Morgunblaðið - 28.04.1985, Page 34

Morgunblaðið - 28.04.1985, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 DauOi og sóttarfar i fornsöfíum I LÉSTÞÓRÐUR KAKALIAF HEILABLÓÐFALLI? ar segir svo um andlát Þórðar Snorrasonar i Vatnsfirði árið 1201:U) „Var Þórður róinn á fisk, ok gerði at þeim vánt veðr, svá at þeir gátu nauðiliga land tekit. Þórðr var maðr ern ok kappsfullr . ok liðgóðr at öllu. Ok er þeir kómu at landi, þá var Þórðr þreyttr af mæði ok þyrstr þeim munum meir en förunautar hans, sem hann hafði liðbetri verit ok miðr hlíft sér. Ok er hann kom at landi, þá drakk hann ór læki nökkurum, ok er hann hafði drukkit, þá kenndi hann sóttar, ok sú sótt leiddi hann til bana.“ Svo virðist, sem ekki hafi verið langur aðdragandi að andláti Þórðar, en alla nánari sjúkdóms- lýsingu skortir. Tildrögin gætu bent til bráðs sjúkdóms svo sem lungnabólgu. Þórður mun hafa verið á bezta aldri eða um þrítugt og því litlar líkur til að hjarta- eða heilasjúkdómur hafi verið þar á ferðinni. í íslendingasögu Sturlungu seg- ir frá sjúkdómi og dauða Hall- beru. dóttur Snorra Sturluson- ar.15' Hún deyr 31 árs gömul árið 1231. Af henni er það helzt að segja, að hún giftist fyrri manni sínum, Árna Magnússyni, óreiðu, 17 ára gömul, og skilur við hann 1224. Hún giftist í annað sinn Kolbeini unga Arnórssyni 1228. Var hann 9 árum yngri en hún. s Hún var með manni sínum á Al- þingi árið 1229 og segir orðrétt í Sturiungu: „Ok var þá auðsætt, at henni firrðist heilsa.“ Sama ár skilur Kolbeinn ungi við hana. Flyzt Hallbera þá að Borg á Mýr- um til móður sinnar, Herdísar Bessadóttur, sem var fyrri kona Snorra Sturlusonar. Dvaldist Hallbera hjá móður sinni til dauðadags. Um dauða Hallberu stendur: „Með honum (Guðmundi biskupi Arasyni) var prestr sá er Dálkr hét. Hann kallaðist vera læknir góðr ok atgerðamaðr at meinum manna. En er Guðmundur gisti at Borg, þá var talat um, hvárt Dálkr myndi nokkut kunna at gera at sjúknaði Hallberu. Hon var þá mjök sjúknuð. Dálkr kvaðst kunna at gera henni laug, þá er henni myndi batna við, ef hon fengi staðizt. En hon var fús til heils- unnar, ok vildi hon hætta á laug- ina. Eftir þat réð hann til prestr- inn, at gera laugina, en hon fór í. Síðan váru borin at henni klæði. Sló þá verkjum fyrir brjóstit, ok hon andaðist litlu síðar.“ Frásögn þessi gefur til kynna að Hallbera hefur átt við langa van- heilsu að stríða, sem a.m.k. hefur staðið um tveggja ára skeið. Er því ólíklegt að um smitsaman sjúkdóm hafi verið að ræða. Al- kunna er, að heit böð eru raun __. fyrir hjartastarfsemina, enda virðist svo, að Dálki hafi verið Ijóst, að laugin gæti haft vissa hættu í för með sér fyrir Hallberu. Þegar hún er vafin klæðum, hindrar það útgufun frá líkaman- um, og það eykur áreynslu fyrir hjartað. Hún fær þrautir fyrir brjóstið og andast síðan. Trú- legast er hjartabilun hér dánar- orsök. Hver undirrót slíkrar hjartabilunar væri er erfiðara við- angs. Ekki er fjarri lagi að geta upp á hjartalokugalla af völdum gigtarsjúkdóms, sem ekki eru óalgengir meðal kvenna á léttasta skeiði. Hinsvegar er vitað, að kölk- unarsjúkdómar i hjartaæðum eru tiltölulega sjaldgæfir hjá konum innan fimmtugs aldurs. í Þorgils sögu skarða segir svo frá mannfalli á Þverárfundi árið 1255:161 „Þorgils hitti á grundinni á flóttanum Aðun Tómasson. Spurði Auðunn, ef Þorgils vildi gefa honum grið. Hann kvaðst þat gjarnan vilja ok spurði, ef hann færi nökkut sárr. Hann kvaðst ekki sárr vera en ákafliga móðr. Auðunn kvaðst vilja vera eftir ok hvílast. Þorgils setti eftir hjá hon- um Ingimund, bróður sinn ok Dal-Jón at gæta hans. Auðunn settist niðr við árbakkann ok kvaðst þyrsta. Ingimundr gaf hon- um at drekka þrim sinnum. Síðan hné hann aftr ok dó litlu síðar.