Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 9
HUGVEKJA MORGUNBLADIÐ. SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 9 Verk Guðs — eftir séra HEIMI STEINSSON „77/ er fólk, sem eyðir allri œvinni í bœnahald, — og nefnir þá iðkun einmitt „verk Guðs“. Vera má, að þetta fólk sé nœr Jingurgómum almáttugs Guðs, er hann mótar leirinn, en hinn athafna- samasti umbótamaður kirkju og þjóð- ar. Guðspjöll sunnudaganna eftir páska búa yfir tvíþættri skír- skotun: Annars vegar er litið um öxl til upprisuhátíðarinnar. Undur páskanna er áréttað á all- ar lundir. Samtimis beina textar þessara daga sjónum fram á við, til uppstigningar og hvítasunnu. Fyrsta guðspjall þriðja sunnu- dags eftir páska vegur salt á mörkum þessara tveggja viðmið- ana. Jesús segir við lærisveina sína: „Það er yður til góðs, að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kem- ur huggarinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar“ (Jóh. 16:5-15). „Huggarinn“ eða „hjálparinn", eins og hann er nefndur í nýju biblíuþýðingunni, er andinn helgi, sem fagnað er á hvíta- sunnu. Þegar hinn krossfesti og upprisni guðssonur er farinn á fund föðurins, kemur Guð sem andi til barna sinna og dvelur hjá þeim um aldurdaga. Kirkjuárid: Stunda- skrá trúariðkunar Ofangreind efni leiða hugann að „kirkjuárinu" sem svo er nefnt. Menn skipta hverju ári á ýmsa vegu. Þekktast er „alman- aksárið", en einnig berum við skyn á „skólaár" og „fjárhags- ár“, svo að fleiri dæmi séu nefnd. Kirkjan skiptir árinu á sinn hátt. Sú skipting er einungis að hluta til bundin mánaðardögum, en að mestu byggð á viknatali. Sunnudagarnir gegna þar lyk- ilhlutverki, og er fyrsti sunnu- dagur í aðventu nýársdagur kirkjuársins. Stórhátíðirnar þrjár sitja í öndvegi kirkjuárs- ins. Sunnudagarnir eftir Þrenn- ingarhátíð eru að sínu leyti óbrotgjarnar perlur í festi þess helmings ársins, sem nefndur er „hátíðalausi* hlutinn. Hver stórhátíð býr yfir sínu sérlega íhugunarefni. Sama máli gegnir um nokkra lengri þætti kirkjuársins svo sem aðventu, sjö vikna föstu og sunnudagana eftir páska, en sérkenni þeirra var nefnt hér að ofan. Sérhver sunnudagur um ársins hring á sér að sínu leyti tiltekna texta, sem lesnir eru og ígrundaðir á settum degi í helgidómnum og annars staðar, þar sem menn rækja kirkjulega trú. Þegar kirkjuári lýkur síðla nóvembermánaðar, hefur öllum meginatriðum trúarinnar verið til skila haldið í lestri, predikun og tilbeiðslu. Ef þú sækir guðs- þjónustu alla helga daga um eins árs skeið, hefur þú kynnt þér stundaskrá kirkjulegrar trúariðkunar og gengið einu sinni á þann skóla endilangan, sem kirkjan býður börnum sín- um. Enginn vafi leikur á því, að margur maður er þess miður umkominn en skyldi að meta gildi kristinnar trúar og eigin stöðu andspænis henni, af því að hann hefur ekki kynnt sér nefnda stundaskrá nógu skipu- lega. Þess konar vanræksla likist atferli nemanda, er skrópar frá skóla, og afleiðingarnar verða hliðstæðar. Munurinn er einkum sá, að „skóli“ kirkjunnar varðar lífið sjálft og eilífðina með. Sá maður, sem vanrækir það við- fangsefni, gerir sjálfum sér leið- an grikk. Því er þá við að bæta, að eins árs kirkjuganga er aðeins upp- haf annars og meira. Reglubund- in tilbeiðsla og trúariðkun innan vébanda kirkjunnar eru ævil- angt verkefni, eins konar „sím- enntun" sálarinnar. Með hverri vikunni sem líður, færir hún þig nær leyndardómrnum hinzta og æðsta, unz þú að leiðarlokum tekur upp sama hátt í