Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 Hvemig gerist þao? Kristín Bjarnadóttir ræöir við Halhnar Sigurðsson leikstjóra Hallmar Sigurðsson er einn af þeim sem hafa sett sinn svip á íslenskt leikhús undanfarin ár. Það dylst vart þeim sem hafa áhuga á leikhúsi að hann er vaxandi leikstjóri — og ungur enn. Nú leikstýrir hann I fjórða sinn lokaverkefni Nemendaleik- hússins, sem að þessu sinni er nýtt íslenskt verk, „Fugl sem flaug á snúru“ eftir Nínu Björk Árnadóttur. Þetta er reyndar í þriðja sinn sem Hallmar leikstýrir frumflutningi á íslensku verki hjá Nemendaleikhúsinu, því hann leikstýrði á sínum tíma „Þór- dísi þjófamóður“ eftir Böðvar Guðmundsson og einnig „Miðjarð- arför“ eftir Sigurð Pálsson. Þá hefur Hallmar leikstýrt fjórum sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, síðast „Hart í bak“ og „Dagbók Önnu Frank“. Hann hefur einnig unnið hjá Leikfélagi Akureyrar og Þjóðleikhúsinu sem leikstjóri og reyndar sem leik- ari líka. Oftar en einu sinni hefur Hallmar látið reyna á leikhæfi- leika sína, síðast í kvikmyndinni „Skammdegi“ sem var frum- sýnd um páskana, en þar fer hann með eitt af fjórum aðalhlut- verkunum. Eins og margir sem stefna að sérhæfingu í listgrein sinni, þá fór Hallmar utan á sínum tima, eða í byrjun áttunda áratugarins, nánar tiltekið til Stokkhólms, þar sem hann lagði stund á leikhúsfræði og listfræði við háskolann og síðan leik- stjórn við Dramatiska institutet Eftir u.þ.b. sex ára nám, tók hann að sér kennslu og leikstjórn í Svíþjóð, en síðan 1979 hefur hans notið við hérlendis. Einn napran aprfldag mæltum við okkur mót í Lindarbæ, þar sem Nemendaleikhúsið er í fullum gangi. Æfíngu var að Ijúka, síðustu nemendurnir að tínast út Við setjumst fram í eldhús, því þar er gluggi. Veggur sem leikarinn getur leikið sér upp við með boltann sinn „Það er dálítið skrítið með vinnu i leikhúsi; allan daginn lok- ar maður sig af, sér ekki út — enginn gluggi.“ Já, er ekki einangrunin nauð- synleg þegar verið er að skapa nýjan heim? „En á hann ekki að vera í ein- hverjum tengslum við það sem er fyrir utan gluggann? Verður hann ekki oft dálítið falskur, einmitt vegna þess að gluggann vantar?" Nú er Hallmar ekki lengur að tala um glugga í bókstaflegri merkingu — og hann heldur áfram: „Ég held það sé mikilvægt, þegar maður vinnur í leikhúsi að íáta það ekki gleypa sig alveg, ég held það sé gott t.d. að geta hlaup- ið út og gert eitthvað allt annað, til þess að geta komið að því aftur nýr og ferskur. Þetta er vinna sem maður verður að geta horft á bæði innan frá og utan frá. Ég held lika að það sé gott að vinna ekki alltaf á sama sviði innan leikhússins, það sé t.d. hollt fyrir Ieikstjóra að kynnast öðrum hliðum á leikhúsi heldur en þeirri að leikstýra. Ég held sómuleiðis að það sé hollt fyrir leikara að komast út úr því að vera leikari, sjá leikhúsið út frá öðru sjónarhorni. Hvað svo sem það er, þá lærist manni alltaf eitthvað við að sjá starf sitt úr nýrri átt.“ Þú hefur sjálfur staðið á sviðinu nokkrum sinnum. „Já, bara sem dæmi, mér finnst það gefa mér mikið sem leikstjóra, kannski meira en nokkuð annað, vegna þess að það, sem skiptir í rauninni alltaf mestu máli f leik- húsi, er hvað gerist í leikaranum. Aðaltilgangur leikstjórans helgast bæði af því að vera leikaranum til stuðnings og að veita honum ákveðna mótstöðu, vera ein- hverskonar spegill — eða veggur, sem leikarinn getur lekið sér upp við með boltann sinn. Og til þess að skilja þann leik til fulls — hvað maður gerir náttúrlega aldrei, en til þess að komast nær því að skilja hann — þá held ég að maður þurfi að hafa reynt það á sjálfum sér.