“ í íslendinga sögu Sturlungu seg- ir frá andláti Auðuns á þessa leið:17) „Auðunn Seldæll lézt sunn- an ána. Hann var lítt sárr ok sprakk mjök af mæði, þvi at hann hafði borit sig mjök vápnum.“ Auðunn er einn af fyrirmönnum af Vestfjörðum í liði Hrafns og Eyjólfs í Þverárbardaga. Má því ætla að hann hafi verið af léttasta skeiði. Hann er hlaðinn þungum vopnum, sem reynir mjög á þol hans. Auk þess hefir flokkur hans beðið ósigur. Eru því líkur til að hjartabilun sé dauðaorsökin. 1 íslendinga sögu Sturlungu stendur um andlát Þórðar kakala Sighvatssonar árið 1266, en hann dvaldist þá með Hákoni Noregs- konungi. * „Bréf Hákonar kon- ungs kómu til hans síð um kveld, er hann sat við drykk, þat er Þórðr váttaði, at konungur hafði gefit honum orlof til íslands ok gera hann þar mestan mann. Varð hann svá glaðr við, at hann kvað engan þann hlut til bera, at hon- um þætti þá betri. Þakkaði hann konunginum mikilliga. Drukku menn þá ok váru allkátir. Litlu síðar talaði Þórðr, sagðist ok eigi skyldi fara af íslandi, ef honum yrði auðit út at koma. Litlu síðar segir Þórðr, at svífi yfir hann. Var honum þá fylgt til hvílu sinnar. Tók hann þá sóttin svá fast, at hann lá skamma stund, ok leiddi hann til bana.“ Þórður kakali er talinn fæddur árið 1210, og er því 46 ára gamall, er hann deyr. Hvergi hefi ég rekist á í frásögnum um hann í Sturl- ungu, að getið sé neinna sjúk- dómseinkenna hjá honum, sem se fyrr en á dánardægri hans, að hann fær yfir höfuðið, sem kallað er, og deyr i beinu áframhaldi af þvi skömmu síðar. Liklegasta dán- arorsök mundi ég telja heilablóð- fall annaðhvort af völdum með- fæddrar bilunar á heilaslagæð eða háþrýstings. Svo segir i Aronssögu í Sturl- ungu um dauða Einars skemm- ings, sem skeði árið 1222:19) „Sá atburður varð at páskum, at Ein- arr skemmingr varð sjúkr af blóð- rás, ok blæddi nasir hans. Einarr var frændi Guðmundr biskups (Arasonar) ok vinr ok mikilshátt- ar maðr, ok þótti þvi mikill mann- skaði, ef hann létist. Gekk Guð- mundr biskup sjálfr til að stöðva blóð hans, ok þat vannst at sinni. Ok enn oftar kom blóðrás at hon- um ok svá áköf, at menn segja, at bæði hafi út sprungit (um) munn ok eyru. Segir Guðmundr biskup þá, at þat mein myndi honum at bana verða, — kveðst hyggja, at því myndi svá ákaft fara blóðrás- in. En þó fékk hann stöðvat at sinni at þvi, at menn hafa sagt. Ok er eigi komst um nasir honum eða aðra limu, þá sprakk út í milli herðanna. Eftir þat minnkaði máttur hans ok síðan andaðist Einarr.