Morgunblaðið - 17.04.1985, Side 64
HUEKKURIHEUNSKEÐJU
OPINN 10.00-00.30
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Suðurland:
kart-
Hringrot í
öflum frá 33 bæjum
Kartöriu.sjúkdómurinn hringrot er
orðinn útbreiddur i Suðurlandi.
Hingað til hefur verið talið að fsland
vaeri frftt af þessum sjúkdómi en
hann hefur nú verið greindur i 33
baejum síðan hans varð fyrst vart í
lok janúar sl. Þar sem istandið er
verst reyndust 15—17% kartaflna í
50 kg poka vera með hringrot.
Hringrot er talinn alvarlegur sjúk-
dómur. Talið er að hann hafi borist
hingað með innfluttu útsæði.
Sigurgeir Ólafsson, plöntu-
sjúkdómafræðingur hjá RALA,
teiur að sjúkdómurinn sé búinn að
vera hér á landi í nokkur ár. Tíðn-
in hafi hinsvegar verið svo lítil að
. menn hafi ekki áttað sig á honum
fyrr en nú, eftir að hann magnað-
ist upp vegna þeirra aðstæðna sem
voru í sumar. Taldi Sigurgeir að
hringrotið hefði komist í „premi-
ere“ útsæði, sem fyrst var flutt
inn árið 1981, fljótlega eftir að
farið var að nota það í Þykkva-
bænum og breiðst fljótt út þaðan
vegna þess hvað stofninn var lítill
og mikil eftirspurn eftir útsæði af
þessari tegund. Taldi Sigurgeir
engar líkur á að hringrotið hefði
borist úr finnsku kartöflunum
sem fluttar voru inn sl. vetur og
sjúkdómurinn fannst í.
„Útsæðið er lykillinn að lausn-
inni á þessu vandamáli,“ sagði
Sigurgeir, en sagði að ekki yrði
hægt að losna við sjúkdóminn með
snöggu átaki, það yrði að gera í
áföngum. Hringrot hefur ekki
fundist í stofnræktuðu útsæði.
Kartöflur með hringroti eru óhæf-
ar til neyslu. Skemmdin sést ekki
utaná kartöflunum en þegar þær
eru skornar má sjá skemmd í hring
utarlega í þeim. Ef kartöflurnar
eru kreistar losnar um skemmda
vefinn og má kreista hann út sem
slímkenndan massa. Síðar verða
17 milljónum
safnaö með
sölu á rauðu
fjoðrmni
„SALA rauóu fjaðrarinnar gekk
vonum framar og þótt endanleg
tala sé ekki komin þá virðast
hafa safnast um 17 milljónir
króna“, sagði Svavar Gests, yfir-
maður Lions-hreyfingarinnar á
íslandi, í samtali við Mbl. í gær.
Eins og alþjóð mun kunnugt
seldu Lions-menn rauða fjöður
um síðustu helgi og hugðust
með því safna fyrir svokölluð-
um linuhraðli á Landspítal-
ann. Sagði Svavar að bjart-
sýnustu menn hefðu spáð því
að unnt væri að selja fyrir um
10 milljónir króna og miðuðu
þar við sölu fjaðrarinnar áður.
„Það er ljóst að þjóðin hefur
nær tvöfaldað þessa tölu og ef
féð liggur á góðum bankavöxt-
um í eitt ár þá verður hægt að
ganga frá kaupum línuhraðals
að þeim tíma liðnum,“ sagði
Svavar. „Það tekur um eitt ár
að afgreiða slíkt tæki til
landsins og það kostar 20—30
milljónir króna. Enn streyma
peningarnir inn til okkar og
margir hafa óskað eftir að
geta keypt fjöðrina þó sölu-
dagar hennar séu liðnir. Við
Lionsmenn erum því mjög
ánægðir með árangur þjóðar-
innar í þessari söfnun.“
kartöflurnar gular á lit með
blautskemmdum. Taldi Sigurgeir
litlar líkur á að skemmdar kart-
öflur færu í neytendapakkningar
því matsmenn væru mjög á verði
gagnvart sjúkdóminum.
