Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 64
EUHOCAHO I V ~ J EVTT NMT JUIS SERMR ' SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Óskar leyfis til rækjuleit- ar við Eyjar VeatmaamMjjum, 27. mprfl. Forráðamenn Lifrarsamlags Vest- mannaeyja hafa áhuga á því að hefja rækjuleit út af suðurströndinni síðar á þessu ári og hafa sent inn til sjáv- arútvegsráðuneytisins beiðni um leyli til leitarinnar. Hyggst fyrirtæk- ið leigja bát til þess að kanna hugs- anleg rækjusvæði í námunda við Eyjar, fáist til þess styrkur og leyfi frá ráðuneytinu. Sjómenn héðan hafa oft orðið varir við rækju í trollum sínum, en skipulögð rækjuleit við Eyjar hefur enn ekki átt sér stað. Lifrar- samlag Vestmannaeyja rekur nið- ursuðuverksmiðju og lýsis- bræðslu. Fyrirtækið hefur nýlega ráðist í stækkun niðursuðuverk- smiðjunnar og þarf að skapa fleiri verkefni og lengja vinnslutíma verksmiðjunnar. fþví sambandi er horft vonaraugum til rækju- vinnslu. Unnið hefur verið við niðursuðu á lifur yfir vetrarmán- uðina og síldarvinnslu á haustin. Fyrir skömmu undirritaði fyrir- tækið samning um sölu á verulegu magni af niðursoðnum þorsk- hrognum fyrir brezkan markað og í athugun er niðursuða á síld i tómatlegi undir skozku vörumerki, sem selt verður í Bandaríkjunum. hkj Morgunblaðið/Ólafur K. Magnúaaon Ungmenni í Reykjavík og víöar hjóluðu f gær í þágu fatlaðra. Þúsundir barna og unglinga hjóluðu á hjólreiðadaginn að þessu sinni. Þeirra á meðal þessir heiðursmenn, sem undirbjuggu reiðskjóta sfna við Melaskóla í hádeginu í gær. Djúpivogur: Landburður af boltaþorski Djúparogi, 27. april. HÉR hefur verið landburður af þorski síðustu viku. 13 litlir bátar, þar af 5 netabátar, frá 5—12 tonn, lönduðu 200 tonnum vikuna sem leið. Síðastliðinn laugardag voru þessir bátar með 50 tonn og 30 tonn á sunnudag. Hæstur af netabátum í síðustu viku var Arnar, landaði hann 50 tonnum og er búinn að fá 100 tonn frá áramótum. Yfirleitt er þetta stór og fallegur fiskur og stundum boltaþorskur. Má geta þess að meðalþyngd fisks úr ein- um róðri hjá Öldunni vigtaðist 10,8 kg. Togarinn Sunnutindur hefur landað 1.050 tonnum frá áramót- um og er skiptaverðmæti aflans rúmar 17 milljónir. Af þessu sést að það er ekki lítill skerfur sem lítið byggðarlag leggur í þjóðar- búið þegar vel fiskast. Ingimar Nýtt verkefni Arnarflugs fyrir rúmlega 200 millj.: Leigir 3 DC-8-þot- ur til Saudi-Arabíu Arnarflug hefur gert samning við flugfélagiö Saudi Arabian Airlines í Saudi- Arabíu um leigu á þremur þotum af gerðinni DC-8 til farþegaflutninga, einkum milli Saudi-Arabíu og Egyptalands. Er þetta umfangsmesta leigu- verkefni, sem Arnarflug hefur tekið að sér til þessa og er gert ráð fyrir að alls muni 100 starfsmenn sinna því. Arnarflug tekur DC-8-þoturnar þrjár á leigu frá erlendum flugfé- lögum og verða þær málaðar í lit- um félagsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu ferðirnar verði farnar í maíbyrjun. Samið hefur verið um flug til loka júlímánaðar með möguleika á framlengingu um tvo mánuði til viðbótar. í samningi fé- laganna er gert ráð fyrir ákveð- inni lágmarksnýtingu flugvélanna og ef miðað er við hana verður samningsupphæðin á þriðja hundrað milljónir króna. Agnar Friðriksson forstjóri Arnarflugs og Halldór Sigurðsson, deildarstjóri erlendra verkefna, undirrituðu samninginn fyrir hönd Arnarflugs. Félagið vinnur