“ Aldur Einars skemmings er ekki vitaður með vissu, en líklega er hann milli 40—50 ára er hann deyr. Hann er einn af fullhugun- um í liði Guðmundar biskups Arasonar, þegar hann er hrakinn af Hólastóli. Sjúkdómslýsing þessi gefur til kynna ákafar nefblæð- ingar, og venjulegasta orsök henn- ar á manni á þessum aldri er auk- inn þrýstingur í æðakerfinu, eða hinn svokallaði háþrýstingur. Þegar blessunarorð biskups duga ekki til að stöðva blóðrennslið, hleypur frásagnarlistin i gönur með hinn forna sagnaritara, en hann lætur blóðið springa „út á milli herðanna", sem er auðvitað alveg óraunhæft. { Hákonarsögu gamla segir svo um Arnbjörn Jónsson,201 mikils virtan lendan mann í Noregi: „Ok þá er þetta spurði Arnbjörn Jóns- son, þá skaut hann skipum á vatn ok fór austur Foldina. Ok er hann kom austr í Borgará, mætti hann þar Varbelgjum þeim, er á skipum fóru, ok elti þá þar uppi. Þar féllu nokkrir menn af Varbelgjum, en Arnbjörn tók skipin. En með því at hann hafði haft erfiði mikit, en var mjök á efra aldri, ok þeim öðr- um atburðum, er til féllu, þá tók Arnbjörn sótt ok lá skamma stund áðr en hann andaðist." Hér er um að ræða mann, sem kominn er á efri ár, og lendir í miklu líkamlegu og andlegu erfiði, bardaga og andlegri spennu, og deyr svo stuttu síðar. Líklegasta skýring dauðaorsakar er að leita í bilun æðakerfis, í hjarta eða heila, þótt lungnabólga komi einnig tií greina. í Noregskonungatali segir vísan um dauða Eysteins Magnússonar konungs,21) sem talinn er hafa lát- izt 1122. Gerði flest þats frama gengdi innan lands. Eysteinn konungr unz hjartverkr hilmi fræknan brigða brátt til bana leiddi. Raunar er vísa þessi kveðin tæpum 70 árumeftir andlát kon- ungs. í lesmáli Noregskonunga- sögu er aftur á móti ekki getið nánari atvika eða einkenna við lát konungs. Eins og vísan ber með sér virðist mönnum á þessum tím- um hafa verið ljóst að hjartaverk- ur leiddi til dauða, og vísan segir: „unz hjartverkr brigða brátt til bana leiddi", sem sé mjög brátt leiddi til bana. I þætti Egils Síðu-Hallssonar í Fornmannasögum stendur:22* „Þá kastaði hann glöðum (glófum) á konungsskipit ok rauk ór dust, síð- an kom sótt mikil i lið konungs, ok varjjat hjartverkr, ok lágu menn 2 dægr eðr eitt.“ Greinilegt er því af frásögninni að hér er um gjörningasótt að ræða, og líkindi til að frekar sé um truflun á meltingarstarfsemi eða innantöku heldur en eiginlegan hjartaverk eins og lýst er. Síðar stendur í frásögninni: „Ok nú tekr Egill sóttina ok svá harða sem þeir menn, er harðast fengu af, »: Litlu síðar segir Þórður, at svífi yfír hann. Var honum þá fylgt til hvflu sinnar. Tók hann þá sóttin svá fast, at hann lá skamma stund, ok leiddi hann til bana.^^ þess er eigi gekk önd ór honum, en hann bar svá prýðiliga, að eigi kom stynr ór hálsi honum.“ Bend- ir þessi lýsing til uppþembu með miklum verkjum. I öðrum útgáfum {slendinga sagna, svo sem Sigurðar Krist- jánssonar og Guðna Jónssonar, er ekki getið um, að sótt þessari hafi fylgt hjartaverkur, en frásögnin í Fornmanna sögum er miklu fyllri og nákvæmari, enda væntanlega til þeirra dregið miklu fleiri hand- ritagögn. Sagan segir, að Egill hafi beðið konung (ólaf Tryggvason)231 að taka hendi á brjóst sér og eftir að konungur hafði það gert „linar þegar sóttin ok hægist mjök“. Má því gera ráð fyrir að verkinn hafi lagt upp i siðuna, og því blandi sagnritari þessu saman við hjartaverk, sem var þekkt ein- kenni á þeirri tíð. Hins vegar er óþekkt fyrirbrigði, að fjöldi her- manna deyi úr hjartaverki eða hjartasjúkdómi. Þar mun vera um einhverja bráða smitsótt að ræða. { fornsögunum er stundum talað um að fólk deyi af harmi, eða með öðrum orðum springi af harmi eða helstríði. Ekki er ljóst hvers konar dauðaorsakir eru hér á