Morgunblaðið - 17.04.1985, Page 52

Morgunblaðið - 17.04.1985, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 fclk í fréttum John er pirraður út í Joan Collins Joan Collins, tilvonandi frú Holm, hefur aldrei farið í felur með að henni þyki John James, einn af meðleikurum sínum í Dynasty, vera afar fallegur karlmaður. John, sem leikur Jeff Colby, er ekkert sér- staklega ánægður þegar hann fréttir að Joan hafi verið að tjá Pétri og Páli að sér þyki hann glæsilegur og áhugaverður, langfallegasti leikar- inn í Dynasty-hópnum. „Ég er ákaflega lítt spenntur fyrir því að vera álitinn kyntákn. Ef Joan heldur þessu áfram, þá er ég hrædd- ur um að ég verði það hvort sem mér líkar betur eða verr. Ég hef beðið hana að hætta þessu, en það segir enginn þeirri konu fyrir verkum, hún brosir bara sinu blíðasta og kallar mig krútt," segir John. John er annars 29 ára gamall Minnesotabúi. Hann var áður plötu- snúður hjá frjálsri útvarpsstöð. Hann dreymdi alltaf um að reyna fyrir sér í kvikmyndabransanum og fór í eina þrjá leiklistarskóla áður en hann hélt til Hollywood í leit að gæfu og frama. Það var svo þegar verið var að undirbúa Dynasty, að John ræddi við framleiðendurna. Það var verið að velja mann í hlut- verk hins kynvillta Stephen Carr- ington og John var ekkert sérstak- lega hress að slá kannski í gegn í hlutverki kynvillings. Én þannig fóru leikar, að framleiðendunum leist svo vel á John, að þeir skrifuðu nýja persónu inn í handritið, Jeff Coiby. Þá vitum við það... Allt gengur í haginn hjá Jerry Hall Jerry Hall, ljósmyndafyrirsæta og sambýliskona Micks Jagg- er, brosir sínu blíðasta, enda löng og ströng meðganga á enda fyrir nokkru og svo sér fyrir endann á vinnslu handritsins að sjálfsævi- sögu hennar sem hefur hlotið nafnið „Tall Tales“, sem gæti út- lagst „ótrúlegar sögur“. Bókin fjallar um uppvöxt Jerry við sára fátækt og svo auðvitað hvernig rættist úr fyrir henni er hún varð ein eftirsóttasta tískusýningar- dama hins vestræna heims. Her- ma fregnir að víða sé komið við og safaríkar frásagnir af frægu fólki séu á hverju strái og ekki sé vist að umrætt frægt fólk verði hrifið af öllu sem fram kemur. En Jerry varðar lítið um þaö og vonast til að bókin renni út eins og heitar lummur. Flestar bækur af þessu tagi gera það reyndar, þ.e.a.s. ef viðkomandi höfundar eru nægi- lega frægir, eða ef sögurnar um náungann eru nógu krassandi. Hvort tveggja ku vera fyrir hendi í þessu tilviki og því þarf Jerry vart að hafa áhyggjur af því að „Ótrúlegar sögur“ seljist ekki. Myndin sem hér fylgir var tekin er Jerry ræddi við blaðamenn á Algonquin-hótelinu um væntan- lega útkomu bókarinnar. Var þetta hugguleg dagstund og Jerry bauð kampavín. Það stafaði af henni slíkum bjarma, að eftir að hafa masað um bókina um hríð gátu blaðamenn ekki stillt sig um að spyrja hana eitt og annað um einkalífið sem hætti um leið að vera það, þ.e.a.s. einkalíf, því Jerry svaraði öllu saman. Jú, hún væri dálítið heima hjá barninu, nei, hún ætlaði ekki að binda sig inni hjá því allan tímann, jú, hún væri farin að vinna sem tískuráð- gjafi hjá bandarískri sjón- varpsstöð. Hvort meðgangan hefði farið illa með frægan grannan lík- ama hennar? „Ekki aldeilis, hún bætti um betur, línur eru skýrari svo eru brjóstin stærri, ekki veitti af.“ Um sambúðina við Mick? „Gengur prýðilega," og svarið kom ekki á óvart, því Mick sendi frá sér sólóplötu fyrir skömmu og bar hún nafnið „She’s the boss“ og má reikna með að nafnið hafi fallið Jerry vel í geð ... Victoria að máta? Leikkonan Victoria Principal sýndi nýlega brúðarkjóla á tísku- sýningu hjá hönnuðinum Elviru Gramano i Rómarborg. Þótti Victoria taka sig hið besta út svo sem sjá má og hvitt fer henni greinilega vel. Sagt var að lýtalæknirinn Harry Glassman sem þarna var meðal áhorfenda hafi fengið fiðring í kroppinn, því hann og Victoria munu senn ganga í heilagt hjónaband eftir mikið japl, jaml og fuður ... DVALARHEIMILI ALDRAÐRA í STYKKISHÓLMI Fjórir bræður við sama borð Það mun þykja nokkuð sérsUkt að fjórir bræður sitji við sama borð á dvalarheimili fyrir aldraða og sá elsti sé orðinn níreður. I*essir bræður á meðfylgjandi mynd eru þó allir hættir störfum og dvelja á dvalarbeimili fyrir aldraða í Stykkishólmi. l»eir ganga undir nafninu Kóngsbakkabræður þar vestra, en heita annars Ulið frá hægri: Jón, 74 ára, Lárus, 81 árs, Björn, 83 ára, og loks Pétur, níræður. Þeir eru Jónssynir. Myndina tók Árni frétUriUri okkar í Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.