Morgunblaðið - 28.04.1985, Side 44

Morgunblaðið - 28.04.1985, Side 44
MOKGUNBLÁÐIÐ. SÚlWUDAGUR 28. APRlL 1985 44 i Sjá, dagar fara að er verið að segja að allir séu nokkurn veginn alveg heilbrigðir á skapsmunum, sagðir Sigurjón i miklu lengra samtali, sem ég átti við hann í Bankastræti. En ég held að það sé miklu nær að segja að allir séu nokkurn veginn alveg snarbrenglaðir á skapsmunum. Svona talar Sigurjón sem oftast. Mér þykir það ævinlega hressi- legt af þvi að þótt það geti virzt hryssingslegt í byrjun sé ég þeg- ar hann gefur nánari skýringar að þetta er allt sagt af góðum og opnum hug. Sérðu nú bara, sagði Sigurjón. Hittirðu eiginlega nokkurn tima manneskju, sem ekki er að kveina og kvarta und- an því hvað hún hafi mikið að gera? Ég er löngu orðinn sáttur við aö sjá ekki fólk á kvöldin heldur sjónvarpið, þótt mér hafi fundizt það leiðinlegt fyrst. Ég nenni ekki að vera að hlusta á fólk grobba sig af því hvað það hafi mikið að gera og láta i það skina að heimurinn myndi falla í rúst ef það væri ekki sifellt á vakt. Þetta samtal okkar Sigurjóns kom upp í huga minn aftur og aftur á næstu dögum. Það er al- veg satt að vel flestir sem ég þekki, hafa afskaplega mikið að gera. Við erum lika flest með vöðvabólgu, óskaplega mikla vöðvabólgu, og við erum flest of feit. Þau, sem eru i rauninni svo mjó að þau gætu næstum smogið á milli vatnsdropanna í stór- gerðri rigningu, kvarta líka með okkur hinum. Og það er einmitt það, sem mér finnst svo notalegt við þetta, sem Sigurjón var að segja. Mér finnst svo selskaps- legt að vita að við erum sem flest nokkurn veginn alveg snar- brengluð. Það ver mann óneitan- lega einmanakennd. Frá þvi sjónarmiði séð er ein- faldlega hægt að sætta sig við þetta. Finnst mér. En stundum hvarflar sú hugsun að mér að kannski væri samt skynsamlegt að reyna að gera eitthvað í mál- inu. Eins og t.d. þegar ég hitti Dagfinnu um daginn. Hún var að tala um það hvernig sér fyndist tíminn sífellt smjúga úr greipum sér, dagarnir æða áfram án þess að skilja nokkuð eftir sig. Og af því að ég hef heyrt marga tala um þetta áður hafði ég svar á reiðum höndum. Heldurðu ekki að þér finnist tíminn líða svona hratt af því að þér finnst í raun- inni svo gaman að vera til? En Dagfinnu fannst dagarnir bara Mörgum fínnst dagarnir æða áfram, hvorki skemmtilegir né leiðinlcgir, bara týnast einhvern veginn. Samt er það nú svo ef við gáum vel að margir dagar verða minnisstæðir og margir nýir dagar gefa nýja gleði. Við þurfum víst að hafa augun hjá okkur til að taka eftir því. Með þessum vangaveltum Sigur- jóns, Dagfínnu og okkar hinna þykir mér got að láta fylgja Ijóð eftir Floru Larsson. Flora Larsson er foringi í Hjálpræðishernum. Ljóðið er úr kvæðabók hennar Just a Moment Lord, sem hefur að geyma samtöl við Drottin svo sem Flora segir í formála. Hún segist hafa lesið það ráð að fólk skrifaði niður bænir sínar til þess að þær yrðu nær því, sem það vildi. Sjálfri hafí sér mistekizt þetta þar til hún hafí fundið samtalsformið, en hugmyndina að því hafí hún lika fengið frá örðum. Nú sendi ég þér þessa bugmynd frá Floru Larsson, kæri lesandi, hugmynd, sem hún fékk frá enn öðrum. Og hún sendir þér Ijóðið sitt, Ég get ekki beðið. koma og fara, hvorki skemmti- legir né leiðinlegir. Og þá komst ég að þeirri niðurstöðu að úr því að mörg okkar hafa í rauninni læknazt af vöðvabólgunni, sum hafa lézt um allmörg kíló og sum hafa efnt það heit sitt að hætta að tala um það hvað þau hafi mikið að gera, þá hlyti líka að vera hægt að ráða þá gátu hvers vegna Dagfinnu fyndist hún sf- fellt vera að týna tímanum i staðinn fyrir að njóta hans. Svo nú fór ég að taka fólk tali um þetta mál. Eg talaði við Guð- mund, sem er lagermaður. Hon- um fannst dagarnir æða áfram. Hann fer að heiman fyrir átta og kemur ekki aftur