Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.04.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1985 Las allar fslendingasögurnar með tilliti til sjúkdómai, sjúkdómseinkenna og dauðsfalla Rætt við prófessor Sigurð Samúelsson um samantekt hans, „Dauði og sóttarfar í fornsögum“ Prófessor Sigurður Samúelsson, fyrrum yfirlækn- ir lyflækningadeildar Landspítalans, vann að allsérstæðri rannsókn íslendingasagna fyrir um tveim áratugum. Fólst hún í því að hann gerði lækn- isfræðilega úttekt á sóttarfari, dauðsföllum og lækn- isdómum í hinum fornu sögum. Eru nú liðin um 15 ár síðan Sigurður flutti fyrirlestra fyrir almenning um þetta efni við Háskóla íslands, en erindin hafa ekki birst á prenti fyrr. Morgunblaðið leitaði eftir því við Sigurð að fá fyrirlestrana til birtingar, og munu þeir birtast i sunnudagsblaði Morgunblaðsins í fjórum áföngum. Blm. Mbl. ræddi við Sigurð og var hann spurðu hvað hefði orðið til þess að hann tók sér þessa rannókn fyrir hendur. „Meðan ég gegndi embætti prófessors og yfirlækn- is hafði ég auðvitað litinn tima til skemmtilesturs," sagði Sigurður. „íslendingasögurnar hafa verið mér hugstæðar allt frá unglingsaldri, er Sigurður Guð- mundsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri fór yfir nokkrar íslendingasaganna með okkur á sinn sérstæða hátt. En það er allt öðruvísi að lesa íslendingasögurnar sem þroskaður maður. Það var reyndar fyrir hreina tilviljun að ég tók mig til fyrir u.þ.b. 20 árum og las allar íslendingasögurnar, en þá frá öðrum sjónarhól. Það varð með þeim atvikum að kvöld eitt kom sonur minn, þá 11 eða 12 ára, og tilkynnir mér að í gamla daga hefði verið uppi kappi mikill á íslandi, sem drepið hefði 12 menn í einum og sama bardag- anum — og heimtar að ég lesi fyrir sig sögu þessa manns. Þessi maður hafi heitað Finnbogi — og eitthvað fleira, sagði hann. Ég las svo fyrir hann Finnboga sögu ramma um kvöldið. Kem ég þar í lestrinum að Urðarköttur hef- ur bjargað Finnboga stýrimanni af brennandi skipi úti á Skjálfandaflóa. Um vorið fara þeir í ferð upp í Ljósavatnssveit. Á því ferðalagi veikist Finnbogi og deyr undir steini þeim er enn í dag heitir Finnboga- steinn. Þar gaf Finnbogi stýrimaður Urðarketti nafn sitt. Er ég les þetta lýstur niður i huga minn: Hver var Morgunblaðiö/Árni Sæberg Sigurður Samúelsson dánarorsökin? — gæti þetta ekki hafa hafa verið kransæðadauði? Nú sparkar stráksi í mig og ég ranka við mér og fer að lesa aftur, en hugsa að þetta skuli ég íhuga betur síðar. Þetta varð svo til þess að ég las allar íslendingasögurnar með tilliti til sjúkdóma, sjúk- dómseinkenna og dauðsfalla. Hafði ég ómælda ánægju af þessum lestri. Mig minnir að ég hafi unnið þetta í frístundum á einu ári, þ.e. að kanna heimildirnar og punkta niður hjá mér atvikin. Efnið flutti ég sem fyrirlestra í hátíðarsal Há- skóla íslands fyrir um 15 árum. Meiningin var að fyrirlestrarnir birtust í Fylgiriti ársskýrslu Háskól- ans, en það rit hætti einmitt að koma út um það leyti, þannig að ekkert varð af útgáfunni. Síðan hef- ur þetta legið í kistuhandraðanum hjá mér óhreyft. Erindi þessi koma þannig í fyrsta sinn fyrir augu almennings nú. Farið var fram á að ég birti þau í Morgunblaðinu — ég tel það vel við hæfi og vona ég að lesendur blaðsins hafi gaman af lestrinum og verði jafnframt fróðari um fornsögur okkar fyrir bragðið." _ bó. fimm í gili“. Síðan andast hann.