Morgunblaðið - 28.04.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.04.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 Lagði til að gildis- taka í ár yrði skoðuð — segir félagsmálaráðherra um skattaafsláttinn „í FRUMVARPINU eni engin ákvæði um að skaUaafslátturinn taki gildi á þessu ári, en ég lagði það hins vegar til að það yrði skoðað hvort það yrði hægt sem liður í lausnum á vandamálum húsbyggjenda," sagði Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, þegar hann var spurður að því hvort yfirlýs- ingar forsætis- og fjármálaráðherra þess efnis að skattaafsláttur til húsbyggj- enda kæmi ekki til greina í ár brytu ekki í bága við stefnu hans í þessu máli. Alexander sagðist hafa lagt sammála um að gera þessar breyt- ingar og eru tillögur mínar nú til umfjöllunar hjá nefnd sem ríkis- stjórnin skipaði til að fara ofan i þessi mál,“ sagði Alexander. fram hugmyndir sínar að skatta- afslætti með frumvarpsdrögunum en hann réði þessum málum ekki einn og þar væri heldur ekki neinu slegið föstu um framkvæmdina í ár. Hann sagði að þetta væri fyrst og fremst aðferð til að gera skattaafsláttinn meira gildandi fyrir hinn almenna húsbyggjanda og kaupanda en verið hefur. „Að- alatriðið er að menn geti verið „Ég geri mér grein fyrir því, eins og aðrir, að það er ákaflega erfitt að gera róttækar breytingar á skattalögunum á sama ári og skattarnir eru lagðir á,“ sagði fé- lagsmálaráðherra einnig. Mitsubishi mest seldi bíllinn í ár — Bflainnflutningurinn hefur dregist saman um 31 % MITSUBISHI er mest seldi fólksbfllinn hér á landi fyrstu þrjá mánuði ársins. Fluttir voru inn til landsins 154 bflar af þess- ari tegund, sem er 13,8% af inn- flutningnum. Innflytjandi Mitsubishi, Hekla hf., var jafn- framt söluhæst af bflaumboðun- Keflavíkurflugvöllur: SAS-vél lenti með sjúkan mann FARÞEGAÞOTA af gerðinni DC 10 frá SAS lenti á Keflavíkur- flugvelli um klukkan 5.00 á laug- ardagsmorgun þar sem einn far- þeganna hafði fengið hjartaáfall. Maðurinn var fluttur í Landakots- spítala og var líðan hans góð að því er Morgunblaðið fregnaði skömmu fyrir hádegi í gær. Vélin var stödd um 140 mílur suð-suðaustur af íslandi, á leið frá New York til Stokkhólms, er maðurinn veiktist. Var þegar tekin ákvörðun um að lenda í Keflavík þar sem sjúklingurinn, sem var Bandaríkjamaður, fór frá borði ásamt konu sinni. Flugvélin hélt síðan áfram ferð sinni til Stokkhólms. um, með 210 bfla, eða 18,8%inn- flutningsins. 1 ársfjórðungslegri skýrslu Hagstofu Islands um innflutning bifreiða kemur fram að innflutn- ingur fólksbíla hefur dregist sam- an í ár. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru fluttir inn 1.117 fólks- bílar, sem er 509 bilum minna en var á sama tíma í fyrra, þegar fluttir voru inn 1.626 bílar. Sam- drátturinn er því um 31% á milli ára. Ingvar Helgason hf. er annar stærsti innflytjandinn með 149 bíla, eða 13,3%. Af einstökum teg- undum er Fiat næstmest seldi bíll- inn með 121 bíl, eða 10,8%. Þriðji er Toyota með 116 bíla, eða 10,4% og fjórði Subaru með 108 bíla eða 9,7%. MorgunblaöiA/ Júlíus Hindrun fyrir stóra bfla á Kringlumýrarbraut ÞESSA dagana cr unnið að upp- setningu búnaðar til að hindra að stórir bflar rekist á uppslátt brúar- innar yfir Kringlumýrarbraut sem nú er verið að byggja. Beggja vegna brúarinnar eru skynjarar sem kveikja i rauðum Ijósum og fella niður víra-tjald ef bflar yfir ikveðinni hæð fara um götuna. Er lokunin aðeins stutta stund i með- an viðkomandi er að snúa við. Búnaður þessi verður aðeins i meðan i byggingu brúarinnar stendur, vegna uppslittarins undir henni, en verður fjarlægður þegar brúin verður fullgerð enda verður hún í fullri hæð. Júlíus Sigurjóns- son ljósmyndari Mbl. tók myndina i Kringlumýrarbraut af Ijósabún- aðinum og víravirkinu sem strengt er á staurana. Undirbúin 5.000 tonna laxeldisstöð Tilboð eigenda lands og hitaréttinda í athugun NOKKRIR aðilar undirbúa byggingu stórrar laxeldisstöðvar skammt fri Sjóefnavinnslunni i Reykjanesi. Mun laxeldisstöðin nýta afgangsorku frá Sjóefnavinnslunni til að hita sjó sem dælt verður í ker i landi og er rætt um framleiðslu allt að 5.000 tonna af laxi i ári. Fyrirhugað er að stofna almenn- ingshlutafélag um byggingu og rekstur stöðvarinnar að loknum nauðsynleg- um undirbúningsrannsóknum. Vélflugfélag íslands: Sérstök flugsveit til leitar og eftirlits £> INNLENT FÉLAGAK f Vélflugfélagi íslands eru nú að stofna sérstaka flugsveit til leitar og eftirlits. Liður í stofnun- inni er eftirlitsflug fyrir opinbera að- ila