ferðinni, þar sem eftir frásögnum að dæma virðist um að ræða fólk á ýmsum aldursskeiðum, svo sem ungar konur eða karla komna til ára sinna. Ætla má að skáldskapur og frásagnarstíll ráði hér miklu um. Svo nefnd séu dæmi: { Gylfaginning segir:24) „Þá var borit út á skipit lík Baldurs, ok er þat sá kona hans Nanna Nepts- dóttir þá sprakk hon af harmi ok dó“. { Tristam sögu og ísoldar stend- ur:25’ „Blenziblý fékk svo mikit lát Kalegras at hon lifði fáar nætur áðr en hon sprakk af harmi." { báðum þessum dæmum virðist lýsing andlátsins vera til að magna kyngi eða drama frásagn- arinnar. I Fornaldarsögum Norðurlanda, nánar tiltekið í Sörla sögu sterka segir:26) „Brá öllum mjök við þessi tíðendi (sem sé við fall Hálfdáns konungs) ok allra helzt drottn- ingu, því at hon fékk hvert ómegin eftir annat, til þess at hon sprakk af harmi." í þætti af Ragnars sonum stend- ur, er Gormur konungur fréttir fall Knúts sonar síns í Eng- landi:27* „Ok er hann spurði þessi tíðendi, þá hné hann aftr ok sprakk af harmi annan dag eftir at jafnlengd." Fljótsdæla saga segir um víg Þiðrinda Geitissonar, fóstra Hró- ars Tungu-goða:28* „Þessi tíðendi spurðust brátt ok þótti mörgum mikil, sem var. Hróari Tungu- goða féll þetta næst, svá at hann leggst í rekkju ok deyr af hel- stríði". í Heiðarvíga sögu segir frá Guð- mundi Ásbjarnarsyni á Vatns- nesi29) „sem var kominn í elli er saga þessi gerðist", þegar hann frétti víg elzta sonar síns Halls. Húsfreyja spyr hann frétta af þingi. „Hann andæpti mæðilega. Leggst þessi harmr svá mjök á hann at hann lifir eigi lengr en einn mánuð". { fyrsta dæminu er talað um að drottning liði í ómegin hvað eftir annað áður en hún andast, sem bent getur til bilunar í æðakerfi. f næstu þremur dæmum er um að ræða eldri menn, sem allir deyja skömmu eftir að þeir frétta lát nánustu ættingja sinna. Er því ekki fjarri að ætla að dauðaorsök gæti verið bilun í blóðrásarfærum heila eða hjarta. Bráður dauði í fornbókmenntum Heimildir Stuðzt er við Íslendingasagna- útgáfu, sem Guðni Jónsson, pró- fessor bjó til prentunar 1949. bls. 1) loNtbrædra«*ga 355 V b. 2) Konunga nögur 367 I b. 3) EjjíIh saga Skallagrímanonar 68 11 b. 4) Egils 8aga Skallagrímsnonar 178 II b. 5) Laxdæla saga 9-10 IV b. 6) Eyrbyggja saga 89 III b. 7) Hardar saga ok Hólmverja 247 XII b. 8) Finnboga saga ramma 292 IX b. 9) Bandamannasaga 343 VII b. 10) Finnnr Jónsnon: Læge- kunst i Den Nordinke Oldtid. Köbenhavn 1912 aT K. Kejser og P.Á. Munrk. ('hristiania 1846, Kap. 41. 182 11) Ljósvetningaaaga 50 IX b. 12) Sneglu-Halla þáttur 302 VIII b. 13) Sturhinga saga 5 II b. 14) Sturhinga saga 405 1 b. 15) Sturlunga saga 199-200 II b. 16) Sturlunga saga 307 III b. 17. Stnrhinga saga 487 II b. 18) Sturhinga saga 495-96 II b. 19) Sturhinga saga 426 III b. 20) Konungasögur 276 III b. 21) Noregskonungatal: Finnur Jónsson: Den norak- islandske skjaldedigtning B 1 Köbenhnvn, 1908 584 v. 52 22) Heimskringla, útg. Fornriufél. 1951 262 23) S»j>. Ólafs konungs hinn helga útg. av O.A. Johnnen og Jón Helgason, II, Oalo 1941 779, 784-85, 789 24) Snorra Kdria (Gylfaginning) 81-82 V b. 25) Riddaranögur 102-103 VI b. 26) FornaldanL Noröurlanda 391 III b. 27) Fornaldars. Norðurlanda 300301 1 b. 28) Fljótndxla aaga 237 X b. 29) Heiðarvíga aaga 233 VII b.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.