“ Hér ræðir um andlát héraðs- höfðingjans Hermundar Illuga- sonar á Gilsbakka í Borgarfirði. Erjur voru milli hans og Egils Skúlasonar á Borg, en aðallega jók á heiftarhug Hermundar, að hann hafði verið svikinn af Agli á Al- þingi um sumarið í málaferlum Odds ófeigssonar, eins og Banda- manna saga greinir frá. Andlát þetta ber brátt að. Tíma- lengdin virðist nokkuð stutt til þess að líkindi séu til að um lungnabólgu eða brjósthimnu- bólgu sé að ræða. Prófessor Finn- ur Jónsson10* (1912) skrifar ritling um sjúkdóma fornmanna og getur þá um að dauði Hermundar gæti verið af völdum brjósthimnu- bólgu. Þætti mér líklegt að sú til- gáta stæði í sambandi við þann sting, sem sagt er frá. Stingurinn er staðsettur undir hendinni. Vafalaust er þar átt við holhendina. Samfara honum er æðiverkur eða heiftarlegur verk- ur. Virðist þessi glögga viðbót við sjúkdómslýsinguna benda í þá átt, að um svæsinn hjartaverk hafi verið að ræða, því að fátitt mun vera í fyrsta lagi, að lungnabólga og/eða brjósthimnubólga leiði til dauða á svo stuttum tima, sem hér má ætla að dauðann hafi að hönd- um borið, og í öðru lagi að þessir tveir síðastnefndir sjúkdomar valda sjaldan svo heiftarlegum verkjum, sem frásögnin gefur í skyn. Einnig má taka tillit til i hvaða hug Hermundur er. Hann ætlar að brenna inni einn mesta höfðingja Borgarfjarðarhéraðs á þeirri tíð. Því miður skortir frásögnina mik- ilsvert atriði í sjúkdómslýsinguna, þar sem ekki er skýrt frá hvoru megin í brjóstinu verkurinn lá. Mér er ekki kunnur aldur Her- mundar, en ætla má að hann hafi verið nálægt fimmtugu, er hann lézt, sem mun hafa verið um miðja 11. öld. Mest líkindi eru til að kransæðasjúkdómur hafi orðið Hermundi að aldurtila. Rétt er að benda á hinn skáld- lega blæ blönduðum forlagatrú, sem kryddar alla lýsinguna. Strengur gellur áður en Hermund- ur kennir stingsins, og allt er þak- ið hröfnum, svo að ekki er að efa að hverju dregur um afdrif sjúkl- ings. Um andlát Guðmundar rika á Möðruvöllum segir Ljósvetninga- saga:11* „Þá kom Guðmundr heim, ok var þat siðr hans at koma til hvers húss, er var á bænum. Ok er hann gekk til öndvegis síns lagðist hann upp, og talaði við Þórhall. Sagði hann Guðmundi draum sinn. Ok eftir þat réttist Guð- mundr upp, ok var þá fram kom- inn matr. Mjólk heit, ok váru í steinar. Þá mælti Guðmundr: „Eigi er heitt." Þórlaug mælti: „Kynlega er þá,“ ok heitti steinana aftr. Síðan drakk Guðmundr ok mælti: „Eigi er heitt.“ Þórlaug mælti: „Eigi veit ég nú Guðmundr, hvar til kemr heitfengi þitt.“ Ok enn drakk hann ok mælti: „Eigi er heitt.“ Þá hneig hann aftur á bak og var andaðr. — Einar bróðir hans Þveræingur veitti honum nábjargirnar og mælti: „ok kaldr hefur hann nú verit innan, er hann kenndi sin eigi.“ Um dauðaorsök Guðmundar ríka er erfitt að spá. Hann hafði verið á ferðalagi daginn, sem hann andaðist, og segir sagan ékkert um að hann hafi átt við vanheilsu að stríða. Guðmundur ríki gæti ég trúað að hafi verið nálægt sex- tugu, er hann andast, sem skeður um miðja 11. öld. Líklegt gæti ver- ið að heilasjúkdómur hafi leitt hann til dauða, þótt aðrar orsakir til bráðs dauða verði ekki taldar frá, en sjúkdómseinkenni eru ekki nánar tilgreind. í Sneglu-Halla þætti121 segir svo: „Halli fór til lslands ok bjó þar. Eyddust honum peningar, ok lagðist hann í útróðr, ok eitt sinn fékk hann andróða svá mikinn, at þeir tóku nauðuliga land. Ok um kveldit var borinn fyrir Halla grautr, ok er hann hafði etit fá bita, hnigr hann aftr ok var þá dauðr.“ Þegar Haraldur Sigurðsson, Noregskonungur, frétti lát Halla, sem lengi hafði verð hirðmaður hans, er konungur sagður hafa sagt þá setningu, sem flestir kann- ast við: „Á grauti myndi greyit sprungit hafa.