Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 1
104SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 95. tbl. 72. árg.____________________________________SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 ______________Prentsmiðja Morgunblaðsins Við sólarlag Morgunhlaðið Lárus Karl Áimnin ónæmisbæklun (AIDS): Allt mannkynið í hættu Snjókoma í Osló Ö8ló, 27. aprfl. AP. GÍFURLEGA miklum snjó kyngdi niður í höfuðborg Noregs í nótt og morgun. Minnast menn ekki snjó- komu á þessum árstíma í suðurhluta Noregs lengi. Þegar íbúar Óslóar vöknuðu er ljóraði fyrir degi brá þeim í brún er alhvít jörð blasti við stíruaug- um þeirra. Snjórinn olli samgönguerfið- leikum í höfuðborginni og næsta nágrenni hennar en líf færðist óðum í eðlilegt horf undir hádegi. Um þessa helgi átti knatt- spyrnuvertíðin að hefjast í Noregi, en ofanhríðin varð til þess að fresta varð þremur leikjum af sex i fyrstu umferð 1. deildarkeppn- innar. Geimskot á morgun Kanaveralhöfda, 27. aprfl. AP. Geimferjunni Challenger verður skotið á braut um jörðu á mánudag og í ferðinni munu sjö geimfarar fylgjast með hvernig apar og rottur spjara sig í þyngdarleysi. í ferðinni verða auk þessa stundaðar umfangsmiklar rann- sóknir á sviði laeknisfræði og annarra vísinda. Gert er ráð fyrir geimskoti á há- degi að staðartíma, klukkan 16 að íslenzkum tíma. Er þetta 17. geim- skutluferðin. Ferðin tekur viku og verður lent í Edwards-flugstöðinni í Kaliforníu. Skuggaleg samkeppni lahunabad, 26. aprfl. AP. ÍRANSKA sendiráðið f Islamabad í Pakistan gengst um þessar mundir fyrir nýstárlegri samkeppni fyrir pak- istönsk börn á aldrinum 7 til 15 ára. Samkeppnin ber heitið: „Þurrkum fs- rael af yfirborði jarðar" og mega börn- in hvort heldur þau vilja senda inn ritgerðir, Ijóð eða vatnslitamyndir sem falla að efninu. Sendiráðsmenn segja að nafn keppninnar eigi rætur að rekja til ræðna sem Ayatollah Khomeini hef- ur flutt við hin ýmsu tækifæri. Segja þeir ennfremur, að börnin geti unnið til hinna glæsilegustu verðlauna með þátttöku i keppninni auk þess sem hér sé tækifæri til að þróa og þroska skáldlega og listræna hæfi- leika. Þá verða 20 bestu verkin gefin út í „fallegri bók“. SÉRFRÆÐINGAR eru hættir að líta svo á að útbreiðsla AIDS sé bundin við ákveðna áhættuhópa, kynhverfa karlmenn, eiturlyfjasjúklinga og blóðþega. Nú er talið fullsannað að AIDS-veiran geti borist með kyn- mökum af hvaða tagi sem er, sem gerir allt mannkynið að áhættuhópi. Á Vesturlöndum, einkum í Bandaríkjunum, er þegar töluvert farið að bera á AIDS meðal fólks með eðlilegar tilhneigingar í kyn- ferðismálum, og á sumum svæðum i Afríku einskorðast útbreiðsla AIDS síður en svo við homma. Nýleg rannsókn á einu svæði í Afríku leiddi í ljós að um 5% al- mennings hafa mótefni AIDS- veirunnar í blóði sínu, og um 80% vændiskvenna. Og útbreiðslan þar um slóðir veldur óhug. 1 Zaire til dæmis eru greind fjögur tilfelli af AIDS á dag að meðaltali, aðallega hjá fólki með eðlilega kynhneigð. í Bandarikjunum eru 9.608 skráð tilfelli af AIDS, og þar af hafa 4.712 manns látist. Hins veg- ar er