“ Náðu að samlagast umhverfínu Eins og áður segir fer Hallmar með stórt hlutverk í kvikmyndinni Skammdegi, leikur bónda á af- skekktu býli og brunar um drungaleg svæði á vélsleða og vörubíl og lendir í ekki síður drungalegum mannlegum sam- skiptum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þú leikur í kvikmynd? „Jú, því sem næst, þetta er i fyrsta skipti sem verulega reynir á mann sem kvikmyndaleikara." Hvernig fannst þér að vinna undir stjórn annarra — vera sjálf- ur með boltann? „Mér fannst það góð og gagnleg reynsla. Auðvitað má segja að kvikmynd og leikhús séu svo ólíkir hlutir að erfitt sé að bera þessa reynslu saman við reynslu mína sem leikstjóra og leikara á sviði. Þessi reynsla er miklu frekar dæmigerð fyrir gjörólík vinnu- brögð. Það byggist meðal annars á því hve umhverfið leikur stórt hlutverk í myndinni, þ.e. náttúran sjálf. Við fjögur sem förum með aðalhlutverkin vorum búin að vera á staðnum i hálfan mánuð áður en tökurnar hófust. Á þeim tíma náðum við að kynnast hvert öðru og vorum búin að setja okkur í þau spor sem til þurfti. Þetta var markviss áætlun leikstjórans, sem ég held að skili sér í myndinni. Allir praktískir hlutir sem við þurftum að gera í myndinni voru orðnir okkur tamir, nánast hversdagslegir og sjálfsagðir, eins og t.d. það að keyra vörubíl í þessu umhverfi og þeytast um á vélsleða. Þetta var orðinn hluti af lífi okkar þegar að upptökum kom, meira að segja búningarnir voru þau föt sem við annars gengum í þarna á staðnum." Og svo þessi sígilda spurning — hvernig var að sjá sjálfan sig? „Jú, það er dálítið skrítið. Ein- mitt það að geta setið úti í sal og horft á öll mistökin sem maður gerir, það gefur manni allt aðra viðmiðun en sviðsleikari á kost á.“ Fugl sem flaug á snúru Nú ert þú að vinna með nýjum leikurum og með nýtt verk i hönd- unum, sem sagt verk til frum- flutnings. Það felur í sér kannski fleiri en eitt markmið? „I fyrsta lagi hefur nemenda- leikhús alltaf ákveðna sérstöðu. Þetta eru átta einstaklingar sem eru búnir að vinna saman á fjórða ár. Þetta eru leikarar sem gjör- þekkja hver annan og taka tillit hver til annars á annan hátt en leikarar gera oftast. Það er bæði dálítið heillandi og dálítið erfitt, því sem leikstjóri kemur maður meira utan að hópi, sem er þannig tengdur sterkum böndum, en þeg- ar þú vinnur með hópi sem ekki þekkist eins vel innbyrðis. En þetta er kannski ekki beinlínis svar við því sem þú spurðir um ... ég svara trúlega betur ef ég má segja þér frá verkinu hennar Ninu.“ Já, endilega. „Þetta er í fyrsta lagi verk sem Nína skrifar fyrir þennan hóp, hún skrifar það beinlínis fyrir Nemendaleikhúsið og hefur þessa einstaklinga i huga. Vafalaust hefur það áhrif, ekki bara á það hvernig leikritið er samansett með tilliti til hlutverka heldur hefur það ábyggilega líka áhrif á efnið. Hún segir sjálf um leikritið að verkið sé um fólk sem finnur ást- ina, sem það er hrætt við að mega ekki rækta. Finnur hana i „Ung- um manni með rós“, sem hefur kastað nafni sinu og fortið og neit- ar að þrífast við þær aðstæður sem eru. Og um „Þann vísa“, sem ræktar ástina á þann einfalda hátt, sem virkar broslega. Hvort „Ungur maður með rós“ er tákn eða lifandi persóna er hverjum og einum falið að ákveða með sjálf- um sér. Svo segir hún: í verkinu fléttast nútíð og fortíð, raunsæjar senur táknrænar senur. Ljóð og setn- ingar tengja atriðin þar sem við á. Þetta verk er kannski dálitið sérstakt að því leyti að það hefur að minnsta kosti ekki á yfirborð- inu neina greiða atburðarás, i þeim skilningi sem maður á að venjast, að saga hefjist á einhverj- um ákveðnum punkti og siðan fylgi maður ákveðinni fléttu til einhverra endaloka. Þannig að hún er ekki að segja sögu, nema þá sögu í mjög víðu samhengi, — í mjög stórum skilningi þess orðs. Og þar sem hún segir að fléttist saman nútíð og fortíð, raunsæjar