Búvörur
hækka um 4 %
á næstunni
VIÐ verðlagningu landbúnaðaraf-
urða, sem tók gildi þann 1. mars sl.,
náðu fulltúar neytenda og framleið-
enda ekki samkomulagi um launalið
bóndans og flutningskostnað í verð-
lagsgrundvellinum og var ágreiningn-
um vísað til yfirnefndar sem nú hefur
fellt úrskurð. Ákvað yfirnefndin
hækkun launaliðar sem svarar 10%
og 18% hækkun flutningskostnaðar.
Við þetta mun verðiagsgrundvöllur-
inn hækka um 4,36% sem þýðir að
útsöluverð landbúnaðarvara mun
hækka um nálægt 4%.
Að ákvörðuninni stóðu fulltrúi
framleiðendafulltrúanna i sex-
mannanefnd og óháður oddamaður
gegn atkvæði fulltrúa sem neyt-
endafulltrúarnir í sexmannanefnd
völdu. Neytendafulltrúarnir í sex-
mannanefnd eru reyndar skipaðir
af félagsmálaráðherra þar sem við-
komandi verkalýðsfélög drógu full-
trúa sína úr nefndinni á siðasta ári.
Taldi neytendafulltrúinn lög ekki
standa til frekari breytinga á bú-
vöruverði en þegar var búið að
ákveða. Sexmannanefnd mun koma
saman til fundar á næstunni til að
ákveða nýtt smásöluverð landbún-
aðarafurða út frá þessari ákvörðun
yfirnefndarinnar.
Framleiðendur gerðu kröfu um
37,7% hækkun launaliðar bóndans.
Var krafan byggð á því að launin í
grunvellinum hefðu dregist aftur
úr launum viðmiðunarstéttanna
vegna launaskriðs. Launaliðurinn í
grundvellinum var hækkaður úr
489.595 kr. í 538.555 kr., eða um
10% eins og áður segir.
Aðalbjörg II RE 236 á siglingu við Þorlákshöfn.
Morgunblaðid/Snorri Snorrason
Aflahrota við Breiðafjörð
Tregt frá Suðurnesjum og Eyjum
EKKERT lát er á aflahrotunni, sem hófst við Breiðafjörð fyrir um
mánuði. Segja heimamenn að fjörðurinn sé fullur af fiski. Afli hefur hins
vegar verið fremur tregur frá Suöurnesjum og Vestmannaeyjum, meðal
annars sakir slæmra gæfta.
Dagsafli netabátanna frá
Ólafsvík hefur verið algengastur
15 til 20 lestir frá páskum og 30
til 40 tonna afli hefur fengizt
nokkrum sinnum eftir nóttina,
að sögn fréttaritara Morgun-
blaðsins þar. Segir hann fiskinn
ennþá fullan af loðnu og þess
vegna mjög viðkvæman og
greinilegt sé að fiskur sé enn að
ganga á miðin. Nokkrir bátar
eru búnir með kvótann og aðrir
hættir að endurnýja netin. Mjög
óvanalegt er að svona mikið
fiskist við Breiðafjörð um miðj-
an apríl á allan flotann og í landi
er unnið nótt og dag til að bjarga
verðmætunum.
Vigtarmenn í Grindavík sögðu
í gær, að afli þaðan væri tregur.
Mest hefðu menn verið að fá 25
og 26 lestir eftir helgina og væri
það mest ýsa. Sáralítið af þorski
væri á miðunum og virtist botn-
inn þegar vera að detta úr ver-
tíðinni.
Frá Þorlákshöfn var aflinn á
bát eftir helgina mestur um 20
lestir og tregt í gær. Ágætis afli
var þar hins vegar i vikunni eftir
páska, upp í 15 til 20 lestir á bát
eftir daginn og heildaraflinn um
400 lestir daglega.
Frá Vestmannaeyjum var afli
líka fremur tregur eftir helgina,
en mest fengust þá um 38 lestir,
tveggja nátta ufsi, austur i Bugt.
