðin að íhalds-
stefnu iðnaðarþjóðfélagsins.
Til að varðveita frjálsa mark-
aðskerfið og tryggja að þeir sem
teldu sig afskipta innan þess gætu
ekki rétt hlut sinn í gegnum
kjörna fulltrúa sina bjuggu þessir
nútíma íhaldsmenn sér til mjög
íhaldssama hugmyndafræði um
pólitískt lýðræði. Nýklassíska lýð-
ræðiskenningin leit dagsins ljós.
Meðal upphafsmanna hennar má
nefna Edmund Burke, James
Madison og John C. Calhoun en
þekktir stuðningsmenn hennar nú
til dags eru m.a. íhaldssamir
hugsuðir á borð við Milton Fried-
man, Russel Kirk, Barry Gold-
water og William Buckley.
Talsmenn sígildu lýðræðiskenn-
ingarinnar með John Locke i
broddi fylkingar vildu nota meiri-
hlutaregluna sem mælikvarða á
skynsamlega stjórnun. Forsenda
þess var trúin á skynsemi og vel-
vild almennings. Ef fólk er skyn-
samt og velviljað má treysta því
til að taka réttar ákvarðanir.
Locke gerði líka ráð fyrir að
grundvallarhagsmunir allra í til-
teknu þjóðfélagi væru þeir sömu.
Það sem var gott fyrir þjóðfélagið
í heild sinni væri að öllum líkind-
um gott fyrir hvern einstakan ein-
„En þá bregður svo við
að nokkrir ungir menn í
flokknum sem eru
lengst til hægri hlaupa
til og ræna þessari
nafngift af réttmætum
handhöfum hennar í
pólitískum tilgangi“.
stakling. Af þessum ástæðum væri
hægt að nota vilja meirihlutans
sem mælikvarða á rétta stjórn-
arstefnu.
Gegn þessum forsendum lýð-
ræðisins snerist nýklassíska lýð-
ræðiskenningin. Þó að maðurinn
væri skynsamur á efnahagssvið-
inu vær hann það ekki á stjórn-
málasviðinu. Hann væri í eðli sínu
ágjarn, sjálfselskur, árásargjarn
og illgjam. Trúin á almennings-
lýðræði og meirihlutaregluna væri
því byggð á hæpnum forsendum.
Vegna sjálfselsku fólksins myndi
meirihlutinn ætíð nota vald sitt til
að kúga minnihlutann. Lýðræð-
iskerfið bæri því að byggja upp
þannig að hið illa í manninum
væri hagnýtt í góðum tilgangi.
Gera yrði ráðstafanir til að draga
úr áhrifum meirihlutans og tak-
marka áhrif almennings á póli-
tíska stjórnun. Þessar íhaldssömu
hugmyndir um pólitískt lýðræði
hafa verið útfærðar í bandarisku
stjórnkerfi. Ég ætla því að kynna
þá framkvæmd stuttlega sem
ákveðið dæmi um þessar hug-
myndir en í henni birtist nokkuð
glöggt vantrú íhaldssamra manna
á bein áhrif almennings á stjórn-
völd. Sú vantrú birtist þó á öllu
ákveðnari hátt í hugmyndum
Burkes og Hayeks um pólitískt
lýðræði en sá síðarnefndi hefur
nýlega sett fram þá hugmynd að
hækka beri kosninga- og kjör-
gengisaldur verulega.
í bandarísku stjórnkerfi er
reynt að draga úr beinum áhrifum
almennings á stjórnvöld með
ýmsu móti. Þannig eru forsetinn
og varaforsetinn ekki kosnir
beinni kosningu heldur af kjör-
mönnum sem ekki eru skuld-
bundnir samkvæmt stjórnar-
skránni að kjósa þann frambjóð-
anda sem kjósendur völdu. Hug-
myndin er sú að kjörmennirnir
geti breytt niðurstöðum kosninga
ef almenningur er talinn hafa kos-
ið á óábyrgan hátt. Áhrifum al-
mennings er einnig tvístrað með
því að kjósa embættismenn á
breytilegum tímum. Fulltrúa-
deildin er kosin til tveggja ára,
forsetinn og varaforsetinn til fjög-
urra ára og öldungadeildin til sex
ára. Það tekur því full sex ár fyrir
kjósendur að fylla í hvert opinbert
embætti þjóðfélagsins. Auk þess
er alls ekki víst að meirihlutinn sé
sá sami á öllum sviðunum þremur.
Enn fremur er starfstímabil kjör-
inna embættismanna fastsett með
lögum og ekki hægt að raska því
nema undir mjög óvenjulegum
kringumstæðum. Fólkið kýs því
aðeins þegar lögin segja fyrir um
en ekki þegar það óskar eftir. Loks
má nefna að ríkjakerfið skapar
skilyrði fyrir dreifingu meiri-
hlutahópanna.
Afstaða nýklassísku lýðræðis-
kenningarinnar til lýðræðisins
sem birtist m.a. í bandarísku
stjórnkerfi og íslensku frjáls-
hyggjumennirnir svonefndu hafa
tekið undir (hver kannast ekki við
sönginn um misvitra stjórnmála-
menn sem eigi að hafa sem minnst
afskipti af efnahagslífinu) er mjög
ólík afstöðu sígildu frjálshyggj-
unnar sem hafði miklu meiri trú á
pólitísku lýðræði. Sú trú var
endurvakin með tilkomu nytsem-
ishyggjunnar og nútíma frjáls-
hyggju. Afstaða þeirrar stefnu til
pólitíska lýðræðisins var sú að
hún vildi ítök almennings í ríkis-
stjórninni, meirihlutaræði og að
stjórnvöld beittu sér fyrir félags-
legum umbótum. Sú afstaða
byggðist á trú á skynsemi og vel-
vild almennings á pólitíska svið-
inu. „Frjálshyggjan" svonefnda
hér á landi á því ekkert tilkall til
þess að vera kölluð arftaki hvorki
sígildu frjálshyggjunnar né nyt-
semisstefnunnar. Nafngiftin
frjálshyggja um þá stefnu er því
dauð og ómerk.
