Morgunblaðið - 28.04.1985, Page 41

Morgunblaðið - 28.04.1985, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRlL 1985 41 Ég var eitt sinn sessunautur Sigurðar skólameistara austur yf- ir Hellisheiði. Það var eins og veg- urinn yrði nýr og annar við tal hans og frásagnir. Við vorum saman þarna kennarar og skóla- stjóri og Sigurður var glaðastur okkar allra og söng við raust. Guð má vita með hvaða lagi en áreið- anlega var hann einn um það og sérstakur þar eins og ávailt. Það var sagt að hann gæti ekki sett kross á kjörseðil öðru vísi en að allir sem sáu þekktu hann. Nokkuð svona verður Stein- grímur stundum, þegar best lætur og í verkum sínum, sem vel takast, sériegur, persónulegur og einstak- ur. Mé rþykir alltaf vænt um gesta- komur, eini maðurinn, sem kemur til okkar eins oft og þegar maður væri ekki orðinn sjötugur er Steingrímur. Menn gamlast og gleymast, en gott hjartalag er besta og fegursta listaverkið og sextíu ár eru eins og andakt eilífðar hinnar góðu gest- komu — sameiginlegrar vegferðar yfir Mosfellsheiði, Hellisheiði og aðrar torfærur, sem tæknin ein fær ekki lagt varanlegan veg yfir, heldur draumurinn um vináttu og samfylgd af efnivið hins fagra, góða og sanna. Líklegast hefur Steingrimur gert flest málverk frá Þingvöllum allra málara vorra. Bjarna Benediktssyni dreymdi um þjóðarhús á Þingvöllum. Ef til vill ris það á árunum 2000 til 2030, og þá sem þinghöll einnig, alþing- isstaður að nýju, sem svo margan góðan dreng dreymdi um, en sem frelsishöll vera með grundvöll, er vér eigum dýpstan og undirstöður og súlur vegjanna veglegastar. Þar yrðu miklir málverkasalir, Kjarvals, Ásgríms og málara vorra, sem sýna þessa dagana. Gestir góðir sem þér á helgum stað og Steingrímur Sigurðsson einn þeirra. Öll ár vaska drengja og batn- andi, sona og dætra, göfugra feðra og mæðra, unnandi gróandinni sem ár æskunnar. Kærar kveðjur, góði vinur Steingrimur, og heilla- óskir þér og þínum til handa, lifs og liðnum, frá okkur hjónum og fjölskyldu okkar. Eiríkur J. Eiríksson Það var í svartasta skammdeg- inu, á Keflavíkurflugvelli 1953, að ég sá hann fyrst. Eg var á leið eftir vinnu að skoða næturlífið á vellinum. Það var svartamyrkur og rigningarsuddi er ég kem að einni af fjölmörgum drykkjubúl- um vallarins. Hann stóð þar i suddanum klæddur leðurjakka og svörtum leðurstígvélum að hnjám, með gult armbindi — minnti sterklega á nasistaforingja. Hann segir formálalaust við mig; „Hvað vantar þig?“ Ég segi: „Mig langar í bjór.“ „Þú færð engan bjór, hér fá eingöngu foringjar og séntil- menn að drekka." Með þeim orðum sveiflaði hann sér inn og skellti dyrunum. Ég sá í gegnum skituga rúðuna hvar hann sat við barinn og hvolfdi í sig hverjum bjórnum á fætur öðrum. Mér var sagt daginn eftir að þarna hefði Steingrímur Sigurðs- son verið á ferð. Hann vann um þessar mundir sem Security Guard á vellinum á vegum „Met- calfe Hamilton-Smith Compani- es“. Ástandið var hrikalegt á vell- inum á þessum árum þegar þús- undir erlendra verkamanna unnu þar, ásamt íslendingum. Steingr- imur skrifaði ári seinna og gaf út frægt rit, sem hann kallaði Skammdegi á Keflavíkurflugvelli (skyndimynd af reynslu suður þar). Rit þetta er algjört „raritet" í dag og myndi seljast í þúsundum eintaka ef það yrði endurútgefið. — Ég fór vestur aftur, fékk nóg af lífinu sunnan fjalla í bili. Sex ár- um síðar settist ég að í Reykjavík. Þá hófust kynni okkar Steingrims fyrir alvöru, hann hafði verið edrú árum saman, hafði tekið kaþólska trú. Mér þótti þetta allt stór- merkilegt. Hann sagði mér leynd- armálið seinna. Eitt sinn er Stgr. sýndi á Akur- eyri hringdi hann að norðan og sagði: „Komdu með sex-vélinni. Það er allt tilbúið og beðið eftir þér.