Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 fWnrgmi Útgefandi ttltfftfeifef hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fuiltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Varðstaðan um íslenskuna Umræðurnar um stöðu ís- lenskrar tungu á nýliðnum vetri hafa verið fjölbreyttar. í september var efnt til fundar um framburðarmál. Þar komust menn ekki að neinni endanlegri niðurstöðu en samstaða virtist um að ekki skyldi stefnt að samræmdum ríkisframburði, heldur yrði hlúð að sérkennum eftir því sem kostur væri. Síðan hafa gefist mörg tilefni til um- ræðna um íslenskuna og stöðu hennar. Menn hafa gagnrýnt þá áráttu kaupsýslumanna að hall- ast jafnvel frekar að erlendum orðum en innlendum, þegar fyr- irtækjum er gefíð nafn eða haf- ist handa um nýjungar og má í því efni minna á það sem sagt var um orðskrípið „bóling", sem því miður má sjá enn á aug- lýsingatöflum í höfuðborginni. Segja má að þessi atriði snerti stöðu tungunnar inn á við en um virðingu hennar út á við hefur meðal annars verið rætt í tengslum við bókmenntaverð- laun Norðurlanda. Sýnist sitt hverjum í því efni og hafa odd- vitar þjóðarinnar í Norður- landaráði með sjálfan forseta þess, Pál Pétursson, í broddi fylkingar talið óþarft með öllu að treysta íslenskuna í sessi á þeim vettvangi. Helgi Hálfdanarson kveður sér hljóðs um íslenska mál- stefnu í Morgunblaðinu á mið- vikudaginn og leggur þar út af ritsmíðum í tímaritinu Skímu. Helgi ritar meðal annars: „Kenninguna um málfarslega stéttaskiptingu á íslandi kann- ast maður við. Stundum virðast formælendur hennar haldnir einhverri misskilinni vinstri- pólitík, einhverri öfugsnúinni umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. í stað þess að krefjast þeirra réttinda þeim til handa fram- vegis að fá að njóta jafngóðrar kennslu og aðrir, er þess krafizt, að þeir verði vanræktir, þeim sé aldrei sagt, hvað sé rétt ís- lenzka og hvað sé málleysa eða „barnamál". Ég hef einhvern tíma reynt að sýna fram á, að vísasta leiðin til að koma hér upp málfarslegri stéttaskipt- ingu væri einmitt sú að fylgja reiðareksstefnunni í stað þess að skólarnir veiti öllum börnum kost á sama máluppeldi eða svo líku sem verða má. Reiðareks- stefnan hlyti að leiða til þess, að sum börn fengju gott hefðbund- ið máluppeldi í einkaskólum sem hefðu efni á að ráða til sín beztu kennarana, en önnur börn yrðu vanrækt í höndunum á illa launuðum og lélegum kennur- um, sem hvorki vildu verða þeim að liði né gætu það. Skyldu þau börn ekki fremur en ella verða vanmetakenndinni að bráð og síðan að líkindum öðru verra?" Morgunblaðið tekur undir þessa viðvörun Helga Hálfdan- arsonar. Þótt rétt sé að leyfa framburðareinkennum íslensk- unnar að þróast og dafna eftir landshlutum og taka ekki upp samræmdan ríkisframburð er síður en svo ástæða til að stuðla að því að tungan drabbist niður með því að Iátið sé reka á reið- anum og slakað á varðstöðunni um grundvallarþætti málsins, hvort heldur það er talað eða ritað. Hagur elli- og örorku- lífeyrisþega Frétt Morgunblaðsins fyrir rúmri viku, þar sem birt var sú niðurstaða Kjararann- sóknanefndar, að kaupmáttur elli- og örorkulífeyris hafi aldr- ei verið lægri en 1984 vakti að vonum verulega athygli. Það samræmist síst af öllu réttlæt- iskennd íslendinga að láta Iíf- eyrisgreiðslur til þeirra sem skilað hafa fullu dagsverki dragast saman, þótt hart sé barist við verðbólgudrauginn