ævarandi helgidómi himnanna. Kristinn lífsstfll Nú á dögum er mjög talað um ýmiss konar „lífsstíl". Orðið sjálft er reyndar hálfgert skoff- ín, en látum það liggja milli hluta. Kristinn dómur býr yfir sínum lífsstfl. Þeir sem hafa tek- ið hann upp, vita, að hann er blessunarríkur. Kristinn lífsstíll kemur m.a. til skila í skipulagðri hollustu við þá stundaskrá, sem lýst var hér að framan. f þriðja guðspjalli þessa Drottinsdags spyrja lærisvein- arnir Jesúm: „Hvað eigum vér að gjöra, svo að vér vinnum verk guðs?“ (Jóh. 6:22-34). Jesús svarar: „Þetta er verk Guðs, að þér trúið á þann, sem hann sendi.“ Spurning læri- sveinanna er reyndar dálítið leyndardómsfull. Við trúum því, að Guð vinni næsta umfangs- mikið verk. Hann skapar heim- inn og endurleysir. Hann ei höf- undur lífsins sjálfs og heldur líf- inu við bæði þessa heims og ann- ars. Hvernig geta mennskir menn unnið verk Guðs? Svörin gætu að sama skapi verið næsta margbreytileg. Ef til vill væri unnt að draga þau sam- an eitthvað á þessa leið: Þú vinn- ur verk Guðs með því að þjóna lífinu, efla lífið og bæta það. Með þeim hætti ert þú samverkamað- ur lífsins Guðs. Svar frelsarans virðist vera nokkuð á aðra lund. Hann skírskotar til trúarinnar á guðs- soninn eina. Með því að trúa á hann vinnur þú verk Guðs. Trú birtist í trúariðkun. Með því að iðka trúna á Jesúm Krist vinnur þú verk Guðs. Ef þú beygir þig undir kristinn lífsstil og stunda- skrá kirkjunnar, vinnur þú verk Guðs á jörðu. Samstarf Guðs og manns Annað guðspjall þriðja sunnu- dags eftir páska skýrir að nokkru svar Jesú við spurningu lærisveinanna um það, hvernig unnt sé að vinna verk Guðs. Þar er meðal annars að finna orðin Drottins alkunnu: „Ég er vegur- inn, sannleikurinn og lífið. Eng- inn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Þar eru einnig þessi ummæli Jesú: „Trúið mér, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér“ (Jóh. 14:1—11). Litlu aftar í sömu ræðu bætir frelsarinn við: „Verið í mér, þá verð ég líka í yður.“ Jesús Kristur er „í föðurnum" og tekur þátt í verki föðurins með hlýðni sinni og með til- beiðslu sinni. Tilbeiðslan er far- vegur einingarinnar við Guð. Fyrir tilbeiðsluna er Jesús Kristur lífsins Guð. Verk hans er verk Guðs á jörðu og á himni. Það birtist í sköpun og endur- lausn og leiðir fram lífið allt, þessa heims og annars, hið sýni- lega og hið ósýnilega. Mér og þér er ætlað að leggja hönd að sama verki með því að vera „í Kristi“, hlýða honum, til- biðja hann. Einnig í okkar tilviki er tilbeiðslan farvegur einingar- innar við Jesúm Krist og við föð- urinn í himnunum. Þarfnast Guð þá samverka- manna til að koma fram áform- um sínum? — Vist er um það, að hann þiggur samstarf af hálfu manna. „Það allt, sem þér gjörð- uð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér,“ segir Jesús. — Spurningin er, hvort fleira er „Guðs verk“ en ytri athafnir einar og ágæt um- bótastörf. Getur það hugsazt, að kirkjan sé beinlínis kvödd til liðveizlu við lífsins Guð með sjálfri þeirri tilbeiðslu, sem kristnir menn hafa í frammi í helgidóminum og í einrúmi? Er unnt að gera ráð fyrir því, að bæn í Jesú nafni hræri þá strengi himins og jarð- ar, er leiða fram líf og blessun á leikvangi hins sýnilega og hins ósýnilega? Er hana hér að finna skýringuna á svari Jesú við spurningu lærisveinanna um það, hvernig þeir bezt fá unnið verk Guðs? Er sá kristni lífsstíll, sem birtist í skipulöguðu helgi- haldi kirkjunnar um ársins