Annars voru bátarnir með 10 til
32 lestir eftir helgina, en lítið í
gær.
Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Vinnuyeitendasambandsins:
Fyrirtæki í fiskvinnslu
gætu bætt við 1200 manns
Ásama tíma er fjöldi fiskverkunarfólks á atvinnuleysisskrá
FISKVINNSLUFYRIRTÆKI um land allt virðist vanta tilflnnanlega fleiri
starfsmenn, svo hægt sé að vinna úr því hráefni sem berst, á þann hátt sem
skapar mestu möguleg verðmæti. Þetta kom fram í skýrslu Magnúsar Gunn-
arssonar framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands íslands á aöalfundi
þess í gær, en Magnús sagði þar að samkvæmt könnun sem Knútur Óskars-
son, framkvæmdastjóri Sambands flskvinnslustöðva, gerði hjá 51 flsk-
vinnslustöð, þá gætu þær samtals bætt við sig um 770 starfsmönnum.
Magnús sagði að sörau sögu mætti raunar segja af saumastofum, því sam-
kvæmt könnun VSÍ á starfsmannahaldi 7 stærstu saumastofanna á Reykja-
víkursvæðinu, þá hefði komið í Ijós að þær gætu bætt við sig 20% í mannafla.
Magnús sagði að um 3.500
starfsmenn störfuðu hjá þessu 51
fyrirtæki, en það jafngilti á milli
60 og 70% fiskvinnslunnar. Væri
þörf þessara fyrirtækja fyrir fleiri
starfsmenn framreiknuð fyrir
fiskvinnsluna í heild, þá þyrfti um
1.200 manns í viðbót í fiskvinnslu-
fyrirtæki landsins.
Magnús sagði að þessí athugun
væri lausleg, en engu að síður væri
hún mjög sterk vísbending um
uggvænlegt ástand. „Það liggur í
hlutarins eðli,“ sagöi Magnús, „að
það er um mikinn mun að ræða,
hver verðmætasköpunin verður,
þegar menn hafa ekki vinnuafl til
þess að vinna fiskinn í þær pakkn-
ingar sem eru arðbærastar á
hverjum tíma. Þær taka vanalega
meiri tíma, og stjórnendur fisk-
vinnslustöðvanna verða því, til
þess að bjarga hráefninu, að nýta
fiskinn í aðrar fljótunnari og verð-
minni pakkningar."
f umræðum um skýrslu fram-
kvæmdastjóra tók Jakob Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Sjófangs í
Örfirsey, til máls og greindi frá
því að hann hefði tilfinnanlega
vantað fiskvinnslustúlkur um síð-
ustu mánaðamót. Hefði hann því
haft samband við verkakvennafé-
lagið í Hafnarfirði og óskað eftir
því að a.m.k. 10 fiskvinnslustúlk-
ur, sem þá voru á atvinnuleys-
isskrá í Hafnarfirði, kæmu til
starfa hjá sér. „Ég bauð þeim að
sækja þær til Hafnarfjarðar, ég
bauð þeim frítt fæði og kaffi yfir
daginn, ég lofaði a.m.k. 10 tíma
vinnu á dag, auk þess sem ég bauð
að keyra þær heim að dyrum að
loknum vinnudegi," sagði Jakob,
„en ég fékk neitun." Alls voru 108
manns á atvinnuleysisiskrá í
Hafnarfirði um síðustu mánaða-
mót, og sagðist Jakob telja að
þetta sýndi einfaldlega það að
fólkinu þætti jafngott að vera
heima og gera ekki neitt.
Fleiri fundarmenn tóku undir
þessi orð Jakobs, en Sigurður
Garðarsson, framkvæmdastjóri í
Vogum, sagði að ástæður þessa
væru m.a. gífurlegt vinnuálag á
starfsfólki fiskvinnslunnar, svo og
þær aðferðir sem beitt er til þess
að tryggja hámarksafköst.
Sjá fréttir af aðalfundi VSÍ á
bls. 4.