Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 56
56___________________MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985_ í framhaldi sjónvarpsþáttar Nokkur svör, sem ekki komust að í sjónvarpsþætti Agnesar Bragadóttur um ferðamál — eftir lngólf Guðbrandsson Sú tilhneiging fjölmiðla að leiða ferðamál helst hjá sér, nema eitthvað neikvætt væri til frá- sagnar, hefur verið áberandi, ekki síst í ríkisfjölmiðlunum. Því var það lofsvert, að sjón- varpið sá ástæðu til að fjalla um ferðamál almennt í þættinum „Á ferð og flugi" sl. þriðjudagskvöld. Gallinn var hins vegar sá, að reynt var að spanna alltof yfirgripsmik- ið efni í stuttu máli, með þeim af- leiðingum, að engu voru gerð við- unandi skil, og áhorfendur urðu litlu nær. Er það skaði, því að neytendur og ráðamenn einnig hefðu getað orðið margs vísari af umræðu þessari. Hvað kostar leiguflugið? Auðvitað eru fargjöld í leigu- flugi enn þau langlægstu, og eng- inn annar ferðamáti getur keppt við þau. Það er ákvörðun hverrar ferðaskrifstofu fyrir sig, hvernig þau eru verðlögð á hverjum tíma með það fyrir augum að ná sem bestri heildarnýtingu yfir ákveðið tímabil. Ekki er leyfilegt að selja sæti í leiguflugi eitt sér, heldur aðra þjónustu jafnframt. Þess vegna eru þau ekki auglýst ein sér, heldur sem hluti af umfangsmeiri þjónustu. Áhætta ferðaskrifstof- unnar er jafnan mikil, þar eð hún verður að tryggja viðkomandi flugfélagi fulla greiðslu fyrir vél- ina alla, áður en ferð hefst, lend- ingargjöld, yfirflugsgjöld, elds- neyti, áhafnakostnað og veitingar farþega, án tillits til þess hve mörg sæti seljast. Leiguverðið miðast annars við flugtíma, frá því vél fer úr stæði og þar til hún nemur staðar á áfangastað. Hvaða ferðir eru ódýrar? Margir íslendingar eru það miklir nýgræðingar í ferðavið- skiptum, að þeim hættir til að gleyma ýmsum kostnaðarþáttum ferðalags, en líta aðeins á auglýst fargjald, eins og ekki skipti máli, hvað ferðin kostar, þegar til út- landa er komið. Fólk safnast í bið- raðir og þykist hafa himin hönd- um tekið, ef það á kost á farseðli til Kaupmannahafnar fyrir 8—10 þúsund krónur. En þá hefur það aðeins greitt farseðil, og allur annar ferðakostnaður er eftir, en hann er mjög misdýr eftir dval- arstöðum. Ein aðalástæða þess, að fólk frá Norður-Evrópu flykkist suður að Miðjarðarhafi í fríum sínum er að verðlag þar er miklu lægra en heima fyrir. Lágt gistiverð með sérsamningum ferða- skrifstofanna Þegar fólk ferðast á „eigin veg- um“ og án fyrirfram pantaðrar gistingar á það bæði á hættu að fá ekki inni á hentugum gististað og verða þauk þess að greiða fullt verð fyrir í stað samningsverðs ferðaskrifstofanna, sem oft er helmingi lægra eða jafnvel aðeins ‘A af verðskrárverði, þegar samið er til langs tíma. Samkvæmt nýj- ustu heimildum úr ferðablaðinu Travel Trade Gazette er New York-borg einna dýrasti áfanga- staður ferðamanna núna, og með- altalseyðsla ferðamanna í viðskiptaferð talin verða US $229 á dag sem samsvarar um kr. 9.600. Ef verðlag islensku ferða- skrifstofanna er tekið til saman- burðar kemur í ljós, hve góð kjör eru í boði á íslenska ferðamark- aðnum. Almennt gistiverð á góðum hót- elum í Norður- og Vestur-Evrópu er nálægt kr. 2000 á mann á dag í 2ja manna herbergi með öllum þægindum eða svipað og á hótel- um hér, en að sjálfsögðu er hægt að finna ódýrara, t.d. í útborgum, en einnig miklu dýrara. Samningsverð ferðaskrifstof- anna á gistingu er nú almennt um kr. 1.000 á mann fyrir sólarhring- inn, og jafnvel niður i kr. 500 á dag fyrir góða gistingu. Samsvarar það nokkurn veginn verði á svefnpokaplássi hér á landi. Á þeim verðgrundvelli var 26 daga ferð Útsýnar til Costa del Sol hinn 14. þ.m. þar sem gistiverð er 26 dagar x 500 kr. 13.000, flug og þjónusta kr. 7.630. Samtals kr. 20.630. Þarna nutu farþegar fargjalds, sem er 54.000 krónum ódýrara en almennur flugfarseðill á sömu flugleið, og jafnframt lægra en lægstu fargjöld til Kaupmanna- hafnar. þótt sú leið sé nærri helm- ingi styttri. Flugleiðin til Malaga er um 8.000 km. Það þýðir að hér væri sætiskostnaður reiknaður á innan við 1 kr, km. Það skal viðurkennt að verð þetta er talsvert undir kostnaðarverði, en það er tilraun til að jafna framboð og eftirspurn. Ekki getur öll þjóðin ferðast í ág- ústmánuði þegar verðið er hæst og enga gistingu að fá, þótt hæsta verð væri í boði. Þótt leiguflugsgjaldið til sólar- landa sé reiknað á ca. kr. 2 fyrir sætiskm getur enginn tekið