talið að fjöldi Bandaríkja- manna sem hafa veiruna í blóði sinu sé mun meiri, eða milli 500 þúsund og einnar milljónar. Marg- ir hafa náttúrulegt ónæmi gegn AIDS-veirunni og því munu vænt- anlega ekki allir sem sýkst hafa af veirunni veikjast alvarlega af AIDS, að mati lækna. Á hinn bóg- inn getur allt þetta fólk hugsan- lega smitað aðra og á þann hátt flýtt mjög fyrir útbreiðslu veir- unnar. Óttast sérfræðingar að AIDS-faraldur verði í stórborgum Vesturlanda áður en langt um líð- ur, og þá fyrst f San Francisco og New York, þar sem AIDS er þegar mjög áberandi. Tala menn um að hinir 11 þúsund AIDS-sjúklingar, sem vitað er um í heiminum í dag, séu aðeins tindurinn á ísjakanum. Þessar upplýsingar komu fram á alþjóðlegri AIDS-ráðstefnu sem nýlega var haldin í Banda- ríkjunum. Tveir íslenskir læknar sóttu ráðstefnuna, Sigurður B. Butihw Aires, 27. aprfl. AP. TVÆR efstu hæðirnar á sex hæða geðveikrahæli í Buenos Aires brunnu til kaldra kola aðfaranótt laugardags og voru eldsupptök ókunn síðast er fréttist. Þá höfðu fundist Ifk 78 sjúklinga og 110 höfðu verið fluttir meira og minna slasaðir í sjúkrahús. Alls voru 410 sjúklingar á hælinu, margir rosknir og ýmsir hinna sem létust voru bundnir við rúm sín og gátu enga björg sér veitt. Lög- reglumaður einn sem var meðal björgunarmanna og vildi ekki láta nafns síns get- ið, sagði að því miður mætti búast við því að fleiri fyndust látnir. Hann sagði einnig að eldurinn hefði logað í alls þrjár klukkustundir áður en Þorsteinsson og dr. Haraldur Briem, og er viðtal við þá: „Aðeins spurning um tíma hvenær AIDS berst til íslands", á bls. 4B í blað- inu í dag. tókst að ráða niðurlögum hans. Barn fær aftur bav- íanahjarta LoHWTÍIk, Kenturky. 27. aprfl. AP. Skurðlæknirinn Leonard Bailey, sem græddi bavíanahjarta í kornabarnið Fae, undirbýr hjarta- flutning af þessu tagi öðru sinni. Kveðst Bailey tæpast tilbúinn fyrr en í júníbyrjun, þar sem hann vinnur enn úr gögnum, sem hann safnaði i tilrauninni á barninu Fae. Stúlkan dó 20 dögum eftir ígræðsluna. Bailey segir ekkert mæla gegn annarri ígræðslu. Nærri 900 þús. milljóna- mæringar í Bandaríkjunum Atlanta, 26. tprfl. AP. TOM Stanley, prófessor í mark- aðsfræðum við Ríkisháskólann í Georgíu, segir að f Bandarfkjunum hafi á síöasta ári búið 832.602 menn, sem skilgreina megi sem milljónamæringa. Hann segir að þessum hópi efnafólks fjölgi um 8—9 prósent á ári hverju. Stanley hefur f röskan áratug unnið að rannsóknum á banda- rískum auðkýfingum. Hann seg- ir að þeir séu fjölmennastir f Kaliforníuríki, þar sem þeir séu 114.427 að tölu. Rúmlega 30 pró- sent bandarfskra milljónamær- inga búi f suðurhluta landsins og þar búi jafnframt um 35 prósent þeirra, sem hafa f árslaun fimm milljónir dollara eða meira. Stanley skilgreinir þá millj- ónamæringa sem hafa á ári eina milljón dollara eða meira f hreinar tekjur. Samkvæmt rannsókn Stanleys er „meðal-milljónamæringur- inn“ 57 ára að aldri, hefur lokið einhverju framhaldsnámi og vinnur við eigið fyrirtæki. Margir létust í hælisbruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.