Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRlL 1985 57 f umræddum sjónvarpsþætti gafst mér ekki kostur á að svara þessari spurningu hvað ferðalög snertir. Alit bendir til að álíka margir taki sér ferð til útlanda í sumar og sl. sumar, en á síðasta ári fóru nærri 90 þús. íslendingar utan. Aðeins um V* þessa fjölda fór í skipulagðar ferðir á vegum íslensku ferðaskrifstofanna og notfærði sér lægstu fargjöldin og ódýra, samningsbundna gistingu. Hinir hafa ferðast „á eigin vegum“ og án þess að notfæra sér hagstæð samningsgjöld ferðaskrifstofanna. Við því er ekkert að segja, og frelsið til að ferðast hvert sem er að eigin vild er einn af horn- steinum frelsis og lýðræðis. Hlut- föllin eru önnur í nágrannalönd- unum, þar sem um 70% farþeg- anna ferðast í skipulögðum ferð- um og spara sér stórfé. Ný ferðatíska — eða Spánn mesta ferðamannaland heims? íslendingar eru nýjungagjarnir og fljótir að elta tískuna frá öðr- um þjóðum. Talað er um „ferða- tísku íslendinga“ sem hafi mikið breyst að undanförnu. óneitan- lega hefur fjölbreytni í ferðalög- um aukist mikið, jafnframt þvf að ferðalög hafa aukist og er það vel. Hin „nýja ferðatíska" íslendinga á sér samt nærri engar hliðstæður erlendis. Sú hætta blasir við, að mark- aðsdreifingin verði of mikil, og rekstrareiningar of smáar, þannig að útkoman verði óhagkvæm bæði fyrir framleiðendur og neytendur á jafnlitlum markaði og ísland er. Ekki hafa verið leidd rök að þvf að íslendingar hafi „sérþarfir“ á ferðalögum umfram aðra ferða- menn, nema að þvf leyti að þeir eru öðrum kröfuharðari. Þeir eru kröfuharðir um gott veður, góðan aðbúnað og þjónustu, sem telja verður f háum gæðaflokki miðað við það sem aðrar þjóðir eiga að venjast. Samkvæmt skýrslu OECD var aukning ferðamanna mest í Portú- gal, Spáni, Grikklandi og Nýja Sjálandi á sl. ári og f janúar stað- festi Travel Trade Gazette að Spánn stefndi í að verða mesta ferðamannaland heims með ca. 44 milljónir ferðamanna á sfðasta ári. Eru ákveðin markaðsöfl að verki að búa til „nýja ferðatísku" fyrir íslendinga, sem ekki er í takt við það sem öðrum þjóðum finnst eftirsóknarvert: öruggt veður, framandi og forvitnilegt mannlff, fjölbreytni og lágt verðlag? Og þessi tegund ferðalaga tryggir enn háan kaupmátt krónunnar. Skipu- lagðar þriggja vikna ferðir til sól- arlanda með góðri gistingu kosta á bilinu 20—30 þús. kr. Fullyrða má, að farþeganum er spöruð önnur eins upphæð eða meiri með hag- stæðum samningum um flug og gistingu. Tími er kominn til, að þessi starfsemi sé metin að verð- leikum. Þama er stuðlað að stór- felldum sparnaði f þjóðfélaginu og kjarabótum fyrir almenning. Ef hinum 90 þús. íslendingum, sem nú ferðast til útlanda á ári, væru sparaðar 25 þús. kr. hverjum nem- ur sá sparnaður á þriðja milljarð á ári. Ferðamannalandið Sviss — Hvers vegna ferðast Svisslendingar? Varla verður því mótmælt, að Sviss er eitt fegursta land heims. Ferðaiðnaður er þar mjög há- þróaður og vegir góðir. Samt ferð- ast Svisslendingar manna mest. Hvers vegna? Þeir kunna að ferð- ast og velja sér leiðir og dvalar- staði. Landið