Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 COLOMBIA ECUADOR f/SAN MARTIN ,LA LIBERTAD BOLIVIA MACHU PICCHU CHILI GRAN PAJATEN „Týnd borg“ fundin í Andesfjöllum Ummerki um óþekkta hámenningu frá því fyrir daga inka HÁTT uppi í Andesfjöllum hafa landkönnuóir rannsakað og Ijós- myndað fræga „týnda borg“, sem verið getur að skáka muni rústum Inkaborgarinnar frægu, Machu Picchu, frægustu rústum Suður- Ameríku. Fundizt hafa rústir hárra veggja og húsaraða, grafhýsi og höggmyndir fyrir ofan á í brött- um, þoku huldum austurhlfðum Andesfjalla. Samkvæmt fréttum New York Times eru þetta að öllum líkind- um rústir mikillar miðstöðvar fornrar, snjallráðrar, dularfullrar þjóðar og blómaskeið menningar hennar virðist hafa verið löngu fyrir tíma Inka, sem munu hafa komið til hálendisins í Perú á 12-öld. Fornleifafræðingar frá Banda- rikjunum og Perú vonast til þess að geta gert merkilegar uppgötv- anir um áður óþekkta menningu og hafa tilkynnt að þeir ætli að fara aftur á vettvang næsta sumar til þess að hefjast handa um nákvæmar rannsóknir, sem kunna að standa í 15 ár. Óþekkt fólk Staðurinn gengur undir nafn- inu Gran Pajaten og óþekkt fólk virðist hafa búið þar á árunum 500 til 1500 samkvæmt frumat- hugunum vísindamanna við Col- orado-háskóla. Rústirnar eru í héraðinu San Martin, f svokölluðum „skýja- skógi" f 2.608 metra hæð. Þar rignir nær stöðugt, þar er þykkur frumskógur og þar er engin byggð. Útskorin steinandlit skreyta eina hinna fornu bygginga í Gran Pajat- en, hinni frægu „týndu borg“ í Perú. BRAZIL Gengið hafa margar sögur um Gran Pajaten og þangað hafa ver- ið farnir misheppnaðir leiðangrar síðan f byrjun þessarar aldar. Árið 1963 fundu perúískir forn- leifafræðingar staðinn, könnuðu hann i nokkra daga og fóru svo. Týnda borgin „týndist" aftur. Pacifíc Ocean K ilos l.andkonnuöir lnHíóniir á einangniðu býli skammt frá frægum inkarústum í Choqquequiran. Lítið sem ekkert er vitað um þetta fólk og skyldleika þess við Inka og aðra þjóðir, sem vitað er um frá þvi fyrir daga landnáms Spánverja á norðurströnd Perú. Menn vita ekki heldur hvernig því tókst að halda uppi að þvi er virð- ist blómlegri menningu f fjand- samlegu umhverfi. Jane Wheeler, fornleifafræð- ingur við Colorado-háskóla, segir í viðtali við NY Times: „Ummerki um þétta byggð vekja forvitni okkar, því að ekki virðist vera bú- ið á slíkum frumskógasvæðum annars staðar í heiminum." Tom Lennon, annar fornleifa- fræðingur við Colorado-háskóla, sem kannaði staðinn í fyrrasum- ar, sagði að í Gran Pajaten væri að finna ummerki um „hámenn- ingu“. Hann sagði að fólkið þarna i Gran Pajaten hefði komið sér upp sérkennandi stíl f húsagerðarlist og ef til vill stundað fullkominn landbúnað. Staðurinn er senni- lega aðeins einn af mörgum á þessum slóðum og verið getur að hann sé ekki sá mikilvægasti að sögn Lennons. Vísindamennirnir tveir frá Col- orado-háskóla eiga að stjórna nýrri land .