Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 42
MORGUKBLAÐID, SÚNNUDAGUR 28. APRÍL1985 42 Steingrímur er sannarlega kyn- legur og óvenjulega fjölhæfur kvistur íslendings. Hann er maður hámenntaður, auk þess að vera bæði óvenju afkastamikill rithöf- undur og málari. Fáir núlifandi is- lendingar eiga eins litríka og merkilega skapandi lífsgöngu að baki og Steingrímur. Vart þarf mikið ímyndunarafl til að sjá að hundruð blaðagreina, 58 mál- verkasýningar og bækur verða ekki til nema um sé að ræða óvenjulegan afburðamann í verki. Eðliskostir hans eru sérlega heill- andi. Nægir þar að nefna hug- rekki, þrautseigju, járnvilja og frábærar gáfur, ásamt drenglyndi. Skaphöfn hans liggur fyrst og fremst til sjálfsdáða, á þess þó að hlýtt hjartalag tapist, undarleg blanda af funa og hárfínum til- finningum, sem setja svo skemmtilegt yfirbragð á persónu- leika hans. Steingrímur er einn dulrænasti maður sem ég hef þekkt, og ekki furða þótt göfug- mennið og huglæknirinn Olafur heitinn Tryggvason hafi borið í brjósti sérstakar tilfinningar til Steingríms. Mér hefur verið sagt af kunnugum, að Ólafur hafi iðu- lega óskað nálægðar Steingríms á viðkvæmum stundum bæna til handa sjúkum. En eins og flest óvenju næmt fólk, hefur Stein- grímur ekki farið varhluta af þeim, endalausu átökum góðs og ekki góðs sem sálrænt fóik á oft erfitt með að halda í heppilegu jafnvægi. Eitt er þó alveg ljóst, að viðleitni til göfugs dagfars er sú þrá sem líklegust er til að lyfta góðu fólki tl aukins þroska, ásamt staðfastri og einlægri trú á stöð- uga handleiðslu æðri máttarvalda. Um árabil hefur afmælisbarnið verið í miklu uppáhaldi hjá mér sem listmálari, og þá fyrst og fremst vegna þesss hve blæbrigða- rikur og djarfur málari hann er. Mér finnst svo heillandi að sjá hvernig hann gefur öllu líf, jafnvel húsin hreyfast, og manns eigin til- finningar geta ekki staðist áhrif listamannsins, og komast ein- hvern veginn á hreyfingu líka. Ein mest heillandi mynd hans, er þó að mínu mati blýantsteikning af móður listamannsins, sem hangir í stofu meistarans og heilsar manni svo fallega þegar inn er komið. 1 þessari látlausu og ein- földu teikningu finnst mér ég skynja djúpa virðingu og einlæga ást sonar til móður. í svip þessar- ar konu má lesa göfugt lunderni og óvenju kvenlegan myndugleik, og svo er hún að auki fögur kona. Sé tekið tillit til þess, að rætur íslensku þjóðarinnar liggja að mestu í sérkennilegri blöndu tveggja ólíkra kynþátta, er ekki furða þótt mannleg samskipti geti orðið æði stormasöm á köflum. Um leið skal viðurkennt, að slikur stofn getur oft af sér andlega af- burðamenn og kynlega kvisti. í ís- lensku þjóðina hefur runnið sam- an keltnesk kátína, vitsmunaleg hæð og framúrskarandi fjölhæfni þeirra, og hinsvegar djúpt innsæi, hugrekki, staðfesta og járnvilji Norðmannsins. Uppruni okkar virðist hafa fætt af sér gott mannlíf, sem er vettvangur ótrú- lega fjölskrúðugs lista- og menn- ingarlífs, sem við öll höfum mögu- leika á að njóta. Afmælisbarnið lenti í þeirri erf- iðu aðstöðu fyrir nokkru, vegna eðlislægrar óeigingirni, að styðja mig nýgræðinginn í málaralist, í tengslum við sýningu á verkum mínum. Einföldustu atriði urðu að máli vegna þess, að ég er kona óráðþæg og sérlunduð. Dæmi: Steingrímur. „Jóna þú verður að skrá nafnið þitt á myndirnar." Jóna: „Nei Steingrímur, eitt er að vera góður