og illa gangi að reka ríkissjóð. Matthías Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, hefur nú sagt álit sitt á þessari niðurstöðu Kjararannsókna- nefndar. Ráðherrann bendir réttilega á, að upplýsingar um kaupmátt elli- og örorkulífeyris gefi einar sér ófullkomna og jafnvel ranga mynd af hag aldr- aðra og öryrkja, miða verði við allar tekjur þeirra. Þá lýsir ráðherrann því yfir, að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að hagur aldraðra sé eins góður og geta þjóðfélagsins leyfir á hverjum tíma og fullyrðir, að á síðustu misserum hafi kaup- máttur elli- og örorkulífeyris- þega haldið í við launaþróunina í landinu, jafnvel þótt launa- skrið sé tekið með í reikninginn. Morgunblaðið birti þessi um- mæli ráðherrans í gær ásamt dæmum og töflu þeim til stuðn- ings. Ekki skal dregið í efa, að allt byggist það á bestu manna yfirsýn og réttum upplýsingum. Hitt er staðreynd að kaupmátt- ur elli- og örorkulífeyris hafði aldrei verið lægri en á síðasta ári. Fyrir suma er þetta eina lífsbjörgin og þeir eru í þeim hópi borgaranna sem minnstan mátt hafa til að láta til sín heyra — þeir mega ekki gleym- ast í öllum hávaðanum. Bjöm Jónsson látinn Björn Jónsson, fyrrum forseti Alþýðusambands íslands, sem nú er lát- inn, var einn af merk- ustu verkalýðsforingjum og stjórnmálamönnum okkar samtíma. Hann hófst til vegs og áhrifa í starfi fyrir verkafólk og missti aldrei tengslin við þann uppruna sinn, þótt vegtyllur og valdastöður yrðu á vegi hans. Hann var kjarkmikill leiðtogi og snjall samninga- maður fyrir hönd sinna umbjóðenda. Þessir eiginleikar Björns Jónssonar komu skýrt fram í samtali, sem höfund- ur þessa Reykjavíkurbréfs átti við hann á skrifstofu hans í húsakynnum Alþýðu- sambandsins tveimur dögum áður en hann varð fyrir því veikindaáfalli, sem leiddi til þess að hann dró sig í hlé frá opinberum störfum. Þetta var snemma vetrar 1978 og Björn Jónsson var að búa sig undir mikla orrahríð gegn ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar vegna febrúarlaganna svonefndu. Björn Jóns- son lýsti áformum sínum af þeirri hreinskilni, sem honum var lagin. Við- mælanda hans þótti mikið undir lagt — raunar allt. í því samtali, sem á eftir fór, varð ljóst, að Björn Jónsson hafði á langri vegferð á vettvangi verkalýðsbar- áttu og stjórnmála öðlast það frelsi, sem öllu skiptir: hann var frjáls af sjálfum sér og vegtyllum sínum og var reiðubú- inn til þess að fórna því öllu fyrir mál- stað, sem hann trúði á. Slíkir menn bíða aldrei ósigur. Önnur samtöl á úrslita- stundum í kjarasamningum gáfu til kynna, að þessi mikli verkalýðsleiðtogi tefldi oft á tæpasta vað til þess að ná eins miklu og hugsanlegt var fyrir sitt fólk. En á þeirri stundu, sem hann hafði gert upp hug sinn um það, hvernig hann vildi ljúka samningum gekk hann til þess verks af krafti og mikilli rökfestu, að sannfæra félaga sína um réttmæti þeirrar niðurstöðu. Björn Jónsson var lengi formaður Einingar á Akureyri og um skeið gegndi hann því starfi ásamt forsetadómi ASÍ. Hann taldi það mik- inn styrk fyrir forseta Alþýðusam- bandsins að gegna jafnframt for- mennsku í verkalýðsfélagi og um leið vissan veikleika fyrir æðsta trúnaðar- mann verkalýðshreyfingarinnar að hafa ekki slíka aðstöðu. Stjórnmálaferill Björns Jónssonar var fjölbreyttur. Hann var flokksbund- inn félagi í Sameiningarflokki alþýðu Sósíalistaflokknum og var á þeim árum af