Morgunblaðið - 28.04.1985, Side 5

Morgunblaðið - 28.04.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUPAGUR 28. APRÍL 1985 5 Ungir menn á öllum aldri á aðalfundi KFUM f Reykjarík. Sjálfstæðisflokkurinn: Ljósmynd /Lárus Rarl Ingason 40 almennir stjórn- málafundir um land allt Sjálfstædisflokkurinn mun efna til 40 almennra stjórnmálafunda um land allt dagana 2.-5. maí nk. Þing- menn flokksins mæta á alla fundina auk annarra ræðumanna. í frétt frá Sjálfstæóisflokknum segir að efnt sé til þessara funda í framhaldi af ný- afstöðnum landsfundi flokksins til þess að kynna ályktanir fundarins og gefa sjálfsta'ðismönnum og öðr- um kost á að kynnast stefnu og við- horfum Sjálfstæðisflokksins. Auk fundanna mun Sjálfstæðis- flokkurinn gefa út blað þar sem ályktanir fundarins verða kynnt- ar. Blaðinu verið dreift um land allt. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum: Fimmtudaginn 2. maí, kl. 20.30: Akranes, ölafsvík, Stykkishólmur, Borgarnes, Keflavík-Njarðvík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mos- fellssveit, Seltjarnarnes, Selfoss, Hvolsvöllur, Vík, Árnes og Þor- lákshöfn. Föstudaginn 3. mai, kl. 20.30: Búðardalur. Laugardaginn 4. mai, kl. 14.00: Blönduós, Akureyri, Reynihlíð, Dalvík, Þórshöfn og Djúpivogur. Sunnudaginn 5. maí, kl. 15.00: Patreksfjörður, Þingeyri, ísa- fjörður, Bolungarvík, Tálknafjörð- ur, Hólmavík, Hvammstangi, Siglufjörður, Sauðárkrókur, Ólafsfjörður, Húsavík, Raufar- höfn, Fáskrúðsfjörður, Egilsstaðir og Vestmannaeyjar. Pirro í heimsókn Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi fréttatilkynning frá Free- portklúbbnum: Pirro í heimsókn. íslandsvinurinn Joseph P. Pirro; sá einstaklingur, að Hilmari heitnum Helgasyni frátöldum, sem hafði hvað mest áhrif til hug- arfarsbreytingar þjóðarinnar í af- stöðu hennar til alkóhólisma, með sjónvarpsþáttum sinum og fyrir- lestrum fyrir nær áratug — og oft síðan; verður staddur hér á landi næstu viku, í boði vina sinna hér- lendra. Þar sem Pirro er hér eingöngu i hvíldarleyfi — hann hyggst dvelja í Munaðarnesi i nokkra daga, með vinum sínum í Freeportklúbbnum, i árlegri ferð þeirra þangað — mun hann ekki flytja neina fyrir- lestra hér að þessu sinni. Þess vegna, gagngert til að gefa velunn- urum Pirro’s tækifæri á að hitta hann, efna Freeportfélagar til Minjavemd: Sjálfseignarstofnun um rekstur húsanna við Bernhöftstorfu MINJAVERND, sjálfseignarstofnun um rekstur húsanna við Bernhöfts- torfu, var nýlega stofnuð. Aðilar að þessari stofnun eru fjármálaráðu- neytið, Þjóðminjasafnið og Torfu- samtökin. Að sögn Hjörleifs Stefánssonar, formanns Torfusamtakanna, mun þessi stofnun nota leigutekjur af húsunum í Bernhöftstorfu til varðveislu minja af ýmsu tagi um allt land. Stofnunin tekur við Sunnudaginn 5. maí, kl. 20.30: Höfn í Hornafirði. Dagsetning fundar i Reykjavík hefur ekki verið ákveðin. NÚ ER vetrarstarfi KFUK og KFUM að Ijúka, en við tekur sumarstarfið. Innritun er hafin í sumarbúðir félaganna. Ætla má, að vissara sé að tryggja sér pláss þar fyrr en síðar, því undanfarin ár hefur talsverður fjöldi orðið frá að hverfa vegna mikillar aðsóknar. laga sem hafa að markmiði að stuðla að alhliða uppbyggingu og þroska æsku landsins. Slík félög séu kjörinn vettvangur til að virkja og þroska orku æsku- fólks, auk þess sem í þeim nýt- ist vinna margra sjálfboðaliða til starfs, sem verður seint met- ið til fjár. Er því skorað á opinbera aðila að auka fjár- stuðning til slíks starfs, sem muni skila sér í bættu mannlífi og bjartari framtíð íslensku þjóðarinnar. Var ályktunin send þingflokkum, borgar- stjórnarflokkum og nokkrum ráðherrum. Er ekki við öðru að búast en þeir taki tillit til henn- ar á ári æskunnar og stórauki framlög hins opinbera til æsku- lýðsmála. Núverandi formaður KFUM er sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, en formaður KFUK er Málfríð- ur Finnbogadóttir. Aðalfundur KFUM í Reykja- vík var haldinn nýlega. Þar var mikið rætt um framtíð starfs félagsins að kristilegu barna- og unglingastarfi. Félagið telur hlutveVk sitt að geta starfað í sem flestum hverfum borgar- innar, einkum þeim barn- mörgu. Á fundinum var einnig rætt um byggingu nýrrar starfs- miðstöðvar á svæði KFUM og KFUK við Holtaveg. Beindi fundurinn því til stjórnar KFUM að vinna áfram að því að sú lóð verði nýtt undir starfsmiðstöð, samfara því sem áfram verði unnið að uppbygg- ingu starfs í hverfum borgar- innar. Aðalfundurinn samþykkti ályktun í tilefni af ári æskunn- ar. í henni er skorað á stjórn- völd að efla stuðning sinn við starfsemi frjálsra æskulýðsfé- Joseph P. Pirro kaffisamsætis honum til heiðurs nk. mánudagskvöld, 29. apríl, að Hótel Sögu, hliðarsal: gengið inn um anddyri hótelsins. Húsið verð- ur opið frá kl. 20.30 — og það er von íélaganna, að sem flestir vinir Pirro’s mæti, enda samsætið öll- um opið. leigusamningi sem gerður var á milli Torfusamtakanna og fjár- málaráðuneytisins um húsin á Bernhöftstorfu og jafnframt er samningurinn framlengdur til aldamóta. Ekki hefur verið gengið frá skipan stjórnarmanna Minja- verndar, en í stjórn verða 2 full- trúar frá fjármálaráðuneytinu, 2 frá Torfusamtökunum og 1 frá Þjóðminjasafninu. Hinn óviðjafnanlegi uviujamaiuegi Omar fer á kustum í Bruadway þriðjudagskvöldið 30. apríl nk. Ómar rifjar upp og flytur létt nesti frá liðnum árum ásamt frábær- um nýjum þáttum á þann hátt sem honum einum er lagiö viö undirleik Hauks Heiöars, Tómasar Grétars, Ragnars Bjarnasonar og Hljómsveitar Gunnars Þóröarsonar. Björg- vin og Þuríður flytja svo lög með hljómsveit Gunnars við texta Ómars. BCCADWAr Sumarstarf KFUM og KFUK að hefjast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.