sér far með neinu farartæki á sambæri- legum taxta, ekki einu sinni í strætisvagni, hvað þá eigin bíl, en reiöhjól kæmi til greina, enda gengi það fyrir orku farþegans. Þetta kvað vera nýjasta lausn Flugleiða hf. I samkeppni við leiguflug ferðaskrifstofanna með þeirra eigin vélum, því fólki mun standa tii boða að fljúga til Skot- lands og leigja hest og reiðhjól. Spurningin er þá, hvort farþeginn eigi að gista í hesthúsinu eða ein- hverri reiðhjólageymslu. Efna ferðaskrifstof- urnar til óhófseyöslu í þjóöfélaginu? Ýmis rök eru færð að því, að fslendingar lifi um efni fram. Það má til sanns vegar færa á mörgum sviðum (t.d. er bílakostur fslend- inga óhóflegur og mætti benda á margar hliðstæður í eyðslu). lngólfur Guðbrandsson „Allt bendir til að álíka margir taki sér ferö til útlanda í sumar og sl. sumar en á síðasta ári fóru nærri 90 þúsund ís- lendingar utan. Aðeins um 1á þessa fjölda fór í skipulagðar ferðir á veg- um íslensku ferða- skrifstofanna og not- færði sér lægstu far- gjöldin og ódýra samn- ingsbundna gistingu. Hinir hafa ferðast „á eigin vegum“ og án þess að notfæra sér hagstæð samningsgjöld ferða- skrifstofanna.“ raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar ýmislegt Túntil leigu Tún í Grímsnesi til leigu, um 7 ha. aö stærö. Upplýsingar í síma 36532. Ferðastyrkir Fulbright-stofnunin býöur nokkra feröastyrki handa íslenskum námsmönnum sem munu hefja framhaldsháskólanám (t.d. MA, MS, PhD) í Bandaríkjunum haustið 1985. Umsóknareyöublöö fást á skrifstofunni, Garðastræti 16. Umsóknarfrestur er til 22. maí 1985. Kennslubækur óskast Vegna fyrirhugaöra breytinga á kennsluhátt- um óska kennarar viö framhaldsskóla í Hlíð- unum í Reykjavík eftir aö komast í samband viö þá sem kynnu aö eiga upplag af eftirtöld- um bókum: 1. Bogi Ólafsson: Kennslubók í ensku handa byrjendum. R.v: Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar, 1943. 2. Jónas Jónsson: Dýrafræði. Rv.: Ríkisút- gáfa námsbóka. 3. Ingvar Brynjólfsson: Þýzkar endursagnir. Rv.: Alþýöuprentsmiöjan, 1946. 4. Siguröur Guömundsson: Ágrip af fornís- lenzkri bókmenntasögu. 2. útg. Rv.: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, 1930. Einnig er óskað eftir hugmyndum aö hentug- um neytendaumbúöum vegna útflutnings á íslensku hugviti og sérþekkingu. Svör merkt: „Tilraunaskóli MH“ sendist Morgunblaðinu fyrir 1. maí nk. Skuldabréf Höfum kaupanda aö 3-4 ára óverötryggðum skuldabréfum með hæstu lögleyfðu vöxtum fyrir allt aö kr. 3.000.000.- Allar nánari upplýsingar veittar í síma 26933. Eignamarkaöurinn. Hafnarstræti 20. (Nýja húsinu v/Lækjartorg). Skúli Sigurðsson hdl. Kópavogur — Kópavogur Spilakvöld sjálfstæöisfélaganna I Kópavogi veröur þrlöjudaginn 30. april ki. 21.00 stundvlslega i Sjálfstæöishúsinu, Hamraborg 1,3. heeö. Mætum öll. Stlórnln. ísafjörður Sjálfstæöiskvennafólag Isafjaröar heldur félagsfund flmmtudaglnn 2. mai nk. í Sjálfstæöishúsinu, 2. hæö, kl. 21.00. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á 15. landsþlng Landssambands Sjálfstæöis- kvenna. 2. Önnur mál. Stjómln. Austur-Skaftfellingar Egill Jónsson, alþlngismaöur, boöar tii fundar um viöhorf I landbúnaói: Fimmtudaginn 25. april kl. 14.00 Hofi. Fimmtudaginn 25. april kl. 20.30 Holti. Sunnudaginn 28. april kl. 15.00 Hrolllaugsstööum. Sunnudaginn 28. aprll kl. 20.30 Sjálfstsaöishúsiö á Höfn. Fundarboóandi. Akranes Fundur um bæjarmálefni veröur haldinn i Sjálfstæöishúsinu viö Heiðar- braut, sunnudaginn 28. april kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins mæta á fundinn. Siálfstæölsfélögin Akranesi. Keflavík Fundur veröur haldlnn I fulltrúaráöi sjálfstæöisfélaganna i Keflavfk þriöjudaginn 30. april nk. kl. 21.00 (Sjálfstæöishúsinu, Hafnargðtu 46. Oagekrá: 1. Avarp formanns 2. Almenn bæjarmálaumræöa. 3. Rædd væntanleg blaöaútgáfa. 4. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélag Ðorgarfjarðar heldur fund i húsi flokksins Borgarbraut 1, Borgarnesi, fimmtudaginn 2. mai kl. 21.00. Sagt veröur frá landsfundi, rætt veröur um atvinnuhorfur. Gestur fundarins veröur Ragnheiöur Ólafsdóttlr, Akranesi. Nýir gestir velkomnir. Kaffiveitingar. Stjórnin. Sjálfstæöisfélaganna í Rangárvallasýslu verður haldin í Hellubíói þriöjudaginn 30. apríl nk. kl. 21.00. Sverrir Hermannsson, iönaöarráöherra flytur ávarp. Halli og Laddi skemmta. Grétar, Jón og Valdimar sjá um hljómlistina. Sjálfstæðisfélögin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.