andstæðingum talinn harðsnúinn Moskvukommúnisti. Eftir stofnun Al- þýðubandalagsins tókst náið samstarf með honum og Hannibal Valdimarssyni innan þess flokks og á vettvangi Al- þýðusambandsins. Þeir tveir, ásamt Eð- varð Sigurðssyni, áttu af verkalýðs- hreyfingarinnar hálfu mestan þátt í því trausti, sem skapaðist milli ríkisstjórn- ar og verkalýðssamtaka á Viðreisnarár- unum, og var á margan hátt forsenda þeirrar farsældar, sem einkenndi það stjórnartímabil. Hörð átök milli Hannibals og Björns Jónssonar annars vegar og hinna gömlu foringja Sósialistaflokksins hins vegar leiddu til þess, að þeir yfirgáfu Alþýðu- bandalagið og stofnuðu Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna, sem unnu stór- sigur í kosningunum 1971. Það er skoð- un höfundar þessa Reykjavíkurbréfs, að hvorugur þeirra hafi í raun viljað taka þátt í myndun vinstri stjórnarinnar 1971 en aðstæður í hinum nýja flokki hafi knúið þá til þátttöku í þeirri stjórn- armyndun. Björn Jónsson yfirgaf þá ríkisstjórn vorið 1974 með eftirminnilegum hætti og kippti um leið fótunum undan áform- um Alþýðubandalagsins og hluta Fram- sóknarflokksins um uppsögn varnar- samningsins við Bandaríkin, sem þá voru komin lengra á veg en nokkru sinni fyrr eða síðar. Hann lýsti jafnframt stuðningi við Alþýðuflokkinn í þeim kosningum, sem á eftir fóru, og starfaði á vettvangi hans síðustu árin, sem hann tók þátt í stjórnmálum. Slík ferð á milli flokka hefur gjarnan verið litin horn- auga hér á íslandi. Á því máli er þó önnur hlið. Það þarf mikið hugrekki til að rifta með þeim hætti gömlum tengsl- um. Morgunblaðið og Björn Jónsson deildu oft hart og voru á öndverðum meið. Að leiðarlokum er hann kvaddur með virðingu. Laugamesskólinn 50 ára Skóli getur skipt sköpum um framtíð barna og unglinga. Skólar eru misjafn- lega góðir eða slæmir eins og annað, en það er mikil gæfa að lenda í góðum skóla. Slíkur skóli var og er Laugar- nesskólinn, sem verður 50 ára á þessu ári og er þess minnzt með hátíðahöldum í skólanum nú um þessa helgi. Laugarnesskólinn skipar sérstakan sess í hugum þeirra, sem hann hafa sótt. Nemendur eiga þaðan svo ljúfar minn- ingar, að til afreka verður að teljast að halda uppi slíku skólastarfi, því að á ýmsu gengur í daglegu starfi barna- og unglingaskóla eins og allir vita. Margt stuðlaði að því að gera Laugarnesskól- ann að frábærri menntastofnun. Skóla- byggingin sjálf þótti sérstaklega glæsi- leg fyrir nokkrum áratugum a.m.k. og hefur haldið sínum hlut, þótt nútíma- legir skólar hafi komið til sögunnar síð- an. Húsaskipan öll hefur átt töluverðan þátt í að efla samhug nemenda. Mikil festa hefur ríkt við sjórn Laugarnes- skólans frá upphafi. Einungis þrír menn hafa í hálfa öld gegnt starfi skólastjóra Laugarnesskólans, þeir Jón Sigurðsson, Gunnar Guðmundsson og núverandi skólastjóri, Jón Freyr Þórarinsson, sem sjálfur var nemandi í skólanum fyrr á árum og kynntist af eigin raun því and- rúmi sem þar ríkti. Forverar hans tveir, Jón Sigurðsson og Gunnar Guðmundsson, voru báðir sterkir persónuleikar, sem sópaði að. Þeir nutu mikillar virðingar nemenda og héldu uppi sterkum aga með ljúf- mennsku, sem báðum var eiginleg. Þegar litið er til baka verður gömlum nemendum ljóst, að sérstök áherzla hlýtur að hafa verið lögð á menning- arstarf meðal nemenda. Leiklistarstarf- semi hefur jafnan staðið með miklum blóma í Laugarnesskólanum. Áratugum saman hvíldi forysta í