önnunaráætlun, sem unnið verðar að f samvinnu við Menningarjtofnun Perú og tvo háskóla í Perú. irnar í viðtali við NY Times að Gran Pajaten væri „merkilegur fundur, sem líklega mundi leiða til forvitnilegra og mikilvægra uppgötvana". Að sögn Luis Lumberas, sér- fræðings í forsögulegum tíma Suður-Ameriku við Andes-forn- leifastofnunina í Lima, var hið forna fólk, sem bjó í afskekktum austurhliðum Andesfjalla, „síð- asta menningarsamfélagið fyrir daga landnáms Spánverja í Perú, sem ekki hefur verið lýst“. Fræðimenn telja menningar- samfélög þau, sem döfnuðu í Perú áður en landnám Spánverja hófst, merkilegustu menningarsamfé- lögin í Suður-Ameríku. Þegar menning Inka stóð sem hæst réðu Inkar yfir svæði, sem náði frá Kólombíu f norðri til Chile og Argentínu f suðri. En hún stóð í innan við 300 ár, því að hún leið undir lok við komu Spánverja snemma á 16. öld. En í fyrrasumar fóru fjórir Col- orado-menn, sem höfðu heillazt af þjóðsögunni og fundinum 1963, til Gran Pajaten. Þeir fóru fótgangandi og á múldýrum og ferðin, sem var mjög erfið, tók nokkra daga. Þeir dvöldu á staðnum í rúma viku og rannsökuðu og ljósmynduðu rúst- irnar. I fylgd með Lennon voru Alan Stormo, skurðlæknir; John Lovett, kaupsýslumaður, og Stan Brentom, annar skurðlæknir, allir frá Boulder. Lennon sagði að mörg mann- virkin í Gran Pajaten væru f merkilega góðu ásigkomulagi. Eins metra há tréútskurðarverk, sem hafa varðveitzt vel, hanga utan á grafhýsum, eða grafturn- um, f fjallshlíðinni. Stórir dúkar og óskemmdir leirmunir fundust. Milli grafhýsanna var gangstfg- ur f snarbrattri fjallshliðinni. Grjóthrúgur eða vörður — ef til vill dysjar — voru á víð og dreif. Fyrir neðan grafhýsin voru að minnsta kosti 16 kringlóttar, margra hæða byggingar og tvö rétthyrnd mannvirki, hjarta Gran Pajaten. Nokkrar skreytinganna voru útskorin steinandlit, sem sýna fjaðraðan höfuðbúnað, mynztur með formum sem minna á rúm- „Týnda borgin“ er á afskekktu svæði í austurhlíðum Andesfjalla. fræðimyndir og teikningar af fuglum og dýrum. Landkönnuðirnir fundu einnig ummerki um akra, sem hafa myndað hjalla eða stalla f brattri fjallshlfðinni og bera að þeirra sögn vott um hvort tveggja í senn, að beitt hefur verið mjög full- komnum aðferðum í landbúnaði og að þarna hefur lengi verið búið. Gran Pajaten er á svæði óspilltra frumskóga og djúpra dala, sem ákveðið hefur verið að gera að þjóðgarði er mun fá nafn- ið Rio Abiseo. Árnar á þessu svæði eru þverár Amazonfljóts. (New York Times.) „Þjoðsaga Gran Pajaten hefur verið þjóð- saga, sem hefur heillað fornleifa- fræðinga árum saman, einkum síðan Machu Picchu fannst 1911. Hiram Bingham, fornleifafræð- ingurinn sem stjórnaði leiðangr- inum er fann Machu Picchu, vakti áhuga almennings á „týndum borgum". Hann notaði þetta heiti um rústir fornra borga f fjöllum Perú, sem höfðu verið öllum týnd- ar nema nokkrum íbúum nálægra svæða. Merkilegur fundur Craig Morris, safnvörður við amerisku náttúrufræðistofnunina í New York, sagði um fyrirætlan- Hiram Bingham, sem fann rustirn ar í Machu Picchu 1911. , -f ■ Inkaborgin Machu Picchu, sem Spánverjar fundu aldrei. Aðalbofid í Machu Piccbu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.