málari og annað að hafa læsilega rithönd." Ég satt að segja undrast mjög hvernig hann af ótrúlegu æðruleysi hélt reisn sinni í þessum samskiptum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir eggsins til að kenna hænunni. Kannski einmitt vegna þess, hve ósann- gjörn og erfið ég reyndist, varð ég ósjálfrátt til að uppgötva mér áð- ur dulda hlið á manneskjunni Steingrimi, það er uppalandann og föðurinn. Fáa menn hef ég séð rækta föð- urhlutverk sitt á eins kærleikrík- an og skilningsríkan hátt og Steingrím. Sjálf hef ég notið hjálpsemi og prúðmennsku sona hans tveggja, þeirra Steingríms yngri, myndlistarmanns, og Jóns stúdents, þótt ég telji mig ekki hafa unnið til þess. Kæri vinur, ég og fjölskylda mín óskum þér og börnum þínum hjartanlega til hamingju með þennan merkisdag í lífi ykkar all- ra. Ég vil að lokum vitna í eftir- tektarverð orð föður afmælis- barnsins Sigurðar heitins Guð- mundssonar skólameistara. „Verið aldrei vélmenni né andlegir tré- menn. Gætið þess, að guðdóms- neistinn í yður slokkni ekki, þótt hörð verði kjörin og starfið strftt. En hversu má lífga hann, svo að hann lifni og logi sem víðast og lengst." Jóna Rúna Kvaran Vinur minn að fornu og nýju, maður lífs og listar, Steingrímur Sigurðsson, á sextugsafmæli næstkomandi mánudag. Honum kynntist ég fyrir norðan, þegar hann var í tvennum skilningi heimamaður í Menntaskólanum á Akureyri. Hann var sonur sjálfra skólameistarahjónanna, sem bjuggu í skólahúsinu, og hann varð nemandi skólans um leið og hann hafði aldur til. Sigurður Guðmundsson, skólameistari, var mikill stjórnandi og sterkur per- sónuleiki. Kona hans, frú Halldóra Ólafsdóttir, lét sér svo annt um skólann og örlög nemenda, að hún var af öllum virt og dáð. Reisn var yfir MA á þessum árum milli 1930 og 1940, ef til vill meiri en nokkru sinni fyrr eða síðar. Kennarar voru einvalalið, hver og einn þeirra maður sérstakrar skap- ferðar, sumir hámenntaðir menn. Ig nefni Þórarinn Björnsson, síð- ar skólameistara, Vernharð Þor- steinsson, Sigurð Pálsson, dr. Kristinn Guðmundsson. Sjálfur var skólameistari einhver lærðasti maður i íslenzkri tungu og forn- bókmenntum, sem við höfum átt. Skýringar hans á viðburðum Is- lendingasagna, á Eddunum og siðalögmálum sögualdar eru ógleymanlegar öllum, sem á hlýddu. í þessu andlega umhverfi ólst Steingrímur upp — og innan ramma eyfirzkrar náttúrufegurð- ar. Hann var drenghnokki, þegar ég nam til stúdentsprófs, en skemmtilegur hnokki og greindur vel. Það gat ekki farið fram hjá neinum. I námi við skólann kom fljótt í ljós málnæmi, sem náði ekki aðeins til íslenzku, heldur er- lendra tungna, en þær talar hann eins og innfæddur. Stöðug ögun af hálfu föður hans veitti honum brátt vald á rituðu máli og skóp honum sérstakan stíl. Steingrímur hóf að námi loknu kennslustörf, og það hefi ég beint frá nemendum hans, að hann hafi verið afburða kennari, enda ekki langt að sækja það. Það átti hins vegar ekki fyrir honum að liggja að stunda kennslu til langframa. Fyrr en varði haslaði hann sér völl sem rithöfundur, og mun það ekki hafa verið nein tilviljun. Hann gaf út vinsælt tímarit, Líf og list, síð- an bækur eina af annarri auk ótal greina, sem hann birti í blöðum. Persónulega er ég hrifnastur af smásögum hans. Þær beztu jafn- ast að stíl, spennu og sálfræðilegu ívafi á við úrval sagna eftir Guy de Maupassant. Ritstörf