að frekari verkefnaöflun og á í viðræðum við nokkra aðila. Verð- ur félagið á næstunni með 7 þotur í rekstri: Boeing 737 i millilanda- flugi frá Islandi, Boeing 707-far- þegaþotu í leiguflugi milli Evrópu og Kúbu, tvær Boeing 707-þotur í vöruflutningum, einkum milli Evrópu og Afríku, og þrjár DC-8-þotur í Saudi-Arabíu. Rýrnun kaupmáttar kemur ekki á óvart Krafa ASÍ um kauphækkun í vor: - bentum á þetta strax eftir samningana í haust, segir framkvæmdastjóri VSI „VSÍ HEFUR ekki mótað afstöðu sína gagnvart samþykkt miðstjórnar ASÍ um hugsanlegar kauphækkanir í vor. Við vorum rétt að fá fregnir af sam- þykkt miðstjórnarinnar og hún verður rædd í samningaráði og framkvæmda- stjórn Vinnuveitendasambandsins eftir helgina,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við blaðamann Mbl. um þá ákvörðun miðstjórnar Alþýðusambandsins að fela hópi formanna landssambanda inn- an ASÍ að kanna möguleika á að ná fram kauphækkunum þegar í vor. „Við munum á næstu dögum ræða stöðu mála og hugleiða hvert beri að stefna," sagði Magnús Gunnarsson. „Það er hinsvegar rétt að ítreka, að það er alveg skýrt af hálfu VSI og um það órofa samstaða, að vísitölubinding launa kemur ekki til greina. Það þarf því ekki að eyða tíma í að ræða það. Vísitölubinding í þessu formi gerði ekkert annað en að gulltryggja verðbólguna." f bréfi miðstjórnar ASf til lands- og svæðasambanda sinna frá því á föstudag segir meðal annars að ef ekki komi til neinar kauphækkanir fyrr en á næsta hausti muni kaupmáttur um mán- aðamótin ágúst/september vera 3—4% lakari en hann var fyrir samningana sl. haust. Magnús Gunnarsson sagði í gærmorgun að án þess að hann gæti tekið ábyrgð á þessum tölum, þá þyrfti þetta ekki að koma neinum á óvart. „Við sögðum strax eftir samningagerð- ina í haust, að samningarnir myndu hafa þessar afleiðingar," sagði hann. „Við bendum enn einu sinni á, að það verður að taka upp ný vinnubrögð til að bæta lífskjör- in í landinu. Það hefur verið upp- lýst hvað eftir annað, að miklar sveiflur leiða ekki annað af sér en rýrnandi lífskjör og versnandi af- komu fyrirtækjanna. Það er grundvallaratriði að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapn- um — fyrirtækin verða að fá frið í nokkurn tíma svo þau geti byggt sig upp og bætt kaupmáttinn," sagði Magnús Gunnarsson. Gert er ráð fyrir að ASÍ muni leita eftir viðræðum við Vinnu- veitendasambandið um hugsan- legar kauphækkanir eftir miðjan næsta mánuð, en þá er gert ráð fyrir að aðildarsambönd ASÍ hafi mótað afstöðu sína svo ræða megi málið á sameiginlegum fundi þeirra, að því er segir í bréfi mið- stjórnar til sambandanna. ísafjörður: 10 menn ákærðir fyrir rekstur útvarpsstöðvar OPINBER ákæra hefur verið gefin út á hendur tíu mönnum á ísafirði, sem stóðu að rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar þar í tvo daga í byrjun október sl. Er þeitn gefið að sök að hafa gerst brotlegir við útvarpslög og lög um fjarskipti. ísafjarðarútvarpið, eins og Málið verður þingfest fyrir saka- stöðin var kölluð, sendi út I tali dómi ísafjarðar á þriðjudaginn. og tónum dagana 5. og 6. október Allmargir aðrir einstaklingar sl. Mennirnir tíu störfuðu að hafa áður verið ákærðir fyrir dagskrárgerðinni og önnuðust rekstur útvarpsstöðva víða um tæknilega hlið útsendinganna. landið í verkfalli BSRB sl. haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.