“ Ég fór og verð vini mínum þakklátur til æviloka fyrir þá hjálparhönd sem hann réttri mér þá. Það verður okkur ævarandi blessun að hafa kynnst þeim stór- merka andans manni ólafi Tryggvasyni sem kenndur var við Hamraborg á Akureyri. — Árin liða. Stgr. kaupir og borgar út i hönd frægt óðal á Stokkseyri, „Rodgúl“, og flyst þangað með bömum sínum þrem. Það tók mig heilt ár að trúa því að bardaginn við Bakkus væri hafinn á ný eftir nær 18 ára edrúmennsku, en bar- daginn stóð í nokkur ár. — Það var á fallegum laugardagseftir- miðdegi fyrir 5 árum að ég segir við Stgr.: „Nú kemur þú með mér á ABC-fund og slappar af.“ Nei and- skotinn, er það ekki einhver sértrúarsöfnuður!“ Hann kom, og það var örlagaríkt, því fundirnir eru orðnir að hundruðum. Stofnun Gólandeildar ber þó hæst og hefur Stgr. allan veg og vanda af henni. Minn maður hefur ekki smakkaö áfengan drykk á sjötta ár, og ekki nóg með það, heldur er hann gjör- breyttur maður, hefur náð 97% árangri í ræktinni, og heldur flug- inu dásamlega vel. — Það ber ekki allt upp á sama daginn, og þykir mér mjög vænt um að hafa fengið það tækifæri að rétta honum hjálparhönd í þessum málum. — Stgr. hefur einnig sigrast al- gerlega á tóbakinu og lifir algeru reglulífi í dag, svo fyrirmynd er að. Er vonandi aö sú „liflina“ sem hann heldur traustum höndum i rakni aldrei, og er ég raunar viss um það, því handtakið er öruggt. Tólfta spors maður er Stgr. mikill og er það orðinn fjöldi sem Stgr. hefur hjálpað og veitt aðstoð i hretviðrum lifsins. Kennarinn, blaðamaðurinn, rit- höfundurinn, listmálarinn og lífskúnstnerinn Steingrímur Stef- án Thomas Sigurðsson er sextugur á morgun, 29. april. Hann er fædd- ur og uppalinn á mesta mennta- setri landsins, Menntaskólanum á Akureyri. Stgr. tók stúdentspróf einna yngstur (slendinga fyrr og síðar, eða aðeins 17 ára gamall. Sigldi sfðan til Bretaveldis til frekara náms við háskóla þar. Eft- ir að hafa stúderað bókmenntir Breta og heimsbókmennirnar um árabil sneri hann heim og lagði út á þá braut, sem er erfiðust allra, listamannsbrautina. Stgr. hefir komið ótrúlega viða við, starfað sem blaðamður árum saman, skrifað fjölda bóka og bæklinga, sumar bækur hans metsölubækur. Skrifað og gefið út frægt menn- ingar- og bókmenntarit, Lif og list, á sinum tíma, en það er gjör- samlega ófáanlegt i dag. Haldið um 60 málvekasýningar hér heima og erlendis, og svona mætti lengi telja. T.d. hefur hann þýtt heims- fræga rithöfunda á íslensku, s.s. Hemingway og Solsenitsin. Um Stgr. gæti ég skrifað langt mál, af svo mörgu er að taka eftir áratuga vináttu, sem aldrei hefir borið skugga á. Stgr. hefir lifað hratt og sterkt þau 60 ár sem að baki eru, enda ólga i sálinni og maðurinn óvenjulegur og algjörlega í sér- umslagi. Stgr. er þiggja barna fað- ir, þau eru: Steingrimur, listamað- ur af guðs náð, Jón, stúdent og lögreglumaður, og Halldóra feg- urðardís. Glæsilegt fólk, sem hann getur verið mjög stoltur af. Stgr. býr einn með sonum sínum í Stífluseli 1 hér í borg í glæsilegri íbúð sem hann keypti sér fyrir nokkrum árum. Já, Stgr. er óvenjulegur maður eins og ég gat um. Hann er algjör sólóisti i sínu lifshlaupi, óháður öllum klíkum og sjóðum og gefur frat i allan smá- borgaraskap og finnst „kerfið" óþolandi, enda uppreisnargjarn og ósnobbaöur algjörlega.— Steingrímur. Þetta eru smá- stiklur úr þinu hraða 60 ára lifs- hlaupi. Um þig mætti skrifa þykkt bindi. Það verður gert seinna. Ég er mjög stoltur af því að þú telur mig til einna þinna mörgu vina. Þótt ég meti gjafir þínar mikils er mér þó vinátta þín og sona þinna meira virði. Kæri vinur, ég þakka þér trausta og óbifandi vináttu um áratugaskeið og vona að við töl- umst við tvisvar til þrisvar á dag, hvar sem við erum staddir næstu aratugina, eins og við höfum gert hingað til, og samhæft reynslu okkar styrk og vonir til að verða ögn skárri menn dag frá degi, með von um betra mannlíf. Því sigur þinn er sigur minn. Það sem mér finnst lýsa þér einna best er þegar þú hringdir eitt sinn í mig frá Stokkseyri og ég spurði: „Hvernig er veðrið?