Og þá er komið að ruglandinni
um frjálshyggjuhugtakið hér á
landi. Sú ruglandi birtist m.a. í því
að þegar talað er um innanflokks-
erjur í Sjálfstæðisflokknum er tal-
að um átök milli frjálshyggju-
armsins og frjálslynda armsins.
Hvílíkt klúður.
Sjálfstæðisflokkurinn varð á
sínum tíma til með samruna
(haldsflokksins og Frjálslynda
flokksins. Ég fullyrði að stefna
þess síðarnefnda hafi verið í anda
nytsemishyggjunnar eins og
stefna sambærilegra frjálslyndra
flokka í Vestur-Evrópu og víðar.
Sem dæmi því til stuðnings mætti
nefna að hann beitti sér fyrir efl-
ingu almannatrygginga. íhalds-
flokkurinn var hins vegar mál-
svari þeirrar afskiptaleysisstefnu
sem lýst er hér að framan. Hér er
ekki rúm til að rökstyðja það frek-
ar. Allar götur síðan Sjálfstæðis-
flokkurinn var stofnaður hefur
þessi stefnuágreiningur skotist
annað slagið upp á yfirborðið, nú
síðast í þeim harðvítugu átökum
sem hafa átt sér stað innan hans.
Að mínum dómi hefur hinn
svonefndi Gunnarsarmur rétt til
að kenna sig við frjálshyggju í
samræmi við sögulega hefð og
staðreyndir. Stefna hans er mjög í
anda þeirrar félagslegu umbóta-
stefnu sem nytsemisstefnan boð-
aði og sú hefð hefur skapast um í
erlendum fræðiritum að nefna li-
beralism eða frjálshyggju. En þá
bregður svo við að nokkrir ungir
menn í flokknum sem eru lengst
til hægri hlaupa til og ræna þess-
ari nafngift af réttmætum hand-
höfum hennar í pólitískum til-
gangi. Með því móti hafa þeir
sniðgengið hefðbundna hugtaka-
notkun og þyrlað ryki í augu
þeirra sem eru að reyna að átta
sig á raunveruleika stjórnmál-
anna. Hin svonefnda frjálshyggja
ungra sjálfstæðismanna undir
forystu Hannesar H. Gissurarson-
ar á ekkert frekar skylt við frjáls-
hyggju en lútherskan við páfa-
dóminn. Nútíma frjálshyggja er
félagsleg stefna en frjálshyggja
Hannesar er þröngsýn, einhliða og
íhaldssöm markaðshyggja sem
metur fá önnur gildi en það sem er
falt á markaði. Slíkt hefur ekkert
með frjálslyndi að gera. Stefna
þessi sem á undanförnum árum
hefur verið boðuð af svo miklu
offorsi er ekkert annað en nútíma
íhaldsstefna, sem vill takmarka
pólitísk ítök almennings af efna-
hagslífinu í gegnum sína lýðræð-
islega kjörnu stjórn í þágu þeirra
sem ráða fyrir fjármagni og fyrir-
tækjum. Þessi íhaldsstefna sver
sig í ætt við stefnu Thatchers í
Bretlandi og Ronalds Reagan i
Bandaríkjunum enda viðurkenna
„frjálshyggjumennirnir" að þeir
sæki fyrirmyndir sínar þangað.
Ég veit ekki til þess að íhalds-
flokkurinn í Bretlandi og íhalds-
samir repúblikanar í Bandaríkj-
unum séu kallaðir frjálshyggju-
menn eða hafi verið orðaðir við
frjálslyndi af neinu tagi. Að kalla
þessa stefnu frjálshyggju tel ég
vera sögulega fölsun. Hér er
einfaldlega um það að ræða að
rykið hefur verið dustað af gömlu
þreyttu íhaldsstefnunni sem Jón
Magnússon var málsvari fyrir á
sínum tíma og hún endurskírð í
pólitískum tilgangi með heitinu
frjálshyggja. Því mætti jafnvel
færa rök að því að um aftur-
haldsstefnu sé að ræða. Á undan-
förnum áratugum hefur velferð-
arkerfið svokallaða fests í sessi og
farið að líta á ýmis réttindi því
samfara sem sjálfsögð og eðlileg.
Hin svokallaða frjálshyggja vill
hins vegar snúa hjólinu aftur á
bak til þess tíma þegar markaðs-
kerfið var allsráðandi og félags-
legt öryggi og réttindi af skornum
skammti.
SteCín Karlsson hefur starfað sem
kennari.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
EIR-
PÍPUR
einangraöar meö plasthúð. Þær eru sérlega meö-
færilegar og henta vel til notkunar við margs konar
aöstæöur, t.d. á sjúkrahúsum. Pípurnar fást í rúll-
um. 10-22 mm sverar. Auk þess höfum viö óein-
angraöar, afglóöaöar eirpipur, 8-10 mm í rúllum
og óeinangraðar eirpípur 10 - 54 mm í stöngum.
- Aukin hagkvæmni
- minni kostnaður
- auðveld vinnsla.
SINDRA
STALHF
Borgartúni 31 sími 27222