og þi, sem þess óska, þar sem heinn kostnaður verður greiddur. Eftirlitsflugið er þi einnig hugsað sem þjilfun fyrir fiugmenn sveitar- innar, en sérstakt nimskeið fyrir þi verður í maíbyrjun. Kári Guðbjörnsson hefur undir- búið stofnun félagsins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að hingað til hefðu einkaflugmenn verið boðnir og búnir til leitar, þegar hennar hefði verið þörf og borið af því umtalsverðan kostn- að. Auk heldur hefði mönnum ekki gefizt kostur á þjálfun í því augnamiöi. Félagið væri því stofn- Greiðslur til rithöfunda úr Rithöfundasjóði vegna bóka á bókasöfnum: 1.700 krónur að meðaltali til hvers rithöfundar RITHÖFUNDAR sem eiga bækur i íslenskum bókasöfnum fengu sl. ir greitt úr Rithöfundasjóði fs- lands samtals 920 þúsund krónur. I>essi upphæð skiptist i tæplega 600 einstaklinga, þannig að um 1700 krónur koma f hlut hvers rit- höfundar að meðaltali. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Rannveigu Ágústsdóttur, framkvæmda- stjóra Rithöfundasambands ís- lands, í tilefni þess að Halldór Blöndal alþingismaður sagði á Myndlistarþingi að líkt og rit- höfundar fengju greitt fyrir verk sín eftir því hversu mikið lesin þau væru á söfnum, eins ættu myndlistarmenn að fá greiðslu fyrir ef verk þeirra væru til sýn- is á almannafæri eða í opinber- um byggingum. Rannveig sagði að lágmarks- greiðsla til rithöfunda sem ættu bækur í bókasöfnum væri 337,50 krónur, en greiðsla væri aðeins innt af hendi við þá sem ættu 30 eintök eða fleiri á söfnum. Hæsta greiðsla á sl. ári hefði verið til Halldórs Laxness, en hann hefði fengið 20.756 krónur. Rannveig sagði að hver rithöf- undur fengi að meðaltali tæpar 1.700 krónur. að til þess að auka þjálfun og bæta skipulag leitar úr lofti og gera hana þannig árangursríkari. Til þess að gefa mönnum kost á æf- ingu hefði meðal annars verið gerður munnlegur samningur við Vegagerðina og Náttúruverndar- ráð um eftirlit á hálendinu í maí og júní. Auk þess yrði þeim, sem áhuga hefðu, gefinn kostur á sömu þjónustu. þá yrði aðeins greiddur útlagður kostnaður, bensín og viðhald, en ekki nein bein laun þannig að enginn hefði beinan fjárhagslegan hagnað af þessu. Hvað leitina varðaði yrði hún í samvinnu við Flugmálastjórn og björgunarmiðstöð hennar. Ekki væri ætlazt til þess að borgun kæmi fyrir leitarflug, en Vélflug- félagið væri að koma upp mynd- bandaleigu þar sem áherzla yrði lögð á flugmyndir. Hagnaðurinn af henni rynni síðan beint til þess, að draga úr kostnaði sveitarfélaga við leitina með bensínkaupum hjá Skeljungi. Síðan væri ætlunin að leita til olíufélaga og tryggingafé- laga eftir fjárstuðningi vegna leit- ar, þegar hennar væri þörf. Hugmyndin væri því sú, að menn bæru sem minnstan kostnað sjálf- ir af leitarfluginu og fengju jafn- framt þá þjálfun, sem nauðsynleg væri. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, ÍSNÓ hf., Fiskirækt hf., Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk og iðn- aðarráðuneytið vegna Sjóefna- vinnslunnar gerðu með sér sam- komulag um að kosta athuganir á hagkvæmni laxeldisstöðvar á þessum stað. Skuldbundu þeir sig til að leggja fram 12 milljónir í þessu skyni. Á miðvikudagskvöld- ið fengu þessir aðilar tilboð frá stjórn Sjóefnavinnslunnar um kaup á umframorku úr borholu verksmiðjunnar og annað tilboð frá landeigendum um land undir stöðina. Þessi tilboð eru nú til at- hugunar hjá ofangreindum aðilum og fulltrúum norsku fyrirtækj- anna a/s Mowi og Norsk Hydro sem staddir eru hér á landi vegna stjórnarfundar í ÍSNÓ hf., en til greina kemur að þeir verði aðilar að byggingu stöðvarinnar á Reykjanesi. Að sögn Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar, stjórnarformanns ÍSNÓ hf., er búist við að niður- stöður undirbúningsvinnu liggi fyrir á þessu ári og verði þá annað hvort ráðist í að reisa stöðina eða ákveðið að hætta við hana. Alþjóölega skákmótið í Borgarnesi: Mokry efstur K. MOKRY frá Tékkóslóvakíu var efstur eftir 4 umferðir á al- þjóðlega skákmótinu í Borgar- nesi, með 2V4 vinning og bið- skák. Næstir voru W. Lom bardy, Curt Hansen, Guðmund- ur Sigurjónsson, A. Lein og V. Jansa með 2V4. í 4. umferðinni sem tefld var á föstudag vann Lom- bardy Magnús Sólmundarson, Curt Hansen vann Karl Þor- steins, Jansa vann Sævar en Lein og Guðmundur Sigur- jónsson gerðu jafntefli. Skákir Margeire Péturssonar og Mokry og Dans Hanson og Hauks Angantýssonar fóru í bið. Voru Margeir og Haukur taldir vera með heldur betri stöðu í skákunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.