“ Alveg dýrðlegt, þreifandi öskubylur og rok!“ Innilegar hamingjuóskir með sextíu árin. Kveðja frá fjölskyldunni Seilu- granda 2. Finnbjörn Finnbjörnsson Þegar litið er til baka og ýmis atvik og mannleg samskipti skoð- uð, er sú minning skírust, sem tengst hefur góðu fólki sem viljaö hefur manni vel. Það hlýjar ein- fara eins og mér um hjartarætur, að til eru menn eins og Steingrím- ur, sem tilbúnir eru að leggja sál v sína í að rækta einlæga og trygga vináttu, jafnvel við fólk sem ekki býr sjálft yfir þeim sjaldgæfa eig- inleika. Ófáar ferðir hafa í gegn- um tíðina verið farnar að Hæðar- dragi til feðganna samheldnu, til að njóta með þeim og fáum útvöld- um ógleymanlegra kvöldstunda. Stemmningin hjá þeim feðgum er alveg einstök. Sambland af aust- rænni duiúö og kaþólskum við- horfum. Allt heimilið hefur á sér mjög óvenjulegan blæ. Veggina prýða sjaldgæfir kjörgripir, jafn- - vel andlitsmynd af húsbóndanum máluð af Kjarval, þeim stórbrotna listamanni. Og ekki má gleyma kettinum Muhameð, öðru nafni Mumma, sem á sitt sérstaka af- drep i einu horni stofunnar, sér- hönnuðu smáhýsi, sem hefur á sér japanskt yfirbragð og þeir feðgar virðast hafa lagt mikinn metnað í að gera sem glæsilegast og þægi- legast þeim fjórða heimilisföstum. í þessu einstaka andrúmslofti á rökkvuðum vetrarkvöldum hef ég og sparivinir þeirra feðga, notið þess að hlusta á rithöfundinn Steingrím lesa sitthvað skemmti- legt og fróðlegt úr eigin verkum, og síðan drukkið rjómasúkkulaði sem húsbóndinn er sérfræðingur í ' að búa til. Ég hef satt að segja aldrei smakkað betra súkkulaði. I lok kvöldsins er skipst hressilega á skoðunum og sumum stritt mátulega, en að endingu er svo gesti fylgt upp á gamlan íslenskan máta úr hlaði að bíl sínum með þökkum. Kæri Steingrímur, ertu virki- lega orðin sextugur? Þessi síungi eldhugi og kvenholli séntilmaður verður búin að fylla sjötta áratug- inn áður en nótt er úti. Einhver vitur maður sagði, að beztu ár frískrar manneskju væru árin á milli sextugs og áttræðs, vegna þess að á þeim aldri hafa flestir náð að losa sig við rangt gildismat og jafnvel eignast æðru- leysi sem einfaldar gott og göfugt dagfar. DORINT- SUMARHÚSA ÞORPIDIÞYSKALAH Nýjasti áfangastaður Flugleiða og fjölskyldufólks á leið í sumarfrí er Dorint-sumarhúsaþorpið í nágrenni Winterberg í Þýskalandi. Þetta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí í skógivöxnu og hæðóttu umhverfi W/nferbergereinnigævintýrilíkast. I grenndinni er Rínardalurinn og fjölmargar spennandi borgir: Marburg, Kassel, Dusseldorf, Köln, Bonn, Koblenz, Mainz og Frankfurt. I Dorint-sumar- húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. Á svæðinu eru góð veitingahús, krá, verslun, barnaheimili, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far- þegar á leið í Dorínt-sumarhúsaþorpið í Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið- um til Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferðir til Winterberg. Aðeins 160 km akstursleið. Bílaleigubílar í boði, en þeir fást einnig afhentir í Winterberg. Luxemborg: Þar eru bílaleigubílar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl- breytt og skemmtileg. Dæmi um verð: Heildarverð fyrir 4 manna fjöl- skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir fráog til Frankf) er kr.72.608.- en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára) kr. 12.800.- Verðið samtals er kr. 59.808.-, eða kr. 14.952. á mann. Flugvallar- skattur er ekki innifalinn. Fjölskyldustemmning ásöguslóðum GrimmsoMntým Frokari upplysingar um Dorlnt- sumarhusaþorpift i Wlnterberg veita söluskrifstofur Fluglelða, umboösmenn og ferftaskrifstofurnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.