Morgunblaðið - 17.04.1985, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985
59
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
mFÖOTUDAGS
a&'u if
Bréfritari á við landsmót barnakóra sem haldið var í Langholtskirkju í síðasta mánuði.
mn
'!uMHBSSrtV
Áhugaleysi sjónvarpsins
Albert Jensen hringdi:
Ef stolið væri hlut úr Lang-
holtskirkju yrði það, ef að líkum
lætur, mikið fréttaefni fyrir sjón-
varp, en þegar margir barnakórar,
6—700 börn, koma saman, þá þyk-
ir varla taka að minnast á það.
Trúlega fyndist flestum gott að
vita ef sjónvarpið gæti sýnt frá
svo stórkostlegri samkomu þar
sem svo mörg börn spreyta sig.
Það væri uppörvandi fyrir alla
sem ættu þátt í því, fyrir utan
hvað það hefði örvandi áhrif til
góðs á önnur börn. Þetta tæki ekki
svo mikinn tima t.d. frá íþróttum
og væri ekki síðri menningar- og
ánægjuauki en þær.
J1
AÐALFUNDUR
Hf. Eimskipafélags íslands uerður haldinn
í Súlnasal Hótel Sögu,
fimmtudaginn 18. apríl 1985, kl. 14:00.
------------- DAGSKRÁ ----------------
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr.
samþykkta félagsins.
2. Lagðar fram til fullnaðarafgreiðslu
tillögur til breytinga á 4. gr. samþykkta
félagsins.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum uerða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa
á skrifstofu félagsins í Reykjauík frá 12. apríl.
EIMSKIP
STJÓRNIN
Jesús gefur öllum
frið sem á hann trúa
Jóhann Guðmundsson skrifar:
f grein um dulræna hæfileika í
Velvakanda 28.3. sl. merkt Þórði,
má lesa á milli línanna óróleika
sálar sem skortir bjarg til þess að
standa á, frið, gleði og vonir, sem
Jesús frelsari mannanna gefur öll-
um þeim sem á hann trúa. Hann
gefur fyrirheit um eilíft líf með
sér. Hann er vegurinn.
Ég hafði lesið eftirfarandi deg-
inum áður en bréf Þórðar birtist,
sem ég bið Velvakanda að koma til
Þórðar og annarra þeirra sem
svipað er ástatt fyrir.
I 32. sálmi Davíðs segir: „Ég vil
fræða þig og vísa þér veginn, er þú
átt að ganga, ég vil kenna þér og
hafa augun á þér.“ Þeir sem trúa á
Jesúm eiga fullvissu um örugga,
óbrigðula leiðsögn Guðs.
Flestir gefa engan gaum að
þessari leiðsögn, sem Guð gefur i
orði sínu, heldur lafa eigin vilja
ráða gerðum sínum. Áttir týnast í
ólgusjó lífsins. Leiðin okkar
bregst, nema því aðeins að Jesús
sé vegurinn. Gamall trillukarl
týndist á sjónum aftur og aftur.
Til þess að ráða bót á þessu tóku
vinir hans sig saman og gáfu hon-
um áttavita, kenndu honum að
nota hann og töldu að ekki kæmi
til frekari vandræða með gamla
manninn. Hann fór að ráðum vina
sinna og tók áttavitann með sér í
næsta róður.
En eins og oft áður kom hann
ekki að landi þótt besta veður
væri. Leit hófst þegar hann skilaði
sér ekki. Loks fannst hann átta-
villtur og fylgdi leitarbátnum til
Breyttur súnatúni
ATHYGLI lesenda er vakin í
breyttum símatíma Velvakanda.
Frá og með deginum í dag verð-
ur símatíminn frá kl. 14 til 15,
mánudaga til fostudaga.
Iands. Óþolinmóðir og argir
spurðu vinir hans: „Af hverju not-
aðir þú ekki áttavitann sem við
gáfum þér?“ Gamli maðurinn
svaraði: „Ég bara þorði það ekki
— treysti honum ekki. Ég vildi
halda í norður en hvernig sem ég
reyndi að snúa nálinni í áttavitan-
um til norðurs, þá hélt hún áfram
að stefna í suðvestur."
Gamli maðurinn var öruggur
um það hvar norður væri og
hvernig sem hann reyndi að
sannfæra nálina um vissu sína,
tókst það ekki. Þá fleygði hann
líka áttavitanum i sjóinn sem
einskisverðu hjálpartæki.
Drottinn mun vísa veginn, þeir
sem fylgja hans leiðbeiningum
komast hjá því að líf þeirra verði
að eyðimerkurgöngu og hugar-
angri, vonleysi verður að von og
myrkur að Ijósi, Jesús að lifandi
frelsara. „Gjör þú mér kunnan
þann veg sem ég á að ganga.“
Sálm 143.8. Megi íslensk þjóð bera
gæfu til þess að nota Guðs orð sem
áttavita sinn. Guð er kærleikur,
hann elskar okkur og þráir að
leiða okkur inn í himin sinn.
Þegar þú biður um leiðsögn
Guðs möglaðu ekki þótt hún fari
ekki saman við óskir þínar. Hann
veit best.
Á að vera bænahús
- helgidómur Guðs
Yasmín B.N. Björnsdóttir,
Bakkakoti 12, Reykjavík, skrifar:
Svar mitt við lesendabréfi
Stefáns Ásgrímssonar i dálki
þínum þann 29. mars 1985: „Hús
mitt á að vera bænahús fyrir all-
ar þjóðir" stendur skrifað. Það á
ekki að vera trúðahús með alls
konar skrípaleikjum, eins og
málverkasýningum, rokktónleik-
um og dansi, bingó, félagsvist,
kaffisölu, o.s.frv. Það á að vera
bænahús, helgidómur Guðs, þar
sem guðhrætt fólk getur gengið
inn dag sem nótt til að biðjast
fyrir þegar það hefur þörf fyrir
það.
Éins og allir vita gerði Jesús
sér eitt sinn svipu úr köðlum,
hratt um öllum veizluborðum í
reiði sinni, rak út alla sem voru
að notfæra sér helgidóminn til
að verzla, og „Út með allt þetta.
Gjörið ekki hús Föður míns að
verzlunarbúð (skemmtistað)!“
Guð er kannski ekki ein-
strengingslegur, Stefán, en hann
er ósveigjanlegur í svona málum
og ég veit að hann lítur ekki á
kaffisölu og kökubasar, félgsvist
(spil) eða skemmtiatriði í helgi-
dómi sínum sem tilbeiðsluform.
Það er eins og djöfullinn sjálfur
leiki lausum hala í guðshúsum
kristinna manna víða um heim.
Eins og stendur t.d. skrifað í Es-
ekíel 22,26 og Zefanía 3,1—5,
gerir Guð greinarmun á óhreinu
og hreinu helgihaldi, á þvi sem
heilagt er og óheilagt. Og hann
ásakar presta fyrir að vanhelga
hið heilaga með þess háttar
„trúariðkun" og misbjóða lög-
málinu svo að Guð vanhelgist
meðal þeirra. Ekkert hefur
breyzt síðastliðin 2000 ár. Svona
er lífið. Jeremía 10,21 og 12,10.
RM B. MAGNUSSON
■flvl HÓLSHRAUNI 2 - SÍMI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRÐI
«r