því starfi á herð- um eins kennara skólans, Skeggja heit- ins Ásbjarnarsonar, sem af óeigingirni og ósérhlífni hóf leiklistarstarf í Laug- arnesskólanum á annað og æðra stig en þá þekktist í barnaskólum. Laugar- nesskólinn á nú í fórum sínum mikið safn handrita, sem þessi hægláti en eft- irminnilegi barnakennari tók saman, þýddi eða vann upp með öðrum hætti. Þetta leiklistarstarf, sem margir áttu hlut að úr hópi nemenda, átti ríkan þátt í að auðga félagslífið í skólanum. Með ólíkindum er, hversu margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar nú voru nemendur í Laugarnesskólan- um á æskuárum. Tónlistarnám í skólum í þá daga var aðallega fólgið í svonefnd- um söngtímum. En í Laugarnesskólan- um voru þeir tímar hafnir í æðra veldi. Mikil alúð var lögð við teiknikennslu í Laugarnesskólanum á þeim árum, sem höfundi Reykjavíkurbréfs eru svo minn- isstæð. Afrakstur þessarar menningar- starfsemi kom í ljós á jólum og páskum í skólanum sjálfum en þennan afrakstur má einnig sjá í menningarlífi þjóð- arinnar í dag, þegar farið er á tónleika, í leikhús eða óperu. Sennilega hefur einvalalið kennara jafnan valizt að Laugarnesskólanum. Starf skólans, kennara hans og nemenda í hálfa öld er lýsandi dæmi um framlag skóla og kennara til uppeldis æskunnar, sem aldrei verður metið að verðleikum. Nú- verandi starfslið Laugarnesskólans hef- ur tekið að sér að ávaxta merka arfleifð í skólamálum okkar íslendinga. Rækt- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 27. apríl arsemi þeirra við sögu skólans sýnir, að hann er í góðum höndum. maréaSsmklum Líklega gerum við íslendingar okkur litla grein fyrir því mikla afreki, sem unnið hefur verið í marksaðsmálum fyrir sjávarafurðir okkar í Bandaríkj- unum. Þar er stærsti og auðugasti markaður heims fyrir vöru og þjónustu, hverju nafni sem nefnist. Samkeppnin er hins vegar svo gífurleg, að það er ekki á færi annarra en sérstakra afreks- manna að brjótast þar áfram með tvær hendur tómar og á engu að byggja. Það gerði Jón Gunnarsson, fyrsti forstjóri Coldwater Seafood Corporation og frumherjinn í markaðsöflun okkar vest- an hafs. Jóns Gunnarssonar er minnzt með mikilli virðingu meðal elztu umboðs- manna Coldwater í Bandaríkjunum. Það mátti glöggt heyra á máli aldraðs heiðursmanns, sem kynntist Jóni Gunnarssyni fyrir nær fjórum áratug- um, og höfundur Reykjavíkurbréfs hitti að máli fyrir nokkru. Þessi aldurhnigni maður stóð þá uppi með tvær hendur tómar og eignalaus en vildi verða um- boðsmaður fyrir Coldwater í heimaríki sínu. Þótt hann hefði á engu að byggja réð Jón Gunnarsson hann til starfsins, sem hann hefur haft með höndum síðan og byggt upp myndarlegt sölufyrirtæki, sem í fjóra áratugi hefur selt íslenzkar sjávarafurðir. Á fundi forráðamanna Coldwater með umboðsmönnum fyrir- tækisins víðs vegar að úr Bandaríkjun- um mátti glögglega sjá, að tengsl þess- ara manna við fyrirtækið eru mjög sterk. Margir þeirra voru eignalausir þegar þeir hófu sölustarf fyrir íslend- inga en hafa komizt vel áfram. I sumum tilvikum hafa sprottið upp lítil fjöl- skyldufyrirtæki í kringum þetta sölu- starf. Þar mátti sjá samhent hjón og föður og dóttur, sem hafa gert það að ævistarfi sínu að selja íslenzkan fisk. Þótt það taki aðeins um 5 klukkutíma að fljúga til Bandaríkjanna og nokkrar sekúndur að ná þangað símasambandi er fjarlægðin á milli okkar og þessa mikilvægasta markaðar okkar samt svo mikil, að við gerum okkur yfirleitt litla sem enga grein fyrir markaðsaðstæðum í Bandaríkjunum. Kröfuharka okkar á hendur þessum markaði og þeim sem starfa að sölumálum okkar þar, er í beinum tengslum við þá takmörkuðu þekkingu. í rúma tvo áratugi byggði Þorsteinn Gíslason upp mikið fyrirtæki á þeim grunni, sem Jón Gunnarsson hafði lagt. Nú eru nýir menn teknir við. Magnús Gústafsson, núverandi forstjóri Cold- water, hefur gegnt því starfi í u.