er vel staðsett og stutt að aka til margra landa. En Sviss er oft vætusamt og loftslagið svalt. Þeir leita því til sólar- stranda, bæði í Suður-Evrópu og í /Xuglýsinga- siminnjr22480 fjarlægar álfur — og ferðast fljúgandi, því að það sparar tfma og peninga. Við eigum líka fallegt land, og við verðum bæði meiri og betri fs- lendingar með því að kynnast því. En það kemur ekki f stað utan- landsferða og þeirrar marghátt- uðu reynslu og lífsnautnar að kynnast heiminum og fjölbreytni hans. Við eigum að notfæra okkur tekjur af erlendum ferðamönnum út í æsar í stað þess að láta þá vaða um landið og skilja ekkert eftir sig, nema náttúruspjöll, eins og nú á sér stað í stórum stíl. Að minnsta kosti ætti að leyfa ís- lensku ferðaskrifstofunum, sem annast móttöku erlendra ferða- manna, að flytja inn tollfrjáls matvæli til jafns við þá erlendu ferðamenn, sem koma hingað með farartæki sín og allar vistir til ís- landsdvalar án þess að greiða neina tolla, skatta eða gjöld af neinu tagi og gefa íslenskum yfir- völdum langt nef, hlæja að kerfinu og hverfa á braut án þess að greiða skatt fyrir not sín af land- inu né íslenskum vegum og veg- leysum. Gleðiiegt sumar og fararheill. Reykjavík 26. apríl 1985. Höfuudur þessarar greiaar er for- stjóri Ferðaskrifstofunnar Útnýnar og formaður Félags ísl. ferða- skrifstofa. „Nemendur" úr Hlýðniskólanum sýndu leikni sína HLÝÐNISKÓLI HundarækUrfé- lags íslands gekkst fyrir hlýðni- sýningu við Félagsmiðstöðina ( Þróttheimum á sumardaginn fyrsta. Nokkrir „nýútskrifaðir nem- endur“ skólans, flestir af golden retriever-tegund, sýndu þar leikni sína með aðstoð eigenda sinna, við mikinn fögnuð við- staddra. Voru hundarnir látnir gera ýmsar hlýðniæfingar, s.s. ganga í hringi, leggjast þétt hlið við hlið og draga litinn poodle- hund í kerru. Þá var Hunda- ræktarfélagði einnig með kaffi- sölu i félagsmiðstöðinni þar sem menn gátu sest niöur og hlýjað sér. Guðrún Guðjónsen, formaður Hundaræktarfélags íslands, sagði i samtali við blm. að Hlýðniskólinn hefði verið stofn- aður sl. vetur og heföu færri komist að en vildu á námskeið skólans til þessa. Sagði Guðrún að vonir stæðu til að halda hlýðnikeppni þegar að fleiri „nemendur hefðu útskrifast“ úr Hlýðniskólanum. NÝJUNG Á ÍSLANDI: Stækkanir beint eftir skyggnum (slides) Handunnor staekkanir stœrðir ffrá 13x18 sm til 60x90 sm.Góðir litir. Mikil skerpa. Frábœr ending. MÓTTÖKUSTAÐIR: REYKJAVÍK MYNDVERK: Ármúla 17a. Ljósmyndaþjónustan hf: Laugavegi 178. Ljósmynda- vörur hf: Skipholti 31.Amatör: Laugavegi 82.Fótó-Húsið: Þingholtsstræti l.Tyli hf: Austurstræti 7.Hans Petersen hf: Bankastræti 4. Hans Petersen hf: Austurveri. Hans Petersen hf: Glæsibæ. AKUREYRI Filmuhúsið: Hafnarstræti 106.HÚSAVÍK Ljósmyndastofa Péturs: Stóragarði 15. ÍSAFJÖRÐUR Leo Ljósmyndastofa: Hafnarstræti 7.KEFLAVÍK Ljósmyndastofa Suðurnesja: Hafnargötu 79. SAUÐÁRKRÓKUR Ljósmyndaþjónustan: Kirkjutorgi 3. VESTMANNAEYJAR Fótó Ljósmyndaþjónusta: Strandvegi 51. myndverk Ármúla 17a 108 Reykjavík. Sími 91-31827
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.