fullnægðu hins vegar ekki tjáningarþörf Steingríms. Um eða eftir 1%5 byrjaði hann að mála. Hann hafði að vísu ekki gengið í listaskóla, en fengið góða tilsögn í dráttlist hjá mikilhæfum mönnum í þeirri grein. Myndir hans eru ferskar og þróttmiklar, litadýrðin magnþrungin og hinar smæstu þeirra oft sterkastar. Hann hefir fyllt sýningarsali æ ofan í æ og selt mikið. Geta kolleg- ar hans með rétttu öfundað hann. Ég hefi fyrir satt, að málverka- safnarar telji sig vanta eitthvað, ef ekki er mynd eftir Steingrím í safni þeirra. Það verður að teljast hugrekki í meira lagi og dirfska að segja upp stöðu kennara og blaðamanns, en varpa sér út í hringiðu lífsbarátt- unnar og samkeppninnar — án eigna, án fastra tekna eða trygg- ingar af neinu tagi. Þetta gerði Steingrímur og sigraði. Hann hef- ir að vísu kynnzt fjárhagserfið- leikum, jafnvel sárustu fátækt og auðmýkingu, en hann hefir Iíka risið hátt og lifað eins og lávarður. Hann hefir séð allar víddir tilver- unnar og orðið maður af meiri. Rétt er að taka fram, að í erfiðri lífsbaráttu hefir Steingrímur komið til manndóms þrem mynd- ariegum börnum, tveim sonum og dóttur, sem er ímynd ömmu sinn- ar frú Halldóru. Alúðin og um- hyggjan, sem rithöfundurinn og listmálarinn hefir auðsýnt börn- um sínum seint og snemma, er eðl- isþáttur, sem ekki má líta fram hjá, þegar við á tímamótum virð- um fyrir okkur þennan sérkenni- lega og margbrotna persónuleika. Magni Guðmundsson Enn sannast, að ótt líður ævitíð. Jafnvel harðfrískur og sporða- sprækur unglingurinn, hann Steingrímur leikbróðir minn, er orðinn sextugur að aldri. í vitund minni er ekki nema seiling til þeirra björtu sólskinsdaga, þegar við lifðum saman ævintýri bernsk- unnar hér á Suðurbrekkunni á Ak- ureyri. Ekki skorti hugmyndirnar, og sjaldan var hikað lengi við að framkvæma þær, þó að af hlytust stundum skrokkskjóður og mar- blettir. Segja má, að á þessum bernsku- slóðum okkar væri hver undra- heimurinn innan í öðrum eða upp af öðrum. Stundum negldum við lok af málningardósum á prik, styrktum lokin einatt með ölflöskutöppum frá Möller, svo að naglahaus æti sig ekki of fljótt í gegnum þau, og þessum farar- skjótum ókum við á undan okkur um moldarbörðin og fjárgöturnar hjá Stóra hringnum. Þær götur voru ímynd hins ófullkomna þjóðvegakerfis samtímans með áningarstaðina Sauðárkrók, Blönduós, Borgarnes og Reykja- vík, en þar endaði gatan hjá rúst- unum af kofa Árna heitins væna. Stundum breyttust græn og grösug túnin í veraldarhöfin sjálf, og við drógum þá hin fríðustu fley, heimasmíðuð úr spýtukubbum, á eftir okkur í snærisspotta um þessi höf, alla leið til Indlands og Kína, sem var f suövesturhorninu á túni Vilhjálms Þórs. Síðan var skipunum siglt aftur heim drekkhlöðnum silki, kryddi, fíla- beini, gulli og gimsteinum. Ef þungar vetrarfannir bráðn- uðu ört í snöggri hláku að vorlagi, var mikil freisting að láta knerri og langskip sigla á stóra vallar- garðspollinum á Eyrarlandi, en þá var viðbúið, að frægir sæfarar og mjögsiglendur kæmu heim stíg- vélafullir og rassvotir að kveldi við lítinn fögnuð mæðra sinna. Oftar voru tiltækin smærri í sniðum, eins og þegar ungur ridd- ari í grænni prjónapeysu brá sér á bak stóra hrútnum hans Villa í Barði opg þeysti eftir Eyrar- landsveginum, uns bekra leiddist þófið og setti knapann af sér, en áhorfendur undruðust, hve lengi Steini hékk á