fyrr en sjö á kvöldin. Hann er hættur að lesa bækur og hefur varla þrek til annars en setjast við sjónvarpið á kvöldin. En honum fannst dag- arnir samt góðir. Maður passar lagerinn með hinum strákunum, sagði hann. Þangað koma marg- ir og við getum stundum leyst úr málum og orðið fólki að liði. Við hjónin erum oftast bæði heima á kvöldin og þau krakkanna sem kæra sig um. Ég les bara bækur seinna. Svo spurði ég Ingunni. Hún er húsmóðir og hjúkrunarkona, sem vinnur hluta úr starfi. Ég get svo sem ekki sagt alla dag- ana hvað ég var í rauninni að gera. Það stendur oft ekkert sýnilegt eftir. En ég hef samt sinnt mörgum smáviðvikum fyrir sjálfa mig og aðra. Kannski eru þau mikilvægari en ég geri mér grein fyrir og ég er bara að hugsa um að fara að meta þau meira. Svo spurði ég Hrefnu. Hún fer á fætur fyrir allar aldir til að sinna hússtörfum áður en hún fer að sinna utanheimilisvinn- unni og kvöldfundunum. Mér finnst ég þurfa að finna að það er ég, sem stjórna tímanum, en ekki tíminn sem stjórnar mér, sagði Hrefna. Ég fór að hugsa um það hvort líf þeirra Guðmundar, Ingunnar og Hrefnu væri mismunandi skemmtilegt. Það er sjálfsagt mismunandi frá degi til dags hjá þeim hverju fyrir sig. En skyldi lif Ingunnar t.d. vera skemmti- legra en líf Guðmundar? Skyldi það vera meira metið að vera hjúkrunarfræðingur en lager- maður? Mér er sagt að það skipti svo miklu máli að fólki finnist það dálítið metið og virt í þjóð- félaginu. Og skyldi Guðmundi kannski finnast starfið sitt inni- haldsríkara og starfsfélagarnir skemmtilegra en Hrefnu finnst um sitt starf og vinnufélaga? Var það ekki skoðanakönnun i Noregi sem sýndi að fólk var þar farið að meta gott starf og sam- starfsfólk meira en launin? Og nú er að komast að niður- stöðu. Mikið vildi ég að Guð sendi mér telex eða skeyti eða hringdi til mín. Eða að Guð skrifaði þér um málið og þú myndir láta svarið berast til okkar hinna. En auðvitað hefur Guð skrifað okkur bréf um þetta. Mörg bréf. Heila Biblíu. Njóttu daganna, stendur í bréfinu. Hver dagur er gjöf frá Guði. Og gerðu ekki of litið úr sjálfri þér, sjálf- um þér. Vertu uppörvandi við aðra og láttu það ekki fara fram hjá þér að aðrir eru oft vænir við þig- Ég hélt áfram að minnast ráða úr bréfinu frá Guði. En skyldu þau gagna Dagfinnu? Skyldu þau nægja henni? Ég held að það sé hin mikla list trúar okkar að læra að nota hana í daglegu lífi og það sé mikil gjöf að fá að tala saman um það hvernig við get- um notað hana. Ég held að ef Dagfinna ræðir þennan æðibun- ugang á dögunum við notalegt fólk eins og Guðmund, Ingunni og Hrefnu og hugleiðir það með sjálfri sér hvað þau leggja til málanna muni hún finna lausn á málinu. Ég held að sú aðferð sé innifalin í þeirri speki, sem stendur í einu tilskrifinu hjá Guði: Fel Drottni vegu þína og treyst honum. Hann mun vel fyrir sjá. Drottinn, þjónn þinn postulinn skorar á okkur að biðja án afláts, en ég get það ekki, hef bara ekki krafta til þess. Ég er ekki þannig manneskja. Mínar hugsanir eru alltaf á iði, ég er eirðarlaus, og það kemur svo margt upp í huga minn. Það, að ég verð að taka inn þvottinn, að ég lofaði að hringja til Sigrúnar, að éggleymdi að kaupa hveiti ígær, og svo margt annað, 6, svo ótal margt. Þú skilur það, Drottinn, að ég á erfitt með að biðja. Er þér sama þótt ég spjalli bara við þig. um þetta alt eftir því sem það gerist? Svoleiðis get ég verið í sambandi við þig. Égget talað við þig um það, sem ég hef áhyggjur af, um allt, sem mér leiðist og allt, sem mér Jíkar. Og um alla þrá mína, þessa djúpu, djúpu þrá, sem þú lagðir í sál mína. Það verður kannski ekki fullkomið form á bæninni, kannski segir hún heldur ekki það sama og aðrir segja við þig, en ég heid að þú skiljir og leyfir mér að biðja svona.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.