senur og táknrænar senur, þá get- ur maður lika sagt að þau leikrit, sem maður er yfirleitt að fást við í leikhúsinu, séu eins og málverk eftir Rembrandt eða einhvern raunsæismálara, meðan aftur á móti þetta leikrit Nínu líkist meira málverki eftir Breugel þar sem brugðið er upp mörgum hlið- um á sama efni og úr verður næst- um því kúbískt málverk, þar sem hlutirnir eru séðir, ekki gegnum eina sögu eða eina atburðarás, heldur frá mörgum hliðum sam- timis. í þessu verki er efnið það stórt og sagan svo stórt hugtak að það skiptir ekki máli hvort atriðin gerast í nútíð, þátíð eða framtfð. En þaö útilokar hins vegar ekki að í þessu leikriti gerist margar sög- ur. Efnið er sem sagt ástin eða kær- leikurinn, eða kannski öllu heldur skortur á ást og þörfin fyrir ást — þörfin fyrir kærleika." Ábyrgð leikhúss gagnvart höfundum Hefur verið samvinna milli leik- stjóra og höfundar í þessu tilfelli? „Ekki að öðru leyti en því, að Nína sýndi mér verkið áður en það var alveg fullmótað og við höfum rætt um það fram og til baka, kannski okkar beggja vegna, til að skilja það betur. En leikritið er að öllu leyti verk Ninu, á sama hátt og ég vona að mitt hlutverk sem leikstjóri verði að öllu leyti mitt verk. Ég lít nefnilega þannig á að þegar höfundur færir leikhúsi — hvaða leikhúsi sem er — nýtt verk sitt til frumflutnings þá beri leikhúsið mjög mikla ábyrgð gagnvart þessum höfundi. Ábyrgð sem er alltaf miklu meiri fyrir leikhúsið, þegar um frumflutning er að ræða. Því hefur oft verið borið við í islenskri leikhússum- ræðu og reyndar lika á hinum Norðurlöndunum, að höfundar kynnu ekki að skrifa fyrir leikhús! Það liggur þvi í augum uppi að höfundar hafa mátt búa við mikla vantrú frá leikhússfólki. Oftast kemur þetta fram í þvi að það eru settir leikstjórar, leikmyndahönn- uðir og aðrir höfundar leikhúss til höfuðs leikritahöfundnum, til að „hjálpa þeim“ að skrifa — til þess beinlínis að halda um pennann með þeim. — Þetta finnst mér rangt, vegna þess að rithöfund- arnir eiga að vera hugmyndalegur aflgjafi fyrir leikhúsið og það verður þá líka að taka mark á þeim sem slíkum. Það verður að treysta því að sú sýn á heiminn sem fram kemur i verkum þeirra, sé hugmyndalega berandi og leik- stjórarnir verða að setja sig inn í þennan hugarheim og reyna að bera hann á borð af heiðarleika, í samræmi við fyrirætlun og vilja höfundar. Þetta er kannski dálítið flókið skilgreiningaratriði, en maður heyrir svo oft sagt við eða um höf- unda, að þetta og þetta beri sig ekki í leikhúsi. Þetta og þetta handrit sé miklu frekar kvik- myndahandrit en leikhúshandrit. Þetta er gjarnan sagt þegar höf- undar eru að fara einhverjar nýj- ar og ótroðnar slóðir. Reyna að byggja sinn heim t.d. f atriðum eða brotum fremur en heilum þáttum eins og leikhúshefðin byggði á fyrir mörgum öldum. Enn þann dag i dag er ákveðin tilhneiging meðal fagmanna í leikhúsi, þeirra listamanna sem eru fyrst og fremst túlkendur, eins og Ieikarar, leikstjórar og leik- myndahöfundar, til að bindast böndum hefðarinnar. Þeir eru kannski öllu bundnari hefðinni en þeir höfundar sem vinna einir. Rithöfundurinn starfar löngum utan við leikhúsið og það er kannski einmitt þaðan, sem sá sprengikraftur getur komið, sem sprengir hið hefðbundna leikhús og gerir það nýtt. Þaðan getur sá kraftur komið sem til þarf, en því aðeins að það sé tekið mark á þeim. Vissulega hefur ýmislegt verið gert til að styðja íslenska leikrit- FRAKTFERÐIR Útflytjendur - innflytjendur Flugleiðir fljúga sérstakar fraktferðir með Boeing 727 flugvél. Þetta er greið leið fyrir alla þá sem flytja þurfa vöru Sölumenn okkar veita nánari upplýsingar. til eða frá Bandaríkjunum. Sími 27800.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.