baki og stóðst ill læti ótemjunnar. Bernskuheimur okkar Stein- gríms var Suðurbrekkan. Okkur varðaði lítt um aðra bæjarhluta eða hverju lífi var lifað þar. Strák- ana þar þekktum við ekkert, en héldum hópinn, brekkubúarnir, við Steini, Guðmundur Yngvi, bróðir hans, Siglaugur Brynleifs- son og stundum Hreinn ólafs og Jói prests. Miðdepill þessarar einkaveraldar okkar var Mennta- skólinn á Akureyri, og þar vorum við eins og gráir kettir. Við kynnt- umst á starfstíma skóians mörg- um merkum nemendum, sem voru miklu eldri en við og komnir af ýmsum landshornum, en könnuð- um ótal leyndardómsfulla afkima þessara víðu húsakynna, þegar þau stóðu auð og hljóð sumar- langt. Þar réðu ríkjum foreldrar afmælisbarnsins, Sigurður skóla- meistari Guðmundsson og hans góða kona, frú Halldóra Ólafsdótt- ir, og hjá þeim áttum við alltaf að mæta umhyggju og elskusemi. Margan kakóbollann drukkum við Steini við eldhúsbekkinn hjá móð- ur hans, og saman snæddum við sparibúnar bráðfeitar svínarifjur við dúkað borð á afmælisdögum hans. Þá skorti hvorki viðhöfn né virðuleik. Þá var enn til nokkuð, sem hét stíll og reisn, þegar við átti. En þar kom, að barnleikar urðu ekki einu viðfangsefnin, eitthvað urðum við að læra á bókina. Sú var sérstaða okkar Steina, að hvorugur okkar gekk i barnaskóla af ástæðum, sem ég hirði ekki að nefna hér, heldur iærðum undir- stöðugreinarnar, lestur, skrift og reikning, hvor á sínu heimili. Þeg- ar ég var tíu vetra, en hann níu, sömdu feður okkar og mæður um það að ráða duglega skólapilta til að kenna okkur tvo tíma á dag i tvo vetur. Fyrri veturinn kenndi frú Halldóra okkur sjálf réttritun og dönsku, en Ingvar Brynjólfsson málfræði og reikning. Seinni vet- urinn kenndi Ingvar islensku og ensku, en Bjarni Vilhjálmsson dönsku og reikning. Lesgreinar lærðum við heima, og mæður aGrænland Verkfræöingar óskast til Nuuk/Godtháb Vegna fyrirhugaðra bygginga á íbúöar- og iönaöarhusnæöi auk framkvæmda á vegum hins opinbera vantar okkur tvo bygg- ingarverkfræöinga til starfa í Nuuk á Grænlandi. Starf þeirra mun taka til: Samninga viö húseigendur, verktaka og bæjaryfirvöld auk þess sem þeir munu starfa aö undirbún- ingi og áætlanagerö. Þá munu þeir einnig stjórna útboöum og hafa eftirlit meö framkvæmdum. Við leitum aö: Mönnum sem starfaö hafa aö ráögjöf á sviöi verkfræöiþjónustu og geta starfað sjálfstætt. Þeir þurfa einnig aö geta útskýrt áætlanir í ræöu og rituöu máli. Ráöning sem fyrst. Húsnæöi er fyrir hendi í Nuuk fyrir verkfræöingana og fjölskyld- ur þeirra. Nánari uþþlýsingar veitir Hans P. Steenfos i síma 45-1-421501. Skriflegar umsóknir skal senda: BIGUM & STEENFOS RÁOGÍVENOE INGENI0RER A.S F R I A l Drewsens Vej 1 2100 Kebenhavn 0 TH 01-421501 Fyrlrtaekið Bigum og Steenfos var stofnaö árið 1964 og er aöalskrifstof- an á österbro í Kaupmannahöfn. Fyrlrtækiö hefur einnig skrifstofur í Næstved, Nyköbing, Hróarskeldu, Llulisat, Nuuk, Kalró og Baghdad. Starfsmenn fyrirtækislns eru rúmtega 100 og starfa þeir í Danmörku, Miöausturlöndum, Alaska og á Grænlandi. Fyrirtækiö er hluthafi f CIC- Copenhagen International Consultants og Polarconsult Inc. í Alaska. okkar hlýddu okkur yfir. Þetta var afar traustur grunnur að siðari skólagöngu okkar, og með þetta nesti settumst við í Menntaskól- ann, síst verr á vegi staddir en aðrir. Þó að við fylgdumst ekki að í skóla lengur, héldum við