hring, virkur þáttur í almættis- verki Guðs, er hann skapar og endurleysir himin og jörð og allt, sem þar er að finna? Til er fólk, sem eyðir allri ævinni í bænahald, — og nefnir þá iðkun einmitt „verk Guðs“. Vera má, að þetta fólk sé nær fingurgómum almáttugs Guðs, er hann mótar leirinn, en hinn athafnasamasti umbótamaður kirkju og þjóðar. Vera má og, að við hin nálg- umst sömu þungamiðju eigin- legrar athafnasemi Guðs þá sjaldan við gefum okkur tóm til að lúta höfði í skilmálalausri til- beiðslu í Jesú nafni. Gledilegt sumar Fyrir fáum dögum fögnuðum við Islendingar sumri að hefð- bundnum hætti. I dag þökkum við Drottni Guði fyrir mildan vetur, er varð flestum til far- sældar á láði og legi. Samtímis biðjum við fyrir hinum, sem vet- urinn greiddi hið þyngsta högg. Með nýliðna upprisuhátíð í huga og í eftirvæntingu hvíta- sunnunnar biðjum við einnig í Jesú nafni og fyrir náð heilags anda um gleðilegt sumar til lands og sjávar. Megi sú bæn hræra áður nefnda hjartastrengi alverunnar og leiða fram tón, er að sínu leyti vinnur Guðs verk og skapar líf og blessun i landi og um heimsbyggð alla. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 29. apzil 1985 Spatíibitslni og happdiottlslán nbssjoðs Ar-fk>kkur Sðiugengl pr. kr. 100 Avöxtun- arkrafa Dagaf|öldi til Inni.d. 1971-1 20.511,63 7,50% 136 d. 1972-1 18.387,40 7,50% 266 d. 1972-2 14.821,76 7,50% 136 d. 1973-1 10.793,62 7,50% 136 d. 1973-2 10.188,93 7,50% 266 d. 1974-1 1541,70 7,50% 136 d. 1975-1 5.362,69 7,50% 251 d. 1975-2 3.991,76 7,50% 266 d. 1976-1 3.584,19 Inntv. 1 Seðiab. 10.03.85 1976-2 2.970,79 7,50% 266 d. 1977-1 2 628,89 Inntv I Seðlab. 25.03.85 1977-2 2.257,43 7,50% 131 d. 1978-1 1.782,39 Innlv i Seðlab. 25.03.85 1978-2 1.442,10 7,50% 131 d. 1979-1 1.178,59 Innlv. I Seðlab. 25.02.85 1979-2 935,78 7,50% 136 d. 1980-1 838,03 Innlv. I Seðiab. 15.04.85 1980-2 642,22 7,50% 176 d. 1981-1 546,82 7,50% 266 d. 1981-2 397,35 7,50% 1 Ar 166 d. 1982-1 369,97 tnnlv. í Seðlab. 01.03.85 1982-2 284,01 7,50% 152 d. 1983-1 217,08 7,50% 302 d. 1983-2 137,86 7,50% 1 Ér 182 d. 1984-1 134,24 7,50% 1 ár 272 d. 1984-2 127,43 7,50% 2 ár 131 d. 1984-3 123,16 7,50% 2 ár 193 d. 1985-1 Nýttútboð 7,00% 2 ár 251 d. 1975-G 3 249,56 8,00% 212 d. 1976-H 2.968,92 8,00% 331 d. 19764 2.278,50 8,00% 1 ár 211 d. 1977-J 2.016,18 8,00% 1 ár 332 d. 1981-1FL 432,30 8,00% 1 ár 2 d. 19SS-1SIS 83,79 10,70% 4 ár 332 d. Veðskuldahiél - rsrðtryjgð Lánst 2afb. áárl Nafrv vextlr HLV Söiugengi m.v. mlam ávöxtunar- kröfu 1 ár 2ár 3 ár 4ár 5ár 6ár 7 ár 8ár 9ár 10ár 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 12% 14% 16% 95 91 90 88 85 83 81 79 78 78 93 90 87 84 82 79 77 75 73 71 92 88 85 82 78 76 73 71 68 66 Nýtt a TSiðbretamarkaði IB 1986-1 IN 10 ára Afb.: 10. QO: 10/2. NV: 2% Avðxtunarkrafa: 10% 11% 12% Sðiugangipr. kr.100: 74,38 71,53 68,84 Veðskuldabréí - ðreiðtrragð Söiugangi m.v. Lánat 1 afb. áári 2 afb. áárl 20% 28% 20% 28% 1 ár 2 ár 3ár 4ár 5ár 79 66 56 49 44 84 73 63 57 52 85 73 63 55 50 89 79 70 64 59 í dag eru helstu vaxtakjörin á markaðnum þessi: Bankar og sparisjóðir 3-6 mánuðir Vextir umíram verðtryggingu .....0-6^% Spariskírteini ríkissjóðs 6 mán. - 3 ár Vextir umíram verðtryggingu .....1-1 xh% Fjárvöxtun Fjarfestingarfelagsins og verðtryggð veðskuldabréf 1 —10 ár. Vextir umfram verðtryggingu .. 14-16% Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7. 101 Reykjavík, sími 28566.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.