þ.b. eitt ár og kemur til sögunnar á tímum mik- illa breytinga á fiskmarkaðnum vestan hafs. Hann stendur bæði frammi fyrir erfiðum viðfangsefnum og miklum tækifærum. Samkeppnin á Bandaríkja- markaði harðnar stöðugt. Kanadamenn hafa komið fram á sjónarsviðið sem harður keppinautur eins og allir vita. Jafnframt er að verða mikil breyting á lífsstíl og lífsviðhorfum Bandaríkja- manna, sem flest bendir til að verði var- anleg. Vestanhafs er heilsurækt að verða fastur þáttur í daglegu lifi fólks. Því fylgir meiri umhugsun um matar- æði. Það þýðir, að fyrirtæki sem selur matvæli verður að laga framleiðsluvöru sína að breyttu mataræði og nýjum kröfum. Magnús Gústafsson gerði grein fyrir þessum straumum í bandarísku þjóðlífi í athyglisverðri ræðu á fundi umboðsmanna Coldwater í Boston í fyrri viku. Coldwater rekur nú tvær verksmiðjur í Bandaríkjunum, sem framleiða tilbúna fiskrétti, og Sam- bandið eina. Viss stöðnun var komin í sölu á framleiðsluvörum verksmiðja Coldwater og hefur fyrirtækið unnið að breytingum á þeim til þess að mæta kröfum markaðarins. Þessar breytingar 1. Jafnréttisstefnan var i undan sfnum tfma í Laugarnesskólanum. Myndin var tekin af ungum piltum í matreiðshi i irinu 1951. Þi var það yflrleitt reglan, að einungis stúlkur lærðu matreiðslu í skólum. I fremri röð eru fri vinstri Gísli Sigurjónsson, Jóhann Einvarðsson, fyrrum alþm. og núverandi aðstoðarmaður félagsmilariðherra, þi Júlíus Egilsson, starfsmaður IBM i íslandi, Sveinn R. Eyjólfsson, stiórnarformaður DV, Ragnar Arnalds, alþm. og Erling Sigurðsson. I aftari röð frí vinstri eru Halldór Blöndal, alþm., Albert Rúnar, Kristjin Olafsson, sem nú er litinn og Eiríkur Þórðarson. 2. Skeggi heitinn Ásbjarnarson undirbýr einn leikaranna í þeim myndarlegu leiksýningum, sem hann stóð fyrir. 3. Þeir, sem komnir eru i miðjan aldur og þaðan af eldri, muna vafalaust eftir þessari daglegu athöfn í skólum, þegar volgu lýsi var hellt úr könnu upp í nemendur. 4. Bekkjardeild í Laugarnesskólanum. Myndin hefur sjilfsagt verið tekin fyrir fjórum iratugum eða svo. munu kalla á ný vinnubrögð í frystihús- unum hér heima og verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst í þeim efnum. Það er vandasamt verk fyrir hinn nýja for- stjóra Coldwater að beina fyrirtækinu inn á nýjar brautir. Mistök á markaðn- um vestanhafs eru dýr. En um leið og breytt viðhorf skapa vissa erfiðleika opna þau ný tækifæri. Heilbrigt líferni hefur beint athygli að fiskneyzlu og vel má vera að hún eigi eftir aukast veru- lega vegna hins nýja lífsstíls. Við úrlausn þessa mikilvæga verkefn- is er Magnúsi Gústafssyni mikill stuðn- ingur að öðrum íslendingi, sem starfar hjá Coldwater. Othar Hansson er lík- lega sá íslendingur sem í dag hefur mesta yfirsýn yfir fiskmarkaðinn í Bandaríkjunum og þekkir hann bezt. Hann hefur starfað hjá Coldwater í 10 ár og þar áður í 7 ár hjá fyrirtæki Sam- bandsins vestan hafs. Áður hafði hann starfað að sölu á íslenzkum fiski