félags- skap okkar og vináttu, fóstbræð- urnir. Það fóstbræðralag hefir aldrei rofnað, vináttuböndin aldr- ei slitnað. Stundum hefir teygst á þeim nokkuð vegna fjarlægðar og ólíkra viðfangsefna, en þau eru óslítandi. Þegar við hittumst, er eins og við höfum kvaðst daginn áður, þótt langt hafi liðið milli funda í raun og veru. Það hefir heldur aldrei spillt vináttu okkar, að við erum afar ólíkir að eðli og gerð. Við höfum oft og einatt rifist hressilega um ýmisleg málefni og af ýmsum tilefnum, en aldrei skil- ið ósáttir. Vor eftir vor unnum við saman að því að dæma munnlega og skriflega frammistöðu nemenda á gagnfræðaprófi. Þá kom vel fram, hversu næmur Steingrímur var á kosti nemenda og fljótur að finna, hvar feitt var á stykkinu, af því að hann er sjálfur listamaður að eðli. Hann er vopnfimur og vígfimur, hugkvæmur og hraðvirkur, hvort sem hann mundar penna eða pentskúf. Seint verður honum orðs vant, og brandur hans kann að verða beittur stundum. En miklu oftar bregður hann honum til góðs, til líknar og lofs öðrum, sem hann telur eiga það skilið, enda er hann vinmargur og kann að greina sundur vini sína og við- hlæjendur. Síst hefir Steingrímur farið varhluta af ágjöf á siglingu sinni um lífsins ólgusjó, en jafnan stað- ið af sér brotsjóina og komist heill á húfi inn á lygnur. Það hefir oft kostað baráttu, stundum upp á lif og dauða, en sú barátta hefir kall- að fram hetjulund og hetjuskap og henni lokið með sigri fullhugans. Uppeldi barna sinna hefir hann skilað með sóma þrátt fyrir örð- uga stöðu, og hefðu ekki allir leik- ið eftir honum. En sennilega hefir bjargföst trú hans á guðlega hjálp í nauðum orðið honum nauðsynleg kjölfesta og hin formfasta og trausta stofnun, rómversk-kaþ- ólska kirkjan, verið honum skjól og leiðarsteinn í senn. Steingrímur hefir aldrei selt frelsi sitt fyrir töðumeis, aldrei þolað á sér bönd eða fjötra stundaskrár eða reglulegs vinnu- dags, heldur sveimað alfrjáls um víðerni efnis og anda með reistan makka, hrynjandi fax og glóð í augum. Engum hefir tjóað að leggja beisli við gamminn þann fremur en styggan húnvetnskan fola í veldi blárra heiða. En lögmáli tímans verður hann þó að lúta sem aðrir. Þó er enn dagur á lofti og bjart fram undan. Að vísu eru moldarbörð og þúfna- kollar bernskuslóða okkar nú rennisléttar flatir með útlendu sáðgresi og örnefnin, sem við gáf- um þeim, löngu týnd. Á sama hátt eru troðningar og fjárgötur fyrri daga komnir undir svart og svip- laust malbik og úthöfin víðu orðin að friðhelgum einkalóðum. Vallar- garöspollurinn er ekki lengur ann- að en svipur hjá sjón, ef hann er þá ekki horfinn með öllu. En gróin vinátta frá árdögum — fóst- bræðralag helgað af jörð og sól — stendur óhögguð eins og fjöllin bláu, sem lykja um bæinn okkar. Ég þakka Steingrími sextugum þessa áratuga vináttu og trölla- tryggð, og við Ellen sendum hon- um alúðarkveðjur héðan að norð- an með ósk um gengi og góða daga í lífi og list. Sverrir Pálsson Á morgun, 29. þ.m., verður hinn ágæti og góði listamaður Stein- grímur Sigurðsson sextugur. Hon- um er margt til lista lagt. Hann er eini Islendingurinn mér vitandi, sem var viðstaddur hinn heim- sögulega atburð er þrír ungir menn fóru upp frá Cape Kennedy í Bandaríkjunum til tunglsins. Svona manni er ekki fisjað saman. Til hamingju með daginn. Þorkell Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.