“ Um það munu ekki allir sammála konunginum. Lik- legra er að dauðaorsökin sé í sam- bandi við það mikla erfiði, sem maðurinn hefur haft. Halli mun kominn á efri ár, er hann andað- ist, sem skeði á seinni hluta 11. aldar. í líkindaröðinni um dauðaorsök mundi vera í fyrsta sæti sjúkdómur í æðakerfi, hjarta eða heila. í Sturlungu er getið andláts Ara sterka frá Stað á Snæfellsnesi,13* sem er sonarsonur Ara fróða Þorgilssonar og segir svo: „Ari andaðist i Noregi. Hann gekk til með mönnum at bera langskipsrá. En með því at þeir vissu, að Ari var sterkari en aðrir menn, þá hljópu þeir undan ránni, en Ari lét eigi niðr falla at heldr. Eftir þat tók hann sótt ok andaðist." Líklegt þætti mér að Ari hefi verið nálægt 60 ára aldri er han lézt árið 1188. Hér er um mikla skyndiáreynslu að ræða, og virðist mér nærtæk- asta skýring dauðaorsakarinnar vera hjartasjúkdómur af völdum kransæðakölkunar, þótt æða- sjúkdómur í heila verði ekki með vissu talinn frá. 1 Hrafns sögu Sveinbjarnarson- ALLIR Á BAK Reiðskóli með gistingu og uppihaldi á Þúfu í Kjós, 45 km frá Reykjavík. Vikunámskeið frá laugardegi til laugardags, hægt aö framlengja ef vill. Kennsla í gerði fyrrihluta dags og útreiðatúr seinnihluta dags. Sem sagt hestastuð allan daginn! innifalið í verði er mynd af knapanum á hestbaki og háskólabolur með áprentuðu merki og hestamynd, einnig að sjálfsögðu hestur, reiðtygi og öryggishjálmur. verð kr. 5.800.- Höfum áhuga á að athuga undirtektir með fjölskyidunámskeið. Ef undirtektir eru góðar, verður að viðbættu innifalið í verði, veiði í Meðalfellsvatni og sólarlampi til að tryggja að allir komi brúnir til baka. Ath. ÞAÐ ER ALLTAF GOTT VEÐUR Á HESTBAKI! Sérlega ódýrt frí og greiösluskilmálar við allra hæfi. Upplýsingar í síma 22997 alla virka daga frá kl. 9—18 nema laugardaga. Geymið auglýsinguna. WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG O $ Frá Heimilistækjum hf. | tölvudeild | tölvunámskeiðin í maí £ Eftirfarandi námskeiö verða haldin í maí: o 55 < & o 55 < O S5 < * O < £ O 55 < £ o 55 < * O s? < £ o z < & o 55 < RITVINNSLA I Kennt er á helstu atriöi WANG-ritvinnslunnar. Aö nám- skeiöinu loknu eiga þátttakendur aö geta sett upp sín skjöl sjálfir, breytt þeim og bætt og prentaö út i endanlegri mynd. RITVINNSLA II (GLÓSUR) Framhaldsnámskeiö fyrir lengra komna notendur ritvir.nsl- unnar. Farið veröur í aö búa til fast form á texta og upp- setningu skjala, sem hægt er svo aö kalla upp í ritvinnslu- skjal. WANG PC MS-DOS Námskeiö fyrir notendur WANG PC, sem vilja kynna sér MS-DOS stýrikerfiö nánar. Farið veröur yfir sögu MS-DOS og kynntar helstu skipanir og hjálparforrit. Einnig fá nem- endur æfingu í notkun og viöhaldi valmynda á WANG PC, auk ýmissa annarra heilræöa. PLÚS-HUGBÚNAÐUR Fariö veröur í helstu þætti fjárhags-, viöskipta-, birgöa-, og sölunótukerfis PLÚS hugbúnaöar frá islenskri forritunar- þróun sf. VS-KYNNING Námskeiö fyrir notendur VS tölvunnar, fariö er yfir vélbúnaö og hugbúnaö sem í boði er, og notkunarmöguleikar kynntir. TÍMASETNING NÁMSKEIÐA Hrti nánwfcefðe D»g—tn. Timl Lelðbeinandl O 55 < * O 55 < £ O 55 < & O 55 < O 55 < & O 55 < & Ritvinnsla I 30 — 3. maí 9—12 Guörún Magnúsdóttir Ritvlnnsla II 6,—8. maí 9—12 Guörún Magnúsdóttir VS-kynning 14. maí 9—16 Ingólfur Helgi Tryggvason MS-DOS 20.—22. maí 9—12 Halldór Guömundsson PLÚS-hugbúnaöur28.—29. maí 9—16 Jón Ólafsson NÁMSKEIÐIN ERU HALDIN í HÚSAKYNNUM TÖLVU- DEILDAR HEIMILISTÆKJA HF. SÆTÚNI 8. SKRÁNING FER FRAM f SÍMA 27500. Heimilistæki hf TÖLVUDEILD-SÆTÚNI8-SÍMI27500 WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG WANG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.