í Bret- landi. Hann byggir því á tveggja ára- tuga reynslu. Frábær frammistaða og mikil þekking Othars Hanssonar er hann svaraði fyrirspurnum umboðs- manna Coldwaters á fyrrnefndum fundi í Boston, vakti sérstaka athygli höfund- ar þessa Reykjavíkurbréfs, sem þar var staddur. Til marks um það traust, sem Othar Hansson nýtur meðal þeirra, sem starfa að sölu sjávarafurða í Bandaríkj- unum, er sú staðreynd, að hann er for- maður samtaka fiskveiðiþjóða við Norður-Atlantshaf, sem hafa tekið höndum saman um kynningar- og aug- lýsingastarf til þess að auka fiskneyzlu í Bandaríkjunum. Það fer heldur ekki á milli mála að Guðjón B. Ólafsson, forstjóri dótturfyr- irtækis Sambands ísl. samvinnufélaga í Bandaríkjunum, býr yfir mikilli þekk- ingu og reynslu á Bandaríkjamarkaði, enda hefur sölufyrirtæki Sambandsins eflzt og dafnað undir hans stjórn. Starf þessara þriggja manna hefur mikil áhrif á afkomu okkar hér heima fyrir. Það er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir, að sá árangur, sem þeir og forverar þeirra hafa náð, er ekki sjálf- sagður og að engu er að treysta um framtíðina. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir fái öflugan stuðning héðan að heiman og að frystihúsin og aðrir bregðist vel við óskum þeirra um breyt- ingar á framleiðslu. Þótt staða okkar á markaðnum vestan hafs sé sterk nú geta veðrabrigði þar orðið ótrúlega snögg. Nýtt fólk Um leið og það er ánægjulegt að kynnast hæfni þeirra manna, sem hafa með höndum sölu á fiskafurðum okkar í Bandarikjunum, vakna hins vegar spurningar í huga áhorfanda um það, hversu fáir einstaklingar eiga hér hlut að máli. Bandarikin eru þýðingarmesti útflutningsmarkaður okkar og munu verða um langa framtíð. Það er óvar- legt, svo að ekki sé meira sagt, að þekk- ing á þessum markaði sé á hendi svo fárra lslendinga. Sölusamtökin tvö, Sölumiðstöðin og Sambandið, virðast lítið hafa hirt um að þjálfa ungt fólk upp í að vinna að mark- aðsmálum erlendis. Að vísu vinna nokkrir Islendingar til viðbótar við þá, sem hér hafa verið nefndir, hjá dóttur- fyrirtækjunum vestan hafs, en það er ekki nóg. Bersýnilega hefur verið mjög lítið um það, að sölusamtökin hafi ráðið til sín ungt og velmenntað fólk og gefið því kost á að vinna að sölu á fiskafurð- um okkar erlendis. Á þessu verður að ráða bót. Það er einfaldlega á of veikum grunni byggt, að örfáir einstaklingar búi yfir samansafnaðri þekkingu íslenzku þjóð- arinnar á leyndardómum erlendra fisk- markaða. Það verður að gera þá kröfu til þessara öflugu samtaka, að þau búi í haginn fyrir framtiðina með því að þjálfa ungt fólk upp í markaðsmálum, þannig að þekking á mörkuðunum dreif- ist á marga aðila. Áhugi á útflutningsstarfsemi hefur stóraukizt. Margir einstaklingar þreifa nú fyrir sér í útflutningi og ýmsar stjórnarstofnanir koma við sögu. En sú þekking á markaðnum, sem er forsenda árangurs í sölu, lærist ekki nema í raunverulegu starfi. Stóru fyrirtækin tvö í Bandaríkjunum eru kjörinn vett- vangur fyrir slíkan skóla. Að þessu þurfa forráðamenn sölusamtakanna að huga þegar í stað. „Þótt það taki aðeins um 5 klukkutíma að fljúga til Bandaríkjanna og nokkrar sekúndur að ná þangað síma- sambandi, er fjarlægðin á milli okkar og þessa mikil- væga markað- ar okkar samt svo mikil, að við gerum okkur yfirleitt litla sem enga grein fyrir markaðs- aðstæðum í Bandaríkjun- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.